Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 VILT MANNLEG SAMSKIPTl? KYNNINGARFUNDUR FIMMTUDAGSKVOLD l<L.20:30 STJORNUNAR SOGAVEGI 69 Köttur uti i mýri... ...uti er ævintýri. Átak til að fækka flækingsköttum í Vesturbæ í samræmi viö samþykkt um kattahald í Reykjavík tilkynnist hér með að eftir sjö daga frá birtingu auglýsingar þessarar mun sérstakt átak gert til að fanga flækingsketti í Vesturbæ. Kattaeigendur í hverfinu eru hvattir til að halda köttum sínum inni á meðan á átakinu stendur. Jafnframt eru kattaeigendur minntir á að merkja ketti sína með húðflúri (tattóveringu) á eyrum og skrá uppýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer. Jafngild er örmerking skv. stöðlum Alþjóða staðlaráðsins (ISO 11784 eða 11785). Ves Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar þu velurþer ókeypis netfang! uisir.is Notaðu vísifingurinn! Fréttir DV Fjórtán reyklausir dagar á Stóð 2 Þremenningunum frá íslenska út- varpsfélaginu, Páli Magnússyni, Mar- gréti Blöndal og Þorgeiri Ástvalds- syni, sem hættu aö reykja í beinni út- sendingu fyrir um tveimur vikum, gengur allt aö óskum. í samtali viö Þorgeir sagði hann þetta ganga en þó ekki alltof vel. Hann á sínar döpru stundir og er ekkert að leyna því enda átak aö hætta eftir margra ára eða áratuga ávana. „Hvenær maður losn- ar er sú stund þegar maður er búinn að gleyma því. Því læt ég hverjum degi nægja sína reyklausu þjáningu sem brátt verður að sælutilfmningu," segir Þorgeir um reykleysið. Þorgeir sagðist hafa undirbúið sig í langan tima. Hann var hættur að reykja heima fyrir og í bílnum þannig aö breytingin er minni fyrir vikið. Erfiðast væri að vera án sígarettunn- ar þegar farið er á kaffihús og eftir góða máltíð. Þorgeir sagðist þó hafa ýmis ráð í bakhöndinni og hjálpar- meðölin væru vel geymd í skrifborðs- skúffunni. Auk þess væri fjöldinn all- ur af fólki sem tilbúið er til aðstoðar Reykjalundur, aöstaða reykingafólks í íslenska útvarpsfélaginu, var tekinn í notkun í síöustu viku. Þar sem reykingafólki fækkar óðum á vinnustaðnum er Reykjalundur nánast mannlaus. ef misbrestur verður á. íslenska útvarpsfélagið tók nýlega í notkun Reykjalund sem er glerhýsi fyrir reykingafólkið. Þorgeir segist aldrei hafa orðið eins mikið var viö hve margir reykingamenn séu sér meðvitandi um skaðann sem þeir gera sjálfum sér og öðrum, enda sé Reykja- lundur nánast mannlaus. Páll Magnússon, sem var einn helsti hvatamaður þess að Reykja- lundur var byggður, sagði reykingar vera á miklu undanhaldi á vinnu- staðnum en einungis væru einir 3-4 eftir sem reyktu á fréttastofunni. Helsta breytingin á daglegum venjum sínum væri kaffidrykkjan en hún hefði farið úr 20-30 bolium á dag nið- ur í tvo. Páll sagði reykleysið ganga vel og notaði hann nikótínplástur og tyggði nikótíntyggjó til að komast yfir versta hjallann. -hól Fjallasport og Ingvar Helgason kynntu nýjan, breyttan Terrano-fjallajeppa um helgina. Fjallasport er líka með Helly Hansen-íþróttavörurnar um mun styðja íslenska skíöalandsliöið og Kristinn Björnsson á næstunni. Hér eru þeir iþróttaunnendur, frá hægri, Helgi Ingvarsson forstjóri, Andrés Guömundsson lyftingamaður og Eggert Guðmunds- son fþróttaunnandi, sigurvissir meö skíðalandsliðið. DV-mynd GTK Bandarískur tölvuþrjótur gerði íslendingum lífið leitt: Kortinu lokað án vitundar korthafa - reynt að hringja í alla en kortunum strax lokað Eins og komið hefur fram í frétt- um komst bandarískur tölvuþrjótur yfir númer á 50 íslenskum Eurocard-greiðslukortum í gegnum geisladiskasölu á Netinu á dögun- um. Maðurinn krafðist 100 þúsund dala fyrir aö birta ekki þessi númer, ásamt tæplega 300 þúsund öðrum númerum sem hann komst yfir á Netinu. Því var hafnað og því birt- ust greiðslukortanúmer íslending- anna á Netinu fyrir skömmu. Europay á íslandi greip strax til að- gerða og lokaði umræddum kortum. Kristján Baldursson, korthafi hjá Europay, var einn þeirra sem áttu kort á Netinu og lenti hann í tals- verðum hremmingum vegna þess. „Ég var ekki látinn vita um hvenær kortinu var lokað eða yflrleitt af þessum vandræðum og ég notaði kortið alla síðastliðna viku þrátt fyrir að kortunum hafi veriö lokaö á laugardag fyrir rúmri viku. Ég reyndi síðan nokkrum sinnum að fara í sjálfsala á fostudagskvöld og þegar kortinu hafði verið hafnað þrisvar sinnum hringdi ég í Europay þar sem mér var þá fyrst tilkynnt að kortinu hefði verið lok- að laugardaginn 11/12. Þessi reynsla sýnir mér að svona kortaviðskipti eru alls ekki 100% örugg og ég hef meira að segja áður lent i svona smávægilegum vandræðum. Kortunum lokaö strax Að sögn Ragnars Önundarsonar, framkvæmdastjóra Europay, er regla að loka kortmn strax er svona lagað kemur upp á og láta korthafa síðan vita eins fljótt og auðið er. „Það var strax farið í að hringja í korthafa, láta þá vita um málið og afhenda þeim ný kort. Sennilega hefur ekki náðst í þennan korthafa á laugardaginn. Það er auðvitað ekki gott ef hann hefur orðið fyrir óþægindum en verra hefði verið ef kortinu hefði ekki verið lokað.“ Að sögn Ragnars bera íslensku korthaf- amir engan skaöa af verkum tölvu- þrjótsins því ef þeir fá færslur sem þeir kannast ekki við og hafa ekki skrifað undir er málið rakið til selj- andans sem ber ábyrgð á viðskipt- unum. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.