Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 Fréttir DV scmdkorn 86 prósenta fall fyrsta árs nema í lagadeild og kurr meðal fallista: Lagadeild undir fölsku flaggi - segir formaður Stúdentaráðs og krefst skýringa Lagadeild Háskóla íslands er borin þeim sökun aö grípa til fjöldatakmarkana en viöurkenna þaö ekki. Aöeins 22 nemendur á fyrsta ári í lögfræði við Háskólann af þeim 148 sem prófið þreyttu náðu framhalds- einkimn. Þarna er því um að ræða rétt rúmlega 86 prósent fall. Þetta var tilkynnt í gær- morgun. Meðal faÚistanna er nokkur reiði og þá sérstak- lega með það að lágmarks- einkunn er 7 í lagadeildinni en 5 í öðrum deildum Háskól- ans. Þá er kurr vegna þess að námsmisserið var stytt úr fjórum mánuðum í þijá og nú ræður eitt próf í stað tveggja áður. Það sjónarmið er uppi meðal nemenda að rangt sé að takmarka fjölda nemenda með þessum hætti og réttara væri að ákveða þann fjölda nemenda sem hleypt yrði áfram og miða viö þá sem efstir væru á prófinu. Stúdentaráð ályktaði um málið í gær og krafði lagadeild svara um það hvort þama væri um að ræða fjöldatakmarkanir. Formaður Stúdentaráðs segir laga- deild sigla undir fölsku flaggi. „Þetta er fjöldatakmörkun en deild- in viðurkennir það ekki og þykist setja lágmarkskröfur,“ segir Finnur Beck, formaður Stúd- entaráðs. Hann segir að ef ekki sé um að ræða fjöldatakmark- anir eigi deildin að líta í eig- in barm og fmna út hvað valdi svo miklu falli þar sem aðeins 14 prósent nemenda nái prófi. „Við höfúm krafist svara. Viðurkenni þeir fjöldatak- markanir þá getum við rök- rætt málið út frá því og spyrjum þá hverra hagsmuna deildin gætir,“ segir Finnur. Skarphéðinn Pétursson, formaður Orators, félags laganema, segir fall- prósentuna nú vera svipaða og und- anfarin ár. Hann segist kannast við óánægju vegna fyrirkomulagsins sem sé i samræmi við það kerfi sem laga- deild hafi samþykkt að vinna eftir. „Þetta mál verður vafalaust rætt á næsta deildarfundi. Helsta gagnrýnin er sú að þessi aðferð sé notuð til fjöldatakmarkana. Mörgum finnst nær að láta einkunnir ráða þannig að t.d. 30 efstu nái prófi," segir Skarp- héðinn. Hann segir jafnframt að umræddir 148 nemendur sem fallið hafi eigi kost á að taka prófið upp í vor. „Nemendurnir mega sitja tíma áfram en þeir verða að ná prófi í vor til að komast áfram á annað ár,“ seg- ir Skarphéðinn. -rt Finnur Beck, formaður Stúd- entaráðs. Skíðasvæðiö í Skálafelli. Skíðasvæðum Reykvíkinga að skola burt: Erum skíthræddir - segir íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar „Við erum skíthræddir. Skálafellið þolir þetta ekki. Aftur á móti eru Blá- fjöUin öðruvísi, meira af giljum og þrengra um og þar er mun meiri snjór,“ segir Erlingur Jóhannsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar. Mikinn snjó hefur tekið upp á skíða- svæðum höfuðborgarinnar í hlákunni undanfarna daga og svæðin verið lokuð frá því um miðja síðustu viku vegna veðurs eftir að hafa verið opin óvenjumikið miðað við janúar- mánuð. Þrátt fyrir að veður setji oft strik í reikninginn á skíðasvæðunum og há- vertíðin hefjist ekki fyrr en um miðj- an febrúar er Erlingur áhyggjufullur. „Maður veit ekki hvað gerist í veðrinu en málið er aö ef þetta held- ur svona áfram þarf að byggja upp aftur allt sem var búið að vinna. Hitt er annað mál að staðan getur batnað - einn sólarhringur getur bætt úr því,“ bendir hann á. I gærmorgun reyndu starfsmenn skíðasvæðanna að skoða aðstæður en að sögn Erlings var svartaþoka og þeir sáu vart handa sinna skil. „Þetta er orðið ærið blautt og þetta er bakslag fyrir okkur en við erum ekki að leggjast í neina svartsýni enn þá.“ -GAR Háskólinn að Litla-Hrauni Hinir fjölmörgu gæsluvarðhaldsfangar í stóra fíkniefnamálinu eru nú um það bil að sjá að sér. DV greindi frá því í gær að allir nema einn væru í námi og stefndu á stúdents- próf. Sá eini þeirra sem ekki vill setjast í e- bekkinn er saklaus að eigin sögn og þarf því ekkert að læra. Það er auðvitað eðlilegt að menn mennti sig til að missa síður fótanna aft- ur. E-töflumennimir eiga það allir sameigin- legt að hafa misstigið sig í þvi fróma verki að fóðra íslenska æsku á eiturlyfjum. Þarna er um að ræða heilmik- inn rekstur sem sam- anstóð af innkaupum, innflutningi, markaðssetningu og smásölu á dópi. Hvaða hlekkur brást er ekki ljóst en krimmamir munu hafa áttað sig á því að betur mætti ef duga skyldi