Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 13 DV________________________________________________________________________________________________________________________ Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Tónlist Hálfa leið til himna Tíu ár eru síðan Drengjakór Laugarnes- kirkju var stofnaður og hélt kórinn upp á þau tímamót með afmælistónleikum í Langholts- kirkju á laugardaginn undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Kórinn er nú skipaður 32 drengjum á aldrinum 3-15 ára og í eldri deild kórsins sem var stofnuð árið 1996 eru 9 með- limir á aldrinum 17-20 ára. Kórinn hafði feng- ið til liðs við sig á tónleikunum nokkra fyrsta flokks tónlistarmenn, þau Peter Máté píanó- leikara og Lenku Mátéovu orgelleikara, Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu og trompetleik- arana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson. Efnisskrá tónleikanna var samansett af mörgum ægifogrum verkum af veraldlegum og andlegum toga og skiptu Lenka og Peter með sér meðleiknum. Of langt væri að telja upp öll verkin en þau helstu fyrir hlé voru Stabat Mater eftir Pergolesi og Ave verum corpus eftir Mozart sem voru bæði afar vel flutt. Einbeitingin skein úr hverju andliti, all- ar innkomur og endingar á hreinu, sópraninn hreinn og kórinn í góðu jafnvægi. Ekki er annað hægt en dást að aganum sem ræður ríkjum í hópnum og því hvemig drengimir hlýddu stjórnanda sínum í einu og öllu, og mættu margir taka það sér til fyrirmyndar. Maístjama Jóns Ásgeirssonar hjómaði fallega og Þjóðlífsmyndir sama höfundar voru hressi- lega fluttar. Einn kórmeðlimur, Tryggvi K. Valdimarsson, söng af öryggi tærri sópran- rödd Pie Jesu úr Requiemi Faurés og sömu- leiðis var Terzett úr Töfraflautu Mozarts ör- uggt og fallegt í flutningi Tómasar Páls Mátés 1. sóprans, Sölva Rúnars Péturssonar 2. sóprans og Níelsar Bjamasonar alt. Þóra Einarsdóttir söng í fjórum verkum eft- ir hlé, fyrst með kómum sem tvíefldist við til- komu eldri deildarinnar í Panis angelicus, þá með Lenku og Ásgeiri í Let the bright Serap- hin eftir Hándel og voru bæði afbragðs vel flutt með músikina í forgrunni. Björt og vel skóluð rödd Þóru fyllti út í hvert horn kirkj- unnar og fingerðustu blæbrigði skiluðu sér vel. Það var því leitt að þegar maður var kom- in hálfa leið til himna með henni i Laudate dominum eftir Mozart, sem var unaðslega kyrrt og fagurt, var manni kippt óþægilega snöggt niður á jörðina aftur með Toccötu Bachs sem hljómaði úr einum farsíma sem einhver hafði gleymt að slökkva á. Tveir ung- ir tenórar, Jónas Guðmundsson, fyrrverandi kórmeðlimur, og Jóhann Ari Lárusson, með- limur eldri deildar, sungu einsöng hvor í sínu verkinu og komust báðir vel frá því. Þeir eiga vafalaust framtíðina fyrir sér enda geta þeir byggt á góðum grunni. Tónleikunum lauk með því að allir flytjend- ur sameinuðust í Nú gjaldi Guði þökk. Var það afskaplega hátíðlegur og viðeigandi endir enda er fátt sem kemst nær paradís á jörð en fallegur drengjakór og lúðraþytur í full- kominni harmóniu. Þetta voru í alla staði mjög ánægjulegir tónleikar og ekki ber á öðru en drengirnir taki einkunnarorð kórsins al- varlega en þau eru: Að syngja eins og englar, haga sér eins og herrar - og ég vona að þeir fari einnig samviskusamlega eftir því þriðja sem er: að leika sér eins og strákar. Amdís Björk Ásgeirsdóttir DV-MYND HARI Drengjakór Laugarneskirkju Fátt kemst nær paradís á jörö en fallegur drengjakór og lúöraþytur í