Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
Fréttir
i>v
sandkorn
Fulltrúalýðræði á stofnfundi Samfylkingar:
Stórslys að nota
gamlar skrár
- segir Jóhanna Sigurðardóttir sem vill grasrótina í formannskjörið
í dag eða á næstu dögum skilar
níu manna hópur flokkanna
þriggja, sem standa að Samfylking-
unni, tillögum um það hvemig velja
eigi fulltrúa á stofnfund Samfylk-
ingarinnar sem stjórnmálaflokks.
Samkvæmt heimildum DV er líkleg-
asta niðurstaðan sú að aðildarfélög-
in, nýju samfylkingarfélögin, al-
þýðuflokksfélög, alþýðubandalagsfé-
lög og ýmsir angar kvennalistans
sendi fulltrúa sina á stofnfundinn
og að þeir muni velja flokknum nýja
forystu. Enn er þó verið að skoða
möguleikann á því að allir félags-
menn geti kosið í kjördeildum í
kjördæmunum sem taka ábyrgð á
öllum kjörgögnum og senda síðan
atkvæðin til talningar á landsfund-
inum. Þetta þykir hins vegar frem-
ur ólíkleg niðurstaða að þessu sinni
þó að hugmyndih njóti vaxandi fylg-
is. Þá hefur einnig verið rætt um
póstkosningu en sú aðferð er sögð
illframkvæmanleg af tæknilegum
ástæðum. Stofnfundurinn verður
haldinn í lok mars eða í byrjun apr-
íl.
Póstkosning reyndist vei
Á liðnum árum hefur val fulltrúa
á landsfundi flokkanna þriggja
verið með mismunandi hætti.
Kvennalistinn skar sig úr að því
leyti að félagar hans hafa ávallt all-
ir haft rétt til setu á landsfundi að
sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur
sem situr í áðurnefndum undirbún-
ingshópi.
Þórunn segir að tillögur undir-
búningshópsins muni liggja fyrir á
allra næstu dögum og telur hún ein-
hug innan Samfylkingar-
innar um niðurstöður
hans. „Það er að nást mjög
góð sátt,“ segir hún.
Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubanda-
lagsins, segir að alþýðu-
bandalagsfélög um land allt
hafi sent fulltrúa sína á
landsfundi f hlutfalli við
fjölda meðlima í félögun-
um. Fulltrúamir haft haft
atkvæðisrétt á landsfund-
um en fundimir verið að
öðru leyti opnir öllum fé-
lagsmönnum. Hins vegar
hafi árið 1995 verið tekin
upp sú regla í Alþýðu-
bandalaginu að formaður
var kosinn af öllum flokksbundnum
alþýðubandalagsmönnum í póst-
kosningu í stað
fulltrúakosningar
á landsfundi. Hún
segir fyrirkomu-
lagið hafa gefið
góða raun og að
Samfýlkingin ætti
að íhuga svipaðar
leiðir til að virkja
krafta stuðnings-
manna sinna. „Við
það að viðhafa
þessa aðferð fjölg-
aði töluvert í
flokknum og auð-
vitað hljóta menn
að velta þvl fyrir
sér í framhaldinu
hvernig við getum
best tryggt að fé-
lagsmenn í Sam-
fylkingunni finni
þessi lýðræðislegu
vinnubrögð,“ segir
hún.
Margrét segir
ótímabært að
kynna tillögur
undirbúningshóps-
ins. „En ég reikna
með að við skilum
þeim öllum fyrir helgina,"
segir hún.
Úreltar félagaskrár
Jóhanna Sigurðardóttir,
formaður Þjóðvaka, segir
að á landsfundi Þjóðvaka
hafi þeir félagar í Þjóðvaka
sem skráðu sig til þátttöku
tveimur vikum fyrir fund
rétt til setu á fundinum
með fullum atkvæðisrétti.
Hins vegar hafi fyrsti
landsfundur Þjóðvaka, þar
sem flokknum voru sett
lög og honum kosin for-
ysta, verið öllum opinn
með fullum atkvæðisrétti.
