Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 Fréttir Sigurbjörn Báröarson hefur náö undraverðum bata: Kominn á hestbak eftir hryggbrot - finn ekki annað en bakið haldi, segir Sigurbjörn Sigurbjörn Báröarson, heimsmethafi og hestaíþróttamaöur, hryggbrotnaði fyrr í haust er hann varö undir fjórhjóli sem hann notaöi viö smölun á hrossum. Hann er nú kominn á bak aftur. DV-mynd GVA „Ég byrjaði að ríða út um helgina og það er ekki annað að finna en bakið á mér haldi, enda hefur upp- byggingin eftir meiðslin verið markviss og góð,“ sagði Sigurbjöm Bárðarson, heimsmethafi og hesta- íþróttamaður síöasta árs. Hann hryggbrotnaði fyrr í haust er hann varð undir fjórhjóli sem hann not- aði við smölun á hrossum. „Ég fer nú bara á feti og tölti svona fyrst um sinn enda er það vís- indalega sannað að þær hreyfingar á hestinum eru mjög góöar til að byggja upp vööva í baki á fólki. Ég slæ ekkert af þrátt fyrir það sem á undan er gengið, baráttuviljinn er enn þá til staðar. Ég fæ líka kraft- inn af því aö umgangast það unga fólk sem er að aöstoða mig við þjálf- un hrossanna, þá Gylfa Gunnars- son, ísólf Þórisson og fjölskylduna alla. Auðvitað hefur það hvarflað að mér, meðan ég hef átt í þessum meiðslum, að nú væri kominn tími til að draga sig í hlé. En þegar mað- ur finnur svona mikinn áhuga allt í kringum sig getur maður ekki ann- að en haldið áfram og hugsað um að gera enn betur en síðast. „Stórmót eru haldin á hverju ári eftir að landsmótiö er haldið annað hvert ár og þess á milli heimsmeist- aramót þannig að rólegheit eiga ekki við í þessu sambandi ætli maður sér að vera á toppnum. Og það útheimt- ir ennþá meiri vinnu.“ Hvernig er þá með hestakostinn þegar þú stendur kannski frammi fyrir því að fara með bestu hestana úr landi annað hvert ár? „Þetta lýsir því kannski hvaða vinnu maður þarf að leysa af hendi. Þetta er ekki bara spuming um þjálf- un hrossa fyrir keppni, þetta er líka stöðug leit að góðum hrossum og þau eru ekki á hverju strái.“ Þá er nær- tækast fyrir blaðamann að spyrja hvemig hestakosturinn sé fyrir kom- andi keppnistímabil? „Hann er góður, skal ég segja þér, hefur í rauninni aldrei verið betri og af mörgu er að taka. Þar má nefna kynbótagripina Óskar frá Litla-Dal og Markús frá Langholtsparti sem var stjama síðasta árs og sagður föð- urbetmngur Orra og þá er nú mikið sagt. Svo hefur uppvakningin í kringum kappreiðamar undanfarin misseri hvatt mann tO að gera betur þar. í því sambandi vil ég nefna nýj- an vekring sem ég ætlaði að koma fram með síðasta haust en ekkert varð úr vegna slyssins. En það er óhemjuvakur hestur, Óðinn frá Gunnarsholti, undan Funa frá Stóra- Hofi og honum ætla ég stóra hluti.“ Það er ekki að heyra annað en Sigurbjöm sé í sama keppnisham og áður enda hugsunin að tapa ekki til i hans huga. -HÓ Hljómsveitin SigurRós. SigurRós í London: Slegist um miðana „Þetta hefur gengið mjög vel, uppselt á tónleikana í bæði skiptin og allt að verða vitlaust. Það er slegist um miða á tónleik- ana i kvöld,“ sagði Kristinn Sæ- mundsson, umboðsmaður hljóm- sveitarinnar SigurRósar í gær- kvöld, en hún hefur veriö í London að undanförnu þar sem hún spilaði á tvennum tónleik- um, hinum síðari í gærkvöld. í dag liggur leið hljómsveitar- innar til Danmerkur. Hún mun spila í Óðinsvéum. Síöan leikur hún í Sviþjóð og lýkur ferðalag- inu í klúbb kvikmyndahátíðar- innar í Gautaborg á sunnudag. Þar verður hún með tónleika í tengslum við sýningu á Englum alheimsins sem verður opnunar- myndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. -JSS Átak Reykjavíkurborgar til aö útrýma flækingsköttum: Vanhugsuð vinnubrögð - segir Sigríður Heiöberg í Kattholti Sigríöur Heiðberg. Ekki hrifin af kattahreinsunar- átaki. Þær upplýsingar fengust hjá Heilbrigöisnefnd Reykjavíkur að kvartanir vegna katta af ýmsum toga hafi margfaldast undanfama Engar skýringar „Þessi auglýsing er dæmi um fljótfæmisleg og van- hugsuð vinnubrögð. Þarna eru ekki settar fram skýr- ingar svo fólk verður vitan- lega hrætt. Það er Ula gert að gera að gamni sinu að hræða fólk,“ segir Sigríður Heiðberg í Kattholti í sam- tali við DV. „Vanræksla á köttum er gífurleg en það er ekki rétt að þessu staðið. Þeir hafa ekki einu sinni samband við