Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
13
Lengi tekur
sjórinn við
Pegar eru vegarspottar til samgöngubóta farnir að valda deilum, einnig
lagning símalína sem í flestum tiifeiium verða taldar vera sjónmengun.
Miðaö við þær fárán-
legu umræður sem hafa
átt sér stað undanfarna
mánuði um hálendis-
málin, virkjanir og
stóriðju, þá er ljóst að
umhverfismálin al-
mennt muni í framtíð-
inni verða meira í
sviðsljósinu en nokkru
sinni fyrr. Það er auð-
vitað jákvætt og von-
andi að öfgamar eyði-
leggi ekki sanngjörn
markmið og brýnar
framfarir. Allavega
hafa þær umræður sem
farið hafa fram verið já-
kvæðar að því leyti að
ýmsar skoðanir hafa lit-
ið dagsins ljós. Skoð-
anaskipti eru gagnleg ef þau eru
hógvær og málefnaleg. En varast
ber að láta ofstopa ráða ferðinni.
í sjóinn með það
Þó að Eyjabakkar hafi aðallega
verið í sviðsljósinu sem brýnt um-
hverfismál þá má ekki láta önnur
mikilvæg mál falla í skuggann.
Það hefur verið landlægur siður
eða ósiður að fleygja alls konar
drasli í sjóinn sem menn hafa ekki
viijað hafa fyrir augunum. Það er
gjaman gert í hreinlætisæði að
fleygja í sjóinn þvl sem angrar
fólk í umhverfinu.
Það er álíka og að
sópa undir teppið
því sem ekki má
sjást. Flestar hafnir
landsins eru yfir-
fullar af ótrúlegasta
drasli sem flestir
hafa sætt sig við
vegna þess að það
sést ekki í fljótu
bragði.
Eigi að síður er
þama um mengun
að ræða sem getur
haft alvarlegar hætt-
ur í fór með sér fyr-
ir umhverfið í fram-
tíðinni ef ekki verð-
ur snúið af þeirri
braut að fleygja frá
sér hugsunarlaust í sjóinn því sem
við þurfum ekki lengur að nota.
Það er ekki nóg að drasl og úrgang-
ur hverfi úr sjónmáli.
Það hefur lengi tiðkast að fleygja
úr sér gengnum veiðarfærum i sjó-
inn. Nú eru efhin í veiðarfærum
þannig að þau eyð-
ast ekki eða álla
vega þarf langan
tíma til. Ryðguð
járnstykki eru
varla betri enda er
sá siður aflagður
að sökkva göml-
um skipsskrokk-
um sem betur fer.
Augu manna eru
að opnast og end-
urvinnsla af
mörgu tagi er að
ryðja sér til rúms.
Það er að sjálfsögðu jákvæð þróun.
Vafalaust mundi umgengnin við
hafnir og hafið batna ef sú umgengni
mundi fá aðra eins umfjöllun og
Fljótsdalsvirkjun.
ítarlegt umhverfismat
Ef litið er til þess sem á undan er
gengið þá er ljóst að ölf mannvirkja-
gerð í framtíðinni mun háð ítarlegu
umhverfismati. Sem betur fer verð-
ur Fljótsdalsvirkjun að veruleika en
deilumar munu hafa þau áhrif að
meiri varúðar verður gætt í fram-
tíðinni í mannvirkjagerð. Þegar eru
vegarspottar til samgöngubóta farn-
ir að valda deilum. Svo mun einnig
verða þegar leggja á símalímm sem
í flestum tiifellum verða taldar vera
sjónmengun.
Strendur og slysagildrur
Umhverfismálin eru margslung-
inn málaflokkur og erfitt að taka
aðeins hluta af málinu út úr heild-
arsviðinu. Með aukinni tækni og
framforum aukast hættumar á
hvers konar umhverfisslysum.
Fyrir stuttu síðan brotnaði i sund-
ur olíuflutningaskip í vondu veðri
og stór olíufarmur mengaði
strendur Frakklands. í fréttum
var talað um að 400 kílómetra
strandlengja hefði mengast alvar-
lega og valdið tjóni á fuglalífi og
skelfiski. Einnig kom fram að
skipið hefði verið gamalt og van-
búið. Það yrði hryllilegt ef slík
mengunarslys yrðu við strendur
íslands vegna vanbúinna skipa.
Eftirhreytur stríðsáranna, E1
Grillo á botni Seyðisfjarðar, virð-
ist vera nægilegt úrlausnarefni
þessa mánuðina.
Það eru heldur ekki margar vik
ur síðan kjamorkuslys varð í Jap-
an með hörmulegum afleiðingum
fyrir fólk og umhverfi. Japanir
em tæknivætt samfélag en samt er
taliö að um mannleg mistök hafi
verið að ræða. í framtíðinni verða
slysagildrurnar í umhverfinu
margar og erfitt að koma í veg fyr-
ir mengunarslys af ýmsu tagi.
Efnamengun og geislun munu
setja mörk á tæknivæðingu fram-
tíðarinnar. Það mun því verða
brýnt að nýta þá orkugjafa sem
minnstri mengun valda.
