Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 9
MIÐVKUDAGUR 15. MARS 2000 9 I>V Fréttir 269 milljónir til nýsköpunar í landbúnaði: Bændur latir að sækja um - eru í eðli sínu mjög hógværir, segir formaður framleiðnisjóðs Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hefur 269 milljónir króna til að styrkja bændur til nýsköpunar á jörðum þeirra í ár. Á búnaðar- þingi kom fram að bændur væru latir að bera sig eftir þessari björg. Bjarni Guðmundsson, formaður framleiðnisjóðs, segir að stærstu verkefni sjóðsins séu annars vegar að styrkja bændur með stofnfram- lögum til nýsköpunar á bújörðum þeirra og hins vegar að stuðla að þróunarverkefnum og rannsókn- um í þágu búgreinanna, verkefn- um sem 'geta skapað nýja markaði ellegar styrkja þá sem fyrir eru Sögusagnir um sölu Stálskipa ehf.: Erum ekki að selja - enn í matador, segir Ágúst Sigurðsson Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að hjónin Ágúst Sigurðsson og Guðrún Helga Lárusdóttir séu að selja útgerðarfyrirtæki sitt Stálskip ehf. í Hafnarfirði. Ýmsir kaupendur hafa verið tilnefndir, m.a. Þorsteinn Vilhelmsson frá Akureyri og Ásgeir Guðbjartsson á ísafirði. Ágúst Sigurðsson segir ekkert slíkt á döfmni. „Við erum ekkert að selja. Þessi saga kemur upp einu sinni til tvisvar í mánuði. Það eru áreiðanlega einhverjir verðbréfasalar að koma þessu á kreik til að tosa upp markaðs- veröið. Það er heldur ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn Vilhelmsson er nefndur í þessu sambandi. Við vorum einu sinni bendluð við HB og þá hækkuðu hlutabréfm um 27%,“ sagði Ásgeir og ítrekaði að þau væru ekkert á þeim buxunum að selja. „Við erum enn að leika okkur í þessum matador. Það gengur ljómandi vel á meðan maður hefur kvóta. Við eriun nú með tvö skip en erum búin að selja hnu- bátinn.“ Ásgeir Guðbjartsson á ísafirði, eða Geiri á Guggunni eins og flestir þekkja hann, hefur líka verið nefndur varðandi hugsanleg kaup á Stálskip- um. Sagan segir að þar yrði um sam- Ágúst Sigurðsson og Guðrún Helga Lárusdóttir Eru ekkert á þeim buxunum aö selja útgerö sína Stálskip ehf. vinnu hans og Þorsteins að ræða og útgerðin flutt vestur þar sem Þor- steinn er þegar búinn að setja umtals- verða fjármuni í útgerð og vinnslu. „Nei, Guð hjálpi þér. Ég á ekki svo mikið af peningum," sagði Ásgeir. „Þetta hefur ekkert komið til tals en ég veit ekki hvort Steini er að spá í þetta. Maður sem kominn er á áttræð- isaldur fer nú ekki að byija upp á nýtt,“ sagði Geiri Bjartar. - Ekki náð- ist í Þorstein Vilhelmsson. -HKr Bjarni Guðmundsson, formaður framleiðnisjóðs Veriö er aö vinna aö mjög merkileg- um þróunarverkefnum." með betri vöru. „Við tökum þátt í framkvæmd allstórra rannsóknar- verkefna með Rannsóknarráði ís- lands, eða Tæknisjóði. Þetta eru fjármunir sem eru allstór hluti af heildarráðstöfnunarfé okkar. Síð- an erum við bakhjarlinn á bak við endurmenntun bænda sem á tólfta hundrað manns tóku þátt í á sið- asta ári. Þetta er um þriðjungur af öllum bændum á landinu sem með einum eða öðrum hætti tóku þátt í endurmenntun. Bændur eru