Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 14
14
MIÐVKUDAGUR 15. MARS 2000
Skoðun
Vanþróuð viðskipti á
hlutabréfamarkaði
Spurning dagsins
Ætlarðu á Kristnihátíð
á Þingvöllum?
Björn Stefánsson nemi:
Glætan, ekki séns.
Sigrún Jakobsdóttir sölumaður:
Ég ætla aö koma þar, já, en ekki
til aö gista.
Anna María Jóhannesdóttir nemi:
Nei.
Einar Eðvarð Steinþórsson, 12 ára:
Ætta ég hvað? Ég veit ekki einu
sinni hvaö þaö er.
Andri Rúnar Gunnarsson, 12 ára:
Nei, ég veit ekki hvaö þaö er.
Viggó Júlíusson, 12 ára:
Örugglega ekki.
Pétur G. Jónsson
skrífar:
Mér hefur fundist hlutabréfa-
markaðurinn hér vera með undar-
legra móti, miðað við það sem ég
hef kynnst í nágrannalöndunum,
þ.á.m. í Þýskalandi. Hér virðist allt
á fleygiferð alla daga, alla vikuna og
sérstakar fréttir sagðar af kaup og
sölu bréfa i helstu fyrirtækjunum.
Og loks hve mikið „úrvalsvísitalan“
hefur lækkað eða hækkað. - Venju-
lega hækkar hún og það þykir allra
best. Hvílík fjarstæða er þetta eigin-
lega í viðskiptunum hér?
Það síðasta sem maður les um
núna er að deCode genetics, móður-
félag íslenskrar erfðagreiningar,
hefur sent eða er í þann veginn að
senda hluthöfunum bréf þar sem
greint er frá því að lokað verði fyr-
ir viðskipti með bréf í félaginu hér
á íslandi í um 6 mánuði eftir skrán-
ingu félagsins á ameríska hluta-
í beinu fram-
haldi af pistli min-
um í gær um jarð-
göng og örlög Aust-
urlands sem kunna
að ráðast af þeim
framkvæmdum er
eftirfarandi við-
bætir.
Það skal engan
undra að Halldór
Blöndal, Árni
Johnsen, Hjörleifur Guttormsson
svo og þingmenn Reykjavíkur reyni
án nokkurs tilefhis að streitast á
móti öllum samgöngubótum í formi
jarðganga á landsbyggðinni. Verði
ráðist í framkvæmdir við Fljótsdals-
virkjun og byggingu álvers á Reyð-
„Besta lausnin fyrir dl-
menning hér er að kaupa
ríkistryggð bréf eða eigna-
skattsfrjáls bréf og geyma
þau. Geyma þau og geyma
ef nokkur möguleiki er. “
bréfamarkaðinum. Þetta finnst mér
athygli vert og til eftirbreytni. Mér
finnst að fleiri íslensk fyrirtæki
ættu að fara að dæmi ÍE og a.m.k.
hvetja hlutabréfaeigendur til að
halda í bréf sín í von um hagnað í
lok næsta árs.
Auðvitað getur enginn bannað
hlutabréfaeigendum að selja sín
bréf úr því á annað borð er kominn
hér hlutabréfamarkaður. Það er
hins vegar hætt við að bréf þessi,
mörg hver, missi gildi sitt ef mikil
hreyfing er á þeim og fyrirtækin
„Verði ráðist í framkvœmd-
ir við Fljótsdalsvirkjun og
byggingu álvers á Reyðar-
firði hlýtur lika að þurfa
að bjóða út jarðgangagerð í
Fjarðabyggð, undir Hellis-
heiði og jafnvel Almanna-
skarði..."
arfirði hlýtur líka að þurfa að bjóða
út jarðgangagerð i Fjarðarbyggð,
undir Hellisheiði og jafnvel Al-
mannaskarði, því ekki er alltaf
hægt að treysta á snjómokstur báð-
um megin upp að Oddsskarðsgöng-
líði fyrir. Sannleikurinn er náttúr-
lega sá, að menn eru að líta til hagn-
aðar af bréfum sínum og vilja selja
þegar þeim sýnist ekki verði meiri
hækkun í bili.
