Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 27 Sviðsljós Gaddo ver her- togaynjuna ítalski greifinn Gaddo della Gherardesca sakar bresku press- una um að skrifa óþverra um her- togaynjuna af Jórvík sem kölluð er Fergie. I viðtali við breska blaðið Daily Telegraph segir greiftnn að í raun sé það almenn- ingur sem vilji slík skrif. Blöðin fari eftir almenningsálitinu því þau þurfi að selja eintök. Gaddo greifi, sem verið hefur vinur Fergie í nokkur ár, segir að hann kunni að vera gamaldags en hann sé þeirrar skoðunar að virða eigi hertogaynjuna. Claudia tók bónorði Jefíries Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffers sagöi strax já þegar Bretinn Tim Jeffries kraup á kné og bað hennar i frii í Karíbahafi á dögunum. Breska blaðið The Sun greindi frá því i gær að Claudia hefði stolt sýnt dem- antstrúlofunarhringinn sinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á laugardagskvöld. Claudia og Jim fóru að vera sam- an eftir að hún sagði upp töfra- manninum David Copperfield. Jim var eitt sinn kvæntur Koo Stark sem var fyrrverandi vin- kona Andrésar prins. Jim hefur einnig verið með Elle MacPher- son og Kylie Minogue. Warren Beatty verðlaunaður Kvikmyndaleikarinn, leik- stjórinn og kvikmyndaframleið- andinn Warren Beatty veit nú þegar að hann hlýtur verðlaun á óskarsverðlaunahátíðinni í mars næstkomandi. Á hátíðinni hlýtur Beatty Thalberg-verðlaunin sem veitt eru kvikmyndaframleiðanda sem skarar fram úr. Meðal þeirra sem fengiö hafa þessi verðlaun eru Walt Disney, Samuel Gold- wyn, Alfred Hitchcock og Clint Eastwood. VILT STJORIMA AHYGGJUM OG KVÍÐA? I<YNNINGARFUNDUR FIMMTUDAGSKVOLD l<L.20:30 STJORNUNARt SOGAVEGI 69 Halle Berry var glæsileg að vanda þegar hún mætti til Golden Globe-verð- launahátíðarinnar á sunnudagskvöld. Halle var tilnefnd sem besta leikkon- an í smásyrpu. Golden Globe-verðlaunin: Amerísk fegurð best Kvikmyndin American Beauty var kjörin besta kvikmyndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni vestur í Hollywood á sunnudags- kvöld. Þá fékk leikstjórinn Sam Mendes verðlaun fyrir vinnu sína og handritið var einnig verðlaunað. American Beauty, með þeim Kevin Spacey og Annette Bening í aðalhlutverkunum, fjallar um hjón sem elska hvort annað ekki lengur. Þar við bætist svo að dóttir þeirra hatar þau. Stórleikarinn Denzel Washington var kjörinn besti karlleikarinn í dramatískri mynd fyrir túlkun sína á boxaranum Rubin Carter í The Hurricane og Hilary Swank fékk verðlaun sem besta dramaleikkon- an fyrir frammistöðuna í myndinni Boys Don’t Cry. Gúmmíkarlinn Jim Carrey var valinn besti gamanleikarinn fyrir Karlinn í tunglinu og hin breska Janet McTeer var kjörin besta gam- anleikkonan fyrir Tumbleweeds. Áróður gegn Britney Spears Táningastjaman Britney Spe- ars er ekki vinsæl meðal allra bandarískra unglingsstúlkna. Hver áróðurssíðan af annarri gegn Britney birtist nú á Netinu. Á sumum má beinlínis skynja hatur á söngkonunni en á öðrum skemmta margir sér á hennar kostnað. Það er einkum vinsælt að velta sér upp úr því hvernig aðgerð á hné virðist hafa haft áhrif á brjóstmál poppstjömunn- ar. Kvikmyndaleikarinn