Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 Fréttir a Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, í DV-yfirheyrslu: •• Ollum frjalst — að hafa sínar skoðanir á “' - Eru menn almennt búnir að afskrifa þann möguleika að sætt- ir takist með öllum aðildarfélög- um innan Verkamannasambands- ins og Flóabandalagsfélögin komi „aftur heim“? „Nei, það held ég ekki, ég reikna ekki með því. Annars eru það for- menn félaganna sem verða að svara því.“ - Hver telur þú að sé upphafs- punktur þessara átaka sem hafa grasserað innan Verkamanna- sambandsins? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst skipulagslegs eðlis og snúist m.a. um peninga, það er mín skoð- un. Þetta snýst um skattgreiðslur og því er ekkert að leyna að Efling er orðið mjög stórt félag og telur sig geta gert hlutina sjálft og peningum þess sé betur varið á annan hátt en til Verkamannasambandsins. Þetta er min einfalda skýring." - Menn hafa haft á orði að per- sónulegar ýfingar ykkar sem eruö í forsvari innan verkalýðs- hreyfingarinnar kimni að vera kveikjan að því hvemig komið er innan ykkar samtaka? „Ég get ekki svarað þessu öðru- vísi en svo að ég er búinn að gegna þessu starfi í 9 eða 10 ár, og ég hef aldrei lent í deilum við neinn af for- svarsmönnum félaganna. Þessir að- ilar hafa setið í framkvæmdastjórn, allir nema Halldór Bjömsson, og þar er sko aldeilis ekki um neinn persónulegan ágreining að ræða. Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gunnarsson hafa setið í fram- kvæmdastjóm og það hefur ekki verið ágréiningur. Auðvitað geta menn haft skoðanir hver á öðrum og það er til dæmis öllum frjálst að hafa skoðanir á mér.“ - Það heyrðist á sinum tíma þegar verið var að endurvekja Flóabandalagið að forsvarsmenn þeirra félaga sem að því standa treystu sér ekki í samningavið- ræður við atvinnurekendur und- ir þinni stjóm. Hvað segir þú um þetta? „En það kemur að því að ég hœtti og ég hef fengist við ýmislegt. Ég er lœrður húsasmiður, ég er vanur sjómaður, vanur verkamanna- vinnu, ágœtur í saltfiski og að flaka.‘( „Ja, ég hefði betur heyrt þetta frá þeim sjálfum. Annars hef ég hvergi heyrt þetta, en sá þetta á einum stað í blaði einhvers staðar. En eng- inn þeirra hefur sagt neitt af þess- um toga við mig.“ - Einn af forustumönnum verkalýðsfélags á landsbyggðinni, sem er innan Verkamannasam- bandsins, hefur sagt að forystu- menn innan verkalýðshreyfingar- innar séu margir búnir að vera þama allt of lengi. Þeir séu jafn- vel famir að líta á sig sem smá- kónga sem vilji ekki og geti ekki unnið imdir stjóm annarra og með öðmm. Getur þú skrifað upp á þetta? „Nei, þetta er of einfóld skýring hjá Valdimar Guðmannssyni. Alls staðar þegar komið hefur upp ágreiningur, hvort sem það hefur verið innan Alþýðusambandsins eða Verkamannasambandsins, hefur hann verið um skipulagsmál ef hann hefur snúið að Alþýðusam- bandinu og þar spilar forustan ná- kvæmlega ekkert inn i. Þetta er byggt á ákvörðunum og samþykkt- um sem hafa verið gerðar og snýst m.a. um löggildingu starfa. En auð- vitað er það þannig að þegar á reyn- ir og baklandið vill hafa hlutina á ákveðinn hátt, þá erum það við í forustunni sem höldum hlutunum til streitu. En ég get fullyrt að ég er ekki í persónulegum ágreiningi við neinn formann annars landssam- bands og ég kannast ekki við að það sé þannig hjá öðrum, þetta er því of einföld skýring. Hitt er annað mál að það má alltaf velta fyrir hversu lengi menn eigi að vera í svona störfum." - Heldur þú að það myndi breyta miklu ef þið stæðuð upp núna sem hafið verið mest í sviðsljósinu og værir þú tilbúinn til þess ef það myndi leysa hnút- inn? „Já, ég væri tilbúinn til þess bara strax eftir hádegi, það væri meira en velkomið?" - Hvemig var innkoma þín í fomstusveit Verkamannasam- bandsins á sínum tfma? „Ég var formaður Verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Homafirði og reikna með að það félagið hafi verið sæmilega á sig komið. Þess var svo farið á leit við mig að ég yrði gjaldkeri Verkamannasam- bandsins og það varð úr, eftir kosn- ingu milli mín og ágæts félaga úr Vestmannaeyjum, Jóns Kjartansson- ar, og ég vann. Síðan var aftur kos- ið á milli mín og Jóns þegar ég varð formaður fyrir 9 eða 10 árum.