Jón Kr. Gunnarsson
Kjallarínn
Jón Kr.
Gunnarsson
rithöfundur
„Ef litið er til þess sem á undan er
gengið þá er Ijóst að öll mannvirkja-
gerð I framtíðinni mun háð ítarlegu
umhverfismati. Sem betur fer verð-
ur Fljótsdalsvirkjun að veruleika en
deilurnar munu hafa þau áhrif að
meiri varúðar verðurgætt í framtíð■
inni í mannvirkjagerð.u
Skrifað
Þegar setuliðið kom til Blöndu-
óss var sagt að stúlkan sem átti
heima innst í fjallasalnum hefði
strax hugsað sér til hreyfmgs. Hún
lét ekki sitja við hugsunina tóma.
Hún var vart komin af bamsaldri
en orðin leið á allsleysinu, einangr-
uninni, snjóþyngslunum og von-
leysinu. Hún sá ekki fúttið í því að
vera fátæk, þótt blómin önguðu
þessa fáeinu daga sem kallast sum-
ar á íslandi. Það héldu henni engin
bönd. Hún tók til fótanna og hljóp
allt hvað af tók til strandar til móts
við útlendingana og vonina um
nýtt og betra líf. Hún hljóp vega-
lengdina á styttri tima en menn
höfðu áður heyrt um.
„Þá lá mér á“
Á áfangastað fékk hún kaldar
kveðjur. Hreppsstjórinn vildi taka
í taumana og senda hana heim, en
stúlkan var hagmælt í betra lagi
og slengdi á hann ferskeytlu sem
fékk hann til að halda að sér hönd-
um. Hvemig gastu hlaupið svona
hratt, spurði fólkið. „Þá lá mér á,“
sagði stúlkan.
Hún kynntist Bandarikjamanni
og fluttist með honum vestur um
haf með nýjan landnema í magan-
um. En vestra kynntist hún meiri
eymd og fátækt en nokkru sinni
fyrr og allt var þar öðru vísi en
hún hafði vonað. Þá tók hún aftur
til fótanna og flúði yfir vegleysur
og skóga með barnið sitt í fanginu
burt, burt -
Draumamir rætt-
ust ekki en þegar
ég sá hana löngu
seinna var hún í
heimsókn á
gamla landinu í
grænni dragt.
Hún gerði sér
ferð til gamla
sóknarprestsins
sins sem hafði
verið vinur föður
hennar. Faðir
hennar var löngu
látinn. Hann var sendur suður til
að deyja, eins og svo margir aðrir,
en var ekki upp á það kominn.
Hann flúði af spítalanum, tók rút-
una norður og orti til konunnar
sinnar:
Langa vegi haldið hef
hindrun slegið frá mér
til þín dregist torveld skref
til að deyja hjá þér.
„Hún sá ekki fúttið í því að vera
fátæk, þótt blómin önguðu þessa
fáeinu daga sem kallast sumar á
íslandi. Það héldu henni engin
bönd. Hún tók til fótanna oghljóp
allt hvað af tók til strandar til
móts við útlendingana og vonina
um nýtt og betra líf.u
í snjóinn
Presturinn hafði á
hinn bóginn farið suð-
ur - meira að starfa
guðs um geim - og
stofuorgelið sem prest-
frúin hafði fengið í
æsku sem sárabætur
fyrir að fara ekki á
hússtjómarskóla stóð í
nýrri stofu. Konan í
grænu dragtinni söng
sálma bemskunnar
við undirspil orgelsins
sem hljómaði trega-
fullt eins og rödd
hennar, enda hafði það
verið rifið upp með
rótum eins og hún.
„Drottning Mont-
parnasse"
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þeg-
ar ég las minningar ungrar,
franskrar stúlku sem líka flúði fá-
tækt og ömurleik æskunnar og leit-
aði lukkunnar upp á eigin spýtur.
Hún komst á hinn bóginn svo langt
að vera kölluð „drottning Mont-
parnasse" á þriðja áratug 19. aldar,
en þá var blómaskeið lista á Mont-
parnasse í París. Fyrir áeggjan vina
sinna skrifaði hún ævisögu sina
árið 1929, þegar hún var 28 ára.
Stúlkan kallaði sig Kiki og var fyr-
irsæta frægra málara og ljósmynd-
ara samtímans. Hún málaði sjálf,
sýndi verk sín opinberlega og seldi
vel. Hún söng líka og dansaði, en
það sem hélt frægð hennar lengst á
lofti var fegurð henn-
ar, yndisþokki, góðar
gáfur og létt lund.
Kiki fór til Banda-
ríkjanna eins og
stúlkan úr fjalladaln-
um. En Kiki hafði þar
stutta viðdvöl. Þegar
hún var komin í
prufutöku til Para-
mount- kvikmyndafé-
lagsins uppgötvaði
hún að hún hefði
gleymt greiðunni
sinni og fór heim við
svo búið. „Enda er
miklu skemmtilegra
að horfa á bíómyndir
en að búa þær til,“
sagði Kiki.
