Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 15
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grnn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjólmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frá haga til maga Skaðlegar eru hugmyndir landbúnaðarráðherra um að færa matvælaeftirlit úr umhverfisráðuneytinu í landbún- aðarráðuneytið, sem er gamalgróin hagsmunagæzlu- stofnun landbúnaðarins og mun sem slík draga fjöður yfir vandamálin og ekki gæta hagsmuna neytenda. Kamfýla og salmonella hafa komið upp í kjördæmi ráð- herrans, af því að embættismenn í landbúnaðargeiranum stóðu sig ekki sem skyldi. Það voru hins vegar vökulir starfsmenn heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sem blésu í aðvörunarlúðra, þegar átti að þagga málin niður. Sveitarstjóri Rangárvallahrepps gagnrýndi þessa emb- ættismenn heilbrigðiseftirlitsins hér í blaðinu í gær og sagðist vilja, að þeir störfuðu í kyrrþey og létu almenning ekki vita af málum, heldur reyndu að koma þeim á fram- færi við rétta málsaðila fyrir luktum dyrum. Skoðanir landbúnaðarráðherrans og sveitarstjórans eru nákvæmar eftirlíkingar af þeim skoðunum, sem hafa sett allt á annan endann í heilbrigðiseftirliti víða um Evrópu. Embættismenn og stjómmálamenn hafa þar reynt að halda leyndum vandræðum á borð við kúariðu. Þegar málin loksins komust upp, varð af stórtjón, af því að menn höfðu glatað trausti á yfirlýsingar embættis- manna og stjómmálamanna. Fólk trúði engu, sem þeir sögðu. Þess vegna trúa menn ekki núna, þegar sömu emb- ættismenn segja erfðabreyttan mat vera í lagi. Reynslan sýnir, að heilbrigðiseftirlit þarf að starfa fyr- ir opnum tjöldum til þess að fólk beri traust til þess. Ef farið er að draga leyndarhjúp yfir vandamálin, meðan þau eru í uppsiglingu, munu svik komast upp um síðir og fólk hætta að trúa yfirlýsingum um, að allt sé í lagi. Landbúnaðarráðuneytið er eindregið sérhagsmuna- ráðuneyti með langa sögu óvildar við neytendur að baki sér og getur aldrei orðið samnefnari fyrir traust milli kerf- is og neytenda. Matvælaeftirlit á vegrnn hlutdrægs land- búnaðarráðuneytis verður haft í flimtingum. Raunar er ekki heldur til fyrirmyndar að hafa matvæla- eftirlitið í sveitarstjómageira umhverfisráðuneytisins. Sveitarstjómir hafa staðbundinna hagsmuna að gæta eins og kom í ljós á Hellu í fyrrasumar og hafa síðan verið ít- rekaðir í málflutningi sveitarstjórans á Hellu. Hella er svo lítið pláss, að það skiptir miklu máli, að góð sala sé í afurðiun fyrirtækis, sem hefur tugi manna í vinnu. Ef salan bregzt vegna ótta neytenda við vömna missa menn atvinnu. Þess vegna vildu ráðamenn á Hellu koma í veg fyrir að kamfýlan kæmist í hámæli. Matvælaeftirlit er fyrst og fremst heilbrigðismál og á heima í heilbrigðisráðuneytinu. Ef komið verður upp samræmdu kerfi matvælaeftirlits „frá haga til maga“ eins og landbúnaðarráðherra hefur orðað það, á að koma því eftirliti fyrir í heilbrigðisgeiranum sjálfum. Við höfum kennslubókardæmin allt í kringum okkur, bæði hér heima og erlendis. Við vitum af dæmum, að sér- hagsmunatengdir aðilar eiga erfitt með að gæta almanna- hagsmuna. Við vitum af dæmum, að eftirlit þarf að starfa fyrir opnum tjöldum, en ekki fyrir luktum dyrum. Á vegum forsætisráðuneytisins hefur nefnd um nýskip- an matvælaeftirlits starfað fyrir luktum dyrum og kynnt ráðherrum sjónarmið sín. