Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Síða 32
Opel Zafira
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
Iðnskólinn:
Númerabirtir
felldi „frímann"
Skólastarf í Iðnskólanum í Reykja-
vík lamaðist að mestu í gærmorgun
eftir að auglýst var á útvarpsstöðvum
að kennsla þar félli niður vegna veðurs
og ófærðar. Á meðan fllefldir iðnskóla-
nemar kúrðu áfram undir sæng börð-
ust lítil böm til skóla eins og ekkert
væri.
„Þetta var nemandi héma viö skól-
ann sem hringdi á útvarpsstöðvamar
og við vitum hver þetta var því Bylgj-
an gaf okkur upp símanúmer þess sem
hringdi með tilkynninguna tU þeirra.
Þeir era með númerabirti og nemand-
inn hefur ekki áttað sig á því,“ sagði
Inga Guðrún, símamær í Iðnskólan-
um, í morgun. „Það vora ekki bara
nemendumir sem tóku mark á þessum
tilkynningum í útvarpinu heldur
margir kennarar líka. Þannig að það
vora aðeins nokkrir kennarar að
kenna fáum nemendum hér í gær,“
sagði Inga Guðrún.
Ekki er ljóst hvemig bragðist verð-
ur við athæfl nemandans í Iðnskólan-
um sem nú gengur undir nafninu „frí-
mann“ en mál hans er til skoðunar á
borði skólameistara. -EIR
Bíldudalur:
Eldur í verslun
Um sjöleytið í rnorgtm var
slökkviliðið á Bíldudal kvatt út
vegna elds í matvöruverslun á
staðnum. Að sögn lögreglunnar
virðist hafa kviknað í út frá raf-
magnsofni. Eldur reyndist ekki vera
mikill og gekk greiðlega að ráða
niðurlögum hans. Skemmdir urðu
aðallega af reyk og sóti .-JSS
í gærmorgun afhenti Ólafur Magn-
ússon, fyrir hönd Umhverfisvina,
Davíö Oddssyni, forsætisráöherra,
45.386 undirskriftir Islendinga um
aö fyrirhuguö Fljótsdalsvirkjun
veröi sett í lögformlegt umhverfis-
mat. Umhverfisvinir eru óformleg
samtök fóiks víöa á landinu sem
voru stofnuö til þess aö vinna aö
söfnun undirskrifta til marks um
vilja þjóöarinnar aö fyrirhuguö virkj-
un fái sanngjarna málsmeöferö.
Fyrir miöju stendur Siv Friðleifs-
dóttir. DV-mynd GVA
Guðbjörn Páll Sölvason viö brunarústir húss síns aö Hafnargötu 8 í Höfnum.
DV-mynd Arnheiöur
Tveggja hæða timburhús í Höfnum brann til kaldra kola
Missti nánast allt
sitt í brunanum
- rætt við eigandann, Guðbjörn Pál Sölvason stýrimann
DV, Suðurnesjum:
„Mín fyrstu viðbrögð voru þau
að hringja í neyðarlínuna og ég
var eins og biluð grammófónplata
og vissi lítið hvað ég var að segja,“
sagði Guðbjöm Páll Sölvason, eig-
andi tveggja hæða timburhúss að
Hafnargötu 8 í Höfnum sem brann
til kaldra kola aðfaranótt mánu-
dags. Guðbjöm var staddur í
Njarðvík og var því húsið mann-
laust.
Það var um klukkan hálfþijú
sem tilkynning barst slökkviliði
Brunavama Suðumesja sem sendi
út allt tiltækt lið og vom slökkvi-
liðsmenn komnir á staðinn 15 mín-
útum eftir að kall barst. Jón Guð-
laugsson er varaslökkviliðsstjóri
BS: „Þegar við komum á vettvang
var þakið fallið og húsið alelda.
Vindhraði var þá um 35 metrar á
sekúndu, fárviðri, færð þung og
afar hált. Nokkru eftir að við kom-
um fór rafmagnið af og þar með
stöðvuðust dælumar sem halda
uppi vatnsþrýstingi á brunahönum
svo við gátum aðeins notast við
það vatn sem var á bílunum."
Jón sagði að þeir hefðu átt fullt í
fangi með að halda sjálfum sér
vegna gríðarlegs vindstrengs og að
lítið hefði mátt út af bera til að eld-
ur næði að komast I nærliggjandi
timburhús og lögðu þeir áherslu á
að bjarga því. Slökkvistarf tók
rúman klukkutíma en vakt var
framundir morgun að slökkva í
glæðum.
