Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2000, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Nýjar og skynsamlegar leiðir
Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur oft verið í
fararbroddi íslenskra verkalýðsfélaga og komið fram
með nýjar og áður lítt þekktar leiðir í baráttunni fýrir
bættum kjörum félagsmanna snma. Hugmyndafræði VR
í komandi kjarasamningum um að tekin verði upp mark-
aðslaun endurspeglar bæði frumkvæði og nýja strauma
innan verkalýðshreyfmgarinnar.
Markmið VR með markaðslaunum eru einföld. Með
gegnsærra launakerfi verður launþegum gert kleift að
njóta aukinnar framleiðni, styttri vinnutíma um leið og
kjör þeirra batna. Nýjar aðferðir í kjarabaráttunni munu
að líkindum verða besta trygging þess að jafnræði kom-
ist á milli karla og kvenna, þar sem laun endurspegla
vinnuframlag og ábyrgð.
Á kjaraþingi VR um liðna helgi voru helstu áherslur
félagsins í komandi kjarasamningum kynntar og þar er
meðal annars bent á þá óþægilegu staðreynd að fram-
leiðni vinnuafls hér á landi er minni en í helstu ná-
grannalöndum okkar: „Vinnudagur er að meðaltali lang-
ur á íslandi, með því lengsta sem þekkist í heiminum.
Þrátt fyrir þennan óhóflega langa vinnudag er framleiðni
minni hér á landi en í þeim löndum sem við berum okk-
ur aðallega saman við. Aukin framleiðni er ein helsta
forsenda þess að almenn hagþróun styrkist og er af þeim
sökum eftirsóknarvert markmið fyrir alla aðila vinnu-
markaðarins, hvort heldur litið er til samtaka launafólks
eða vinnuveitenda. Jafn og stöðugur hagvöxtur er, ásamt
lágri verðbólgu, það sem tryggja mun áframhaldandi
hagsæld og aukna velferð íslenskra launamanna.“
VR bendir á að rekja megi lága framleiðni hagkerfis-
ins, þrátt fýrir langan vinnudag, að stórum hluta til
þeirrar launastefnu sem ríkt hefur á vinnumarkaðinum
um áratugaskeið. Vegna þessa telur félagið nauðsynlegt
að endurskoða launakerfið og taka upp einfaldara kerfi
markaðslauna. „Slík endurskoðun mun gera fyrirtækj-
um kleift að treysta afkomu sína á grundvelli framleiðni-
aukningar, á sama tíma og launakjör eru bætt ásamt
þeim lífsgæðum sem launafólk býr við.“
Verslunarmannafélag Reykjavíkur setur mál sitt fram
af stillingu og rökfestu. Samtök atvinnulífsins hljóta að
taka þennan málflutning alvarlega og taka þétt í útrétta
sáttahönd launþega.
Dulin skattahækkun
Hagfræðingar Alþýðusambands íslands hafa bent á að
skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun og það þýðir
ekki annað en að skattbyrði launafólks þyngist. Miðað
við forsendur flárlaga þessa árs um 5% launahækkun og
2,5% hækkun skattleysismarka aukast tekjur ríkissjóðs
um sömu fjárhæð og 0,84% hækkun tekjuskatts hefði
skilað. Hægt en örugglega er ríkissjóður þannig að seil-
ast dýpra en áður í vasa skattgreiðenda, sem geta litla
björg sér veitt.
Raunlækkun skattleysismarka kemur verst við þá sem
lægstu launin hafa og það eru ekki réttu skilaboðin frá
ríkisstjórninni til launþega í aðdraganda kjarasamninga.
Þessi staðreynd undirstrikar enn og aftur að tekjuskatts-
kerfið er meingallað með öllum sínum frádráttarliðum
og tilfærslum. Því miður bendir ekkert til að stjómvöld
ætli sér að sníða af mestu meinbugi skattkerfisins, þó
svigrúmið sé vissulega til staðar.
Óli Bjöm Kárason
Starfsfólk gegnir í sífellt ríkari mæli lykihlutverki f samningum um kaup sitt og kjör. VR veröur því að laga sig
aö þessum breyttu aöstæöum eöa daga uppi ella, segir m.a. í greininni. - VR-forustan kynnir áherslur í kom-
andi kjarasamningum.
Launaákvarðanir
á jafnréttisgrunni
um og áreiöanleg-
um upplýsingum
um launaþróun á
vinnumarkaðnum,
ekki bara um hina
almennu þróun
heldur einnig um
laun í einstökum
starfs- og atvinnu-
greinum. Þannig
geta félagsmenn
borið eigin laun og
kjör saman við það
sem gerist á mark-
aðnum.
Viðurkenndur
réttur á viðtali
Jafnframt er mikil-
vægt að félags-
mönnum verði
tryggður samnings-
„Markaðslaunakerfíð mun ekki
hafa það í för með sér að hinir
lægst launuðu sitji eftir. Það mun
þvert á móti gera mönnum kleift
að beita nýjum aðferðum við að
ná fram viðunandi lágmarkslaun■
um. Fyrirtækja- og vinnustaða-
samningar hafa að mati VR
reynst vel við að ná fram hækkun
á lágmarkslaununum. u
Kjallarinn
Guðmundur B.
Ólafsson
lögfræöingur
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
Aðgengilegar upplýs-
ingar um launaþróun
og beinn stuðningur
við félagsmeim er með-
al þess sem Verzlunar-
mannafélag Reykjavík-
ur mun leggja aukna
áherslu á í kjarabaráttu
sinni. Ástæðuna fyrir
nýjum starfsáherslum
má rekja til breytinga
sem orðið hafa á launa-
myndun og -þróun
vinnumarkaðarins.
