Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 8
Útlönd MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 Stuttar fréttir Haider sækist ekki eftir því að verða kanslari Leiðtogi Frelsisílokksins I Austurríki, Jörg Haider, lýsti því yfir í gær að hann vildi vera áfram fylkisstjóri í Kárnten, jafn- vel þótt flokkur hans tæki þátt í stjórnarmyndun. Þessa yfirlýs- ingu gaf Haider rétt áður en stjórnarmyndunarviðræður flokks hans og Þjóöarflokksins hófust í Vín í gær. Þar með getur Wolfgang Schtissel, leiötogi Þjóð- arflokksins, orðið nýr kanslari Austurríkis. Viðræður Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins hófust í gær eftir að Viktor Klima, starfandi kansl- ari, tilkynnti að hann gæfist upp við tilraunir til myndunar minni- hlutastjómar undir stjóm jafnað- armanna. Viðbrögðin við fréttinni um þáttöku Frelsisflokksins í stjóm- armyndunarviðræðum voru víða neikvæð í gær. ísraelar ítrekuðu hótun sína um að kalla heim sendiherra sinn frá Vín um leið og „manneskja með skoðanir eins og Haider fengi sæti í stjóm landsins". í Strasbourg varaði Evrópuráðið viö áhrifum öfga- sinnaðra hægriflokka í aðildar- ríkjunum. Útiloka ekki að- gerðir gegn Helmut Kohl Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi kann að grípa til lagalegra aðgerða gegn fyrrver- andi leiðtoga sínum og kanslara Þýskalands, Helmut Kohl, að því er Heiner Geissler, í fram- kvæmdastjórn flokksins, greindi frá í gær. Eftirmaður Kohls í leið- togastólnum, Wolfgang Scháuble, sagði á mánudaginn að flokkur- inn ætlaði ekki að draga Kohl fyr- ir rétt til aö þvinga hann til að segja frá gjöfum til flokksins. Bíleigendur, athugið 20% verðlækkun á varahlutum tvarahlutir Hamarshöfða 1, sfmi 567 6744 A1 Gore eldhress eftir sigurinn í Iowa: Segir Bush ógnun viö efnahagslífið A1 Gore, varaforseti Bandaríkj anna, efldist allur við sigurinn í for kosningunum í Iowa á mánudags kvöld. Hann veittist að George W Bush, ríkisstjóra í Texas og líkleg um mótherja sinum í forsetakosn ingunum í haust, í gær og kallaði hann ógnun við efnahagslífið, um- hverfið og rétt kvenna til að velja að gangast undir fóstureyðingu. Gore var í New Hampshire í gær þar sem forkosningamar verða á þriðjudag í næstu viku. Þar eyddi hann meira púðri á Bush en á Bill Bradley, helsta keppinaut sinn um útnefningu demókrataflokksins. Gore ræddi við fréttamenn í kleinuhringjasölu á Granítgötu í í Manchester í New Hampshire í gær. Hann sagði gera því skóna að ef Bush yrði kjörinn forseti myndi hann skipa hæstaréttardómara sem væru andvígir fóstureyðing- um. Bush lýsti því einmitt yfir í síðustu viku að hæstiréttur Banda- ríkjanna hefði farið út fyrir verk- svið sitt þegar hann heimilaði fóst- Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, er farinn aö iemja á George W. Bush, ríkisstjóra f Texas, fyrir for- kosningarnar mikilvægu f New Hampshire t næstu viku. ureyðingar í frægum úrskurði árið 1973. „Pat Robertson og Jerry Falwell segjast báðir hafa fengið tryggingu fyrir því hjá honum,“ sagði Gore. „Hann er á móti því að konur hafi rétt til að velja.“ Robertson og Falwell eru íhalds- samir sjónvarpsprestar og hatramm- ir andstæðingar fóstureyðinga. George W. Bush, sem sigraði í for- kosningum repúblikana í Iowa, sagði í gær að sigurinn myndi styrkja stöðu hans í New Hamps- hire. Samkvæmt skoðanakönnun- um er fylgi hans álíka mikið, eða heldur minna en fylgi öldungadeild- arþingmannsins Johns McCains. Bush sagði að gott gengi milljóna- mæringsins Steves Forbes í Iowa ætti ekki að breyta neinu í grund- vallaratriðum í New Hampshire. „Mér líöur vel. Ég er tilbúinn í slaginn," sagði Bush viö fréttamenn áður en hann brá á leik í