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessu ferli, alveg eins og ástæða er til að hafa áhyggjur af yfirlýsingum landbúnaðarráðherra. Matvælaeftirlit mun ekki njóta trausts, fyrr en því verð- ur komið fyrir hjá hagsmunalausum aðilmn í heilbrigðis- geiranum, sem starfa fyrir opnum tjöldum. Jónas Kristjánsson + ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 DV K ______27 Skoðun Frjálshyggja andskotans Verslun á íslandi, hvílíkt eilífðarmál! Ætli nokkur þjóð á kringlu heimsins sé eins háð verslun og við? Og þar sem verslun er jafn mikil dauðans alvara. Öldum saman bjuggu landsmenn við einokunar- verslunina ægilegu þar sem danska kaupmannavaldið hélt okkur i kyrkingargreip sinni. Hörmangaramir sem hirtu afraksturinn af land- inu og létu okkur í staðinn í té lífsmeðulin: tóbak, brennivín og maðkað mjöl. Á verði sem þeir sjálflr tiltóku. Einokun í skjóli einangrunar. Hafið stóra og djúpa girti okkur af frá öðrum þjóð- um og gerði fólunum kleift að fara sínu fram. Lífseigir draugar Þegar síðan sjálfstæðisbaráttan hljóp af stokkunum var hún nánast samstíga baráttunni fyrir verslunar- frelsi: að landsmenn gætu valið við hverja þeir versluðu og á hvaða kjör- um. En draugar fortíðarinnar eru seigir, alltaf skulu þeir híma ekki langt frá gættinni. Á það erum við minnt þessa dag- ana þegar verðkannanir sýna svart á hvítu að við kaupum matvörur við hæsta verði í Vestur-Evr- ópu í skjóli verslunareinok- unar sem við höfum enn eina ferðina leitt yfir okkur. Hvað er að gerast? í flutningum jafnt vam- ings á sjó sem farþega i lofti, eldsneytissölu sem matvöruverslun - alls stað- ar skríður einokunin yfir og segir þegnunum stríð á hendur. Það er alltaf sama formúlan: fyrst klúðrar ríkisvaldið fyrirtækjum almennings til þess síðan að afhenda þau einka- aðilum sem hratt og örugglega inn- sigla fenginn með fákeppni og einok- un. Með einkavæðingu til einokunar Og landsmenn beygja sig hlýðnir undir okið. Ósjálfráðu viðbrögðin kenna þeim að vinna lengri vinnu- dag en þekkist á byggðu bóli í Evr- Pétur Gunnarsson rithöfundur „En draugar fortíðarinnar eru seigir, alltaf skulu þeir híma ekki langt frá gœttinni. Á það erum við minnt þessa dagana þegar verðkannanir sýna svart á hvítu að við kaupum matvörur við hæsta verði í Vestur-Evrópu...“ ópu, leyfa brauðstritinu að grípa yfir stærri og stærri sneið af lífskökunni. Eða hvemig á að berjast gegn einok- uninni þegar hún kemur innan frá? Þurfum við að kalla á erlenda keppi- nauta til að reisa skoröur við hinni innlendu einokunarverslun? Þurfum við erlend olíufélög, erlend skipa- félög, erlend flugfélög til að halda aft- ur af hinni gírugu valdastétt innan- lands? Þurfum við að taka upp bar- áttu fyrir ósjálfstæði íslands? Og siðan í bláum fjarska eigum við sjálfsagt eftir að stofna Eimskipa- félag íslands, Flugfélag íslands, Póst og Síma, Rafmagnsveitur ríkisins - gott ef ekki Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis... Állt sem við höfum afsalað okkur eftir formúlunni snjöllu: með einkavæðingu til einok- unar. Ríkisstjórn misréttis og fátæktar Með hækkandi sól færist háttvirtur forsætisráðherra, Davíð Oddsson, allur í aukana við að réttlæta fyrir þjóðinni skammarleg kjör aldraðra, fatlaðra og öryrkja yfirleitt. Hann hefur „ekki“ hugmynd um fátækt þessa fólks þó hann viti um laun (bætur) þess og aö þar af leiðandi ætti það ekki að fara fram hjá honum að það getur vart haft að borða, hvað þá að klæða sig og kaupa sér andlega næringu. í of góðri aðstöðu Formaður öryrkjabandalagsins átaldi ráðherrann í sjónvarpi vegna niðurlægjandi ummæla ráðherrans um aö „smælingjar" þessir væru ekki kjaralega verr settir en gerðist hjá nálægum þjóðum. Eftir aö ráð- herrann hafði þannig upplýst þjóð- ina enn eina ferðina um hug sinn til þessa fólks, setti hann sig á háan hest og ákvað ummæli formannsins ekki svara verð. Menn hafa heldur ekki gleymt gönuhlaupi Árna Mathiesen úr fundarsal og framhjá stúlkunni í hjólastólnum. Mannin- um á bak við brosið var stórlega mis- boðið. Ráðherrar eru í of góðri aðstöðu til að láta