Jóhanna telur að tryggja
eigi sem lýðræðislegastar aðferðir
við kjör á forystu Samfylkingarinn-
ar. „Á fjölmennum fundi í Samfylk-
ingunni í Reykjavík á laugardaginn
rikti eindrægni um að hafa sem mest
jafhræði og kjörið opið. Hugmyndin
um póstkosningu formanns nýtur
nokkurs fylgis. Ég tel þá leið áhuga-
verða því þá geta allir sem skrá sig
fyrir tiltekinn tíma sem félagar í
nýju samfylkingarfélögunum í kjör-
dæmunum kosið formanninn. Það á
ekki að styðjast við félagaskrár
gömlu flokksfélaga A-flokkanna og
kvennalistans því þær skrár eru
bæði úreltar og ómarktækar," segir
Jóhanna.
„Grundvallaratriði er að það sé
jafnræði á milli allra við kosningu á
forystunni en ekki að óháðir, eða
þeir sem eru ekki félagar í gömlu
flokkunum, hafi skertan atkvæðis-
rétt. Ef ekki er fallist á póstkosn-
ingu er næstbesta leiðin að tiltekinn
dag fyrir stofnfund megi félagar
Samfylkingarinnar skrá sig til þátt-
töku á stofnfundinum með jöfnum
atkvæðarétti. En mér finnst það
ómöguleg leið og stórslys ef sú leið
verður valin að aðildarfélög gömlu
flokkanna kjósi fulltrúa eftir úrelt-
um skrám sínum," segir Jóhanna
Sigurðardóttir. -GAR
Jóhanna Sigurö-
ardóttir: „Stórslys
ef sú leiö veröur
valin aö aöildarfé-
lög gömlu flokk-
anna kjósa full-
trúa eftir úreltum
skrám sínum.“
Þetta reddast
UUiirj/j
Um þessar mundir detta litskrúðug
umslög inn um bréfalúgur á heimil-
um. I þeim er að finna uppgjör yfír
kreditkortaviðskipti heimilismanna
fyrir jól og áramót og reikning sem
ber að greiða eigi síðar en 3. febrúar.
Hætt er við að einhverja setji hljóða
þegar bréfið er rifið upp. Geti ómögu-
lega séð hvernig borga á reikninginn.
Skilji ekkert í eyðslunni fyrir hátíð-
arnar og spyrji sig í uppgjafartón
hvort þeir hafi virkilega þurft á öll-
um þessum ósköpum að halda. Dreifa
má greiðslu reikningsins 1 marga
mánuði, bæta enn einum greiðslum á
kort sem þegar er hlaðið greiðslum af
ýmsu tagi. Heimildin er við það að
springa áður en kortið kemst svo
mikið sem nálægt fyrsta posanum á
nýju kortatímabili. Því er erfiður
tími í nánd hjá mörgum korthöfum.
En það er engin ástæða til að ör-
vænta. Þessir erflðleikar eru fráleitt
korthöfum að kenna og því þýðir lít-
ið að tala til þeirra í umvöndunartón.
Jólin eru tími ástar og kærleika þar
sem allir gera vel við sjálfa sig og aðra í mat,
drykk og gjöfum. Það eiga allir að leyfa sér allt
yfir hátíðarnar. Korthafar eru auk þess fórnar-
lömb útsmoginna markaðs- og auglýsingaspek-
inga sem svifu á alltumvefjandi kærleiksanda jól-
anna inn í viðkvæmt sálartetur korthafanna.
Gátu snúiö þeim að vild í villtu atinu svo þeir
keyptu þetta fyrir einhverþúsundniuhundruðo-
gnítíu og keyptu hitt á raðgreiðslum, einhverþús-
undníuhundruöognitíu á mánuði. Það er ekki
sérviska nokkurra ólánsamra einstaklinga að
kenna öðrum um þegar illa fer. Þetta er viður-
kenndur og sjálfsagður hluti
þjóðarsálarinnar, hárra sem
lágra, ríkra sem fátækra. Þetta
gerir íslendinga að sönnum ís-
lendingum.
Meðan óviðráðanlegir þættir
eins og kreditkort, notuð í dá-
leiðsluástandi, hátíðar, auglýs-
ingar og útsmognir markaðs-
fræðingar gera harða atlögu að
efnahag heimilanna getur lausn-
in einnig borist að utan, komið
eins og sending af himnum ofan.
Það sem dynur á okkur og er
öðrum að kenna getur einnig
horfið eins og dögg fyrir sólu og
einnig verið öðrum að kenna.
Eða öllu heldur öðrum að þakka.
