Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
Spurningin
Á aö reka Þorbjörn Jensson,
landsliösþjálfara
í handknattleik?
Gunnar Örn Eggertsson nemi: Já,
hann hefur ekki rétta andann né
skapið í þetta.
Hjalti Sigurðarson nemi: Já, hann er
búinn að vera alltof lengi. Það þarf ein-
hvern ferskan eins og Sigga Sveins.
Daði Gíslason, starfsm. Flugleiða:
Nei, hann er búinn að gera góða
hluti. Strákarnir standa sig hins
vegar ekki nógu vel.
Kolbeinn Freyr Kolbeinsson,
starfsm. Flugleiða: Já, hann er bú-
inn að fá sinn séns.
Guðmundur Dagur Ólafsson, 11
ára: Nei, hann getur ekkert gert að
því þótt strákarnir standi sig ekki.
Hlynm- Ólafsson, 11 ára: Nei,
strákamir eiga ekki séns í þessi lið
og það er ekki honum að kenna.
Lesendur
Formannsefniö er Margrét Frímannsdóttir:
Samfylkingin skuld-
ar henni stuðning
Margrét Frímannsdóttir alþm. og talsmaður
Samfylkingarinar frá upphafi. - Frambærileg,
háttvís og máiefnaleg, segir bréfritari sem vill
að hún skipi formannssæti Samfylkingarinnar
undir nýju heiti.
Magnús Stefánsson skrifar:
Ótrúlegar fmnst mér þær um-
ræður og vangaveltur sem mað-
ur les og heyrir í fjölmiðlum
um hverjir skuli skipa forystu
Samfylkingarinnar á stofnfundi
raunverulegs flokks eftir nokkr-
ar vikur. Ég kaus Samfylking-
una í síöustu kosningum og tel
að vel hafi verið að verki staðið
í því að koma flokkunum á
vinstri vængnum saman í eitt
kosningabandalag. Þótt ein-
hverjir hafi helst úr lestinni er
það min trú að þeir sem eftir
standa þurfl ekki að bera kvíð-
boga fyrir frekari flótta en orð-
inn er.
Eftir að hafa heyrt í nokkrum
forsvarsmönnum Samfylkingar-
innar að undanfornu og fundist
þeir í raun vera komnir í bar-
áttuhug til formannsembættis
þykir mér hafa farið lítið fyrir
stuðningi þessara aðila og þakk-
læti til Margrétar Frímanns-
dóttur sem bar þó hitann og
þungann af þvi að sameina
vinstri öflin í eina fylkingu.
Hún hefur verið óþreytandi
talsmaður hennar allt frá upp-
hafl og mest mætt á henni að
öðrum góðum og trúverðugum sam-
fylkingarmönnum ólöstuðum.
Mér finnst satt að segja að Sam-
fylkingin eigi að standa einhuga og
óskipt að þvf að bjóða Margréti Frí-
mannsdóttur sæti fyrsta formanns
hins nýja stjórnmálaafls. Ein-
hver allra þeirra sem hingað til
hafa verið að kynna sig sem
hugsanleg formannsefni eða
varaformenn gætu svo komið
inn í stöðu varaformanns. Ég tel
það eiginlega vera skyldu sam-
fylkingarfólks að standa að
þessu framtaki. Samfylkingin
skuldar Margréti þennan stuðn-
ing. Bæði Össur Skarphéðins-
son, Guðmundur Ámi Stefáns-
son, Lúðvík, Jóhanna, Bryndís
og allir aðrir sem eru vissulega
frambærilegir til forystu ættu
að geta sameinast um þetta.
Þau ættu nú öll að koma sér
saman um hvert þeirra myndi
bjóða sig fram til varaformanns
með Margréti fyrsta heila árið
sem Samfylkingin starfar undir
nýju nafni. Ég er ekki einn um
þessa skoðun því ég hef orðað
þetta í kunningjahópi þar sem
m.a. stuðningsmenn Samfylk-
ingarinnar voru samankomnir,
og þetta fékk góðan hljómgrunn.
Og eftir að ég sá Margréti í ný-
legum sjónvarpsþætti ásamt for-
manni Vinstri grænna var ég
ekki í vafa. Hún er afar fram-
bærileg, háttvís og málefnaleg.
Hún fengi mikinn vegsauka og virð-
ingu af formannsstöðunni og hún á
hana skilið.
