Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 24
36
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
Tilvera
x>v
Ll.fi ö
Ljóðaþýðingar á
Súfistanum
í kvöld verður dagskrá Súfistans
í Máli og menningu helguð útkomu
ljóðaþýðinga Þorsteins Gylfasonar
sem kallast Söngfugl að sunnan.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sif
Ragnhildardóttir munu syngja þýð-
ingar Þorsteins á ljóðum ýmissa
höfunda við undirleik Richards
Simm. Dagskráin hefst kiukkan 20.
Fundir___________________________
■ FYRIRLESTUR í OERÐUBERGI
Jóhann Brelöfjörö veröur meö fyrirlestur í
Geröubergl kl. 20. Fyrirlesturinn heitir Sköp-
un og velgengni og meöal umfjöllunarefnis
Jóhanns veröur: Lykillinn að undirmeðvitund-
inni, hvernig hægt er að auka afköst hug-
ans, hver okkar stærsta hindrun og mesti
ótti er, hvernig hugurinn starfar í raun og
veru, einfaldar aöferöir til aö auka sköpun
og velgengni á öllum sviöum og hvernig sá
töfraheimur sem viö getum stigiö inn í lítur
út. Aðgangseyrir er 1000 kr. Fyrirlesturinn
veröur endurtekinn þann 23. mars.
■ SÁLGÆSLUNÁMSKEH) HOLTVEGI 28
Sálgæslunámskeiö veröur haldiö aö Holta-
vegi 28 frá kl. 17.15-21.00. Kennarar á
námskeiðinu veröa þau Siguröur Pálsson
sóknarprestur, Gunnar Matthíasson sjúkra-
húsprestur, Sveinbjörg Pálsdóttir guöfræö-
ingur, Margrét Blöndal hjúkrunarfræöingur,
Sigurbjórn Einarsson biskup og Esther
Gunnarsson hjúkrunarfræöingur. Fólk kynn-
ist bæöi gleði og sorg í Iffinu. Á námskeiö-
inu er fólki bent á umhyggiu Guös fyrir ölium
mönnum og hvernig hann veitir blessun og
innri lækningu þeim sem leita hans. Verö
námskeiösins er 1500 kr.
Krár_____________________________
■ STEFNUMÓT Á GAUKNUM Stefnumót nr.
25 er á Gauki á Stöng í kvöld. 4th
Dimension, Lederskurken og Early Groovers
spila. Sjá umfjöllun f poppKfálkinum. 500
kall inn og einn kaldur í kaupbæti. Allt í
beinni á www.cocacola.is.
■ PÍANÓ Á CAFÉ ROMANCE Ljúfir tónar
a'la Simone Young pfanóleikara fylla hvern
f krók og kima á Café Romance.
Leikhús___________________________
■ LANGAFl PRAKKARI í MÓGULKH. Sýn
ingin Langafl prakkarl f Möguleikhúslnu er
byggt á verkum Slgrúnar Eldjárn, eins af vin-
sælustu barnabókahöfundum islands. Upp
sett.
■ KRÍTABHRINGURINN í KÁKASUS Leikrit
iö Krítarhringurinn í Kákasus veröur sýnt á
stóra sviöinu f Þjóöleikhúsinu klukkan 20
en þetta er aukasýning og auk þess er upp
selt á hana. Annars er verkiö eftir and-
spyrnuskáldiö Bertolt Brecht og er byggt á
gamalli kínverskri sögu af tveimur konum
sem deila um barn. Leikstjóri er Stefan
Metz og meöal leikenda eru Margrét VIF
hjálmsdóttir, Slguröur Slgurjónsson, Jóhann
Slguröarson og Kristbjörg KJeld. Áhugasöm-
um er bent á aö miðapantanir eru í síma
Á 5511200.
Fyrir börnin_____________________
■ UPPLE5TRARKEPPNI í GABPABJfi Lokp
hátíö stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ
fer fram f Garöaskóla kl. 16.30. 10 nem-
endur úr 7. bekk Garðaskóla hafa veriö vald-
ir til aö keppa til úrslita f lokakeppninni. Þeir
munu lesa bæöi sögur og Ijóð. Vegleg verö-
laun eru f boöi fyrir þá sem lenda f þrem
efstu sætunum og fá allir keppendur viöur-
kenningarskjal. Sparisjóöur Hafnarfjarðar viö
Hafnartorg gefur peningaverölaun, Mál og
menning gefur bókaverölaun, Mjólkursam-
salan býöur upp á veitingar og Blómabúöin
Garöablóm gefur keppendum blóm.