Þetta vita markaðsfræðingar og
auglýsingapésar og hafa I nógu
að snúast. Lausnin liggur í
lottómiðanum. Miði er möguleiki
eins og sagði réttilega í auglýs-
ingunni forðum. Og þó möguleik-
inn á stóra vinningnum sé einn á
móti stjarnfræðilegri tölu getur
heillastjaman svifið yfir höfði okaðs korthafa á
íslandi. Jú, vist... hún geröi það fyrir jólin. Stóri
vinningurinn gæti reddað kreditkortinu. Kort-
hafar geta því hugsað með hlýhug til 3. febrúar
og farið óhræddir með kortin i næstu jólaös.
Þetta reddast - alltaf. Dagfari
Kaupum hann
Það olli töluverðu uppnámi í Há-
skóla íslands þegar Viðskiptaháskól-
inn breytti nafni sínu í Háskólinn í
Reykjavík. Háskólamenn, þ.e. þeir við
Suðurgötuna, voru
ekki allt of hressir
með nýja nafnið og
vísuðu til þess að Há-
skóli íslands væri
iðulega kallaður Há-
, skólinn í Reykjavik
til aðgreiningar frá
Háskólanum á Ak-
ureyri og erlendis
væri hefð fyrir því
háskóla við borgir.
væri þeirra. Páll
Skúlason, háskólarektor við Suður-
götu og heimspekingur, er ekki bein-
línis þekktur fyrir að vera herskár i
viðskiptum. Sagan segir að þegar
nafnaslagurinn var að mestu afstað-
inn í fjölmiölum hafi Páll þó glott út í
annað í samræðum vestur í Háskóla
og spurt hvort ekki væri hægt að
leysa málið með því að kaupa Háskól-
ann í Reykjavík...
að kenna
Hefðarrétturinn
Á tánum
Hreinsunardeild Reykjavíkurborg-
ar hefur nú auglýst átak til að fækka
flækíngsköttum en margar kvartanir
munu hafa borist til borgaryfirvalda
vegna þeirra. Verður
borgin kembd alveg
frá vesturbæ og upp á
Kjalarnes. Margir
munu sjálfsagt taka
þessu átaki fagn-
andi, ekki síst þeir
sem hafa orðið fyrir
barðinu á köttum. í
þeim hópi er vænt-
anlega Hildur
Helga Sigurðardóttir sjónvarpskona
en barn hennar var bitið af ketti á
dögunum. Á hinn bóginn er við því að
búast að kattavinir muni óttast um
ketti sína í þessum hreinsunum þó
rækilega sé auglýst að þeir skuli halda
köttum sínum innan dyra og hafa þá
vel merkta. Meðal frægra kattavina
sem væntanlega verða á tánum á
næstunni má nefna Illuga Jökuls-
son, pistlahöfimd með meiru, en Dlugi
var allt annað en hrifinn af upphlaupi
HOdar vegna bitsins ...
Rakettuveður
Nú sér víst fyrir endann á góðviðr-
iskaflanum sem gælt hefur við lands-
menn lungann úr janúar. Veðurstofan,
með Magnús Jónsson í broddi fylk-
ingar, hefur boðað að
veður eigi eftir að
kólna og versna svo
um munar næstu
daga, með roki og tO-
heyrandi leiðindum.
Er viðbúið að grípa
verði tO kuldagaOa
og heimskautaúlpna
ef ekki á Ola að
fara. Sumir láta sér þó
fátt um finnast þótt viðvaranir komi
frá Veðurstofunni, minnugir spádóma
hennar fyrir síðasta gamlárskvöld, þar
sem veðurfræðingar köUuðu „úlfur,
úlfur“ og spáðu ruddaveðri. Meðal gár-
unga er hretið sem Veðurstofan spáir
á næstunni því káUað rakettuveður ...
Jón Briem
Einn ástsælasti handknattleiksmað-
ur þjóðarinnar, Jón R. Kristjánsson,
vann um árabO hjá Reykjavíkurborg en
ákvað að snúa við blaðinu og réð sig tO
starfa hjá tölvufyrir-
tæki í bænum, að sögn
sem kvörtunarstjóri.
Svo mikil ánægja er
með störf Jóns hjá
fyrirtækinu að hann
þykir um margt
minna á kvörtunar-
stjóra Flugleiða,
Ólaf Briem, sem
senn lætur af störfum. Nú hefur
það heyrst að Flugleiðir hafi gert boð í
Jón því hann geti svæft reiðasta fólk
með því að blikka augunum. Gengur
hann því undir nafninu Jón Briem um
þessar mundir...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is