Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
<
37
ÐV Tilvera
Bíófréttir
Julia Roberts
malar gull
Það fór eins og flest-
ir bjuggust við, nýjasta
kvikmynd Juliu Ro-
berts, Erin
Brockovich, sló i gegn
í Bandaríkjunum og
var hún langvin-
sælasta kvikmyndin.
Þótt vinsældir mynd-
arinnar megi rekja til
vinsælda Juliu Ro-
berts þá hefur það
einnig mikið að segja
hvemig orðspor mynd-
in hefúr fengið á for-
sýningum og svo eyðileggur það ekki
fýrir að Erin Brockovich hefúr fengið
afburða góða dóma og það er samdóma
álit gagnrýnanda að leikur Juliu í
myndinni sé sá langbesti sem hún hefur
sýnt hingað til. Önn-
ur ný kvikmynd,
Final Destination
verður að láta sér
nægja þriðja sætið á
listanum, nær ekki
að skáka Mission to
Mars sem var í efsta
sætinu í síðustu
viku. American
Beauty og The Cider
House Rules halda
áfram að raka sam-
an doliurum, að
nokkru leyti út á
fiölda þeirra óskarstilnefninga sem þær
hafa fengið.
Julia Roberts og Albert Rnney
Erin Brockovich fékk mikla aösókn
og góöa dóma hjá gagnrýnendum.
KEL6ÍN 17. MARS TIL 19. MARS
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITIU. (DREIFINGARAÐILÍ) HELGIN 10.3-12.3: INNKOMA ALLS: DAGARÍ SÝNINGU
O - Erin Brockovich 28.138 28.138 3
o 1 Mission to Mars 11.385 40.612 10
o - Rnal Destination 10.015 10.015 3
o 3 My Dog Ship 5.268 21.575 68
o 2 The Ninth Gate 3.351 12.534 10
o 4 The Hole Nine Yards 3.274 51.071 31
o 5 American Beauty 3.159 103.007 187
o 6 The Cidar House Rules 2.477 45.778 101
o 9 Snow Day 2.205 56.398 38
0 13 The Tigger Movie 1.771 41.597 38
0 7 Drowning Mona 1.727 13.579 17
0 8 The Next Best Thing 1.652 13.376 17
© 18 Fantasia/2000 1.553 33.690 79
© 10 Pitch Black 1.446 36.480 31
© 11 Reindeer Game 1.302 21.802 24
© 20 The Sixth Sense 1.280 288.477 227
© 12 Wonder Boys 1.868 16.930 26
© 14 3 Strikes 0.989 8.748 19
© - Beyond the Mat 0.966 1.003 10
© 16 Scream 3 0.894 85.925 45
Myndbönd - Topp 20
Adam Sandler
vinsæll
Gamanmyndin Big
Daddy fór beint í efsta
sæti myndbandalistans
fyrstu vikuna á listan-
um og sýnir það, svo
ekki verður um villst,
styrkleika Adams
Sandlers þessa stund-
ina en hann er að nálg-
ast þá hefð í Hollywood
að komast í svokallað-
an 20 miiljóna dollara
flokk, það er að hann
getur krafist 20 milljóna fyrir kvik-
mynd sem hann leikur í.
Big Daddy fjallar
um Sonny Koufax
(Adam Sandler), 32 ára
laganema, sem hefur
hingað til flrrt sig allri
ábyrgð í lífinu. Það
skemmtilegasta sem
hann gerir er að fara á
uppáhaldskrána sína
þar sem hann horfír á
íþróttir. Sonny á kær-
ustu, Vanessu, sem
lætur hann róa þegar
hún fær nóg af kæru-
leysinu í honum.
Sonny sér að ekki
verður við það búið og
til að vinna kærustuna
aftur ættleiðir hann
fimm ára dreng, Juli-
an. Það dugir lítið þeg-
ar kærastan er búin að
finna sér nýjan svo
Sonny situr uppi með
drenginn og verður að
setja sig inn í föður-
hlutverkið.
Big Daddy
Pabbinn og tökubarnið. Adam
Sandler og annar hvor tvíburanna,
Cole eöa Dylan Sprouse, sem
leika Julian til skiptis.
spólur eru
þættina áður.
Sjónvarps-
þáttaröðin Fri-
ends er augsýni-
lega ekki að tapa
neinum vinsæld-
um því tvær nýj-
ar „vinaspólur"
fara inn á miðj-
an lista og það er
kannski merki-
legast að ung-
lingamir sem
leigja sér þessar
örugglega búnir að sjá
FYRRI VIKUR
SÆU VIKA TTTILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA
NÝ Nig Daddy (skífan) 1
1 General’s Daughter (háskólabíó) 5 !
2 American Pie (sam-myndbönd) 4 1
3 Wild Wild West (warner myndiri 3 |
8 South Park (warner myndir) 2
5 Killing Mrs. Tingle (skífan) 2
4 Runaway Bride isam-myndbönd) 5
6 Never Been Kissed (skIfanj 6
9 Idle Hands (skífan) 4
, NÝ Friends 6, þættir 1-4 (warner myndiri 1 1
NÝ Friends 6, þættir 5-8 (warner myndir) 1
NÝ Mercy (háskólabíó) • 1
7 Lost & Found (warner myndir) 4
NÝ Playing by Heart (myndform) 1 ]
10 Pushing Tin (skífani 3 ;
15 Body Shots (myndform) 2
13 Analyze This iwarner myndir) 9
11 Detroit Rock City (myndformj 5
14 Run Lola Run (stjörnubíó) 6
12 ■MMMMM Election (cic myndbónd) 6
Hörður Torfason
Söng lög afsinni fyrstu plötu, „Hörður Torfason syngur eigin lög“, á tónleikum í íslensku óperunni
síöastliöiö föstudagskvöld.