fullkominni harmóníu. Hljómplötur i - i, »,* * ',* & Gamalt og nýtt í djassinum Píanistinn McCoy Tyner hefur nú sent frá sér aðra plötu sína frá Telarc-útgáfunni en sú fyrsta kom í fyrra, „McCoy Tyner and the Latin All- Stars“. Nú er það tríó- plata með Stanley Clarke á raf- og kontrabassa og A1 Foster á trommur. Lögin eru flest eftir Tyner sjálfan, Clarke á eitt lag og þrjú eru þekkt iög eftir aðra. Þótt Stanley Clarke hafi spilað ýmsa tónlist á sínum ferli þá er hann eflaust þekktastur sem rafbassa- leikari en hann hefur einnig sterkan stíl á kontrabassa og á stóran þátt í að skapa þess- ari tríóplötu sérstöðu. Tyner er sjálfum sér líkur hér, þykkir hljómar í hrönnum og penta- tónísk hlaup. Platan er ólík þeirri frá í fyrra en auðvelt er að mæla einnig með þessari enda tríóið vel skipað. Weather Report-sveitin var stofnuð 1970 og varð snemma vinsælli en djasssveitir eiga að venjast. Hljómborðsleikarinn Joe Zavinul og saxistinn Wayne Shorter voru með frá byrjun fram til ársins 1985, en þá má segja að hljóm- sveitin hafi hætt. Weather Report var leiðandi hljómsveit í djassrokki lengst af og fóstraði margan snillinginn um lengri eða skemmri tíma. Það er því ekki undarlegt þótt mönnum detti í hug að endurútgefa eitthvað af tónlist þeirra. Það hefur nú verið gert. „Celebrating the Music of Weather Report" heitir ný plata þar sem sægur snillinga tekur þátt í að flytja lög Zavinuls og Shorters. Einhverjir flytjenda voru meðlimir sveitarinnar um tíma, t.d. trommarinn Omar Hakim og rafbassistinn Victor Bailey, en einnig eru i hópi flytjenda stórstjörnur sem aldrei voru með hljómsveit- Nýstirnið John Pizzarelli „í mínum eyrum hljómar hann mun frekar eins og karlmannsútgáfa af Blossom Dearie. “ inni, s.s. David Sanbom, Breckerbræðumir, Marcus Miller og John Scofield. Þótt flest lag- anna séu snilldarlega spiluð þá eru sum betri með fyrirmyndinni, en þótt smekkur ráði sjálf- sagt mestu í samanburði sem þessum þá er stundum eins og vanti meira líf f flutninginn. Það er vandasamt verk að velja lög á plötu af þessu tagi og þótt ég (og sjálfsagt flestir aðrir) hefði valið að einhverju leyti önnur lög er plat- an ágætt sýnishorn af tónlist Weather Report. En hún er í engu nein viðbót við það sem Weather Report gerðu á sínum tíma. Þriðja nýja platan sem hér verður minnst á er „Kisses in the Rain“ með nýstirninu John Pizzarelli. Hann syngur og leikur á gítar og á plötunni leika með honum bróðir hans Mart- in á bassa og Ray Kennedy á píanó. Pizzarelli byrjaði tvítugur (1980) að spila með fóður sin- um, Bucky Pizzarelli sem er þekktur gítaristi, en undanfarin ár hefur tríóið á plötunni verið hans hljómsveit. Söng hans hefur verið líkt við Chet Baker og Nat King Cole, en í mínum eyrum hljómar hann þó mun frekar eins og karlmannsútgáfa af Blossom Dearie. Tríó Nat Cole forðum var skipað sömu hljóðfærum, og tónlistin er svipuð. Hún er vissulega gamal- dags og lögin mörg hver vel þekkt auk þess sem þau nýju og frumsömdu eru í sama anda. En flutningurinn er bráðskemmtilegur og mér finnst ánægjuefni að tónlist af þessu tagi skuli enn njóta virðingar. Þegar hún er svona vel flutt á hún það vissulega skilið. Ársæll Másson McCoy Tyner with Stanley Clarke and Al Foster Telarc CD-83488. 12 tónar. Celebrating the Music of Weather Report Telarc CD-83473. 12 tónar. Kisses in the Rain John Pizzarelli Telarc CD-83491. 