?Ircttamótaárnárhou ........
Snjóbrettaáhugamenn ættu aö kfkja niörá
Arnarhól f kvöld þar sem fram fer snjó-
brettamót. Búiö er aö byggja pall á hólnum
þar sem brettamenn stökkva fram af undir
tónlist frá Dj. Kára. Skráning til þátttöku fer
fram í Týnda hlekknum.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Eflir austfirska söngfugla:
Keith Reed vinnur nú ásamt austfirsku óperufólki að uppsetningu óperunnar Rakarinn frá Sevilla.
Keith Reed kennir söng og setur upp óperur á Egilsstöðum:
Draumurinn að koma
upp óperuskóla
Keith Reed kom eins og storm-
sveipur inn i sönglíf á Austurlandi
fyrir fjórum árum. Keith, sem er
bandarískur, er menntaður í söng,
kórstjóm og píanóleik. Keith, sem
hefur lengst af verið eini söngkenn-
arinn fyrir austan, hefur lyft
grettistaki í tónlistarlífi Austfirð-
inga; staðið fyrir stofnun Kammer-
skórs og sett upp óperuna Töfraflaut-
una.
„Þaö er nú dálítíð síðan við stofn-
uöum kammerkór hérna og við höf-
um þegar flutt nokkur af þekktustu
tónverkum veraldar. Þar á meðal eru
kantötur eftir Bach, Messías eftir
Handel og þrír kaflar úr Jólaóratóriu
Bachs,“ segir í samtali við DV.
Síðastliðið vor réðst Reed i það
viðamikla verkefni að setja upp óper-
Bíógagnrýni
una Töfraflautuna með hljómsveit,
búningum og ljósum, allt eins og í al-
vöru óperuhúsi. „Við vorum með
fjórar sýningar á Töfraflautunni og
fengum mjög góðar viðtökur. Ástæð-
an fyrir því að sýningarnar urðu
ekki fleiri voru ekki sökum lélegrar
aðsóknar heldur þurftu gestasöngv-
arar og hljóðfæraleikarar að yflrgefa
okkur. Við vorum með tvær söng-
konur sem sungu Næturdrottning-
una og þær auk þriggja annarra
söngvara komu að sunnan. Þetta
gekk allt saman eins og best verður á
kosið.“
Stærri verkefni, betri árangur
Um þessar mundir stendur
mikið til hjá Óperustúdíói Aust-
urlands því önnur ópera, Rakar-
inn frá Sevilla, verður frumflutt í
júní næstkomandi. Kammerkór-
inn er ekki heldur verkefnalaus
því þar stendur til að syngja Elia
eftir Mendelsohn. Keith mun
sjálfur syngja aðalhlutverkið og
stjómandi verður Gerrit Shuil.
Aðspurður hvort ekki sé í of
mikið lagt á jafnlitlum stað og Eg-
ilsstöðum segir Keith svo ekki
vera.
„Það er nauðsynlegt að fá nem-
endunum stór og viðamikil verk-
efni. Mér finnst skorta mjög á
slíkt víða í tónlistarskólunum hér
á landi. Það er einfaldlega stað-
reynd að með stærri verkefnum
og meiri ögrun þá næst betri ár-
angur. Nemendurnir fyllast líka
frekar sjálfstrausti,“ segir Keith.
Undanfarið hefur Keith svo
unnið að öðru stóru verkefni en
það er hvorki meira né minna en
stofnun óperuskóla fyrir austan.
„Mig dreymir um að koma á fót
óperuskóla hér á Austurlandi. Ég
er um þessar mundir að kanna
möguleika á samstarfi við Lista-
háskóla íslands og einnig listahá-
skóla á Norðurlöndunum. Þessi
skóli yrði fyrst og fremst hugsað-
ur fyrir Austfirðinga en einnig
fyrir alla sem hafa áhuga. Eiðar
væru kjörin staðsetning fyrir slik-
an skóla, þar er að finna skóla-
stofur, heimavist og mötuneyti.
