Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 Viðskipti__________________________________________________________________________________________________dv Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 482 m.kr. ... mest með hlutabréf, 323 m.kr. ... Mest viðskipti með Nýherja, Samherja og Skeljung, 35 m.kr. ... Skeljungur hækkaði mest eða um 8,92% ... Fiskiðjusamlagið og Hraðfrystistöð Þórshafnar hækkuðu um 5% ... OLÍS lækkar um 4,3% ... Opin kerfi lækka um 3,6% ... Úrvalsvísitala lækkaði um 0,33% í gær og er nú 1.676 stig .. Heildarvelta með bréf deCODE tæpir 12 milljarðar í fýrra veltuhæsta félag á íslandi Búnaðarbankinn áætlar að velta með bréf í deCODE genetics Inc. hafi numið 11.900 milljónum króna á síð- asta ári að meðtöldum kaupum bank- anna á bréfum í félaginu fyrir um 6.000 milljónir i júní sl. Séu kaup bankanna ekki meðtalin var velta með bréf i deCODE engu að síður meiri en velta með bréf veltuhæsta félagsins á VÞÍ í fyrra. „Þegar heilbrigðisráðherra afhenti rekstrarleyfi til starfrækslu gagna- grunns á heilbrigðissviði til íslenskrar erfðagreiningar ehf. sl. laugardag var stigið stórt skref í íslensku viðskipta- lifi,“ segir í Hálffimm fréttum Búnað- arbankans. Fram kemur að rekstrar- leyfið skapar skilyrði fyrir skráningu deCode Genetics Inc., móðurfélag ís- lenskrar erfðargreiningar, á erlendan hlutabréfamarkað. Yrði félagið þá fyrsta fyrirtækið sem starfrækt væri hérlendis til að hljóta slíka skráningu. Búnaðarbankinn segir ljóst að íslensk- ir íjárfestar binda miklar vonir við Samherji kaupir hlut í Hraöfrystistöö Þórshafnar Samherji hf. hefur keypt ríf- lega 31% hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Bréfln eru keypt af Þórshafnarhreppi og Landsbanka íslands hf. Við þessu var búist eins og sagt var frá i DV í gær. „Við teljum Hraðfrystistöö Þórshafnar vera góðan fjárfest- ingarkost og sjáum ýmsa mögu- leika í samvinnu þessara fyrir- tækja, bæði í veiðum og vinnslu. Við vonum að þessi samvinna verði til að efla hag beggja fyrir- tækjanna og skila eigendum þeirra auknum arði á komandi árum,“ segir Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja. Eng- in áform eru uppi um sameiningu fyrirtækjanna. Skjalaskúpar í miklu úrvali Bresk hágæðavara Verðfrákr. 16.808 H. Ólafsson og Bernhöft ehf. Kaplahrauni 1,220 HafnarfirSi Sími 555 6600, fax 555 6606, netfang hob@hob.is skráningu félagsins þar sem mark- aðsvirði þess er nú þegar komið í 1,8 milljarða Bandaríkjadala sé miðað við að heildarútgefið hlutafé sé 30 milljón- ir hluta og gengi félagsins um 60. „Það jafngildir um 130 milljörðum króna og miðað við það er deCode langverð- mætasta fyrirtæki landsins en næst á eftir er Eimskipafélagið, sem nú er metið á rúma 40 milljarða króna, eftir miklar hækkanir síðustu mánuði." Miðað viö áætlun Búnaðarbankans var heildarvelta með hlutabréf í deCode um 11.900 m.kr. á síð- asta ári að meðtöldum kaup- um Búnaðarbankans, FBA og Landsbankans í júní 1999 en þau kaup voru um 6.000 m.kr. Viðskipti með hlutabréf deCode, skv. þessari áætlun, voru því ámóta og með það fé- lag sem skráð er á VÞÍ sem mestu viðskipti urðu með á síðasta ári, þ.e. FBA. Sé horft á veltu án kaupa bankanna, til að forðast tvítalningu, er velta áætluð um 5.900 m.kr. Veltumesta fé- lag á VÞÍ á síðasta ári var Islands- banki með um 4.800 m.kr. heildarveltu. „Forvitnilegt verður að fylgjast með verðmati erlendra sérfræðinga á félag- inu, ef félagið fær skráningu á erlend- an markað líkt og það stefhir að. Mik- il ásókn er nú í hlutabréf erlendra líf- tæknifyrirtækja og hafa þau hækkað mikið síðustum misseri. Án efa hefði það griðarleg áhrif á allt atvinnulíf landsmanna ef erlendir aðilar viður- kenna verðmæti deCode. Ef vel tekst til getur það haft mikil og góð áhrif á framlag fjárfesta til áhættufiárfestinga hér á landi og þannig stuðlað að frek- ari nýsköpun hérlendis. Rétt er að minna á að