Hugh Grant og ofurfyrirsætan og kvikmyndaleik- konan Liz Hurley hafa ákveðið að ganga í hjónaband og stofna fjöl- skyldu. Hugh og Liz hafa verið saman í 12 ár en hafa ekki fyrr en nú viljað taka skrefið til fulls. Samkvæmt frá- sögnum erlendra blaða eru þau nú bú- in að gera upp hug sinn. „Systir mín á tvö böm og ég er orð- in ágætis móðursystir. Nú er ég viss um að ég vil eignast eigin böm,“ seg- ir Hurley sem síðast sást á hvíta tjald- inu í hlutverki ástkonu Austins Powers. Liz Hurley mun hafa sagt vinkon- um sinrnn að hún ætli að ganga upp að altarinu í vor. Þykir því greinilegt að hún hafi fyrirgefið unnustanum hliðarspor hans fyrir nokkrum árum með vændiskonunni Divine sem vakti heimsathygli á sínum tíma. Ekki er langt síðan lesendur er- lends karlarits kusu Elizabeth skutlu aldarinnar. Elizabeth þótti vel að titl- Liz er nú reiðubúin aö eignast börn. Símamynd Reuter inum komin. Bent var á að hún hefði verið andlit snyrtivörufyrirtækisins Estee Lauders út á við og hefðu mynd- ir af þessu fagra andliti birst í auglýs- ingum og á síðum blaða og tímarita um allan heim. Liz Hurley bar sigurorð af mörgum faUegum konum, þar á meðal Audrey Hepbum, Catherine Zeta-Jones, Jennifer Love Hewitt, Denise Ric- hards, Natalie Portman, Sarah Michelle Gellar, Heather Locklear og Marilyn Monroe. Hugh Grant, sem nýlega lék á móti Juliu Roberts í kvikmyndinni Notting Hill, getur því verið stoltur þegar hann leiðir konu sina upp að altarinu í vor. Nú bíða aðdáendur ofurfyrir- sætunnar spenntir eftir að sjá brúðarkjól hennar. Liz Hurley hefur nefnilega þótt talsvert djörf í klæðaburði og það er spuming hvort hún bregði nokkuð út af þeirri venju við val á brúðarskarti. Kate biður kven- réttindakonur að taka það rólega Kvikmyndaleikkonan Kate Winslet er ekkert sérstaklega hrifin af kvenréttindabaráttu. Nú biður hún baráttukonur fyrir kvenréttind- um um að fara hægt í sakimar. Kate þykir það nefnilega allt í lagi að karlkynskvikmyndastjömur fái hærri laun en kvenkynsstjömum- ar. „Ég veit að margir í bransanum eru ósáttir við að karlleikarar fái hærri laun en konumar sem leika á móti þeim. Mér finnst það allt í lagi. Fái karl hærri laun er það örugg- lega vegna þess að hann á það skil- ið. Það er oft karlleikarinn sem dregur áhorfendur að myndinni," segir Kate Winslet í nýlegu viðtali. „Karlleikarar eins og Brad Pitt og Leonardo DiCaprio lita út eins og hjartaknúsarar og fá greitt í samræmi við það,“ segir Kate. Courtney Love í vandræðum Undanfama mánuði hefur söngkonan Courtney Love og hin umdeilda hljómsveit Hole rætt um að hætta samstarfi við plötu- fyrirtækið Geffen. En það verður sennilega ekki jafnauövelt og menn bjuggust við. Plötufyrir- tækið er ekki sátt við að sleppa hljómsveitinni fyrr en samnings- tímabilinu lýkur og hefúr leitað til lögmanna sinna vegna máls- ins. Geti plötufyrirtækið ekki komið í veg fyrir brotthvarf Love og hljómsveitarinnar ætlar það að fara fram á bætur auk þess sem þaö ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Hole geti leikið fyrir aðra útgefendur. Liz og Hugh í hjónaband

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.