Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 37 Þessi mynd eftir Roni Horn er mynd manaöarins í Listasafni ísiands. Roni Horn í Listasafninu Bandaríska listakonan Roni Horn hefur undanfarin 25 ár komið reglu- lega til íslands og lítur á landið sem vinnustofu sina. Sýningin hennar nú í Listasafni íslands ber yfirskrift- ina PI sem vísar til hinnar stærð- fræðilegu einingar um sambandið milli þvermáls og ummáls hrings og er í senn rökræn og frumspekileg. Verkið samanstendur af 45 ljós- myndum sem teknar voru á íslandi, á stað úti á landi þar sem fólk lifir sínu hversdagslega lífi, og tengjast könnun listakonunnar á gagn- kvæmu sambandi manns og staðar. Þá endurspeglar sýningin reynslu -----------listakonunnar af Sýningar dvö1 hennar nyrstu a svæðum íslands umhverfis heimskautsbaug. Það ber ekki að líta á sýninguna sem tilraun til að lýsa þessum svæð- um í sjálfu sér, heldur sem rann- sókn á samskiptum listakonunnar við þetta umhverfi í tíma og rúmi. Sýning þessi hefur vakið mikla at- hygli og farið víða um Bandaríkin og meginland Evrópu, auk þess sem myndimar hafa verið gefnar út í glæsilegu bókverki. Sýning Roni Hom er i sal 2 og til 5. mars. Upplestur í Gerðarsafni í dag kl. 17 verður upplestur á veg- um Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðar- safni. Kópavogsskáldin Helga K. Ein- arsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir og Þórður Helgason lesa ljóð og sögur eftir sig og aðra og Þórhallur Gunn- arsson leikari les sögu eftir móður sína, Guðríði Lillý Guðbjömsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 20 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 (bakhús). Gestur fundarins verður Petrína Rós Karlsdóttir frönskukenn- ari. Mun hún segja frá námskeiði í Tungumálamiðstöðinni í Graz, sem kallaðist Tungumálakennsla og frið- ur (Language Teaching and Peace). Fundurinn er öllum opinn. Amigos Barbeque og blús Nokkuð er um liðið síðan heyrst hefur í einum okkar mesta blúsmanni, Halldóri Bragasyni, sem í mörg ár rak blúshljómsveitina Vinir Dóra. Dóri kom mörgum ungum tónlistarmönnum á bragðið í blúsnum enda fór hann ótrauður slóðir sem fáir hér á landi hafa gert og hefur ávallt haldið tryggð við tregann, auk þess sem hann sá til þess að þekktir bandarískir blúsmenn heimsóttu okkur, meðal annars Pinetop Perkins, sem hann hljóðrit- aði plötu með. Skemmtanir í kvöld ætlar Dóri að hóa í vini sína og leika blús á veitingastaðnum Amigos í Tryggvagötu. Blúskvöldið á Amigos gengur undir nafninu Bar- bique og blús. Eins og nafnið gefur til kynna verð- ur boðið upp á barbeque-mat og segja þeir sem til þekkja að enginn matur bragðist betur með blúsn- um. Með Dóra í kvöld eru margreyndir blúsmenn, sem áður hafa leikið með honum, gítarsnillingur- inn Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson á bassa og hinn óþreytandi Ásgeir Óskarsson á trommur. Hefja þeir leik um klukkan 22. Halldór Bragason fer á slóöir blúsins á Amigos í kvöld. Stormviðvörun Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðurlandi og Miðhálendinu. Austan og norðaust- an 10-15 m/s og smáél við norður- Veðrið í dag og austurströndina, en 10-23 m/s og fer að snjóa syðst á landinu ná- lægt hádegi. Frost verður yfirleitt á bilinu 0 til 5 stig - minnkandi norðaustanátt og léttir til sunnanlands í nótt. Höfuðborgarsvæðið: Austan 8-13 og síðan 13-18 m/s, dálítil snjó- koma með köflum siðdegis. Minnk- andi norðaustanátt og léttir til í kvöld og nótt. Hiti verður um frost- mark í dag, en kólnar í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.06 Sólarupprás á morgun: 09.