gott eða illt af sér leiða, til að hægt sé að brosa að augljósu skilningsleysi á því um hvað völd snúast. Það vefst fyr- ir flestum ráðherrunm hvað mannréttindi og misrétti er og að manneskjur eru ekki leik- fóng. Sölsa undir sig eignir Nú þegar menn græða hvað ákafast á þvi að selja og kaupa hluti með bréfum og þeir rikustu koma jafnvel skælbrosandi í sjónvarpi eftir að hafa selt fyrir milljarða úr auðlind allra lands- manna - er heilbrigðiskerfið aö vesl- ast upp. Starfsfólk sjúkrahúsa býr við síaukið vinnuálag ofan á bónbjargar kaup. Það er sorglegt að á þingi okk- ar skuli vera til menn sem frnnst það vera hið besta mál að einstaklingur skuli geta selt úr auðlind þjóðarinnar og gengið út með yfir þrjá mihjarða, en það er álika mikið og fullbúið bamasjúkrahús kostar, plús tónlist- arhöll með öllu tilheyrandi og tvær heilsugæslustöðvar. Á bak við svona hugsunarhátt býr mannfyrirlitning. - Fyrir hverja vinna slíkir misréttis- sinnar? Það er spilling þegar maður notar aðstöðu sína, hvort sem það er í banka eða skipafélagi o.s.frv. til að kaupa sér hluti í öruggu gróðatæki og jafnvel án þess að borga fyrr en arður fer að skila sér. Út um allt land eru einstaklingar að sölsa und- ir sig eignir þjóðarinar langt undir sannvirði og þykja miklir menn. Jóhanna fyrir fólkið Enn hefur Jóhanna Sigurðardóttir sannað að hún er í vinnu fyrir fólkið í land- inu og tekur starf sitt al- varlega. Hún þorir að kalla menn og athafnir sínum réttu nöfnum. Hún er ekki hrædd við að láta í ljós andúð sína á þeirri óhugnanlegu græðgi sem farið hefur um samfélagið og því að einstalingar hafa hælt sér af óheyrilegum fjár- hæðum sem þeir hafa haft út úr þjóðinni. Nýlega lagði Pétur Blöndal, en hann er einn af óréttlátustu íhaldsmönnum landsins, blessun sína á óheyrilegasta launamisrétti sem komið hefur fram í okkar sögu. Það er ekki von að fólk skilji það að ekki skuli vera hægt að borga sérfræðingi á heimsmælikvarða í heilaskurðlækningum nema vasa- peninga á móti því sem verðbréfa og auðlindabraskarar fá. Að uppgjafa- ráðherra skuli verða seðlabankastjóri á fjórfóldu kaupi sliks manns og hon- um nánast vísað úr landi, sýnir hvað löggjöf okkar er óvönduð. Var Pétur Blöndal að tala um laun að verð- leikum, eða að tilgangurinn að verða ríkur helgi meðalið? Ég efa að hér á landi geti einstak- lingm' unnið sér eignarrétt á 3 millj- örðum með heiðarlegum hætti. Það er því augljóslega mikil spilling í landinu og blekkt fólkið blessar stjóm misréttisins. Hneykslun hefur aöra merkingu en öfund og mætti biðja Kára að finna gen græðginnar og svo öfundargenið, þvi bæði eru illkynja. Albert Jensen „Það er ekki von að fólk skilji það að ekki skuli vera hœgt að borga sérfrœðingi á heimsmœlikvarða í heila- skurðlœkningum nema vasapeninga á móti því sem verðbréfa- og auðlindabraskarar fá.“ Með og á móti Fullgildir borgarar „í öllum samfé- lögum er einhver athöfn þegar fólk er tekiö í fullorð- inna manna tölu. Héma á íslandi er það eigin- lega orðið þannig að kirkjan hefur eignað sér þetta. Með borgaralegri fermingu er ver- ið að undirbúa fólk undir full- orðinsárin á annan hátt en kirkjan gerir með undirbún- ingsnámskeiðum þar sem farið er yfir réttindi og skyldur fólks og reynt að búa það undir að verða ábyrgir borg- arar í samfélaginu sem fullorðnar manneskjur. Ég svo sem veit ekki al- veg hvemig undirbúningur kirkju- legu ferminganna fer fram nú til dags en í borgaralegri fermingu er sem sagt lögð áhersla á réttindi og skyldur bamanna sem fúllgildra með- lima í samfélaginu. Það er far- ið yfir samskipti bama og for- eldra, samskipti við hitt kyn- ið, friðarmál, mannréttinda- mál og fleira. Þannig að það er tekið allt öðruvísi á þessu, grunar mig, án þess þó ég viti hvað einstaka prestar fara út í. At- höfnin í Háskólabíói var afskaplega hátíðleg og skemmtOeg og þaö sem mér fannst skemmtilegast hversu mikinn þátt fermingarbörnin tóku í athöfninni.