Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR. 4 JANÚAR 2000 Stuttar fréttir i>v Utlönd Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholtl 16-18, Akranesi sem hér segir á eftir- farandi eignum: Einigrund 3, hluti 0101, þingl. eig. Ernir Freyr Sigurðsson og Eydís Auðunsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, fbstu- daginn 7. janúar 2000 kl. 11. Heiðargerði 24, efri hæð, Akranesi, þingl. eig. Brynjar Þorlákur Erailsson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki íslands hf., Akranesi, og Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, fóstudaginn 7. janúar2000 kl. 11. Kirkjubraut 6a, Akranesi, þingl. eig. Ul- rika Margareta Iwarsson og Valdimar Bjarni Guðmundsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Olíuverslun ís- lands hf., fóstudaginn 7. janúar 2000 kl. 11. Reynigrund 13, Akranesi, þingl. eig. Guðmundur Rúnar Davíðsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Akra- nesi, fóstudaginn 7. janúar 2000 kl. 11. Reynigrund 24, 75,34% eignarhluti, Akranesi, þingl. eig. Helga Atladóttir, Agnar Guðmundsson og Sigríður Kristín Óladóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., Akranesi, föstudaginn 7. jan- úar 2000 kl. 11. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Starfsmenn kauphallarinnar í Osaka í Japan voru prúöbúnir viö upphaf viöskipta í morgun, á fyrsta vinnudegi ný- byrjaös árs. í lok dagsins haföi Nikkei veröbréfavísitalan hækkaö mikiö. Clinton mis- tókst að fá leið- togana saman Bill Clinton Bandaríkjaforseta mistókst í gær að fá leiðtoga ísra- els og Sýrlands á sameiginlegan fund með sér, eins og búist hafði verið við. Þeir Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, og Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýr- lands, eru komnir til Vestur-Virg- iníu að ræða friðarsamninga milli landanna. Háttsettir heimildarmenn inn- an israelsku sendinefndarinnar sögöu aö strandaö hefði á því hvaða mál samningamennirnir tækju fyrst til meðferðar. ísraelar leggja mikla áherslu á að ræða ör- yggismál og eðlileg samskipti ríkjanna en Sýrlendingar vilja fyrst ræða um brotthvarf ísra- elska hersins frá Gólanhæðum. Clinton hélt aftur til Was- hington eftir níu klukkustunda fundasetur með leiðtogunum sitt í hvoru lagi. James Rubin, talsmað- ur bandariska utanríkisráðuneyt- isins, sagði að þríhliða fundur yrði ekki haldinn þann daginn. Kohl undir smá- sjá saksóknara Opinber rannsókn á meintu saknæmu athæfi Helmuts Kohls, fyrrum Þýskalandskanslara, hófst í gær. Kanna á hvort Kohl braut lög með því aö taka við leynileg- um greiðslum til stjómarflokks kristilegra demókrata á sextán ára valdaferli hans. Hneykslismálið braust upp á yfirborðið fyrir mánuði þegar Kohl viðurkenndi að hafa ekki greint frá um sjötíu milljóna króna framlagi til flokksins. Kohl hefur þráfaldlega neitað að skýra frá nöfnum gefendanna. Mál þetta hefur bæði skaðað Kohl og flokk hans, sem nú er í stjómarandstöðu, mikið. Vladímír Pútín hreinsar til í Kreml: Forseti ísraels tók við greiðslum frá auðkýfingi Forseti ísraels, Ezer Weizman, er flæktur í fjármálahneyksli og kreíj- ast ísraelskir fjölmiðlar þess að hann segi af sér. Ríkissaksóknarinn i ísrael, Elyakim Rubinstein, hefur tilkynnt að hann ætli að láta rann- saka mánaðarlegar greiðslur til Weizmans frá gyðingi og auðkýfingi í Mónakó, Edward Sarusi, á fimm ára timabili áður en Weizman varð forseti 1993. Samanlagt á Weizman aö hafa tekiö við hálfri milljón doll- ara. Talsmaður israelska dómsmála- ráðuneytisins segir að ekki sé um réttarfarslega rannsókn að ræða. Forsetinn hafi bara verið beðinn um að gera grein fyrir í hvað fénu hafi verið varið. Weizman hefur ekki neitað að hafa tekið við greiðslunum. Hann fullyrðir hins vegar að ekki hafi verið um ólöglegt athæfi að ræöa. Samkvæmt talsmönnum forsetans fór meirihluti fjárins til að greiða lækniskostnað fyrir son forsetans. Sonurinn, Shaul, skaddaðist á höfði er egypskur hermaður skaut á hann við Súezskurð. ísraelskir fjölmiðlar eru á þeirri skoðun að forsetinn hafi gert stór mistök. ísraelsk sjónvarpsstöð full- yrti I síðustu viku aö Weizman hefði notað peningana í eigin þágu og þar meö brotið lög sem banna op- inberum starfsmönnum að halda gjöfum sem þeir taka við í embætti sínu. Weizman var leiðtogi Yahad- flokksins er hann tók við fénu. Hann var auk þess þingmaður og sat í ríkisstjórninni. Weizman lét í gær tilkynna að hann fagnaði rann- sókninni og að hann hefði ekkert aö fela. Weizman kveöst ekkert hafa aö fela. Símamynd Reuter fyrst Vladímír