Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2000, Blaðsíða 4
4
MIÐVKUDAGUR 15. MARS 2000
Fréttir
DV
Grand Rokk enn á tveggja ára skilorði:
Borgarráð stað-
festi áminningu
- á grundvelli hávaðamælinga heilbrigðiseftirlits
Borgarráð staðfesti í gær áminn-
ingu sem veitt hafði verið eigendum
veitingastaðarins Grand Rokk vegna
hávaða og afskipta lögreglu af staðn-
um. Borgaryfirvöld höfðu ákveðið að
endurskoða áminninguna sem þau
veittu veitingastaðnum þar sem
skýrsla aðstoðaryfirlögregluþjóns um
afskipti lögreglu af staðnum þótti gefa
aðra mynd en dagbókarfærslur lög-
reglunnar vegna sömu atburða. Einnig
höfðu eigendur Grand Rokk gert at-
hugasemdir við hávaðamælingar Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur á staðnum.
Þær sýndu hávaða yfír leyfilegum
Aminning á Grand Rokk staðfest í borgarráði
Áminningin er á grundvelli hávaöamæiinga á staönum.
mörkum. Fóru eig-
endumir fram á að
áminningin, sem
veitt var til tveggja
ára, yrði endur-
skoðuð með tilliti
til þessara tveggja
atriða.
Að sögn Krist-
bjargar Stephen-
sen, fulltrúa borg-
arstjómar, reynd-
ist það rétt, að lög-
reglan hefði ekki
staðfest kvartanir.
Útskýringar á því hefði verið þær að
vegna forgangsröðunar lögreglu lentu
slík mál um helgar það aftarlega að oft
væra ólæti hugsanlega yfirstaðin þeg-
ar hún kæmi á staðinn. „Það er skilj-
anleg afstaða, þeir hljóta að sinna al-
varlegri málum fyrst,“ sagði Krist-
björg. „En áminningin stendur vegna
þess að hávaðamælingamar standast.
Þær era nægt tilefni til áminningar.
Það var mat mitt eftir að hafa farið yfir
þetta, sem borgarrráð féllst á, að kvart-
anir til lögreglu, styrktu bara ákvörð-
un borgarráðs um að veita áminningu,
þótt óstaðfestar væra.“ -JSS
Sjálfsbjörg:
Mótmælir ummælum Davíðs
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem félagið mótmælir
þeim ummælum Daviðs Oddssonar
forsætisráðherra í síðustu viku að
peningar samtaka öryrkja hafi ver-
ið notaðir til aö birta áróðursaug-
lýsingar, augljóslega tengdar Sam-
fylkingunni. Umræddar auglýsingar
hafi verið samþykktar af lýðræðis-
lega kosinni framkvæmdastjórn
ÖBÍ og birtar til að skapa umræðu
um kjör öryrkja. Auglýsingarnar
hafi enda haft þau áhrif að nokkuð
góð umræða var um kjör öryrkja
fyrir kosningamar. í fréttatilkynn-
ingunni segir að Sjálfsbjörg geti
ekki tekið undir þá skoðun að einn
stjórnmálaflokkur hafi meiri ítök
en aðrir innan ÖBÍ og óhætt sé að
fullyröa að flestir, ef ekki allir ís-
lenskir stjómmálaflokkar, eigi sína
fulltrúa innan aðildarfélaga ÖBÍ og
í stjóm þess.
Sjálfsbjörg telur það ekki hlut-
verk forsætisráðherra né annarra
stjómmálamanna að hlutast til um
hvernig samtök öryrkja og fatlaöra
eyöa sínum fjármunum nema það
varði við lög, tengist ekki hagsmun-
um öryrkja eða misbjóði á annan
hátt siðferðiskennd almennings. Fé-
lagið óskar þess að umræðan um
Er von á Davíð?
Garöar Sverrisson, framkvæmdastjóri ÖBÍ, kíkir eftir mannaferöum á fundi Sjálfsbjargar í gær.
kjör öryrkja verði tekin af því per-
sónulega plani sem hún hafi verið á
og alþingismenn og hagsmunasam-
tök öryrkja snúi sér að því aö ræða
í fullri alvöru hvemig bæta megi
kjör öryrkja. -hdm
Sjálfstætt
fyrirtæki um
raforkuflutn-
inga
Nefnd á vegum
iðnaðarráðherra
hefur lagt til að
stofhað verði sjálf-
stætt fyrirtæki
sem sjái um flutn-
ing raforku og
verði í eigu orku-
veitnanna. Þær
leggi til eignir
hins nýja fyrir-
tækis en hvað
stjórnun varðar verður það aðskilið.
Fyrirhugað er að hið nýja fyrirtæki
verði stofnað á næsta ári en hefji
starfsemi í byrjun árs 2002. Þessi nið-
urstaða nefndarinnar var kynnt á
blaðamannafundi í gær. Á kynning-
unni i gær var lagt til að fyrirtækið
myndi heita íslandsnet en það var
leiðrétt síðar um daginn eftir að í ljós
kom að nú þegar er til fyrirtæki sem
ber það nafn.