Þetta er þó meira og minna eftir-
sókn eftir vindi. Það eru ekki nema
örfá fyrirtæki hér á landi sem eftir-
sóknarvert er að eiga hlutabréf í. Og
það er því að æra óstöðugan að ólm-
ast með þessi blessuð bréf fram og
til baka - nema auövitað fyrir þá
sem „verða“ að selja. Bara til að
bjarga sér með rekstrarfé, jafnvel til
heimilisreksturs! Það er slæmt þeg-
ar svo er komið. En viö hverju er að
búast hér í verðbólgunni og spenn-
unni? Besta lausnin fyrir almenn-
ing hér er að kaupa ríkistryggð bréf
eða eignaskattsfrjáls bréf og geyma
þau. Geyma þau og geyma ef nokk-
ur möguleiki er. - Þetta er nú mín
spá fyrir „alþjóðahlutabréfamarkað-
inn“ á íslandi.
unum sem standa 400-500 metrum
hærra en Vestfjarðagöngin sem
ekki ná 200 m yfir sjó.
Vilji einhverjir klúðra öllum
þessum áformum, eins og fram-
kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun og
byggingu álvers á Reyðarfirði, og
sjá þess í stað allt Austurland fá
sömu örlög og byggðirnar norðan
Isaijarðardjúps þá er mér enginn
hlátur i hug. Slíkir menn geta
a.m.k.ekki krafist þess að fasteignir
á landsbyggðinni seljist á 10-15
milljónir króna eða meira. Þau
vinnubrögð kæmu niður á fyrirhug-
uðum samgöngubótum á Austur-
landi og myndu flýta fyrir áfram-
haldandi fólksflutningum inn á höf-
uðborgarsvæðið.
Varaformennska
í Samfylkingu
Ólafur Jóhannsson skrifar:
Það er mikið
fabúlerað um for-
mannsefni Sam-
fylkingarinnar
undir nýju heiti.
Nú liggur fyrir
meira og minna að
Össur fái ekki
marktæka sam-
keppni í formann-
inn. Hann verður
að teljast til
þeirrra sem til-
heyra allaböllum
og ekkert slæmt
um það. En það varaformannsefnið
sem mér finnst mikilvægt að kratar
hreppi. Þar finnst mér Jóhanna Sig-
urðardóttir sé besti kosturinn úr
því sem komið er. Verði það ekki að
veruleika er verulega illa komið fyr-
ir nýrri Samfylkingu. Ég er undr-
andi á að ekki skuli vera spáð í
framvindu og baráttu um varafor-
manninn meira en raun ber vitni.
Gamlar fundar-
gerðir fræðsluráðs
Alfreð skrifar:
• Ég varð ekki lítið hissa þegar ég
fór á vefsíðu Reykjavíkurborgar ný-
lega til að fá upplýsingar úr fundar-
gerð fræðsluráðs. Þegar ég kom inn
á vefsíðuna með fundargerðunum
reyndist sú nýjasta frá því í apríl
1999, eða tæplega eins árs gömul.
Þama stóð líka skýrum stöfum að
vefsíðan hefði síðast verið uppfærð
26. apríl 1999. Þetta finnst mér nú
ekki nútímaleg vinnubrögð hjá op-
inberum aðila, ekki síst með það í
huga að skólarekstur er dýrasti út-
gjaldaliður borgarinnar. Borgarbú-
ar og foreldrar eiga lágmarkskröfu
á að geta fylgst með hvað verið er að
gera hjá fræðsluyfirvöldum.
Flóabandalagið semur
Bréfritari er verulega kvíöinn vegna
klofnings frá VMSÍ.
Flóabandalag
í fenið?
VerkamaSur sendi þennan pistil:
Ég hef áhyggjur af klofningi þeim
sem forusta Flóabandalagsins hefur
stuðlað að. Ég er raunar mjög undr-
andi hve forusta sama bandalags
tekur fljótt við sér og undirritar allt
sem að henni er rétt af ríkisstjórn-
inni gegnum samtök vinnuveitenda
(hverra ég man ekki hvað heita
lengur). Ekki furðaði mig þótt ein-
hver brögð væru í tafli og forusta
Flóabandalagsins væri komin í fen-
ið eins og gerðist á árum áður þeg-
ar forystumenn verkamanna þáðu
boðsferðir vítt og breitt um heiminn
eftir langa og stranga samningalotu.