þá sem vinna við málefni katta áður en þeir framkvæma," sagði Sigriður. Hún sagðist hafa haft samband við Gatna- málastjóra og gert sam- komulag um að kettirnir yrðu vistaðir hjá henni eftir aö mein- dýraeyðir hefði náð þeim. -hól Það var ekki laust við að dýra- vinir yrðu slegnir óhug þegar auglýsing frá Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar birtist í gær- dag um átak til að fækka flæk- ingsköttum. Þar segir að auglýst verði vikulega í hvaða hverfi meindýraeyðir Reykjavíkurborg- ar verði viku seinna. Þá skulu kattaeigendur halda köttum sín- um inni í vikutíma svo þeir verði ekki teknir. Ekkert er sagt til um hvernig eða hvaöa dýr verði num- in af meindýraeyðunum en eig- endur hvattir til að hafa þá vel merkta. Guðmundur Björnsson mein- dýraeyðir segir að fólk geti hringt og látið þá vita um ketti sem vitað er að eru heimilislausir eða hafa valdið viðkomandi ónæði. Verði þá búr með agni sett innan lóðar- marka þeirra sem um ræðir. Dýrin verða handsömuð og færð til Katt- holts þar sem þau verða geymd í eina viku. Ef enginn saknar þeirra katta sem hafa verið handsamaðir verður þeim lógað. Guðmundur sagði þessa aðferð vera þá einu sem framkvæmanleg væri til að út- rýma flækingsköttum. Þannig er það á ábyrgð dýraeigenda að halda sínum kisum innandyra þá viku sem átakið er í hverju hverfi. mánuði. Það þótti tilefni til að setja af stað þetta átak vegna mikilla kvartana íbúa yfir flækingsköttum. Margir höföu samband við hreinsunardeildina í gær- dag og sagði Guðmundur tilganginum náð með aug- lýsingunni. Stuttar fréttir dv Heildarsýn Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjóm ýmsar tillögur til að styrkja framkvæmd fjárlaga og festa í sessi vinnureglur um viðbrögð við umframút- gjöldum og verklag við gerð fjárlaga og fjáraukalaga. Markmiðið er að tryggja heild- arsýn yfir ríkisfjármálin, að samþykktir útgjaldarammar haldi þannig að aukafjárveiting- ar verði í lágmarki. Yfirvinnubann Aðgerðahópur stætisvagna- stjóra í Reykjavík hefur ákveðið yfirvinnubann í þrjá daga vegna óánægju með launakjör. Vagn- stjórar telja sig vera að dragast aftur úr í launum miðað við aðra borgarstarfsmenn og krefj- ast leiðréttingar. RÚV greindi frá. Skurðdeild lokað Skurðdeild verður lokaö á Landspítalanum i byrjun mars en Ríkisspítölum hefur verið gert að minnka rekstrarkostnað um 200 milíjónir á þessu ári. RÚV greindi frá. Sameining Útgáfufyrirtækið Fróði hf. og bókaútgáfan Iðunn ehf. hafa ver- ið sameinuð, með það fyrir aug- um að mynda öflugt alhliða út- gáfufyrirtæki á sviði prentmiðla og rafrænnar útgáfu og er áætlað að velta hins sameinaða fyrir- tækis verði um einn milljarður króna á þessu ári og ársstörf um 170. Sameiginlegt slökkvilið Borgarráð samþykkti í gær að ganga til viðræðna við Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mos- fellsbæ, Sel- tjarnarnes og Bessastaöa- hrepp um stofn- un byggðasam- lags um rekstur slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins. Á undanföm- um mánuðum og árum hafa möguleikar á sameiningu slökkvi- liðanna tveggja á höfuðborgar- svæöinu, Slökkviliös Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar, ver- ið kannaðir. Opnað fyrír Visa Aftur verður hægt að greiða með VISA-kortum á nektardans- stöðunum Maxim’s og Club Clint- on, en greiðslukortasamningum við þessa staði haföi áður verið rift. Sett eru ströng skilyrði fyrir viðskiptunum og hámarkseyðslu á dag. RÚV greindi frá. Áminntur Yfirlæknir heilsugæslustöðvar- innar í Árbæ sendi tilkynningu til sjúklinga stofnunarinnar þar sem sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám þaðan mundu ekki fara í gagnagrunninn án skrif- legrar heimildar sjúklinga. Stjóm heilsugæslu Reykjavíkur ákvað að áminna lækninn vegna þessa. Ríkissjónvarpið greindi frá. Tvöföldun Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tvöföld að stærð á næsta rúma ári. Stækkunin mun kosta um fjóra milljarða. Tilboð voru opnuð í gær. Stöð 2 greindi frá. Til Indlands Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun fara í opinbera heimsókn til Indlands dag- ana 20.-26. mars næstkomandi og vera þar í boði K.R. Nara- yanan, forseta Indlands. Dagur greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.