Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 28
Fjórhjóladrifinn
SUBARU LEGACY
... draumi líKastur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.0Ó0. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Tinna til
Lúxemborgar
Tinna Ólafsdóttir, dóttir forseta
Islands, hefur ráðið sig til Kaup-
þings í Lúxemborg og hefur þar
* störf innan skamms. Tinna hefur
verið stödd ytra ásamt eiginmanni
sínum undanfarna daga að skoða
staðhætti og líst
vel á sig. Siðdeg-
is í gær hafði
hún fest sér íbúð
á leigu í hverfi
þar sem fjöl-
margir íslenskir
samstarfsmenn
hennar búa.
„Tinna kemur
hingað inn á
eignastýringEU--
svið þar sem unn-
ið er að ávöxtun
fjármuna við-
skiptavina okkar og tekur við starfi
sjóðstjóra," sagði Bjöm Jónsson,
forstöðumaður hjá Kaupþingi í Lúx-
emborg, en Tinna hefur starfað hjá
Verðbréfamarkaði Islandsbanka þar
sem hún lætur brátt af störfum.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Lúx-
emborg eru við Rue Guillaume
Schneider og þar starfa um 20
manns, þar af um helmingur íslend-
ingar. Að sögn kunnugra leist
Tinnu ákaflega vel á alla staðhætti í
Lúxemborg og hlakkar til að flytja
út ásamt Fjölni Pálssyni, eigimanni
* sfnum, sem er flugmaður. Líklegt er
að þau hjónin haldi heimili bæði á
Islandi og í Lúxemborg til að byrja
með. -EIR
Tinna
Ólafsdóttir
Fann leiguíbúö
í Lúxemborg.
Norðurpólsleiðangur:
Baráttuandi
Sleðarnir eiga eftir að léttast, birt-
an á eftir að aukast, hitastigið inni i
tjaldinu mun aukast og torfæmu
hryggjunum mun
fækka mjög eftir á
að giska 7-10 daga í
norðurpólsleiðangri
þeirra Ingþórs
Bjamasonar og Har-
aldar Arnar Ólafs-
sonar. Ólafur Örn
Haraldsson þingmaður, sem er í
„heimastjóm" leiðangursins, sagði
við DV í morgun að þó hægt hefði
gengið t.a.m. á laugardag og sunnu-
dagurinn hefði verið notaður í hvíld
hefði baráttuandinn komið fram við
brottfór í gær, mánudag, þegar logn
var á ísnum og færið virtist gott.
„Dimman er mest núna, sleðarnir
þyngstir og hryggimir mestir. Við
vorum búnir að reikna með þessu. En
þegar strákarnir komast yfir versta
hryggjasvæðið munu sleðcimir t.a.m.
verða 20 kg léttari.,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að ákveðið hefði verið að
nota seinvirkari aðferð en að vissu
leyti öruggari en sænskur leiðangur á
t** undan okkar mönnum gerir. Þeir
tóku með sér léttari byrðar. -Ótt
Sviflð um svellið
Akureyringar hafa byggt sér myndarlega skautahöll yfir gamla skautasvelliö sem fyrir var og munu vígja hana innan tíöar. lökendur vetraríþrótta sem ekki kom-
ast í fjalliö vegna veöurs geta nú fariö í höllina og leigt þar skauta og svifiö um marflatan og skínandi ísinn. Myndin er tekin á sunnudag og sáust þá falleg til-
þrif ungra sem gamalla.
Ákæra gefin út á hendur manninum sem banaði áttræðri ekkju í Espigerði 4:
Stal 2-3 þúsundum af
konunni eftir morðið
- viðurkennir þjófnaðinn en ekki að hafa komið gagngert til að ræna
Réttarhöld heíjast að likindum í
næstu viku í manndrápsmáli ríkis-
saksóknara gegn Elísi Ævarssyni, 26
ára Reykvíkingi. Elís banaði Sigur-
björgu Einarsdóttur föstudaginn 3.
desember í ibúð hennar í Espigerði
4 í Reykjavík.
Ríkissaksóknari ákærir Elís fyrir
að hafa banað konunni, sem var átt-
ræð ekkja, með þvi að ráðast að
henni með hnífi að vopni og stinga
hana mörgum sinnum og skera.
Þannig lýtur ákæran að því að bana-
stungan hafi gengið inn í hálsvef og
valdið blæðingu inn í öndunarveg.