Ég endurtek; ég er verulega kvíðinn
vegna klofnings Flóabandalagsins
frá VMSÍ.
Leiðrétting við
lesendabréf
Þau leiðu mistök áttu sér stað í
lesendadálki DV þriðjud. 7. mars,
um olíumál, að mynd af Magnúsi
Sigurðssyni birtist með bréflnu.
Myndin var ekki af þeim er bréfið
ritaði. Er Magnús, sá er myndin
birtist af, beðinn velvirðingar á mis-
tökunum.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is.
Eöa sent bréf tll: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Dagfari
Góðar fréttir
Línan fyrir komandi kjarasamninga er
sögð lögð i nýgerðum kjarasamningum Flóa-
bandalagsins og Samtökum atvinnulífsins.
Þar er samið um tæplega 13% launahækkun
næstu þrjú ár og breytingar á skattkerfinu
fylgja sem bónus frá ríkisstjóminni. Samn-
ingsaðilamir em sammála um að forsendur
þess að samningarnir haldi séu að verðbólga
fari minnkandi. Annars stefni allt í óefni og
fjandinn verði laus.
Farið hefur verið með þessa samninga
sem stórmál, ekki sist þar sem þeir eru tald-
ir stefnumarkandi fyrir komandi samninga-
gerð. Reynslan sýnir hins vegar að þeim sem
á eftir koma tekst yfirleitt að krækja í eitt-
hvað meira en hinum sem plægðu samninga-
akurinn sveittir og þreyttir. Og þegar upp er
staðið eru fyrstu samningamir yflrleitt töluvert
langt á eftir þeim siðustu að gæðum. Það er
náttúrlega stórmál og fátt sem bendir til annars
en að blaðran springi, forsendurnar fari fjand-
ans til og allt verði vitlaust á ný.
Þó að 24 þúsund manns samþykki nýgerða
samninga og önnur stéttarfélög fylgi fast á eftir í
sömu förum er reyndin sú að kjarasamningarnir
einir og sér hafa lítið að segja um þyngdina á
launaumslagi velflestra. Stór hluti launþega og
Stór hluti launþega og verksala semur
sjálfur um sín kjör á teppafundum í
fyrirtœkjum og stofnunum. Þar gilda
umfram allt lögmálin um framboð og
eftirspurn, um getu og hœfileika þess
sem vill selja vinnu sína.
verksala semur sjálfur um sín kjör á teppafund-
um í fyrirtækjum og stofnunum. Þar gilda engar
allsherjarviðmiðanir sem aftur taka mið af
þróun efnahagslífsins, verðbólgu eða öðrum
fyrirbærum. Þar gilda umfram allt lögmálin
um framboð og eftirspurn, um getu og hæfi-
leika þess sem vill selja vinnu sína og áhuga
þess sem kaupir þá vinnu. Og á aðalfundum
er starfsmönnum umbunað fyrir vel unnin
störf með launaaukum, bónusum og hluta-
bréfum. Sérákvæða njóta síðan allir.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, þar sem
starfsmenn fá afkomutengda umbun í launa-
umslagið, hefur lagt mat á samkomulag
Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins
og telur það ekki gefa tilefni til að verðstöð-
ugleika verði ógnað. Þvert á móti megi ætla
að niðurstaðan auki á bjartsýni um áfram-
haldandi hagsæld í landinu með lága verðbólgu.
Það eru í sjálfu sér góðar fréttir fyrir þá sem
samið var fyrir í liðinni viku en enn þá betri
fréttir fyrir þá sem fá afkomutengda launaauka
á þessum síðustu og bestu aðalfundartímum og
þá sem semja um kaup og kjör á teppinu. Það er
deginum ljósara að atvinnurekendur geta ekki
teygt sig lengra varðandi þann kostnað sem ver-
ið er að leggja á atvinnureksturinn með nýgerð-
um samningum. _ n ,
Öryggi fyrir íbúa Fjarðabyggðar
Guðmundur
Karl Jónssson
skrifar:
Jóhanna Sigurð-
ardóttir alþm.
- Besti kostur-
inn í varafor-
manninn.