Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 Fréttir Gunni RE fórst út af Akranesi í gær: Skipverja saknað eftir sjóslys - leit haldið áfram í dag Mótorbáturinn Gunni RE 51 fórst í gærdag um fjórar sjómílur suövestur af Akranesi. Báturinn lét úr höfn í gærmorgun og var á leið til veiða þeg- ar hann fórst. Að sögn sjómanna sem voru á svæðinu mun báturinn hafa farist um hálftólfleytiö og var þá mik- ill öldugangur en rok átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Tveir menn voru um borð og bjargaði þyrla Landhelgisgæslunnar öðrum þeirra, skipstjóranum og eiganda, en hins er enn saknað. Leit var hafin eftir að farþegaflugvélar tilkynntu Flugstjóm um neyðarsendi í gangi við Suðvest- urland. Skömmu síðar fóra að berast skeyti frá gervitunglum sem staðsettu neyðarsendinn í Faxaílóa. í leitinni tóku þátt, auk þyrlu Landhelgisgæsl- unnar, tvær varnarliðsþyrlur, varð- skip og fjórir fiskibátar, m.a. Aðal- björg og Aðalbjörg II. Leit verður haldið áfram í dag og verða þá fjörur gengnar. Skipverjar á Aðalbjörgu II náðu að bjarga björgunarbáti Gunna RE og skömmu siðar kom þyrla Land- helgisgæslunnar til bjargar. Aðal- björgin náði um borð fiskkörum úr Gunna og komu bátarnir með þetta 1 land á áttunda tíman- um í gærkvöld. -hdm Skipverjar á Aðalbjörgu II komu með björgunarbát Gunna RE 51 til hafnar á áttunda tímanum i gærkvöld. Þegar skipverjar á Aðalbjörgu komu í land í gærkvöld voru meðal annars fiskkör úr Gunna um borð. DV-myndir S Sigur rós vekur athygli: Utnefnd sem bjartasta vonin DV Akranesi: Hróöur íslensku hljómsveitarinn- ar Sigur rósar hefur farið víðs veg- ar um heim. í vikunni var tilkynnt um val lesenda New Musical Ex- press á hinum ýmsu hljómsveitum til verðlauna en kosningin hefur staðið undanfarnar vikur. Meðal annars var kjörin besta hljómsveit- in, besta platan, besti söngvarinn og bjartasta vonin. Einmitt í þeim flokki sem kallast The Philip Hall og Award for The Brightest Hope eða bjartasta vonin voru fimm stigahæstir. Það voru ís- lenska hljómsveitin Sigm- rós, Terr- is, Coldplay, Doves, og Slip Knot. Niðurstaðan var sú aö Terris var kosin bjartasta vonin. Beatles var kosinn besta hljómsveitin til þessa. -DVÓ Yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins SACEUR, Wesley K. Clark, kom í kveðjuheimsókn í gær- morgun hingað til lands. Myndin var tekin við það tækifæri í Ráðherrabústaðnum en hann átti fund meö Davíð Odds- syni forsætisráöherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráöherra. DV-mynd GVA Fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins vikið úr starfi: Ólga meðal starfsmanna - talið að þjóðminjavörður beri sjálfur ábyrgð á Qármálunum ábyrgö á fjármálum safnsins og er það mál manna að ef um svo alvar- leg afglöp sé að ræða eins og af er látið hefði hann átt að taka afleiö- ingunum og segja af sér. Telja marg- ir starfsmenn safnsins það harka- legar og óréttlátar aðgerðir að reka fjármálastjórann og hefur verið boð- að til fundar í starfsmannafélagi Þjóðminjasafnsins í dag végna máls- ins. Gunnar Jóhann Birgisson, for- maöur Þjóöminjaráðs, vildi ekki tjá sig um uppsögnina sem slíka en sagði að unnið væri að því að skoða fjármál safiisins og finna leiðir út úr rekstrarvanda þess. Ekki náðist í Þór Magnússon þjóðminjavörð vegna málsins. -hdm „Það er mjög mikil ólga innan- húss því það mætti ætla að hver einn og einasti starfsmaður mætti eiga von á svipaöri útreið ef einhver þarf að bjarga eigin skinni," sagði heimildarmaður DV í gær en Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins upp fyrir helgi og eru menn ekki á eitt sáttir við þá ákvörðun. Við upp- gjör ársins í fyrra kom í ljós að Þjóðminjasafnið fór u.