Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjólmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plótugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gróðafíkn í grasrótirmi
Sala almennings á heimild til nota á sjúkraskrám
sínum í gagnagrunn deCode hefur ekkert með siðalögmál
að gera. Þetta er bara tilraun til að láta markaðslögmál
nútímans gilda í þágu fleiri en þeirra, sem hafa þægilega
aðstöðu hafa til að græða mikla peninga.
Samkvæmt markaðslögmálunum hljóta að felast verð-
mæti í rétti fólks til að banna innsetningu skjala um sig.
Hver einstaklingur fyrir sig hefur einokun á sínum þætti
og getur reynt að gera sér mat úr því. Ef allir notuðu
slíkan rétt, yrði enginn gagnagrunnur.
Ekki þýðir hins vegar fyrir hvem fyrir sig að skreppa
inn í deCode og reyna að selja aðganginn að sínum gögn-
um. Það þýðir örugglega ekki heldur fyrir 5.000 manns
að láta gera það fyrir sig sameiginlega. En tvær grímur
kjmnu að renna á menn, ef þeir væru 20.000.
Bandaríkjamenn eru sérfræðingar í að láta alla vinna
fyrir einn og einn fyrir alla. Frægust hafa orðið prófmál-
in, sem rekin hafa verið fyrir hönd tugþúsunda manna
gegn tóbaksframleiðendum og ýmsum öðrum, sem fram-
leiða skaðlega vöm undir fölsku flaggi.
Fólk virðist ekki þurfa að taka neina áhættu með því
að taka þátt í aðgerðinni. Engin Qárútlát eru boðuð.
Menn þurfa bara að undirrita beiðni um úrsögn úr
gagnagrunninum og umboð handa lögmönnum til að
gera sem mest úr hugsanlegum verðmætum.
Eins og í Bandaríkjunum taka lögmenn prósentu af
því sem kann að innheimtast, en vinna að öðrum kosti
ókeypis. Þessi aðferð er vinsæl í Bandaríkjunum eins og
dæmin sanna, en fróðlegt verður að sjá, hvort menn
kveikja á þessu á sama hátt hér á landi.
Ef deCode stendur andspænis því að missa 20.000
manns úr grunninum af hugmyndafræðilegum ástæðum
og aðra 20.000 af peningalegum ástæðum, munu ráða-
menn fyrirtækisins fara að byrja að reikna kosti og galla
þess að semja við umboðsmenn hópsins.
Til að byrja með mun deCode neita öllum samningum
og saka umboðsmennina ýmist um öfund eða illgirni,
eins og forstjórinn hefur raunar þegar gert. Áfram munu
ráðamenn deCode stinga við fótum, þangað til kemur að
einhverjum töfraflölda, sem fær þá til umþóttunar.
Eftir er að sjá, að íslendingar líkist Bandaríkjamönn-
um og taki sig saman tugþúsundum saman um að búa til
stórt sameiginlegt verðgildi úr mörgum smáum. Fyrri
reynsla af samstöðu manna í hagsmunamálum bendir
ekki til, að ástæða sé til að vænta mikilla afreka.
Nytsamlegt er samt, að málið sé prófað. Við lifum í
þjóðfélagi, þar sem hinir auðugu og voldugu nota mark-
aðslögmálin hiklaust til að bæta stöðu sína á kostnað
hinna. Það er engan veginn siðlaust, að smælingjarnir
geri sameiginlega tilraun til slíks hins sama.
Þótt illa hafi gengið að fá menn til samstöðu til að-
gerða gegn bensínhækkunum, verður að hafa í huga, að
flárhagslegur ávinningur hvers og eins var ekki áþreif-
anlegur. Dæmi er hins vegar um, að menn hafl tekið við
sér, ef væntanlegur gróði þeirra sjálfra var augljós.
Mikil þátttaka í kennitölubraski vegna útboða á hluta-
fé í bönkum bendir til, að margir íslendingar séu tilbún-
ir að hafa örlítið fyrir því að ná sér í aukapening fyrir
ekki neitt. Munurinn var þó sá, að þá gat sérhver fram-
kvæmt verkið án samstarfs við aðra í stórum hópi.