snjónum með eiginkonu sinni fyrir fréttaljós- myndarana. Vfgalegir vfkingar eru nú saman komnir f Leirvfk á Hjaltlandi þar sem þeir halda svokallaöa Up Heliy AA hátfö sfna. Hátíö þessi stendur á gömlum merg og er hún haldin sföasta þriöjudag í janúar ár hvert. Þar er margt sér til gamans gert, til dæmis kveikt f langskipi aö fornum vfkingasið. Ráðstefna í Stokkhólmi: Helfarar gyðinga minnst Leiðtogar gyðinga báru í gær lof á sænsk stjómvöld fyrir hvað þau hafa verið opinská um gerðir Svía á tím- um nasista. Ráðstefna um helfór gyð- inga hefst í Stokkhólmi í gær meö ávörpum Ehuds Baraks, forsætisráð- herra ísraels, Gerhards Schröders Þýskalandskanslara og Görans Pers- sons, forsætisráðherra Svíþjóðar. Ráðstefnan er eins konar fram- hald upplýsingaherferðar sem sænsk stjómvöld stóðu fyrir á árinu 1997. Þá hafði komið i ljós að aðeins tíu prósent sænskra skólabarna höfðu vitneskju um helforina þar sem nasistar drápu sex milljónir gyðinga. Persson forsætisráðherra leggur mikla áherslu á að breiða út vit- neskju um helforina á sama tíma og Svíar þurfa að kljást við fjölgun of- beldisverka nýnasista og annarra kynþáttahatara. Á stríðsárunum var Svíþjóð hlut- laust land en átti engu að síður í viðskiptum við Þýskaland Hitlers. Oveður í Bandaríkjunum Loka varð skólum og opinber- um stofnunum í Washington í gær vegna mikillcU- snjókomu. Röskun varð á samgöngum á austurströnd Bandaríkjanna vegna bylsins. Heilarnir fiúnir Þeir sem pöntuðu morðið á serbneska stríðsherranum Arkan hafa sennilega flúið land, að því er blaðiö Politika, sem er hliðhollt yfir- völdum í Belgrad, skrif- aði í gær. Þrír menn, þar af tveir fyrrverandi lögreglumenn, hafa verið handteknir vegna morðsins. Arkan var skotinn til bana í anddyri hótels í Belgrad 15. janúar síðastliðinn. Yfirvöld gagnrýnd Þrír skæruliðanna tíu, sem voru drepnir við björgun sjö hundruð gísla á sjúkrahúsi í Taílandi, höfðu tekið þátt í árás á sendiráð Burma í Bangkok í októ- ber síðastliðnum. Sæta yfirvöld í Taílandi nú gagnrýni fyrir að hafa sleppt skæruliðunum á sín- um tíma. Létust í sprengingu Þrír biðu bana og þrír særðust er hús í bænum Names í Frakk- landi eyðilagðist í sprengingu. Talið er aö um gasleka hafi veriö að ræða. Hans Blix í eftirlit Svíinn Hans Blix, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar, virtist í gær líklegur til að verða útnefnd- ur yfirmaöur vopnaeftirlits- manna í írak á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hættur viö framboð Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch frá Utah er hættur við að keppa eftir að verða út- nefndur forsetaefni repúblikana. Hatch fékk aðeins 1 prósent at- kvæða í forkosningunum í Iowa á mánudagskvöld. Búist er við að Hatch greini formlega frá ákvörð- un sinni í dag. Pútín miðlar málum Svo virtist sem kreppan í rúss- neska þinginu væri aö leysast í gær. Vladimir Pútin, forsætis- ráðherra og starfandi for- seti Rússlands, greip sjálfur inn í til að reyna að leysa deiluna sem hann var reyndar sjálfur sagður hafa valdið með því að skipta for- mannsstöðum í þingnefndum milli kommúnista og Einingar- flokksins. í gær tók Pútín á móti Sergej Kíríjenkó sem lýsti því yf- ir að loknum fundinum að hann hefði náð samkomulagi viö Pútín og leiðtoga Einingar, Borís Gryslov. Lestarslys í Rússlandi Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar farþegalest og flutningalest rákust á í Novgorodhéraði í norð- vesturhluta Rússlands snemma í morgun. Óttast er að um 60 manns séu lokaöir inni i lestar- vögnum sem hvolfdi við árekstur- inn, að því er rússneska frétta- stofan Interfax greindi frá. Á FM 103.7 Á FÖSTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.