“ - Nú hefur komið upp klofning- ur áður innan Verkamannasam- bandsins þegar komið hefur að kjarasamningaviðræðum og Flóa- félögin hafa farið fram sér. Tak- ist að ná mönnum saman eftir það sem nú hefur gerst, hvað er þá hægt að gera til aö koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, t.d. árið 2003? „Það er einfaldlega að fólk hugsi sem verkalýðshreyfing, hreyfingin er byggð upp með þeim hætti. Verkalýðshreyfmg hvar sem er í heiminum byggist á ákveðinni hug- myndafræði, þeirri að menn séu sterkari saman og það hefur ekkert breyst. Þama eru menn innan sömu starfsgreina að reyna að leysa mál og þetta á að byggjast á því.“ - Þú hefur sagt samning at- vinnurekenda og Flóabandalags- manna sem var undirritaður í vikunni lélegan. „Ég hef bara ekki haft þau orð um hann að hann sé lélegur, það er ekki rétt. Hitt er annað mál að það er mín skoðun, og hún er alveg bjargfóst, að hefðu allir verið saman við kjarasamningsgerðina hefði fengist meira út úr þessu. En það ber að hafa í huga að það var farið fram með mismunandi kröfur. Það verður líka aö taka það fram að Flóabandalagsmenn voru búnir að segja sig frá öllum störfum og stöð- um sem þeir höfðu verið kosnir til innan Verkamannasambandsins. Ég var svo beðinn um að vera í for- svari fyrir hin félögin og varð auð- vitað við því.“ Nafn: Björn Grétar Sveinsson Staða: Formaður Verkamannasambandsins Efni: Klofningur innan verkalýðshreyfingarinnar - Þú ert að segja að atburðir síðustu daga hafi að einhverju leyti dregið kjarkinn úr fólki? „Ég hef orðið var við mjög mikla reiði frá fólki sem segist vera til í allt og svo segja aðrir að við mun- um ekki ná lengra. Þama skiptir í tvö hom.“ - Þegar ég heyrði gagnrýni á þig í haust heyrði ég einnig þá gagnrýni á þig að þú værir lltill áróðursmaður og ekki allt of gef- inn fyrir fjölmiðlana. Er þetta ekki „fötlun“ fyrir formann VMSÍ ef rétt er? „Maður er sjaldan dómari í eigin máli en ég lærði snemma sögtma úlfur, úlfur!“ - Hvað myndi taka við létir þú af starfi formanns Verkamanna- sambandsins núna, hvað ert þú menntaður? „Ég er nú ekki að hætta i dag, en ef ég myndi hætta held ég að ég myndi byrja á því að fá mér frí. En það kemur að því að ég hætti og ég hef fengist við ýmislegt. Ég er lærð- ur húsasmiður, ég er vanur sjómað- ur, vanur verkamannavinnu, ágæt- ur í saltfiski og að flaka. Ég er al- inn upp við sjávarsíðuna og get eitt og annað, m.a. rifið kjaft ef því er að skipta.“ - Er starf formanns Verka- mannasambandsins erfitt? „Ég held ég þurfi varla að svara þessu.“ - Hefur þú tekið þessa hluti persónulega sem hafa verið að gerast, tekur þú vandamálin með þér heim úr vinnunni á kvöldin? „Já, ég geri það, ég get ekki skilið þau eftir á skrifstofunni.“ Aðeins í lokin, það hefur verið talaö um elda innan Verka- mannasambandsins sem þurfi að slökkva, hver á að gera það eða hverjir? „Þeir sem kveiktu þá, og svo er farið að leita að brennuvörgunum." - Kröfur ykkar og Flóabanda- lagsins eru gjörólíkar, er ekki óeðlilegt þegar koma fram svona gjörsamlega misvísandi kröfur? „Jú, það er það. Það hefur verið talað um það að menn vinni sína heimavinnu, og félögin úti á landi gerðu það svo sannarlega. Ég held að það hafi sjaldan verið unnið ann- að eins, og það eru lagðar fram félagslegar kröfur en ekki hagfræði- legar.