Til að byija með er lagt til að fyrir-
tækið taki alla vega til flutningskerf-
is Landsvirkjunar og lína er tengja
Nesjavelli og Svartsengi við það. Með
því yrðu helstu virkjanirnar tengdar
netinu og myndi það tryggja jafnræði
þessara vinnsluaðila á markaði, en í
framtíðinni verður aðveitukerfið
skoðað. I tillögum nefndarinnar er
gert ráð fyrir breytingum á skipulagi
Landsvirkjunar, stjómun flutnings,
vinnslu og annarra þátta verði aðskil-
in. Segir að á undanfórnum árum
hafi skipulagi raforkumála verið um-
bylt í flestum nágrannalöndunum til
að auka samkeppni. „Meginmarkmið
slíkra breytinga er að stuðla að hag-
kvæmri nýtingu orkulindanna til
hagsbóta fyrir alla landsmenn.“-hdm
Björgunar- og
öryggismál
gagnrýnd
Áhafnir allra þeirra skipa sem
skoðuð voru í úttekt á björgunar- og
öryggismálum um borð í skipum
með leyfi til fólksflutninga þurfa á
meiri þjálfun að halda hvað varðar
öryggisstjómun og meðferð og varð-
veislu björgunartækja. Úttektina
gerðu Siglingastofnun og Slysa-
varnaskóli sjómanna að beiðni sam-
gönguráðherra og voru niðurstöður
hennar kynntar á blaðamannafundi
í gær. Ráöherra hefur þegar falið
Vegagerðinni og Siglingastofnun að
bregðast við þessu og skila af sér til-
lögum um aðgerðir fyrir 15. apríl
nk. -hdm
Veörið í kvöld
Sólargangur og sjávarföll
iimp
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 19.30 19.13
Sólarupprás á morgun 07.41 07.27
Síódegisflóð 14.37 19.10
Árdeglsflóö á morgun 03.16 07.49
Skýringar á va&tBtákniun
,ÍTT 10°4—HITI
VINDSTYRKUR
i nxrtrinn á uektindu
-10
N
FROST
HEKJSKÝRT
c> o
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
SKÝJAÐ
Búist er viö súld eöa rigningu um mestallt
land síödegis, einkum þó vestan til. Hlýnandi
veöur, hiti 4 til 9 stig, seint T dag. Sunnan 13-
18 m/s vestan til á landinu en lítið eitt
hægari
austan til í kvöld og nótt. í fyrramálið veröur
SV-átt, 13-18 m/s norðan og vestan til en
hægari suöaustanlands. Rigning vestan til en
skýjað austan. til---------------------------
Færö
Greiðfært en víða hálka
Góð færö er um Suöurnes. Á Hellis-
heiöi og í Þrengslum er snjóföl en vel
fært. Hálkublettir eru á vegum frá
Reykjavík í Borgarnes og áfram þaöan
noröur í land. Hálka er á Holta-
vöröuheiði og víða um land má búast
viö mikilli hálku þegar blotnar í
snjónum og slæmum bremsuskilyrðum.
BYGCT A UPPLYSINCUM FRA VEGAGERÐ RIKISINS
Ö
SKÚRIR
9
PRUMU-
VEÐUR
SIYDDA
SKAF-
RENNINGUR
l?í
SNJÓKOMA
ÞOKA
(ZZlSNJÓR
■IÞUNGFÆRT
■EÓFÆRT
Súld eða rigning
Búist er viö sunnan- og suövestanátt og víöa dálítilli súld eöa rigningu um
vestanvert landið. Þurrt verður að mestu austanlands.
Föstudagur
Vindur: 3 /
8-13 m)r
Hiti 0° til 2'
Laugarda
m
Vindur: O,
13-18 ,vs > )
Hiti 1° til 5° 4 A A
Vestan og suðvestan
8-13 m/s. Dálítll slydduél
vestanlands en
úrkomulaust og viða
bjart veður eystra. Hltl um
eöa rétt yfir frostmarki.
S- og SA-átt, 13-18 m/s
með slyddu eða rigningu
sunnan- og vestanlands,
en úrkomulítið á Norð-
austurlandl og Austflórð-
um. Hlti víðast 1-5 stlg.
Sunnudaj
Vindun /
10*15m^ w
Hiti 0° ti! 4°
Sunnan- og suðvestanátt
og skúrir eða slydduél um
vestanvert landlð, en
norðvestan
og slydduél austanlands.
Hiti 0 tll 4 stlg.
sim.
AKUREYRI
BERGSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
léttskýjaö 0
alskýjaö 0
alskýjaö 0 -2
skýjaö 0
skýjaö 0
alskýjaö -2
rigning 1
rigning og súld 4
BERGEN skýjaö -3
HELSINKI skýjaö -2
KAUPMANNAHÖFN skúr á síö. kls. 2
OSLÖ heiöskírt 0
STOKKHÓLMUR snjókristallar -1
ÞÓRSHÖFN skýjaö 4
ÞRÁNDHEIMUR snjóél á síö. kls. 0
ALGARVE þokumóöa 14
AMSTERDAM léttskýjaö 4
BARCELONA skýjaö 11
BERLÍN skýjað 2
CHICAG0 alskýjaö 7
DUBLIN skýjaö 2
HALIFAX skýjaö 0
FRANKFURT skúr á síö. kls. 3
HAMBORG léttskýjað 2
JAN MAYEN skafrenningur -7
L0ND0N heiöskírt 3
LÚXEMB0RG skúr á síö. kls. 1
MALLORCA þokumóöa 5
MONTREAL léttskýjaö 3
NARSSARSSUAQ snjókoma -1
NEWYORK léttskýjaö 7
ORLANDO
PARÍS léttskýjaö 4
VÍN skýjaö 5
WASHINGTON skýjaö 7
WINNIPEG léttskýjaö -16