12 tónar. Brekkukotsannáll út í Ameríku Hin mikla skáldsaga Sjálfstætt fólk hefur vakið svo mikla athygli og hrifningu í Banda- ríkjunum síðan hún var endurútgefin þar fyr- ir þremur árum að svo virðist sem hún hafi brotið öðrum verkum hans leið inn á þenn- an erfiða mark- að. Þegar Random House gaf hana út 1997 hafði bók eftir Halldór Laxness ekki komið út hjá stóru forlagi þar í landi í hálfa öld. Nú hefur hún ver- ið endurprent- uð margsinnis og mikið lof verið borið á hana. „Sjálf- stætt fólk hefur í raun allt sem ein skáldsaga getur boðið upp á,“ sagði um hana í Was- hington Post og í stórblaðinu New York Times var hún talin í hópi hundrað bestu skáldsagna allra tíma. Nú hefur Harvill Press bókaútgáfan ákveð- ið að gefa út skáldsöguna Brekkukotsannál í Bandaríkjunum en hún kemur út í Bretlandi á þessu ári. Hún kom áður út í báðum löndun- um 1966-7 í þýðingu Magnúsar Magnússonar og verður sú þýðing lögð til grundvallar nú. Alls hefur Brekkukotsannáll komið út í 16 löndum síðan hann var fyrst gefinn út hér heima 1957. Minna má á að kvikmyndarétturinn á Sjálf- stæðu fólki hefur verið seldur og mun Hector Babenco leikstýra myndinni. Þekktustu kvik- myndir hans eru The Kiss of the Spider Wom- an og Ironweed. Háskólatónleikar Á morgun kl. 12.30 flytja Margrét Ámadótt- ir, sópran, Nanna María Cortes, mezzosópran og Iwona Jagla, píanó Fimm dúetta frá Moravíu op. 32 eftir Antonín Dvorák (1841- 1904) og Fimm dúetta op. 20 eftir Johannes Brahms (1833-1897) á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu. Tónleikarnir taka um það bil hálftíma. Aðgangseyrir er kr. 500, en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Þrjár kiljur Islenski kiljuklúbburinn Uglan hefur gefið úr þrjár bækur, tvær í endurútgáfu og eina nýja þýðingu. Fyrst ber fræga að telja Glataða snillinga, eitt helsta verk færeyska sagnameistarans Williams Heinesen, en þess er nú víða minnst að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæð- ingu hans. Sögusviðið er höfuðstaður Færeyja á umbrotsárunum fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina. í forgrunni eru strákarnir hans Kornelí- usar hringjara; Márus, Síríus skáld og Kornel- íus yngri, hinir glötuðu snillingar, en auk þeirra kemur fjöldi litríkra persóna við sögu: magister Mortensen, hið fríða óbermi Marti Gakk, að ógleymd- um Ankersen spari- sjóðsstjóra sem fer fyrir öflugum hópi sértrúarmanna í bænum. Söguna þýddi Þorgeir Þor- geirson. Elskan mín ég dey eftir Kristinu Ómarsdóttur fékk Menningarverðlaun DV í bókmenntum 1998. Þetta er óvenjuleg fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávar- þorpi á heimili ekkjumanns og fjögurra sona hans. Yfir feðgana ganga ýmsar hremmingar og lítil hjálp í látnum fjölskyldumeðlimum sem vaka yfir þeim af áhuga. Nýja sagan í pakkanum er Frjálsar hendur eftir Carlo Lucraelli sem hefst í apríl 1945. Háttsettur embættismaður í hinu fasíska Saló- lýðveldi á Norður-Ítalíu finnst myrtur á heim- ili sínu. De Luca lögregluforingja er falin rannsókn málsins en hún fer fram í skugga yf- irvofandi ósigurs Öxulveldanna og verður því flóknari en ef um venjulegt morðmál væri að ræða. Carlo Lucarelli (f. 1960) er einn fremsti sakamálahöfundur ítala og baksvið margra bóka hans er tímabil fasismans og fyrstu árin eftir seinni heimstyrjöld. Frjálsar hendur er fyrsta bókin í flokki sagna um De Luca lög- regluforingja sem notið hefur mikilla vin- sælda á Ítalíu og víðar. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Friálsar 1 HENDliR Carlo Lucarelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.