Nýr vegur um Kambana
Andrés Guðnason skrifar:
Nokkuð hefur þeirri hugmynd
verið hreyft að undanfórnu að nauð-
syn sé að lýsa upp veginn á Hellis-
heiði og áskorun hefur komið úr
Hveragerði um að svo verði gert.
Annað virðist þó vera miklu meira
aðkallandi. Það er að leggja beinan
veg um Kambana.
Hugmyndin væri þá sú að byggð-
ur yrði upp aflíðandi beinn akvegur
úr miðjum Kömbum austur undir
Hveragerðisvegamót. En efri hluti
Kambavegar væri sprengdur niður
eftir því sem þurfa þætti (kannski á
um 500-1000 metra kafla) og byggt
yflr með bogaþaki.
Ekki er neinn vafl á því að þetta
er framkvæmanlegt og menn gætu
hugsað sér hver munur væri að aka
þarna á beinum aflíðandi vegi eða
að sniglast um þessa fáránlegu
hlykki sem nú eru á veginum.
Fróðlegt væri að fá verkfræðilegt
álit á því hvað beinn vegur um
Kambana, líkt og lýst er hér að
ofan, myndi kosta.
Með þessari breytingu myndi veg-
urinn styttast verulega og öryggið
yrði meira á beinum vegi. Og ef síð-
an yrði lagður beinn vegur frá
Þrengslaafleggjara og upp fyrir
Skíðaskála, eins og bent hefur verið
á, væru Hellisheiði og Kambamir
ekki lengur neinn farartálmi fyrir þá
miklu umferð sem er á þessari leið.
Tina Turner - drottning rokksins
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Um sl. jól gisti ég á hóteli í Glas-
gow er ég var á leið heim til íslands
úr ferðalagi.
Bretar hafa ann-
an háttinn á
heldur en við ís-
lendingar um jól
og áramót. Þar er
fólki m.a. boðið
upp á sjónvarps-
veislu og sjón-
varpsstöðvar
Skarpheöinn kappkosta að
Emarsson. ^afa það besta
sem völ er á. í einni dagskránni sá
ég t.d. viðtal við hina heimsþekktu
rokkstjörnu Tinu Tumer sem er
þeldökk en syngur samt rokk.
Tina lék á als oddi þótt hún verði
60 ára á árinu. Einnig voru sýnd
myndbönd með hennar bestu lögum,
en hún hefur átt hvert vinsældalag-
ið á fætur öðru beggja vegna Atl-
antsála síðan hún yflrgaf fyrrum
eiginmann sinn, Ike Tumer, sem
var langt leiddur af notkun eitur-
lyfja, eins og íslendingar muna, þeir
sem sáu bíómynd um ævi Tinu sem
sýnd var hér í kvikmyndahúsum.
Eitt er það sem fer óskaplega í
[UÍgifÍ[flr)lD)/s\ þjónusta.
allan sólarliringinn «
H H
K) K
5S;H
■iÆ.
| ■ •
Lesendur geia sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Eöalsöngkonan Tina Turner sem hyggst hætta aö syngja á þessu ári. - Verö-
ur meö tónleika á útileikvangi f Glasgow í júní nk.
taugamar á mér, það er þegar vit-
grannir eða illa upplýstir útvarps-
menn hér kynna Tinu alltaf sem
„ömmu“ rokksins, og stagast sífellt á
aldri hennar, og sem er hrein móðg-
un við þessa heimsþekktu listakonu.
Meira að segja hefur RÚV haft þenn-
an hátt á. Hjá BBC og öðrum stöðv-
um í Bretlandi er hún kynnt sem eð-
alsöngkonan Tina Tumer.
í fyrmefndu viðtali kom fram að
hún hyggst hætta núna á árinu
2000, og bætti við að öllum leik
skyldi hætt þá hæst hann stæði.
Hún myndi ferðast um Evrópu í
sumar í síðasta sinn til gamans fyr-
ir þá sem vilja sjá hana. Til upplýs-
ingar fyrir þá sem vilja sjá Tinu
verður hún með tónleika 7. júní á
Ibrox leikvanginum í Glasgow.
Hvar er Karelía?