Hörður Torfa
í þrjátíu ár
Þrjátíu ár eru síðan gefin var út platan, Hörður Torfa-
son syngur eigin lög, plata sem oft gengur undir nafn-
inu Bláa platan þegar verið er að ræða plötur Harðar
Torfasonar. Bláa platan varð metsöluplata og vakti at-
hygli á Herði sem söngvara og lagahöfundi. Textana við
lögin á þessari plötu
fékk Hörður að láni
úr hirslum okkar
fremstu skálda og er
víst að ljóðin fengu
þama góðar tórdist-
arlegar umbúðir.
Þegar Hörður gEif út
Bláu plötuna hafði
hann nýlokið námi
sem leikari og hefur
hann síðan gert leik-
listina og tónlistina
að sínu ævistarfi.
Nokkur lög af Bláu
plötunni urðu mjög
vinsæl og enn þann
dag í dag heyrast þau spiluð á öldum ljósvakanna, má
þar nefna „Ég leitaði blárra blóma“ og „Guðjón".
Spjallaö saman í hlel
Á myndinni eru Jón Rósmann Myr-
dal og Hafþór Júlíusson sem
stungu saman nefjum og fengu
sér hressingu í hléi.
í tilefni af þijátíu ára útkomu plötunnar hélt Hörður
Torfason ásamt hljómsveit tónleika í íslensku óperunni
síðastliðiö föstudagskvöld og fram undan eru tvennir
Hestamaður á
tónleikum
Kunnasti
hestamaöur
landsins, Sig-
urbjörn Báröar-
son, lét sig
ekki vanta á
tónleika Harö-
ar Torfasonar.
Hann er á
myndinni
ásamt eigin-
konu sinni,
Fríöu Hildi
Steinarsdóttur.
tónleikar á landsbyggðinni. Eins og ávallt á
tónleikum Harðar var stemningin góð enda kann Hörð-
ur að láta fólki líða vel undir tónlist sinni, notar leik-
hæfileika sína til að koma textum til skila og ræðir við
tónleikagesti. Á tónleikunum flutti hann öll lögin af
Bláu plötunni auk nýrri laga. Fram undan eru tónleik-
ar í Breiðinni á Akranesi á fimmtudagskvöld og í Deigl-
unni á Akureyri á laugardagskvöld.
-HK
r
Sviðsljós
r.
Christina Aguilera leysir frá skjóöunni:
Stelpurnar mega sko ekkert gera
Ekkert má maður nú gera. Popp-
strákar mega sveifla mjöðmunum og
hafa í frammi kynferðislegt látbragð
framan í ungfingsstúlkumar í áhorf-
endaskaranum.
„Þjóðfélagið er enn þannig að ef
strákur hegðar sér á ögrandi hátt verð-
ur hann frægur. Aftur á móti er bara
vandað um fyrir stúlkunum," segir
bandariska ungiingastjaman Christina
Aguilera í viðtali við sænska Aftonbla-
det. Christina hefur orðið fyrir barðinu
á slikri gagnrýni og vinir hennar hafa
einnig tekið henni með varúð, á stund-
um. Og það hefur verið erfitt.
„Ég var utanveltu í skólanum. Það
eina sem komst fyrir í hausnum á mér
var tónlist," segir Christina sem byrjaði
að syngja þegar hún var aðeins sex ára.
„Það var stundum erfitt að
vera svona ein á báti.“
Christina var dyggur að-
dáandi hæfileikakeppni
sem sýnd var reglulega í
sjónvarpinu. Þegar hún var
átta ára fékk hún að taka
þátt.
„Þegar þeir hringdu og
sögðu að ég yrði með var
það það svalasta sem
nokkm sinni hafði hent
mig,“ segir poppsöngkon-
an. Ekki sigraði hún þó í
það sinnið.
Stúlkan gafst þó ekki upp
og í dag hefúr hún uppskor-
ið rikulega fyrir erfiði sitt.
Hún hefur hlotið Grammy-
Christína Aguilera
Erfiöleikarnir eru til
aö sigrast á þeim og
þaö hefur
Christina gert.
verðlaun og veit sem er að
hún hefur veðjað á réttan hest
í lifinu.
„Ég held að ailir fæðist með
einhverja hæfileika," segir
Christina.
Sænsku blaðamennimir
vddu að sjálfsögðu vita hvort
söngfuglinn ætti nú ekki«
kærasta, svona eins og gengur
og gerist En hún þvertekur
fyrir það, segist ekki hafa
tíma.
„Það ganga svo margar sög-
ur en sannleikurinn er sá að ég
ferðast svo mikið að ég hef
ekki tíma td að binda mig,“
segir Christina.