Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2000, Blaðsíða 22
34
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára___________________________
Kristín Vigfúsdóttir,
Vatnsendabletti 88, Kópavogi.
75 ára___________________________
Margrét Jónasdóttir,
Þorragötu 9, Reykjavík.
Sveinn Sveinsson,
Ægisgötu 10, Reykjavík.
70ára____________________________
Olgeir Gíslason,
Hjarðartúni 3, Ólafsvík.
Pátl Aðalsteinsson,
Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ.
60 ára___________________________
Jósefína Pétursdóttir,
Þingási 9, Reykjavík.
50 ára___________________________
Erna Hjaltadóttir,
Fellsenda 2, Búðardal.
Guðrún Jónsdóttir,
Bláskógum 8, Reykjavík.
Jósteinn Kristjánsson,
Ystaseli 28, Reykjavík.
Stefanía Hákonardóttir,
Heiðarbakka 7, Keflavík.
40 ára___________________________
Ámi Sveinn Sigurðsson,
Ásvegi 13, Akureyri.
Eggert Elfar Jónsson,
Bakkaseli 28, Reykjavík.
Erna Hauksdóttir,
Hólatúni 7, Sauðárkróki.
Guðmundur Guðbrandsson,
Starengi 5, Selfossi.
Guðmundur Smári Guðmundsson,
Merkigerði 6, Akranesi.
Hulda Björk Georgsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 7, Reykjavík.
Inga Hrönn Þorvaldsdóttir,
Álftamýri 55, Reykjavík.
Jón Viðar Guðjónsson,
Melbæ 18, Reykjavík.
Jónas G. Einarsson,
Grasarima 16, Reykjavík.
Oddný Elínborg Bergsdóttir,
Holtagötu 6, Súðavík.
Snorri Ægisson,
Guðrúnargötu 2, Reykjavík.
Sverrir Valur Lýðsson,
Vitabraut 9, Hólmavík.
Lelktu þér
á Krakkavef
Vísis.is
Ásbjörg Ásbjörnsdóttir, Hrafnistu,
Hafnarfiröi, áður til heimilis á
Reykjavíkurvegi 38, Hafnarfirði, lést á
Hrafnistu fimmtudaginn 16.3.
Útförin auglýst síöar.
Jón G. Arnórsson, Krókahrauni 12,
Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur miðvikudaginn 15.3.
Sigurður Bachmann, lést á Hrafnistu 7
Reykjavík fimmtudaginn 16.3.
Ásta Tómasdóttir, Hvassaleiti 56,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 7.3.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Vilborg Ása Vilmundardóttir, Blikahólum
4, áður Grundargeröi 18, Reykjavík, lést
á líknardeild Landspítalans aö morgni
miðvikudagsins 15.3.
DV
reranffittifr
Tryggvi Harðarson
bæjarfulltrúi og formannsframbjóðandi
Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfiröi og formannsframbjóðandi
Hafnarfjörður og ísafjörður hafa löngum verið talin höfuðvígi krata. Tryggvi er
af traustum hafnfirskum kratastofnum og þekktum vestfirskum ættum.
Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði, Vesturbraut 19, Hafn-
arfirði, bauð sig fram til formanns-
kjörs í Samfylkingunni á fimmtu-
daginn var. Framboðsfrestur er nú
útrunninn svo þeir Tryggvi og Öss-
ur Skarphéðinsson eru einir i kjöri.
Starfsferill
Tryggvi fæddist á Akureyri 30.6.
1954 og ólst upp á Hjalteyri til fimm
ára aldurs, átti síðan heima í Ólafs-
vík í tvö ár en hefur síðan átt heima
í Hafnarfirði.
Tryggvi lauk landsprófi frá Flens-
borgarskóla 1971, lauk stúdentsprófi
þaðan 1975, stundaði nám við Mála-
stofnun Pekingborgar 1975-76 og
nám í sagnfræði og kínversku við
Háskóla Pekingborgar 1976-79.
Tryggvi var stundakennari og
hvalverkamaður á árunum 1979-82,
járnabindingamaður 1982-88 og og
hefur síðan stundað blaðamennsku,
við Alþýðublaðiö og víðar, auk þess
sem hann hefur stundað jámabind-
ingar af og til.