og því var sest á skólabekk. Eftir að hefð- bundnu stúdentsprófi sleppir má búast við að lið- iö sérhæfi sig í fræðunum. Þannig muni einhverj- ir leggja stund á markaðsfræði, aðrir rekstrar- fræði og enn aðrir afhrotafræði. Einnig væri gott að svo sem einn lærði efnafræði til að stærri eit- urlyfjakóngar gætu ekki selt þeim svikna útvatn- aða vöm sem þykja ekki góð markaðsfræði á göt- unum. Þannig mætti koma í veg fyrir annað eins uppnám og þeir glíma nú við með frelssissvipt- ingu. Afbrotafræðingamir, markaðsfræðingam- ir, rekstrarfræðingarnir og efnafræðingurinn gætu komið sér upp fyrirmyndarfyrirtæki sem snuröulaust gæti komið sér upp öruggri dóplínu frá Evrópu, Asíu eða Suður-Ameríku til íslands. Það er að ýmsu að hyggja í víðtækum rekstri og allir gætu e-strákamir nýst með góðri mennt- un. Afbrotafræðingurinn yrði hvað mikilvægast- ur til að lesa í háttsemi lögreglu og tollara sem gjaman þvælast fyrir rekstri af þessu tagi eins og dæmin sanna. En engin rós er án þyma og því hætt við að endumýjun verði lítil meðal mennta- manna í e-töflubransanum. Þegar atvirmugreinin verður orðin örugg er ekki lengur um það að ræða að menn verði hnepptir i gæsluvarðhald vegna rekstrarmistaka. Þar með er skólabekkur- inn ekki lengur heillandi tilbreyting frá einangr- un gæsluvarðhaldsins og e-bekkurinn leggst af. Ekki er líklegt að menn sem em á fullu í inn- flutningi, markaðssetningu og sölu gefi sér tíma frá amstri dagsins til aö mennta sig í fræðunum. Hnignun blasir því við þegar kynslóðaskipti verða í þessari innflutningsgrein. Að afloknu stúdentsprófi krimmanna aö vori er viðbúiö að vandræði geti skapast. Fari svo að strákamir í e- bekknum fái fangelsisdóm þá vantar frekari námsúrræði svo þeir geti haldið áfram eftir stúd- entspróf. Háskóli íslands er í nokkurri fjarlægð, sem og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Ak- ureyri. Því er það sjáifsögð krafa að settur verði á stofn enn einn háskólinn. Háskólinn á Litla- Hrauni hljómar nokkuð vel sem viðbót i há- skólaflóruna. Dagfari Ekki dulbúinn Eins og Sandkom greindi frá í gær mætti Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, í bíó með feiknar- lega umfangsmikil sólgleraugu. Ekki var þar um að ræða dulargervi vegna mann- fælni svo sem tíðindamaður dálksins taldi. Kári hafði nefnilega lent í augnslysi þar sem hann var að spild körfubolta við dóttur sína. í atganginum potaði dóttirin í auga Kára. Hann eyddi nokkram klukkustundum á slysa- deild vegna þessa en var síðan sleppt með sólgleraugu ... Talað í tóm Það era fleiri en Valur sem kunna að koma fyrir sig orði. Fjármálaráðherrann Geir Haar- de hefur átt slíka spretti á skemmt- unum að Skag- firðingar vilja fá hann í hérað. Á dögunum flutti hann tölu þar sem hann lýsti veru sinni í fjármálaráðu- neytinu. „Mér líður oft eins og ég sé starfs- maður kirkjugarðanna í Gufu- nesi. Það er alveg sama hvað ég segi. Það hlustar enginn," sagði ráðherrann og uppskar skelli- hlátur... Lúðvík langar í aðdraganda landsfundar Samfylkingar eru margir nefhdir varðandi embætti varaformanns. Meðal ungs fólks er góð stemning fyrir Þórunni Sveinbjarnar- dóttur, þing- konu úr Reykja- nesi, auk þess sem Bryndís Hlöðversdóttur er heit en hún nýtur stuðn- ings öflugs hóps í kring- um Einar Karl Haraldsson. Þá mun Lúðvik Bergvinsson langa í annaðhvort varaformann eða formann þingflokks og hefur meðal annars stuðning Kidda rótara, eða Kristins T. Haralds- sonar, sem á sínum tíma var hægri hönd Jóns Baldvins Hannibalssonar og er með öfl- ugri áróðursmönnum hreyfing- arinnar. Kiddi rótari mun jafn- framt sjálfur vera að íhuga fram- boð ... Góður! Á stundum hafa hinir ungu fréttamenn á Skjáeinum skotið gömlu sjónvarpsstöðvunum ref fyrir rass. í fyrra- kvöld var ágæt frétt um fram- sóknarráðherra og bitlinga. Tí- undað var að Finnur Ingólfs- son, fráfarandi ráðherra, hefði gaukað góðum jobbum að flokks bræðrum í kveðjuskyni áður en hann fór í Seðlabankann. Frétta- maðurinn Hörður Vilberg fór mikinn og hélt í lok fréttarinnar tiifmningaþrangna ræðu um þau lifsgæði sem fylgdu því að vera ffamsóknarmaður í atvinnuleit. Fyrstu viðbrögð við fréttinni komu umsvifalaust þvi þegar Hörður lauk máli sínu heyrðist sagt með andköfum: „Góður“. Þóttust menn þar kenna rödd tökumannsins sem þama missti stjórn á tilfmningum sinum ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.