þ.b. 46 millj- ónir fram úr fjárhagsáætlun. „Að verulegu leyti telur fjármálastjóri að þessi upphæð stafi af afleiðing- um af ákvörðunum sem hann tók ekki þátt í og voru teknar fyrir utan Þjóðminjasafnið, þ.e. af byggingar- nefnd safnsins og öðrum aðilum," segir heimildarmaður blaðsins. Þjóðminjasafnið flutti á síðasta ári og var vinnu- staðnum skipt í tvennt og ákveðið að kostnaður vegna flutninganna skyldi greiddur af byggingar- nefnd safnsins, en sá kostn- aður er greiddur úr endur- bótasjóði menningarbygg- inga. í öllum fjárhagsáætl- unum safnsins í fyrra var gert ráð fyrir því að þetta yrði end- urgreitt enda lágu vilyrði fyrir því að það yrði gert. í lok desember lá hins vegar fyrir ákvörðun um það að aðeins lítill hluti af þessari upp- hæð yrði endurgreiddur, eða ein- ungis sjö milljónir í stað 21. Annar hluti af þessum 46 milljónum er annar kostnað- ur sem er afleiðing af þvl að safnið flutti, kostnaður sem ekki var séð fyrir í rekstrar- áætlunum safnsins. Eftir stendur að hinn raunveru- legi rekstur safnsins kostaði u.þ.b. 12-13 milljónir um- fram það sem heimild var fyrir. Samkvæmt heimildum DV vilja framkvæmdaráð og fjármálastjóri bera fulla ábyrgð á þeirri upphæð enda venjan að bitið sé á jaxlinn og sú stefna rétt af. Þeir sem DV ræddi við í gær vegna málsins eru á því að það sé þjóðminjavörður sem í raun beri Þór Magnússon þjóbminja- vörbur. Stuttar fréttir i>v Enginn ágreiningur Davíð Odds- son forsætisráð- herra segir að enginn ágrein- ingur sé í ríkis- stjórn um sölu Landssímans. Hann segir mál- ið enn óútkljáð og á hann frekar von á því að af sölu verði á kjörtímabilinu. Búist við töfum Bifreiðum hefur fjölgaö um 40.000 í landinu frá lýðveldishátíð- inni fyrir 6 árum. Lögregluyfir- völd búast við því að gríðarlega miklar umferðartafir verði á Þing- völlum í tilefni Kristnitökuhátíð- ar í júlí næstkomandi. RÚV greindi frá. Hátæknisjúkrahús Læknafélag íslands og Læknafé- lag Reykjavíkur hafa ályktaö um nauðsyn þess að reisa nýtt há- tæknisjúkrahús i Reykjavík og einnig efnislega að ekki sé nægi- lega vel staðið að samrunamálum Sjúkrahúss Reykjavíkur og Land- spítalans. Dagur sagði frá. Síbrotamenn Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, segir kannanir sýna að töluverð hætta sé á að dæmdir kynferðisafbrotamenn brjóti af sér aftur. Stöð 2 greindi frá. Útrunnir Kjarasamningar um 50.000 manna, 29 stéttarfélaga og sérsam- banda, renna út í dag. Samninga- viðræður margra verkalýðsfélaga, sambanda og atvinnurekenda era hafnar. Einni kjaradeilu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. RÚV greindi frá. Bjöik Jakob Magn- ússon er staddur í Noregi með undirskriftalista Umhverfisvina og gerir hann talsvert úr því að nafn Bjarkar Guðmundsdóttur sé þar á meðal. Jakob fer mikinn í samtali við Norska Dagblaðið og slær blaðið því upp í fyrisögn að Björk leiði hóp hinna óánægðu ís- lendinga sem vOji ekki að risaál- verksmiðja verði reist á sögueyj- unni. 25% lægra verð Danska sementsverksmiðjan Álaborg Portland, sem ætlar að hefla innflutning á sementi á ís- landi seinna á þessu ári, býður að minnsta kosti 25% lægra verð en sementverksmiðjan á Akranesi. RÚV greindi frá. Ríkið sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði i gær Bændasamtökin, landbúnaðarráðuneytið og fjár- málaráðuneytið um að hafa ólög- lega stöðvað beingreiöslur til hjóna sem höfðu flutt fé sitt á milli tveggja jaröa. Raflínur metnar Landsvirkjun mun í næstu og þar næstu viku leggja fram skýrsl- ur um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar raftnagnslína á Austurlandi, en þær tengja Fjóts- dalsvirkjun við raforkukerfið. Mbl. greindi frá. Ekki á Netinu Páll Hreinsson, formaður tölvu- nefndar, segir í viðtali við Mbl. að bannað verði að tengja gagna- grann á heilbrigðissviði við Netið. Varamenn Tveir vara- menn tóku sæti á Alþingi í dag. Margrét Sverr- isdóttir fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavík og Helga Amheið- ur Erlingsdóttir fyrir Vinstri- græna á Norðurlandi eystra. RÚV greindi frá. -hdm ieiðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.