“ Drífa Snædal tækniteiknari og varaþingmaöur. Borgaraleg ferming Guðleysið eini munurinn „Mér finnst ekki rétt hjá þeim að nota orðið ferm- ing, þ.e. kon- firmation sem þýð- ir staðfesting á skíminni. Þeir sem fermast em að staðfesta að þeir ætli að vera áfram í kirkjunni. Ég tel því mjög slæmt að þau skúh nota þetta hugtak því ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað þau era að staðfesta. Fyrst hélt ég að þetta væri sett fram til að andmæla gjöfum og veislum og út af fyrir sig er ekkert óheilbrigt að minna á að slíkt megi ekki fara út í öfgar. En það virð- ist ekki vera því eftir reynslu síðustu ára er ljóst að þau halda sínar miklu veislur og gefa gjafir. Þannig að eini mismunurinn er sá að þeirra ferming er þá væntanlega guðlaus og þau játa ekki að þau vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns og besta vininum í lífi sínu og fylgja kenningum hans um kærleika, frið og fyrirgefn- ingu. Þau játa ekki neinu heldur halda bara veislu með gjöfúm. Ég þori ekki að segja hvað bömin nema mikið hjá þeim en hjá okkur byrjar fermingarfræðslan í september og lýkur með prófi í apríl áður en bömin fermast." -GAR Vijgfús Þór Arnason sóknarprestur í Grafarvogi. Borgaraleg ferming 49 bama fór fram í Háskólabíói á sunnudag vlð hátíðlega athöfn. Fyrsta borgaralega fermingin hérlendis fór fram á vegum félagsins Siðmenntar fyrlr tólf árum og hefur slík athöfn veriö haldin árlega upp frá því. + Járnbrautin verður skoðuð „Með járn- brautinni vakna nýjar vonir. Annars vegar um að framund- an sé nýr og um- hverfisvænn val- kostur í sam- göngumálum og hinsvegar um að almenn sátt geti orðið um brott- hvarf flugvallarins úr Vatnsmýr- inni, þannig að hægt verði að nýta það dýrmæta landsvæði undir blóm- lega byggð í hjarta borgarinnar. Möguleikar járnbrautarinnar verða því skoðaðir af fyllstu alvöru í þeirri uppbyggingu almenningssam- gangna sem framundan er á vegum Reykjavíkurborgar." Hrannar Björn Arnarsson borgarfulltrúi í Mbl. 18. mars. Gamalmenni, burt með þig „Fyrir þá sem ekki eiga neitt eftir að loknu ævistarfinu dug- ar ellilífeyririnn ekki fyrir uppi- haldi á dvalar- heimili. Og þó er þetta fólk, flest hvað, búið að greiða sína skatta og skyldur til samfélagsins í hálfa öld eða meir. Er þetta hægt? Er þetta boðlegt? Og sjálfsagt eru tekn- ar upp kampavínsflöskur hjá hverj- um lífeyrissjóði í hvert skipti sem eitthvert gamalmenni fellur frá.“ Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, í Mbl. 19. mars. Sérfræðisamningar „Nú þýðir ekk- ert að fara í kjarasamninga nema með heilan her af sérfræð- ingum og mikinn tölvubúnað. Samningurinn sem við voram að ljúka við hef- ur þau einkenni að menn lögðu niður fyrir sér á pappír hvert einasta atriði í honum alveg frá því við byrjuðum í haust ... Þetta er mesti munurinn á samn- ingagerðinni frá þvi sem var hér áður fyrr. Þá gerðu verkalýðsleið- togamir sjálfir nánast allt... Sú að- ferð gengur ekki lengur. Halldór Björnsson, formaöur Eflingar, í Degi 18. mars. Dráp lögreglutmar á óvopnuöum rnarni var hrœóllegur en skiyanlegur atburöur C£>,oo'mtgo9G?N6u?p£ msí- sy L-A.TiKAe^ *rNP. I Paö var svarta- myrkur Vesklö hans varsvart... \ Hann var svartur.. \ Ófaglært verkafólk — í gapastokknum til eilífdar? í lok síðasta áratugar var atvinnulífið í landinu kom- ið í þrot eftir langvarandi óðaverðbólguskeið. Árið 1990 náðist samkomulag milli verkalýðshreyfingar- innar, þáverandi stjórn- valda og samtaka atvinnu- rekenda um viðbrögð til að ráða niðurlögum verðbólg- unnar