“ - Er nokkin möguleiki að þið náið einliverju fram sem þeim tókst ekki? „Það er engin leið að svara því. En það væri rangt af mér að halda Gylfi Kristjánsson blaðamaður því frcun að það sem gerst hefur breyti ekki stöðunni. Þetta dregur kjarkinn úr fólki til að berjast fyrir hlutunum en ég vona að viö getum barist fyrir einhverju meira. Þegar ég skoða kostnað atvinnurekenda við þann samning sem gerður hefur verið til tæplega fjögurra ára þá hef ég vissar áhyggjur, svo ekki sé meira sagt.“ - Kjarkur fólks hefur minnkað, óttastu ekki að fólkið hafni því að fara í verkfall og er það ekki ábyrgðarhluti að etja því út í slíkar aðgerðir við þessi skilyrði? „Verkföll eru ekkert spaug, allra síst fyrir fólkið á lægstu laununum. Ég heyri misjafna tóna frá fólki um þetta, og get bara ekki spáð um framhaldið. En við munum fara eftir niðurstöðunum frá fólkinu alveg eins og við gerðum að meðal- tali við kröfugerðina. Það er fólkið sem vísar okkur veginn." ___________jHÖmsjón: Haukur L. Hauksson netfang: sandkorn@ff.is 24 þúsund kok Kristján Gunn- arsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Kefla- víkur, sagði eitt- hvað á þá leið í sjónvarpinu í fyrrakvöld að Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verka- mannasambandsins, mundi örugg- lega koma auga á sitthvað sem væri gott við nýja kjarasamninga Flóabandalagsins og Samtaka at- vinnulífsins. Hann mundi örugg- lega gleypa þá á endanum. Var því bætt við að kokið á Bimi Grétari væri nógu stórt til að það gæti gerst. Hins vegar eigi eftir að sjá hvort samningamir fari ofan í kokið á 24 þúsund félagsmönnum Flóabandalagsins eða hvort þeir kúgist... Ökuþórar Meðal íþróttaunnenda og nokkurra • antisportista er töluvert rætt um nýja búninga Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur sem afhjúpa á einhvern tím- ann á næstunni. Búningarnir eru hannaðir af íþróttavörurisanum Reebok sem mun að sögn hafa stuðst við sögu og hefðir vesturbæjarliðsins í sinni hönnun. En hvað sem sögu og hefð- um líður þá hafa menn mestan áhuga á því hvernig nýi búningur- inn muni líta út. Sögur um tvöföld- un randanna hafa þegar sést á þessum vettvangi en einhvers stað- ar heyrðist því líka hvíslað að bún- ingarnir yrðu þverröndóttir og rauðum lit bætt við. Þær sögusagn- ir hafa farið þversum í suma gam- algróna KR-inga sem munu vera á móti öllum breytingum. Segir sag- an að ef mótmæli þeirra verði mjög hávær megi alltaf hafa rendurnar bæði langsum og þversum svo úr verði eins konar kappaksturs- treyja... GSP flytur Almannatengsla- fyrirtæki Gunnars Steins Pálssonar, GSP-almanna- tengsl, sem var ný- lega sameinaö öðru fyrirtæki, Gæðamiðlun, er að flytja í hjarta Reykjavíkur. Þar mun GSP taka á leigu 1500 fermetra húsnæði á annarri og þriðju hæð Pósthússins við Pósthússtræti 5. Gunnar stofnaði fyrirtækið fyrir fáum árum og ætlaði upphaflega að vera eini starfsmaðurinn eins og nafnið bendir reyndar til. En í nýju húsnæði verður pláss fyrir 100 starfsmenn sem veitir, að sögn, ekki af. Af Póstinum er það hins vegar að frétta að hann flytur upp á Höfða með haustinu... Á uppleið Benedikt Jó- hannesson, aðal- eigandi Talna- könnunar, sem m.a. gefur út Frjálsa verslun, er maður á upp- leið. í gær flutti hann ræðu sem formaður stjórn- ar Skeljungs og í síðustu viku tók hann sæti Hjalta Geirs Kristjáns- sonar í stjórn Eimskips. Kunnugir halda þvi fram að fráleitt sjái fyrir endann á frama Benedikts í ís- lensku viðskiptalífi. Er því jafnvel haldiö fram að í honum sjái stjórn- endur Eimskips mögulegan arftaka Harðar Sigurgestssonar í stóli forstjóra. Einhver bið kann þó að verða á þeirri innáskiptingu þar sem Hörður er ekki nema rúmlega sextugur og fullur orku...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.