Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 7 x>v Fréttir Flóttamannahjálp snýst líka um peninga: Ein og hálf milljón á haus - 37,5 milljónir frá ríkinu fyrir 25 flóttamenn í gerð einangrunaiglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerboigaigler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 Nokkur reynsla er ‘komin á mót- töku flóttamanna víða um land á undanfórnum árum. Fyrir sveitarfé- lög er eftir nokkru að slægjast í þess- um efnum. Innflutt fólk slær á vanda fólksfækkunar á landsbyggðinni og flóttamönnum fylgja líka peningar frá ríkinu. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra „Þetta hefurgengið alveg skínandi vel. “ Segja má að ísfirðingar hafi riðið á vaðið utan höfuðborgarsvæðisins þegar 29 flóttamenn komu þangað 1996. Þótti mikill fengur af komu flóttamannanna vestur í ýmsu tilliti. í kjölfarið kom Hornafjörður, Blönduós, Dalvík, Fjarðabyggð og næst er það væntanlega Siglufiörður. Djordje Tosic, sem flýði til Islands í upphafl stríðsátaka frá Serbíu 1993, taldi í samtali við DV að spyrja mætti spuminga um hvort innflutn- ingur flóttamanna tfl íslands sé ein- göngu sprottinn af manngæsku. Hann veltir því t.d. fyrir sér hvort pólitískt valdatafl Nató-ríkja spili þar ekki talsverða rullu. Einnig hvort ekki sé hreinlega verið með flótta- mannaaðstoð á íslandi að styrkja fallandi byggðir úti á landi. Víst er að sveitarfélög hafa með móttöku flóttafólks getað komið aftur í notkun ónýttu íbúðarhúsnæði. Ýmis annar gróði er þó af komu þessa fólks til landsins sem ekki verður metinn til fiár. Þar hafa menn t.d. nefnt félags- legt gildi og auðgun samfélagsins á reynslu frá öðrum menningarheim- um. - En hvernig hefur þetta starf ann- ars gengið? „Þetta hefur gengið alveg skínandi vel,“ segir Páll Pétursson félagsmála- ráðherra. „Sveitarfélögin hafa gert þetta af mjög mikilli prýði.“ - Hvað kostar þetta? „Við semjum bæði við Rauða krossinn og sveitarfélögin. Kostnað- urinn við hvem einstakling hefur gróft reiknað verið 1.500.000 krónur. Þar af fara 500.000 til RKÍ og 1.000.0000 til viðkomandi sveitarfé- lags. Sveitarfélagið sér um fólkið í eitt ár, húsnæði, fæði og annað. Kennslan lendir síðan að einhverju leyti á RKÍ líka. Síðan fær fólkið vasapeninga. Þegar það er búið að vera hér í eitt ár á það rétt á félags- 363 flóttamönnum á 43 árum Þeim getur fylgt fjárhags- og félagslegur ávinningur fyrir sveitarfélög. aðstoð eins og hverjir aðrir borgarar eða rétt á að flytja sig í annað sveit- arfélag ef það viíl. Rikisborgararrétt getur fólkið svo öðlast eftir sjö ár.“ Flóttamenn, sem ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að bjóða til íslands, þurfa viðurkenningu sem flóttamenn frá Flóttamannastofnun Sameinuðu íslensk sjóefni á Reykjanesi: Eðalsaltframleiðsla í fullum gangi Saltverksmiðja íslenskra sjóefna hf. er mikið mannvirki á Reykjanesi þar sem framleidd eru um 4000 tonn af is- lensku eðalsalti á ári, svokölluðu lágnatríumsalti. Saltið er bæði sett í neytendapakkningar og stærri um- búðir fyrir matvælaframleiðslu. Kanadískur Qárfestir, Nordam In- vestment Ltd., á nú meirihluta í verk- smiðjunni, 67%, og hafa endurbætur á rekstrinum staðið yflr. Nú vinna þarna 12-15 manns en með vorinu stendur til að vinna á vöktum allan sólharhringinn og fiölga þá fólki. Eðalsaltið er framleitt úr 300 gráða heitum jarðsjó. Affallið rennur í gríð- armikið lón sunnan við verksmiðjuna sem kallast Græna lónið meðal starfs- manna vegna grænleitrar slikju sem kemur til af þörungum og kísli. Starfs- menn baða sig ekki í lóninu eins og menn gætu haldið þar sem sjórinn þar er aðeins 12 gráða heitur. Þeir nota hins vegar minna lón nær verksmiðj- unni og láta þar líða úr sér í notaleg- um hita. -hlh . ■ þjóðanna. Ferðast fólk þá á sérstök- um flóttamannapassa sem gefur tak- mörkuð réttindi til ferðalaga. Dæmi eru um að flóttamenn hafi skroppið í heimsókn til gamla heimalandsins á slíkum skilrikjum. „Við lærum betur og betur að takast á við þetta og að jafnaði eru þetta um 20-25 einstaklingar sem hingað koma. Það eru um 4-6 fiöl- skyldur í einu og mjög viðráðanlegt," segir Páll Pétursson sem telur einna mestan feng í barnmörgum fiölskyld- um. -HKr. DV-MYND GVA Græna lónið vlð saltverksmiðjuna / lónið við saltverksmiðju Jslenskra sjóefna hf. rennur affall frá verksmiðjunni sem tekur á sig grænleitan blæ vegna þörunga og kísils. Starfsmenn kalla þetta Græna lónið. Hitinn á vatninu er hins vegar ekki nema 12 gráður og því ekki sérlega notalegt að baða sig í því. • Skart tengl • Fjarstýring • Aukateng! fyrir hátalara • islenskt textavarp Black Nicam • Myndlampi I • 100 stððva mlnnl* Allar aðgerðir á skjá • Skart tengl • Fjarstýring • Aukatengi fyrir hátalara • islenskt textavarp • 29" 100 Hz black Invar skjár • Nlcam 2x20 W magnari Allar aðgerðlr • Textavarp • 2 Scart tengl Heymartór • islenskur lelðarvfslr. skjá • Myndlampl S. • Allar aðgerðlr á skjá • 3 • Super VHS tengl* FJarstýring • Fast text SJ&N 3; 1SÖGU RÍKfirU UMBOÐSMENN Vesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Vestflrðir. Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Austurland: Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. Vélsmiðja hornafjarðar. Suðuriand: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. www.ormsson.is Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.