samfara mik- illi hækkun á gengi hlutabréfa, líkt og hjá deCode og mörgum öðrum líf- tæknifyrirtækjum, eykst hlutabréfaá- hætta til muna. I tilfelli deCode er ljóst að markaðsáhætta erlendis vegur þyngst þar sem óvist er hvort félagið fær sömu athygli og þau félög sem skráð eru á markaði í dag. Óvissa um framtíðarmöguleika deCode, líkt og armarra líftæknifyrirtækja, er mikil. Því er ráðlegt fyrir fjárfesta að hafa eingöngu hluta af eignum sínum í líf- tæknifyrirtækjum og öðrum áhættu- fjárfestingum. Sölugengi á hlutabréfum í deCode getur verið mismunandi á milli verð- bréfafyrirtækja og því er fjárfestum bent á að gera verðsamanburð áður en að ákvörðun um kaup er tekin,“ segir í Hálffimm fréttiun Búnaðarbankans í fyrradag. Hnseyjarferjan ekki afhent fvrr en í vor Stáltak hf. er verktaki við smíði Hríseyjarferjunnar Sævars fyrir Vegargerð ríkisins. Eins og fram hefur komið i fréttum að undan- fömu hefur afhending ferjunnar dregist fram yflr umsaminn tíma. Stafar sá dráttur fyrst og fremst af vandamálum sem upp hafa komið við skrúfubúnað skipsins en sá bún- aður var keyptur frá dönskum fram- leiðanda samkvæmt ósk frá verk- kaupa. Hinum danska framleiðanda var gefínn lokafrestur til að skila búnaðinum af sér í umsömdu ástandi til 21. þessa mánaðar. Þetta tókst framleiðandanum ekki og hef- ur samningum um kaup á þessum búnaði verið rift að höfðu samráði við verkkaupa. Öflum nýs skrúfubúnaðar og upp- setning hans í skipið mun taka nokkra mánuði. Stáltak hf. og Vega- gerð ríkisins hafa tekið upp viðræð- ur um breytingu á verksamningi í samræmi við þessar breyttu for- sendur og er þess vænst að þeim ljúki innan skamms. Fyrirsjáanlegt má telja að afhending skipsins geti ekki farið fram fyrr en á vormánuö- um þessa árs. Erlendir fjárfestar til Islands? - tveir hvatar að mati Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Til tíðinda gæti borið á árinu 2000 ef erlendir fjárfestar halda innreið sínaá íslenskan verðbréfamarkað. Þetta kom ffam í Morgunkomi FBA í gær. Sér- fræðingar FBA telja að þar yrði fyrst og fremst um að ræða tvo hvata, þ.e. raf- ræna skráningu verðbréfa og tengingu Verðbréfaþings íslands hf. við samnor- rænt viðskiptanet kauphalla, Norex. Það hefur löngum hamlað áhuga er- lendra fjárfesta á fjárfestingu hér á landi að verðbréf eru einkum gefm út á pappírsformi en ekki rafrænt. FBA seg- ir að á næstu mánuðum mun Verðbréfa- skráning Islands hf. hefja starfsemi og útgáfu fyrstu flokka verðbréfa á raf- rænu formi og því styttist óöum i að þessi hindmn verði ekki lengur í vegin- um. I Morgunkominu kemur ffam að þró- un, sem er ekki síður áhugaverð, gæti orðið með samtengingu Verðbréfaþings- ins við Norex þar sem um gífúrlega margfóldun verðbréfaflokka og fjárfesta yrði að ræða sem jafhffamt hefði í fór með sér meiri seljanleika og lægri kostnað, svo dæmi séu tekin. Þar meðættu íslenskir fjárfestar kost á að fylgjast á virkan hátt með félögum sem skráð em annars staðar á Norðurlönd- unum og útgefendur geta náð athygli er- lendra aðila. Jafnffamt gæti opnast að- gangur að skipulegum afleiðumörkuð- um sem fyrr en seinna hljóta að hefja innreið sína á íslenska markaðinn. Þó er líklegt að slík samtenging leiði til enn meiri sérhæfmgar fjárfesta og kaup- halla og væri þar lag fyrir íslenskan verðbréfamarkað að sýna þekkingu og áhuga á fyrirtækjum á sviði sjávarút- vegs og sérhæfðari líftæknifyrirtækjum, s.s. á sviði erfðafræði. Verðbréfastofan með 6,2% í Plastprenti Verðbréfastofan hf. hefur aukið hlut sinn í Plastprenti hf. og er eignarhlutur Verðbréfastofunnar nú 6,2%. Tilkynning frá Verðbréfa- stofunni til Verðbréfaþings þess efriis barst i gær. Flugleiðir fjórða besta evrópska flugfélagið Á hverju ári velja lesendur hins virta bandaríska ferðatímarits Condé Nast Traveler þau flugfélög, bílaleigur og hótel sem þykja skara fram úr hvert á sínu sviði. I nóvem- berhefti síðastliðins árs voru