Tryggvi hefur verið bæjarfulltrúi
fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði
frá 1986 og lengst af setið í bæjar-
ráði, þar af formaður þess 1993-94.
Hann sat í framkvæmdastjóm Al-
þýðuflokksins 1988-94.
Tryggvi hefur setið í hafnarstjóm
Hafnarfjarðar, sat í húsnæðisnefnd
og hefur setið í ýmsum starfsnefnd-
um á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
Tryggvi keppti í handbolta með
meistaraflokki FH um skeið.
Fjölskylda
Kona Tryggva var Ásta Sigríður
Kristjánsdóttir, f. 20.5. 1956, BA í
ensku og leiðbeinandi.
Böm Tryggva og Ástu Sigríðar
eru Hörður Helgi, f. 19.4. 1980,
verkamaður í Hafnarfirði; Kristján,
f. 18.11. 1986, nemi; Ásthildur Krist-
ín, f. 16.1. 1989, nemi.
Systkini Tryggva: Ólafur, f. 12.12.
1951, stjómmálafræöingur og lektor
viö HÍ; Sigrún Ágústa, f. 21.12. 1952,
kennari í Reykjavík; Ragnhildur, f.
13.10. 1955, kaupkona, búsett i Hafn-
arfirði; Elín Sofíia, f. 7.3. 1958, mat-
sveinn og kaupkona í Hafnarfirði;
Kristin Bessa, f. 23.7. 1963, húsmóð-
ir í Hafnarfírði; Guðrún, f. 27.7.
1966, húsfreyja að Hvassafelli í Eyja-
fjarðarsveit.
Foreldrar Tryggva eru Hörður
Zóphaníasson, f. 25.4. 1931, fyrrv.
skólastjóri, og k.h., Ásthildur Ólafs-
dóttir, f. 3.2. 1933, skólaritari.
Ætt
Hörður er sonur Zóphaníasar,
skósmiðs í Reykjavík Benediktsson-
ar, b. í Ytra-Tungukoti i Svartárdal
í Helgasonar. Móðir Zóphaníasar
var Guðrún, systir Elínborgar, móð-
ur Helga Seljan. Guðrún var dóttir
Þorláks, b. á Kárastöðum Oddsson-
ar, og Ingigerðar Helgadóttur, b. á
Svínavatni Benediktssonar, og Jó-
hönnu, ljósmóður Steingrimsdóttur,
b. á Brúsastöðum Pálssonar, pr. á
Undirfelli Bjamasonar. Móðir Páls
var Steinunn Pálsdóttir á Melstað,
systir Bjarna landlæknis og formóð-
ir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta
og Guðlaugs Tryggva Karlssonar.
Móðir Harðar var Sigrún Jónína
Trjámannsdóttir, b. í Fagranesi í
Öxnadal Guðmundssonar. Móðir
Sigrúnar Jónínu var Sigurrós Sig-
urðardóttir.
Bróöir Ásthildar er Kristján
Bersi skólameistari. Ásthildur er
dóttir Ólafs Þ. Kristjánssonar,
skólastjóra í Hafnarfirði, bróður
Halldórs rithöfundar og Guðmund-
ar Inga skálds, frá Kirkjubóli. Ólaf-
ur var sonur Kristjáns, b. á Kirkju-
bóli, bróður Guðrúnar, ömmu Gests
Ólafssonar skipulagsfræðings, og
Kristínar Ólafsdóttur söngkonu,
móður Hrannars Arnarssonar borg-
arfulltrúa. Kristján var sonur Guð-
mundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar,
bróður Hákonar, langafa Sigurjóns
Péturssonar, fyrrv. borgarfúlltrúa.
Systir Guðmundar var Solveig,
amma Gils Guðmundssonar rithöf-
undar. Móðir Guðmundar var Krist-
ín Hákonardóttir, b. á Grafargili Há-
konarsonar, bróður Brynjólfs,
langafa Guðnýjar, móður Guðmund-
ar G. Hagalín. Móðir Ólafs skóla-
stjóra var Bessabe, systir Friðrikku,
ömmu Einars Odds Kristjánssonar
alþm. Bessabe var dóttir Halldórs,
b. á Hóli í Önundarfirði, bróður
Ragnheiðar, langömmu Gunnars
Ásgeirssonar forstjóra.