Eigandinn Guðbjöm Páll var að
vonum sleginn þegar við hittum
hann í morgunsárið en hann
missti nánast allar sínar verald-
legu eigur í brunanum. „Ég treysti
mér ekki úteftir fyrr en í birtingu
í morgun. Það var nágranni minn
og kunningi, Jón Borgarsson, sem
hringdi og tilkynnti mér að kvikn-
að væri í húsinu. „Guðbjöm keypti
húsið, sem var næstum aldargam-
alt, árið 1991, nokkru eftir að hann
flutti frá Flateyri, og ætlaði i fyrstu
aðeins að skipta um þak og glugga
í því en vegna þess hvað það var
illa farið ákvað hann að taka það
alveg í gegn. „Það má eiginlega
segja að ég hafi nánast endurbyggt
það bæði að innan og utan og lagt
allt mitt í það.“
Guðbjöm, sem lengst af hefur
verið stýrimaður en þurfti að
koma í land eftir að hafa slasast á
hendi, segist hafa heillast af Höfn-
unum þegar hann flutti úr Önund-
arfirðinum en húsið stóð nánast
nokkur fet frá sjónum þar sem
„brimið þvær hin skreipu sker“ og
vakti húsið athygli vegfarenda fyr-
ir það hversu faflegt og vel uppgert
það var.
Húsið og innbúið var vátryggt
en verið er að rannsaka eldsupp-
tök.
-AG
Veðrið á morgun:
Él nyrðra en
léttara fyrir
sunnan
Spáð er norðanátt, 10-15 m/s,
og éljum norðan til og á
Austfjörðum en léttskýjuðu
sunnanlands. Frost verður 1-10
stig, kaldast inn til landsins.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Sjóslysið:
Leití
birtingu
í birtingu í morgun hófst aftur leit
að skipverja sem saknað var eftir að
ellefu tonna bátur, Gunni RE-51 fórst
suðvestur af Akranesi um hádegi i
gær. Tveir menn vora í bátnum.
Þyrla Landhelgisgæslunanr bjargaði
öðrum þeirra úr gúmbjörgunarbáti,
en hins var leitað fram í myrkur í
gærdag. í morgun hófu flugbjörgunar-
sveit Akraness og björgunarsveitir
Akraness og Borgamess leit að nýju
og var m.a. áætlað að ganga fjörur.
Sjá bls. 2 -JSS
Þór Magnússon:
Nauðsynlegt
„Ástæðan fyrir brottrekstri fjár-
málastjóra er að þetta þótti nauðsynleg
aðgerð til að stokka upp fjármál safns-
ins,“ segir Þór Magnússon þjóðminja-
vörður. Eins og fram kemur á bls. 2
hefur Hrafni Sigurðssyni, fjármála-
stjóra Þjóðminjasafrisins, verið sagt
upp störfum en útgjöld safnsins fóra
þriðjung ffarn úr fjárlögum frá því í
fyrra en framúrkeyrslan nemur að
minnsta kosti 50 mifljónum að sögn
Sigurðar. „Menn taka þessum hlutum
aldrei vel,“ sagði Sigurður en skiptar
skoðanir hafa verið meðal starfsmanna
um réttmæti brottvikningarinnar. -hól
Haft er eftir Jakobi Magnússyni f
norska Dagblaðinu að Norsk Hydro
hefði aldrei fengið leyfi til að byggja
álver í Noregi á sama hátt og fyrir-
tækið notfærir sér viðkvæma ís-
lenska náttúru. í sama blaði segir að
Björk og 45 þúsund íslendingar
muni mótmæla aðgerðum Norð-
manna. Á myndinni eru Jakob, Egil
Myklebust og Ásdfs María Franklín
á fundi íslenskra og norskra um-
hverfisverndarmanna í gær.
Fékk á sig brotsjó
Túnfiskveiðibáturinn Byr frá Vest-
mannaeyjum lenti í slæmu veðri við
írlandsstrendur aðfaranótt sunnu-
dags, fékk á sig brotsjó og skemmdist
lítillega. Að sögn Sævars Brynjólfs-
sonar útgerðarmanns urðu engin slys
á mönnum en þeir gerðu þó stopp á
írlandi til að taka olíu og annað. Bát-
urinn fór út fyrir um viku síðan í
tveggja mánaða túr og er á leiðinni
suður fyrir Asoreyjar. -hdm
Cirnilegur 115 g Áningarborgari, franskar,
súperdós, Piramidelle-súkkul.,
kr. 590.
Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi
simi 564 2100
Netfang: midjan@mmedia.is
SYLVANIA