og byggja upp at- vinnulífið. Þetta var sárs- aukafull aðgerð fyrir lág- launafólk sem sætti sig við að launum væri haldið niðri árum saman í þeirri trú að uppskera ríkulega ef vel tæk- ist til. Og hvernig tókst til? Eftir sjö erfið ár þegar kom að kjarasamningum 1997 hafði atvinnu- lífið rétt svo mikið úr kútnum að svigrúm fyrirtækjanna til að greiða hærri laun hafði aukist verulega. Verkamannasamband íslands gerði þá samning við samtök atvinnurek- enda sem ætlað var að skila veru- legri kaupmáttaraukningu á samn- ingstímabilinu jafnframt því að við- halda stöðugleika og tryggja svigrúm til enn frekari kaupmáttaraukningar þegar að kjarasamningum kæmi árið 2000. Hvað svo? Reykjavíkurborg sleppti öllu lausu í aðdraganda borgarstjómarkosn- inga á árinu 1998 og hækkaði laun stórra hópa um tugi prósenta um- fram það sem um var samið á al- mennum markaði, mest þó þeirra sem hæst laun höfðu fyrir. Sama gerði ríkisvaldið allt samningstíma- bilið og keyrði þó um þverbak á kosningaárinu 1999 þegar kjaradóm- ur fylgdi fordæminu og hækkaði laun stjómmálamanna og helstu embættismanna um 44-133 þúsund á mánuði. Mest fékk að sjálfsögðu sá sem fann upp „góðærið" í aðdraganda síðustu alþingiskosninga og hefur tæpast tekið sér annað orð í munn síðan. I kjölfarið reis verðbólgudraugur- inn upp úr gröfinni og hefur á und- anfömu ári étið upp hverja krónu sem félagar í VMSÍ hafa fengið í launahækkun og meira til. Hver er svo uppskeran? Atvinnulífið blómstrar, peninga- hallimar gliðna undan vaxtagróðan- um, ungu verðbréfaguttamir sem hefur verið trúað fyrir að ávaxta sjóði atvinnuveganna 1 þágu þjóðarinnar, skipta þeim á milli sín, sem þykir bæði sjálfsagt og gott vegna þess hve mannauður þeirra er mikils virði. Allir virðast uppskera ríkulega nema verkafólkið sem lagði grunninn að „góðærinu" og hefur beðið þolinmótt eftir uppsker- unni í áratug. Það situr eft- ir með laun á bilinu 65-80 þúsund á mánuði fyrir 173,33 vinnustundir og ger- ir nú þá hógværu kröfu að laun þess verði hækkuð um 15 þús- und krónur. Þá geysast fram úr öllum hornum reiknimeistarar ríkisvaldsins og Samtaka atvinnulifsins (með X þús. kr. mánaðarlaun) og kyrja í einum kór með oddvitum sínum: Stöðugleikanum er ógnaö! Það er ekkert svigrúm, það er ekkert svig- rúm. Ef þið fáið svona gífurlegar launahækkanir, fer verðbólgan upp úr öllu valdi, efnahagslífið hrynur, kaupmáttur ykkar hrapar og hrapar og þið tapið á öllu saman. Nú minn- ist enginn þeirra á mannauðinn sem sjálfsagt þykir að greiða fyrir millj- ónir á mánuði. . Nu er nog komið Krafan um 15 þúsund króna hækk- un fyrir fólk sem hefur taxtakaup á bilinu 65-80 þúsund á mánuði er ekki há og mun ekki kollvarpa þjóðfélag- inu. Ef eitthvað er þá er hún alltof lág. Ef eitthvað mun kollvarpa efnahags- lífinu er það takmarkalaus græðgi há- launahópanna og þeirra sem sitja við kjötkatlana í þjóðfélaginu. Venjulegt launafólk getur ekki endalaust greitt niður verðbólguna með lágum launum, fyrir þá sem hugsa um það eitt að hrifsa til sín sem mest af þeirri gífurlegu verð- mætaukningu sem verið hefur í landinu síðustu ár. Ég skora á allt verkafólk sem á að- ild að Verkamannasambandi íslands "* og Landssambandi iðnverkafólks að sameinast um að brjóta láglauna gapastokkinn, standa fast að baki kröfunni um 15.000 kr. hækkun á mánaðarlaun nú og í framhaldinu til mannsæmandi launa. Sigurður Ingvarsson „Venjulegt launafólk getur ekki endalaust greitt niður verðbólguna með lágum launum, fyrir þá sem hugsa um það eitt að hrifsa til sín sem mest af þeirri gífurlegu \ verðmætaukningu sem verið hefur í landinu síðustu ár. “ Siguröur ingvarsson, forseti Alþýðusam- bands Austurlands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.