hógværir - Það kom fram í máli manna á búnaðarþingi að bændur væru frekar latir að skila inn greinar- góðum umsóknum og að sækja um fé til þróunarverkefna, er það raunin? „Já, það er mitt mat að í eðli sínu séu bændur mjög hógværir. Þá er greinin mjög íhaldssöm, en ég vil nefna það í góðri merkingu. Hún á eftir að vakna enn betur við það mikla afl sem hún á núna í ýmsu rannsóknarstarfi sem verið er að vinna. Ég vek t.d. athygli á að á sviði matvæla, landgræðslu og skógræktar er verið að vinna að mjög merkilegum þróunarverk- efnum. Þar taka um fjögur til fimm hundruð bændur þátt í verk- efninu „Bændur græða landið“. Obbinn af þeim eru sauðfjárbænd- ur sem vantar viðfangsefni núna. Það er m.a. vegna samdráttar við markafurðirnar og offramleiðslu. Þar sjáum við þessa breytingu í at- vinnu sem ég lít svo á að sé veiga- mikið hlutverk Framleiðnisjóðs að aðstoða þá við,“ segir Bjarni Guð- mundsson. -HKr. Fyrir lifandi fólk, eins og þig? Líttu við og þú finnur þaó sem hentar þér. HÚ5GAGNAHÖLLIN Nestlé Build-Up er bragðgóður drykkur Nestlé sem inniheldur 1/3 af ráðlögðum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku súkkulaöi • Build-Up fyrir alla Góð aðferð til þess að auka neyslu vítamína og sfeinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Build-Up á meögöngu og meö barn á brjósti Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til þess að ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eða heita mjólk eða ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan drykk stútfullan af næringarefnum Upplýsingar um næringarinnihald: í 38 gr. bréfi blönduðu í 284 ml. af mjólk % af RDS Orka kj 1395 kcal 330 Prótín g 18,0 Kolvetni g 37,1 þar af sykur g 36,5 Fita g 12.4 þar af mettuð g 7,5 Trefjar g 0,6 Natríum g 0,4 Kalíum mg 810 Vítamín A-vítamín M9 300,0 38% B1-vftamín mg 0,6 43% B2-vítamin mg 1,0 63% B6-vítamín mg 0,9 45% B12-vftamín M9 1,7 170% C-vítamín mg 23,0 38% D-vítamín M9 1,8 36% E-v(tamín mg 3,3 33% Bíótín mg 0,06 40% Fólin M9 84,0 42% Níasín mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Steinefni Kalk mg 607,0 76% Joð M9 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Dæmn uirp hvaiö mtaimin og stemefniii gera íyriir þiig A-vnftamíini Mnuðnynlsgt iil vnxtnr oq viðhnltlr. vníjn, viðhalclur mýlst oq hsilbriqði hðrunds. Vnr r.límhúð í munni, nníi, h-ilr.i oq lunqum. Eyltur viðnnm qnqn r.ýliinqum oq hælir r.jóninn. Hjnlnnr við myntlun bsinn. (rlíbóílnvin) Hjnlpnr við nð nýtn orltunn í fmðu, h|nlpnr við mynciun mótsfnn oq rnuðrn hlóðltornn. Mnuðr.ynlsqt til nð viðhnltla horuntli, nóqlum, hnri oq qóðri njón. INInacnim Mínr.in-vitnmin E13) Bsstir blóðrnr.inn oq læliltnr Uólsr.tról i blóðl. Viðhaitlur tnuqnUsrfinu, laiUUnr hn.nn hlóðbrýntlnq, hjálpnr við msltlnpu oq r.tuðlnr nð hsilbriqði húðnr. Znnnk íiljöti miliilvmqt fyrir ónssmlr.Usrfið, flýtir fyrir að r.nr qrói oq sr mlliilvmqt fyrlr ntöðuqlslUn blóðr.inn. Vlðhsltlur nlUnlins jnfnvisqi liUnmnnn. • bragölaus jarðaberja v a n i I I u b a n a n a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.