Þá held ég að áhugann hjá aust-
firsku söngfólki vanti ekki,“ segir
Keith Reed.
Bíóhöllin/Stjörnubíó • Suntmer of Sam ★ ★ ★
Á heitu sumri í New York
Hilmar
Karlsson
skrífar gagniýni
um kvikmyndir.
Diskópariö
John Leguziano og Mira Sorvino ieika tvo ótika einstaklinga í hjónabandi sem
á enga framtíð fyrir sér.
Spike Lee þurfti hvað eftir annað,
meðan hann var að gera Summer of
Sam, að koma þeim skilaboðum til
fjölmiðla að myndin væri ekki um
íjöldamorðingjann Sam. Raunin er nú
samt sú að þunginn í myndinni er oft
á kostnað fjöldamoröingjans. Það að
Sam, sem í raun hét David Bergowitz,
skuli vera laus sumarið 1977 þegar
methitar mældust í New York hefur
áhrif á líf þeirra persóna sem koma
við sögu og morðin og morðinginn
eru ávallt í bakgrunninum þótt Lee
fari í skrautlega ferð í ýmsar áttir
með persónur sínar.
Sumarið 1977 var einnig sumarið
þegar rafmagnið fór af New York í
nokkrar klukkustundir að kvöldi til,
pönkið hélt innreið sína og aðalstað-
urinn var Stúdíó 54, þar sem diskóið
var allsráðandi. í þessari flóru at-
burða kynnumst við félögunum
Vinnie (John Leguizamo) og Ritchie
(Adrian Brody), Vinnie er hágreiðslu-
maður, giftur Dionnu (Mira Sorvino)
sem vinnur í veitingahúsi fóður síns.
Hún er trygg sinum eiginmanni á
meðan hann heldur fram hjá henni og
fær svo heiftarlegt samviskubit.
Ritchie hefur fjarlægst félaga sinn
jafnt og þétt, hann hefur náð sér í
breskan framburð og hailast að pönki
með þeim útlitsbreytingum sem það
krefst. Auk þess lifir hann tvöfóldu
lífi, vinnur fyrir sér sem dansari á
hommaklúbb. Fleiri félagar koma við
sögu og þar sem þeir búa í hverfinu
þar sem Sam hefur látið til sin taka þá
snýst umræðan um það hver Sam er
og eru þeir vissir um að það sé ein-
hver sem þeir þekkja.
Það er mikill kraftur í Summer of
Sam og sem fyrr er Spike Lee ekkert
að hlífa persónum sínum, rífur þær
niður jafnóðum og hann er búinn að
upphefja þær. Þrátt fyrir að sumar
hverjar séu ýktar þá eru þær trúverð-
ugar, eru í meira lagi orðljótar og í
samræmi við það umhverfi sem þær
alast upp í, þar sem siðferðið snýst
um það að lifa af daginn í dag með
hvaða hætti sem er. Lee byggir ekki
upp mynd sína í kringum eina eða
tvær sögur, heldur keðjuverkandi at-
burði, sem stundum virðast eins og
tilviljanakenndir, en allt stenst þetta
nánari skoðun. Leikarar eru yfirleitt
mjög góðir og varla hægt aö taka einn
fram fyrir annan, en eftirminnileg-
asta persónan er Ritchie, sem hefur
mun breiðari yfirsýn á lífið og tilver-
una en félagar hans, en geldur þess að
reyr.a að vera öðruvísi.
Summer of Sam virkar dálítið áreit-
in og langdregin í upphafi, en síðari
hlutinn er með því allra besta sem
Spike Lee hefur gert og það er gaman
að sjá hann takast á við persónur sem
ekki eru af svarta kynstofninum og
held ég að þetta sé í fyrsta sinn sem
hann gerir kvikmynd þar sem aðal-
persónurnar eru ekki svartar.
Hilmar Karlsson.
Leikstjóri: Spike Lee. Handrit: Victor
Colicchio, Michael Imperioli og Spike
Lee. Kvikmyndataka: Ellen Kuras. Tónlist:
Terence Blanchard. Aöalleikarar: John
Leguizamo, Adrian Brody, Mira Sorvino,
Jennifer Esposito og Ben Gazzara.