Milliliðalausir
launasamningar
Markaðslaun, laun
sem starfsmaður og
vinnuveitandi semja
beint og milliliðalaust
um, eru að leysa taxta-
laun af hólmi. Þetta
þýðir að starfsfólk
gegnir í sifellt ríkari
mæli lykihlutverki í
samningum um kaup
sitt og kjör. Nokkuð
ljóst er að þessari þró-
im verður ekki snúið
við. VR verður því að
laga sig að þessum
breyttu aðstæðum eða
daga uppi ella.
Samningar á jafn-
réttisgrunni
Eitt helsta markmið
komandi kjarasamn-
inga er að þetta nýja
markaðslaunakerfi verði þannig
úr garði gert að starfsfólk mæti
vinnuveitendum sínum á jafnrétt-
isgrunni. Frumforsenda þess er að
félagsmerm VR geti gengið að nýj-
bundinn réttur á viðtali við yfir-
mann um laun og kjör a.m.k. einu
sinni á ári. Slíkt viðtal styrkir
stöðu viðkomandi starfsmanns,
svo framarlega sem hann eða hún
eiga kost á beinni ráðgjöf og stuðn-
ingi frá félaginu. Ljóst er að mörg-
um okkar þykir óþægilegt að ræða
um launakjör í návígi við vinnu-
veitandann og þar mun reyna á
stuðning og þjónustuhlutverk VR
gagnvart félagsmönnum sínum.
Hækkun lágmarkslauna
Markaðslaunakerfið mun ekki
hafa það í for með sér að hinir
lægst launuðu sitji eftir. Það mun
þvert á móti gera mönnum kleift
að beita nýjum aðferðum við að ná
fram viðunandi lágmarkslaunum.
Fyrirtækja- og vinnustaðasamn-
ingar hafa að mati VR reynst vel
við að ná fram hækkun á lág-
markslaununum. Það þarf í raun
ekki að koma á óvart með hliðsjón
af því að þessi allt of lágu laun eru
bundin við einstök fyrirtæki og
starfsgreinar en ekki vinnu-
markaðinn í heUd sinni.
Sterkt öryggisnet
Með nýjum og breyttum
starfsáherslum verður félags-
legt öryggisnet VR enn þéttara
og sterkara en nú er. Það er
höfuðatriði að félag sé óhrætt
við að breyta um áherslur og
aðferðir í takt við breyttar þarf-
ir félagsmanna sinna. Miðað
við grundvallarbreytingar sem
eru að eiga sér stað í launa-
myndun og -þróun á vinnu-
markaði er ljóst að VR mun
bíða ærin verkefni. Þau mun fé-
lagiö leysa með það fyrir aug-
um að komandi kjarasamningar
skUi öUum félagsmönnum betri
lífskjörum í bættu markaðslauna-
kerfi og minna vinnuálagi.
Guðmundur B. Ólafsson
Skoðanir annarra
Fákeppni í flugmálum
„Samvinnuferðir-Landsýn hafa gert samning við
Atlantaflugfélagið, íslandsflug og nokkur erlend
flugfélög og hyggjast bjóða í sumar 25 þúsund sæti tU
tíu borga í Evrópu á verði, sem er frá 7.400 krónum
aöra leiðina, auk flugvaUarskatts. Með þessu vUja
SL innleiða samkeppni i flugsamgöngum tU og frá
landinu ... Aukin samkeppni annars óskylds aðUa
hlýtur að vera fagnaðarefni öUum þeim, sem vilja að
samkeppni verði í miUUandaflugi. Fákeppni, sem
verið hefur hér í flugmálum, er hvorki hoU við-
skiptavinum né þeim sem standa í flugrekstri."
Úr forystugrein Mbl. 18. janúar.
Eintóna ákall á stjórnvöld
„Verðlagsþróun um þessar mundir veldur vissu-
lega áhyggjum og nauðsynlegt er að hamla gegn
henni ... Þvi er haldið fram að stjómvöld þurfi að
setja fram aðgerðaráætlun gegn verðbólgu. Sannleik-
urinn er hins vegar sá, að stjómvöld hafa ekki í
höndum sínum jafnmörg úrræði og áður í frjálsu
hagkerfi ... Þvi er ekki að leyna að ákaUið á stjóm-
völd í þessu efni er nokkuð eintóna. Það fer aldrei
mikið fyrir hvatningu tU hins almenna borgara að
leggja sitt af mörkum tU þess að halda stöðugleika ...
Sem betur fer eru margir aflögufærir í samfélaginu
en það virðist ekki vera jafn mikill spamaðarandi í
þjóðinni eins og hjá okkar nágrannaþjóðum. Umræð-
an í samfélaginu hnígur ekki heldur á þann veg.“
Jón Kristjánsson alþm. í Degi 18. janúar.
Flugleiðir - til góðs og ills
„Einn af helstu forsvarsmönnum Flugleiða hefur
látið þau orð faUa að „ísland sé eiginlega ekki tU
skiptanna" i Uugþjónustu. Þetta hljóta að teljast tíð-
indi í íslenskri ferðamálasögu, því loksins hafa
stjómendur Flugleiða opinberað þá skoðun sína að
íslenski markaðurinn sé þeirra ... Það er engum
blöðum um það að fletta að Flugleiðir hafa oft gert
athygliverða og gagnlega hluti fyrir íslenska ferða-
þjónustu. Það er hins vegar jafn ljóst, að skilningur
félagsins á hugtakinu frjáls samkeppni er mjög á
skjön við almennan skilning manna innan ferða-
þjónustunnar og þó víðar væri leitað."
Helgi Jóhannsson framkvstj. í Mbl. 18. janúar.