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.03 Árdegisflóð á morgun: 05.25 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö -2 Bergstaöir léttskýjað -6 Bolungarvík skýjaö -3 Egilsstaöir -2 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -2 Keflavíkurflv. skýjaö -1 Raufarhöfn alskýjaö -3 Reykjavík léttskýjaö -3 Stórhöfói alskýjaö 2 Bergen léttskýjaö -1 Kaupmhöfn slydda 1 Ósló heiöskírt -10 Stokkhólmur -2 Þórshöfn rigning 3 Þrándheimur skýjaö -6 Algarve heióskírt 9 Amsterdam léttskýjaö 4 Barcelona léttskýjaö 9 Berlín skýjaö -1 Chicago léttskýjað -6 Dublin léttskýjaó 1 Halifax rigning 4 Frankfurt snjók. á siö. kls. 1 Hamborg þokumóóa -1 Jan Mayen snjóél -8 London skýjaö 3 Lúxemborg snjók. á síð. kls. -1 Mallorca hálfskýjað 13 Montreal -11 Narssarssuaq alskýjaö 1 New York skýjaó -3 Orlando heiöskírt 15 París hálfskýjaö 2 Róm þrumuveöur 5 Vín snjóél 3 Washington léttskýjaö 3 Winnipeg skýjaö -17 Hafís og loftslag 1 dag kl. 16.15 heldur Dr. Martin W. Miles fyrirlestur um hafísmælingar pg loftslagsbreytileika við norðanvert ___________________Norður-At- Samkomur sal Háskólans á Akureyri. Dr. Miles dvelst sem gistifræðimaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar í Davíðshúsi á Akureyri. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn. Grunnskólahátíð í Hafnarfirði í kvöld verður Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði haldin í íþróttahúsi Víði- staðaskóla. Það eru nemendur á ung- lingastigi og Æskulýðsráð Hafnarfjarð- ar sem standa að hátíðinni. Verða flutt ýmis verk eftir nemendur á unglinga- stigi. Foreldrum og öðrum aðstandend- um unglinganna boðin ókeypis að- gangur á sýninguna. Um kvöldið verð- ur dansleikur fyrir unglinga i grunn- skóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víðistaðaskóla. Húsið opnar kl. 20.30 og verður margt spennandi í boði. Hljómsveitirnar Súrefni og Sálin leika fyrir dansi. Að dansleik loknum verða rútuferðir um bæinn þannig að allir komist heilir heim. Mosfellsheiði ófær Góð vetrarfærð er á flestum vegrnn á Suður- og Suðvesturlandi, en þó er ófært um Mosfellsheiði og þungfært um Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er verið að hreinsa heiðar og fjallvegi en þar er tals- Færð á vegum verður skafrenningur. Á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi er verið að hreinsa allar aðalleiðir og ættu vegir að verða færir innan tiðar. Hálka er víöast hvar. Steini Krupa í Klaustrinu Á hinum myndarlega veitinga- stað Klaustrinu við Hverfisgötu verður djassinn í heiðri hafð----- ur i kvöld þegar Kvartett Steina Krupu stígur á svið og_____ flytur þekkta djassstandarda, lög sem allir ættu að kannast við. Kvartett Steina Krupu er þannig skipaður að Steini eða Þorsteinn Skemmtanir Eiríksson, eins og hann heitir fullu nafni, leikur á trommur, Sig- urjón Árni Eyjólfsson er á saxó- fón, Sveinbjörn Jakobsson á gítar -----og Gunnar H. Pálsson á bassa. _____Allt eru þetta þrautreyndir spilarar sem kunna vel við sig í sveiflunni. dags®) Bruce Willis og Nick Nolte í hlut- verkum sínum. Morgunverður sigurvegara Fjöldi þekktra leikara prýðir Breakfast of Champions sem sýnd er í Bíóborginni. í aðalhlutverk- um eru Bruce Willis, Albert Finn- ey, Nick Nolte, Barbara Hersey, Glenne Headley, Lukas Haas, Buck Henry og Omar Epps. Myndin er byggð á frægri skáld- sögu eftir Kurt Vonnegut og leik- stýrt af Alan Rudolph. Breakfast of Champions er svört kómedía um brostna menn i brothættri veröld. Dwayne Hoover (Bruce Willis) er einn virtasti við- skiptajöfurinn í Midland City. Risa- ///////// Kvikmyndir vÉÍiÉÍ veldi hans stækkar og stækkar í sama hlutfalli og heilsa hans bilar og er nú svo komið að hann er á mörkum þess að fá taugaáfall. Á meðan er misskilinn rithöfundur, Kilgore Troat (Al- bert Finney), á leiðinni til Mid- land City þar sem hann er heið- ursgestur á fyrstu menningarhá- tíð borgarinnar. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Bringing out the Dead Saga-bíó: Englar alheimsins Bíóborgin: Breakfast of Champions Háskólabíó: Stigmata Háskólabíó: American Beauty Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbíó: The Insider Regnboginn: Anywhere but here Stjörnubíó: Bone Collector Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Náðu forskoti f viðskipfum á Vfsí.is visir.is Notaöu visifingurinn’.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.