Pútín, nýskipaður for- seti Rússlands, lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að reka Tatjönu Djatsjenkó, dóttur Bórísar Jeltsíns, fráfarandi forseta, úr emb- ætti ímyndarsmiös forsetaembættis- ins. Pútín tók við embættinu á gamlársdag eftir óvænta afsögn Jeltsíns. Pútín hefur gert ýmsar manna- breytingar í Kreml, meðal annars vikið Dmítrí Jakúsjkín, persónuleg- um blaðafulltrúa Jeltsíns, úr emb- ætti og gert hann að aðstoðarmanni starfsmannastjórans. Búist hafði verið við að Pútín myndi stokka upp í starfsliði Kreml- ar. Ekki síst var þess vænst að hin umdeilda Djatsjenkó yrði látin taka pokann sinn. Hin 39 ára gamla Djatsjenkó kom fram á sjónarsviðið í febrúar 1996 þegar hún gerðist ímyndarfræðing- ur föður sins í baráttunni um end- urkjör til forsetaembættisins þá um sumarið. Þegar svo Jeltsín gerði dóttur sína að opinberum ráðgjafa til að fara Vladímír Pútín, nýskipaður forseti Rússlands, hefur ekki setiö aögeröa- laus frá því hann tók viö embættinu af Bórís Jeltsín á gamlársdag. sínum i júní 1997 mótmæltu rúss- neskir fjölmiðlar. Jeltsín benti þá á að Chirac Frakklandsforseti hefði gert dóttur sína að ráðgjafa. Þótt Jeltsín haíl látið af embætti forseta mun hann áfram gegna hlut- verki i rússneskum stjómmálum, til dæmis taka á sig mikilvæg ferðalög innan lands og utan. Hann mun því áfram hafa hirð í kring um sig. Jeltsín fer reyndar í fyrsta ferðalag sitt á morgun þegar hann heldur til israels og Palestínu þar sem hann mun hitta að máli Ezer Weizman, forseta ísraels, og Yasser Arafat, forseta Palestínumanna. Pútín ræddi meðal annarra í gær við sendifulltrúa Rússa í Tsjetsjeníu þar sem bardagar héldu áfram af fullum krafti. Interfax-fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum í her- stöð rétt utan landamæra Tsjetsjen- íu að á íjórða tug uppreisnarmanna hefði falliö í átökum nærri héraðs- höfuðborginni Grozní. Herinn greindi einnig frá landvinningum í suðurfjöllunum. Nýtt óveður í Evrópu Óveður herjaði á ný í Búlgaríu, Rúmeníu, Skotlandi og öðrum Evrópulöndum í gær. Að minnsta kosti tveir létust í óveðrinu í Búlgaríu. 12 þúsund heimili urðu rafmagnslaus í gær í Skotlandi. Uppstokkunar að vænta Búist er við að Abdurrahman Wahid, forseti Indónesíu, stokki upp í tveggja mánaða gamalli stjóm sinni þeg- ar föstunni lýk- ur á föstudag- inn. Er helst gert ráð fyrir að ráðherra örygg- ismála, Wiranto hershöfðingi, fo* verði látinn fara vegna hollustu við fyrrver- andi stjórn landsins. Mannræningjar drepnir Að minnsta kosti 11 múslímsk- ir uppreisnarmenn og tveir gísla þeirra létu lífið í gær í árás her- manna á þorp í Líbanon í gær. Clinton íhugar þingsetu Biil Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri enn að íhuga að sækjast eftir þingsæti fyrir' Arkansasríki þegar hann lætur af forsetaembættinu á næsta ári. Misheppnuð ástarvika Tilraunir bæjaryfirvalda í Otta í Noregi með ástarviku í mars misheppnuðust. Þrátt fyrir ástar- mat á veitingastöðum, kampavín á hótelherbergjum á meðan dag- heimili buðu upp á næturgæslu fyrir bömin fæddist ekker bam í Otta á nýársnótt. Gore ræðst á Bradley A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, sem keppir við Bill Bradley um að veröa forsetaefni demókrata, sagði á kosningafúndi í Iowa í gær að Bradley væri góöur og ærlegur maður. Hann hefði hins vegar engar áætlanir í efnahagsmálum, heilbrigðismál- um og enga heildaráætlun í menntamálum. Samkvæmt skoð- anakönnunum er Gore með for- ystu í Iowa en Bradley í New Hampshire. Mannskæð átök Yfir 20 létu lífið og yfir 30 særð- ust í átökum milli múslíma og kristinna sunnan við Kaíró í Eg- yptalandi á sunnudaginn. Breskt kjöt til Noregs Norðmenn hafa ákveðið að flytja aftur inn nautakjöt frá Bret- landi. Frakkar og Bandaríkja- menn neita enn að flytja inn kjöt- iö af ótta við Creutzfeldt-Jacobs sjúkdóminn. Fundað um Elian Háttsettir kirkjuleiðtogar frá Bandaríkjunum hittu í gær á Kúbu fjölskyldu kúbska drengs- ins Elians Gonzalez til að reyna að leysa milliríkjadeiluna um framtíðardvalarstað drengsins. Hættið í pólítík Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir í viötali í dag að verkalýðsfélög eigi að hætta að skipta sér af stjómmálum og einbeita sér í staðinn að þörfum félaga sinna. Kveðst Blair sjá fyrir sér nýtt blóma- skeið verka- lýðsfélaganna stefnu. Árás á sendiráð Líbanskir hermenn skutu í gæi til bana byssumann sem ger hafði árás á sendiráð Rússa Beirút í mótmælaskyni við striðii í Tsjetsjeníu. Wíf \ skipti um Dóttir Jeltsíns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.