Elís er einnig ákærður fyrir þjófn-
að. Honum er gefið að sök að hafa
strax eftir að hann banaði konunni
tekið 2-3 þúsund krónur úr veski
hennar í eldhúsi íbúðarinnar.
Manndrápsmaðurinn hafði að-
gang að annarri íbúð í húsinu. Hann
var því vel staðkunnugur og
hafði bankað upp á í fleiri
íbúðum áður en Sigurbjörg
heitin opnaði ibúð sína fyrir
honum. Elís hefur samkvæmt
upplýsingum DV ekki viður-
kennt að hafa farið inn í íbúð-
ina í þeim tilgangi að ræna
konuna. Hann viðurkenndi á
hinn bóginn að hafa stolið
þeim peningum sem um er
rætt í ákæru ríkissaksóknara.
Það mun væntanlega koma
fram við réttarhöldin hvort
sakbomingurinn getur gefið
einhverjcU skýringar á þvi
hvers vegna hann fór inn í
íbúðina. Ljóst þykir að aldr-
aða konan hafði engin kynni
haft áður af manninum sem
bankaði upp á hjá henni og banaði
henni eftir það. Elís fór af vettvangi
og leyndist þangað til daginn eftir
þegar lögreglan í Reykjavík handtók
hann. Viðurkenning á
morðinu lá fyrir á sunnu-
deginum.
Elís Ævarsson var með-
al margra þekktur sem
fíkniefnaneytandi og hafði
reyndar oft farið í meðferð
vegna neyslu sinnar. Hann
var nýlega kominn úr með-
ferð þegar hann framdi
manndrápið. Elís sat í
fangelsi á síðasta ári fyrir
líkamsárás gegn 19 ára
pilti þar sem hnífur Elísar,
ítrekuð spörk og hnefa-
högg komu við sögu. Hann
hlaut 3ja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir
skjalcifals árið 1998, 4ra
mánaða fangelsi fyrir
þjófnað árið 1994 og sekt fyrir lík-
amsárás árið 1993. -Ótt
Steingrímur J. Sigfússon um Leifsstöð í formi hlutafélags:
Pólitísk barbabrella
„Mér sýnist, við allra fyrstu sýn, að
menn séu að fara mjög krókótta leið
að tiltölulega einfoldu markmiði, sem
er einfaldlega að taka drjúgan hluta
af hagnaði fríhafnarinnar til að
greiða niður miklar skuldir Leifs-
stöðvar,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, þingmaður VG, um væntanlegt
frumvarp Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra um að gera Leifsstöð
að hlutafélagi.
Steingrímur segist í fljótu bragði
sjá tvenns konar hættu við að stofna
hlutafélag um allan reksturinn. Hið
fyrra sé að árekstrar verði, jafhvel
þannig að aðilar muni beita fyrir sig
samkeppnislögum ef bæði rekstur frí-
hafnarinnar og eignarhald og útleiga
á húsnæði verði í sama fyrirtæki. Frí-
höfnin sé í samkeppni við aðrar
verslanir í húsnæðinu. „I öðru lagi
væri maður meir en lítið bláeygur ef
maður léti sér ekki detta í hug að
þetta væri undanfari einkavæðingar
þessarar starfsemi. Tilgangurinn með
þessu er vafalaust sá að kraftaverk
verði með því að setja hf. aftan við
hlutina, þótt skuldirnar minnki ekk-
ert við það. I öðru lagi held ég að
menn hafi búist við því að það væri
pólitísk barbabrella að sameina frí-
höfnina og bygginguna í einu fyrir-
tæki. Þá myndu menn síður sjá of-
sjónum yfir þeim miklu fjármunum
sem þar með hætta að koma frá frí-
höfninni i ríkissjóð. I þriðja lagi hafa
verið þama ákveðin stjómunar-
vandamál og ráðherra verið í hremm-
ingum varðandi mannaráðningar.
Ætli eigi ekki aö slá þá flugu með í
högginu.
En ég hafna ekki þeirri meginrök-
semd að nauðsynlegt sé að koma þess-
um málum i farveg.“
-JSS
Skipholti 50 d
brother P-touch 9400
Stóra merkivélin sem
10 leturgerðir
margar feturstærðir
16 leturstillingar
prentar 110 línur
borði 6 til 36 mm
þolir álagið
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.lf.is/rafport