Ámi Sigurjónsson hringdi:
Seint á sL ári skýrði Morgunblaðið
frá því í frétt að hér væri kominn í
opinbera heimsókn Sergei nokkur,
formaður ríkisstjórnar rússneska
Karelíulýðveldisins, í boði utanríkis-
ráðherra. Nema hvað! Formaðurinn
frá Karelíu kom til að ræða um sam-
skipti landanna tveggja með áherslu
á viðskiptatengsl hér í Reykjavík, á
Akureyri og á Dalvik, af öllum stöð-
um. En þar vildi formaðurinn frá
Karelíu kynna sér útgerð og fisk-
vinnslu. Gott var að þá var búið að
færa alla fiskvinnslu úr Hrísey, og
bæta henni við á Dalvík. Ég khppti
þessa frétt úr Mbl., mér fannst hún
svo sniðug og bara sláandi fyrir okk-
ur og samskipti við ríki vítt og breitt
um heiminn. En ég spyr: Hvar er
Karelía með leyfi?
Lesendasíða DV leitaði lengi að
Karehu og fann hana loks í námunda
við Eystrasaltsríkin. - Og nú er bara
að hífa upp samskipti og viðskipta-
tengsl við þetta ágæta lýðveldi.
Dorritdagar
í London
Ásta Ólafsdóttir skrifar:
Loks er farið að segja okkur íslend-
ingum hvenær forsetiim okkar fer til
fundar við sína heittelskuðu ástkonu
í London. Ég las í DV sl. mánudag að
forsetinn hefði eytt þar tíu dögum.
Um var að ræða einkaheimsókn seg-
ir fréttin og dvaldi forsetinn á heim-
ili vinkonu sinnar. Líklega til að
spara dagpeningana. En forsetinn á
rétt á dagpeningum eins og ahir aðr-
ir opinberir embættismenn, þótt þeir
séu ekki beinlínis í vinnuferðum. Ég
fagna því mjög, að forsetinn skuli
halda þessu sambandi við og ég er að
vona að eitthvað verði úr þessu, svo
að fólk sé ekki að gantast með þetta
samband, sem er þó einkar eðlilegt
úr því sem komiö er. Mér frnnst hka
sjálfsagt að láta vita af ferðum forseta
því hann er þó okkar eina skrautfjöð-
ur sem við getum kahað svo - æðsti
embættismaðurinn.
Þeir „nikka“
fréttamennirnir
Þórhildur Ó. skrifar:
Manni blöskrar oft þegar frétta-
menn sjónvarpsstöðvanna eru að
flytja manni viðtölin við stjórnmála-
menn eða aðra og ræða við þá í ná-
vígi. Það bregst varla, sjáist th spyrl-
anna eða fréttamannanna, að þeir
séu ekki sífeht að nikka (kinka kohi)
framan í viðmælenduma. Eru þeir
svona svakalega sannfærandi (ég á
við viðmælenduma) eða er hér á
ferðinni gamla, dulda þýlyndið gagn-
vart yfirvaldinu, að fréttamennirnir
þurfi sí og æ að kinka kohi eins og
th að samþykkja orð viðmælenda
(sem eru nú oftar en ekki hreint rugl
hvort eð er)? Nú skulið þið, frétta-
menn sjónvarpsstöðvanna, bara
hætta þessum höfuðkippum, þeir
minna aht of mikið á parkinsons-
veikina, og hún er hræðileg. Upp
með sjálfstæðið á nýrri öld.
Rússnesk leikrit
óaðgengileg
Þorvaldur skrifar:
Mér sýnist að leikhúsin stóm hér
í borginni leggi dálítið upp úr því að
setja rússnesk leikverk á svið með
vissu millibili. Þannig eru hinir
svoköhuðu stóra meistarar í bók-
menntum Rússa oft keyrðir upp í
leikritum og talsvert gert úr þessu í
kynningum leikhúsanna. Nú er enn
eitt verkið komið á fjalirnar og nú í
Borgarleikhúsinu, Djöflarnir eftir
Fjodor Dostojevskí. Ekki hef ég séð
þetta leikrit en hef séð önnur rúss-
nesk leikrit, þ. á m. Kirsuberjagarð-
inn. Ég veit ekki um aðra, en mér
fínnast rússnesk leikrit óaðgengheg
fyrir okkur hér. Oft mikið um geð-
veikar persónur eða þunglyndar i
leikritunmn. Auk þess sem þau eru
bara þung og torskilin, enda aht
annar heimur og hugsanagangur
þarna eystra. Ég er ekki viss um að
Borgarleikhúsið græði á þessu.
Landinn vih líka miklu fremur sjá
stykki eins og Sex í sveit. Og er þá
nokkur ástæða th að rikka upp þess-
um Djöflum með tapi?