birtar niðurstöður könnunar tímaritsins fyrir árið 1999. Könnunin leiddi meðal annars í ljós að Keflavíkur- flugvöllur þykir að mati lesenda áttundi besti flugvöllur i heimi og að Flugleiðir þykja fjórða besta evr- ópska flugfélagiö. Viðskiptavefur- inn á Vísi.is greindi frá í gær. Jón Karlsson löunni og Magnús Hreggviösson, Fróöa. Fróði og Iðunn sameinast Útgáfyrirtækið Fróði hf. og bóka- útgáfan Iðunn ehf. hafa verið sam- einuð. I fréttatilkynningu kemur fram að markmiðið með sameining- unni sé að mynda öflugt alhliða út- gáfufyrirtæki á sviði prentmiðla og rafrænnar útgáfu. Fróði er stærsti útgefandi tímarita á íslandi, auk þess sem fyrirtækið hefur geflð út nokkrar bækur árlega. Iðunn hefur í áratugi verið ein af þekktustu bókaútgáfum landsins og meðal annars gefið út mikið af stórum og veigamiklum ritverkum. Mun tímaritaútgáfa hins samein- aða fyrirtækis framvegis sem hingað til vera i nafni Fróða en öll bókaút- gáfa í nafni Iðunnar. Jón Karsson, sem verið hefúr framkvæmdastjóri Iðunnar, mun veita bókaútgáfunni forstöðu. Magnús Hreggviðsson verður stjómarformaður hins nýja félags. Áætluð velta hins sameinaða félags er um einn milljarður á þessu ári og ársstörf um 170. Landsíminn í WAP WAP hefur skotist hratt upp á stjörnuhimin á Islandi að undan- fórnu og hafa íslandsbanki og Bún- aðarbankinn boðið upp á þennan valkost. Islandssími ætlar að hella sér í þessa baráttu og mun bjóða WAP-þjónustu fljótlega. Viðskipta- blaðið, sem kom út í morgun, greindi frá þessu. Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, segir að þegar Landssiminn fari með þessa þjónustu af stað muni þjón- ustan batna verulega. Viðræður um sameiningu BGB hf. og Snæfells hf., dótturfélags KEA svf. Formlegar viðræður hafnar - veruleg hagræðing fólgin í sameiningu Stjómir sjávarútvegsfyrirtækjanna Snæfells hf. og BGB hf. í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að hefja formlegar samn- ingaviðræður með það að markmiði að sameina fyrirtækin og miðist samein- ingin við síðustu áramót. Markmiðið með sameiningunni er að endurskipu- leggja rekstur beggja íyrirtækja með það fyrir augum að ná fram hagræð- ingu. Snæfell hf. var stofhað þann 19. júní 1997 og var grunnurinn að því fisk- vinnslusvið KEA og Útgerðarfélag Dal- víkinga sem vom að fullu í eigu KEA. KEA á nú rúm 50% hlutafjár í Snæfelli og Kaldbakur hf„ sem er fjárfestingarfé- lag í eigu Samherja hf. og KEA, á rúm 40% hlutafjár. Snæfell hf. gerir út þrjú skip: Frysti- skipið Björgvin EA 311, ísfiskskipið Björgúlf EA 312 og Kambaröst SU 200. Á Dalvík og Stöðvariirði rekur íelagið frystihús sem aðallega vinna afúrðir úr bolfiski. Þá er verið að ljúka fram- kvæmdum við sambyggða pökkunar- stöð á Dalvik og er þar ennfremur rekin saltfiskvinnsla. Á Hjalteyri fer fram þurrkun hausa og skreiðarverkun. Snæfell hf. hefur yfir að ráða veiði- heimildum sem samsvara 8.250 þorskígildistonnum, auk nokkurra þorskveiðiheimilda í Barentshafi. Starfsmenn fyrirtækisins em nú um 300 talsins. BGB hf. hóf rekstur þann 1. janúar 1997 en það var stofnað með samruna fyrirtækjanna Blika hf. á Dalvik og G. Ben. sf. á Árskógssandi. BGB hf. gerir út rækjufrystiskipið Blika EA 12, síldar- og loðnuskipið Amþór EA 16 og þorsk- veiði- og rækjuskipið Sæþór EA 101. Fyrirtækið rekur fiskþurrkun á Dalvík og saltfiskverkun á Árskógssandi. Veiði- heimildir þess nema um 3.400 þorskígildistonnum, auk nokkurra þorskveiðiheimilda í Barentshafi. Starfsmenn BGB hf. em um 80 talsins. Veruleg hagræöing fólgin í sameiningu Ljóst er að með sameiningu Snæfells hf. og BGB hf. myndi nást fram veruleg hagræðing í útgerð og stjómun. Enn- fremur myndi nást fram umtalsverð hagræðing i landvinnslu. Af framan- sögðu má ráða að ef af sameiningu þess- ara tveggja fyrirtækja verður mun verða til eitt mjög öflugt sjávarútvegs- fyrirtæki við utanverðan Eyjafjörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.