Stjama hennar reis
að nýju fyrir fáum árum þegar
Minningar Kiki voru endurútgefnar
á ensku með mörgum myndum og
formálum frægra manna, m.a. Hem-
ingways sem segist aldrei áður hafa
skrifað formála að bók og muni
aldrei gera það aftur, en Kiki hafi
um tíma komist kvenna næst því að
vera drottning - sem sé reyndar allt
annað en að vera dama.
Kannski syngja þær nú saman
Kiki og stúlkan að norðan við und-
irleik á orgel almættisins. En Kiki
lifir á spjöldum minninga sinna,
ævisaga stúlkunnar, sem hljóp svo
hratt út dalinn, var aðeins skrifuð í
snjóinn.
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Kjallarínn
Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir
Með og
á móti
Markaðslaun
Verslunarmannafélag Reykjavíkur og viö-
semjendur þess geröu meö sér nýjan
kjarasamning um helgina um svokölluö
markaöslaun þar sem meöal annars kveö-
ur á um aö lægstu laun fari í 90 þúsund
krónur. Markaöslaunln elga aö taka miö af
launaþróun á markaönum og veröur þar
stuöst viö launakannanir sem geröar
veröa. Ekki eru allir á eitt sáttir um aö
markaöslaunakerfiö sé þaö sem koma
skal fyrir verkalýöshreyfinguna.
Inn í ferliö
„Það sýnir sig samkvæmt launa-
könnunum sem við höfum gert að
um 95 prósent félagsmanna okkar
eru á launum langt yfir því sem
launataxtar segja til um. Markaðs-
laun eru því til
staðar sem
vinnuveitendur
hafa ákveðið svo
til einhliða. Nú
viljum við kom-
ast inn í þetta
ferli til þess að
aðstoða okkar
fólk við að nota Magnús L SvelnSr
þessar launa- son, formaður VR.
kannanir, sem
sýna raunveruleg markaðslaun, til
að hækka þá sem hafa orðið eftir.
Við munum aðstoða fólk við að
meta hvort það hefur rök fyrir því
að biðja um launahækkun eða ekki.
Öryggisventill i þessu er launa-
nefnd sem tekur mál til skoðunar ef
ástæða er til. Ef allt um þrýtur get-
ur launanefhd ákveðið hækkun yfir
alla línuna. Við semjum um 3,8 pró-
senta hækkun á árinu þannig að út-
gjöld atvinnulífsins vegna samn-
ingsins á þessu ári eru áætluð 5,5 til
6 prósent. Þeir sem halda því fram
að við séum að semja um kaupmátt-
arlækkun þurfa að endurskoða þá
afstöðu. Þá vil ég nefna styttingu
vinnutímans. Við förum með vinnu-
vikuna niður í 36 tíma og 15 mínút-
ur, bæði fyrir skrifstofu- og af-
greiðslufólk. Við viljum leggja
áherslu á að vinnutíminn á Islandi
verði styttur Eif því að hann er með
því lengsta sem þekkist í heimin-
um. Þá vil ég geta samningsins um
greiðslu í lífeyrissjóð. Þetta eru
auðvitað mjög merkilegir áfangar."
Ekki fyrir okkur
„Það sem ég hef gagnrýnt og sagt
er að við getum ekki notað þetta
markaðslaunakerfi í samningum
Verkamannasambandsins. Við
errnn einfaldlega þeirrar skoðunar
að fólkið hafi
búið til stéttarfé-
lögin til að kom-
ast í öðruvísi
fjarlægð frá at-
vinnurekendun-
um en var þegar
þau voru stofh-
uð. Þau hafa ver-
ið að þróast
mestalla öldina
og ég fúllyrði að
á þeim vinnu-
stöðum þar sem við erum séu at-
vinnurekendur, ef eitthvað er, ekki
aðgengUegri fyrir einstaklinga inn-
Björn Grótar
Sveinsson, formafr-
ur VMSÍ.
an okkar raða en var fyrr á öldinni.
Við snúum þessu ekki upp í ein-
hvem rósrauðan nútima. Við horf-
um bara á staðreyndirnar eins og
þær era. Hvað varðar vinnustaða-
samninga þá hafa Verkamannasam-
bandsfélögin verið með þá í áratugi.
TU dæmis á Höfn í Homafirði þar
sem ég var áður vorum við með 20
tU 30 sérkjarasamninga á vinnustöð-
um. Þeir voru einfaldlega gerðir
þannig að félagið hjálpaði hópnum á
vinnustaðnum að ganga frá þeim.
En ég vU taka fram að þessi samn-
ingur er ekki alvondur. í honum era
atriði eins og lífeyrissjóðsiðgjaldið
og starfsmenntasjóðurinn sem mér
finnst tU bóta. Aftur á móti hef ég
áhyggjur af aðferðinni sem notuð er
tU að stytta vinnuvikuna, eins og
það heitir, þessum mikla sveigjan-
leika. Ég held að atvinnurekendum
detti ekki í hug að reyna að koma
svona samningum að hjá okkur en
þeim gæti mjög vel dottið í hug 3,8
prósent."