Ef nógu öflugur hópur myndast um þetta mál, hefur
fengizt staðfesting á, að markaðslögmál gildi að fullu hér
á landi. Gróðafíknin sé komin í grasrótina sjálfa.
Jónas Kristjánsson
Þegar utandagskrárumræða var á Alþingi um svonefndan Vatneyrardóm var aðeins einn þingmaður í þingsal,
segir Gísli m.a. í greininni. - Á Alþingi, fjárlög rædd.
Fjarvera
Framsóknar
svo að þeir þurfi ekki að
kvarta hvað varðar að
koma sínu fólki í emb-
ætti. Óhætt er að full-
yrða að aldrei hefur ver-
ið sett og skipað í ýmsar
stöður viðurkenndum
stuðningsmönnum ríkis-
stjórnarflokkanna eins
og nú síðastliðin 2-3 ár.
Um er að ræða stjórnir,
ráð, forstjórastóla, emb-
ætti og nánast hvað sem
er sem ráðherrar festa
hendur á - og það er ekk-
ert smáræði.
Nær umræöan ekki
eyrum fólks?
Það er eðlilegt að velta
þessari spurningu fyrir
sér. Útsendingar frá
.
„Þaö er ástæða til að skoða við-
veru ráðinna og kjörinna og skip-
aðra starfsmanna mjög víða í
ríkiskerfinu. Og það er verðugt
verkefni að gera skilvirkar tillög-
ur um aðhald og aga á vinnu-
stöðum og að auki meðferð al-
mannafjármuna, samkvæmt fjár-
iögum.u
Kjallarínn
Gísli S.
Einarsson
þingmaður Samfylking-
arinnar á Vesturlandi
Svo undarlega
hefur borið við frá
því að Aiþingi kom
saman að loknu
mánaðarhléi að
fjarvera framsókn-
armanna hefur
vakið athygli
þeirra sem á þingi
eru. Ástæða fjar-
veru þeirra er ekki
ljós en þó er eins
og þeir hafi áttað
sig á því að það er
miklu vænlegra til
árangurs að halda
fundi vítt og breitt
um landið, enda
auglýsa þeir
grimmt fundarher-
ferð í blöðum og út-
varpi (það er gott
að hafa nóga pen-
inga).
Ágreiningur í
ýmsum málum
Þegar utandag-
skrárumræða var
á Alþingi um svo-
nefndan Vatneyr-
ardóm var aðeins
Jónína Bjartmars
hv. þingm. við-
stödd í þingsal.
Enginn ætlaðist til
að hún tæki til
máls, nýkomin til
þings. En skilaboð hafa borist i
gegnum uppsláttarfréttir blaða um
ágreining Framsóknar og íhalds í
ýmsum málum. Mest eru áberandi
andstæðar skoðanir um kvótamál-
in. Einnig má greina ágreining um
kjördæmamálið og einkarekstur
útvarps svo eitthvað sé nefnt.
Líklega er Framsókn farin að
undirbúa átök til að rétta sinn hlut
í samskiptum stjórnarflokkanna, þó
umræðum svo sem utan dagskrár
eru á þeim tíma sem flestir eru í
vinnu og þessar umræður vekja
takmarkaða athygli. Ef þingfrétta-
menn gera slíkum umræðum ekki
því betri skil fara þær framhjá
meirihluta þjóðarinnar. Þetta er
framsóknarmönnum sennilega
ljóst og þess vegna er þeim sama
hvort þeir séu viðstaddir umræð-
ur eða ekki.
Fiarvera ráðherra í óundirbún-
um fyrirspumum er einnig farin
að vekja athygli, a.m.k. á þingi.
Það er ekki gott að segja hvemig á
að koma til skila því sem fram fer
á Alþingi svo vel sé. Það er unnt
að fylgjast með umræðum á Inter-
netinu, það er unnt að fylgjast með
umræðum frá kl. 13.30-16.00 og
síðan næsta morgun á virkum
dögum að nokkru leyti.
Það verður að segja Ríkissjón-
varpi til hróss því með því geta
þeir sem heima eru fylgst að
nokkru með því sem er að gerast,
á þessum vettvangi. Ríkissjón-
varpið gæti nefnilega sýnt endur-
tekið efni á þessum tíma og fengið
gott áhorf og með því styrkt sína
stöðu í samkeppninni.
Eru sjónvarps/útvarps-
sendingar mögulegar?
Á fjölmörgum vinnustöðum eru
í notkun útvarpsheyrnaskjól. Lík-
legt er að ýmsir myndu nýta sér
hlustun á störfum þingsins ef þeir
ættu þess kost. Einnig þarf að
skoða hvort ekki er tæknilega
unnt að leysa þetta mál án óhóf-
legs kostnaðar, bæði hvað varðar
útyarp og sjónvarp.
í upphafí þessa stutta spjalls var
nefnd fjarvera þingmanna. Það er
ástæða til að skoða viðveru ráð-
inna og kjörinna og skipaðra
starfsmanna mjög víða í ríkiskerf-
inu. Og það er verðugt verkefni að
gera skilvirkar tillögur um aðhald
og aga á vinnustöðum og að auki
meðferð almannfjármuna, sam-
kvæmt fjárlögum.
Mín tillaga er sú að menn taki
sig á! Þessum orðum er beint til
allra innan þess sviðs sem hér er
nefnt, einkageirinn sér um sig
bæði hvað varöar lagaumhverfi og
annað.
Gísli S. Einarsson
Skoðanir annarra
Vísitala neysluverðs
„Vísitala neyzluverðs lækkaði um 0,3% nú í febrú-
ar og er það í fyrsta sinn í heilt ár, að vísitalan lækk-
ar... Þessi lækkun eru góð tíðindi, þótt rekja megi
lækkunina að nokkru til útsölutímans. Lækkunin nú
hefur vafalaust jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn,
því bankar og verðbréfafyrirtæki spáðu hækkun vísi-
tölunnar í febrúar, nema FBA spáði lítilsháttar lækk-
un (0,15%). Á móti kemur, að kjarasamningarnir
framundan valda mikilli óvissu um þróunina... Hag-
stofan vinnur nú að gerð nýs neyzluverðsgrunns. Full
ástæða er til þess að nota tækifærið og samræma í
leiðinni íslenzku vísitöluna neyzluverðsvísitölum í
þeim nágrannalöndum, sem við berum okkur saman
við í verðbólguþróun."
Úr forystugreinum Mbl. 12. febrúar.
„Búnaðarbankasiðferði"
„í síðasta mánuði komu upp tilfelli þar sem verð-
bréfafyrirtæki þóttu hafa gengið ansi langt í því að
heimila starfsmönnum sínum að kaupa sjálfir óskráð
bréf, sem þeir voru að versla með og hagnast duglega
á þeim viðskiptum. Búnaðarbankinn virðist ókrýndur
foringi í þessum efnum og heyrist nú víða talað um
„Búnaðarbankasiðferði" þegar verið er að vísa til sið-
leysis í verðbréfaviðskiptum... Það segir sína sögu
þegar bankaráð bankans þarf að koma saman til að
áminna bankastjórnina og segja síðan í sérstakri sam-
þykkt, sem send er til fjölmiðla, að bankaráðið sé að
gera þessa samþykkt til að „taka af allan vafa um að
bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. leggi áherslu á að
bankinn fylgi gildandi reglum um veröbréfaviðskipti."
Birgir Guðmundsson í Ritstjórnarspjalli i Degi 12. febrúar.
Gagnagrunnurinn
„Ég tel að allt tal um persónuvernd í sambandi við
grunninn sé til þess fallið að villa um fyrir fólki til að
leiða athyglina frá því að hann mun auka réttindi og
öryggi sjúklinga gagnvart læknum. Gagnvart heil-
brigðiskerfinu. Það er sem sagt verið að „sauma að“
læknum í þeim skilningi að mæla árangur af þeirra
störfum. Ég tel að læknar á Islandi eigi að fagna þessu
og vinna með því sem ríkisstjómin hefur ákveðiö í
stað þess að skipa sér í raðir stjórnleysingja og berjast
gegn ákvörðuninni og jafn mikilvægu skrefi í þágu
framtíðarlækninga. Ráðast þannig gegn sínum eigin
framtíðargrundvelli.“
Vilborg Traustadóttir, form. MS-félags íslands.