Móðir Ásthildar er Ragnhildur
Gisladóttir, b. á Króki í Selárdal
Ámasonar, b. í Öskubrekku, Áma-
sonar, hreppstjóra í Neöri-Bæ,
Gíslasonar, pr. í Selárdal, Einars-
sonar Skálholtsrektors, Jónssonar,
langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs
Laxness. Móðir Áma hreppstjóra
var Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
kaupmanns í Flatey, Bogasonar,
fræðimanns og ættföður Staðar-
fellsættarinnar, Benediktssonar.
Móðir Ragnhildar var Ragnhildur
Jensdóttir, b. í Feigsdal Þorvalds-
sonar.
Sextugur
Sigurður Guðni Jónsson
apótekari
Sigurður Guðni Jónsson, apótek-
ari í Lyf og heilsa við Háteigsveg,
Flókagötu 33, Reykjavík, er sextug-
ur í dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Fögruhlíð i
Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu og
ólst þar upp til sex ára aldurs er
hann flutti til Keflavíkur með for-
eldrum sínum. Hann lauk stúdents-
prófi frá ML 1960, stundaði lyfja-
fræðinám við HÍ og verknám í
Lyfjaverslun ríkisins og Holts Apó-
teki 1961-62, lauk miðprófi sama ár,
stundaðin nám við Danmarks Far-
maceutyske Hojskole og lauk cand.-
pharm. prófi 1966.
Sigurður starfaði á vegum land-
læknisembættisins hjá Patreks-
hreppi 1966-67, var stofnandi og
fyrsti lyfsali Patreks Apóteks
1967-84, opnaði lyfjaútsölu á Bíldu-
dal 1971 og á Þingeyri 1973.
Sigurður tók við rekstri Apóteks
Austurbæjar 1984 og hefur verið þar
apótekari síðan.
Sigurður var formaður Björgun-
arsveitar Patreksfjarðar, formaður
Norræna félagsins á Patreksfirði
um skeið og starfaði i skólanefnd.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist
15.11. 1969 Fjólu Guðleifs-
dóttur, f. 21.9. 1944, hjúkr-
unarfræðingi. Hún er
dóttir Guðleifs Kristins
Bjarnasonar símvirkja og
Sigurborgar Eyjólfsdóttur
frá Dröngum, húsmóður í
Reykjavík.
Böm Sigurðar og Fjólu
eru Leifur, f. 18.8. 1970, trúboði í
Afríku; Anna, f. 3.5. 1974, myndlist-
arnemi í Litháen.
Bróðir Sigurðar er Hilmar, f. 12.5.
1932, yfirbókavörður og rithöfundur
í Keflavík, kvæntur Elísabetu Guð-
rúnu Jensdóttur, f. 3.3. 1945, kenn-
ara.
Foreldrar Sigurðar voru Jón Guð-
jónsson, f. 26.4. 1905, d. 28.2. 1975,
bóndi og verkamaöur í Keflavík, og
k.h., Jóna Guðrún Þorkelína Guð-
laugsdóttir, f. 27.2. 1908, d. 15.10.
1968, verkakona.
Ætt
Jón var sonur Guðjóns, b. í
Fögruhlíð Einarssonar, b. á Set-
bergi i Fellum Sveinssonar, b. í
Götu i Fellum, bróður Þórunnar,
móður Páls Ólafssonar
skálds. Sveinn var sonur
Einars, b. i Götu Sigurðs-
sonar. Móðir Einars í
Götu var Bóthildur Magn-
úsdóttir, systir Stefáns,
ættföður Sandfellsættar-
innar, langafa Áma, afa
Helga Seljans og Árna
Helgasonar í Stykkis-
hólmi. Stefán var einnig
langafi Bóelar, langömmu Geirs
Hallgrímssonar. Þá var Stefán
langafi Bóasar, langafa Harðar Ein-
arssonar, lögfræðings og forstjóra,
og Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Móðir Jóns var Sigríður Jónsdótt-
ir, b. í Fögruhlíð Þórðarsonar. Móð-
ir Jóns í Fögruhlíð var Sigríður Sig-
fúsdóttir, systir Kristínar,
langömmu Guðrúnar, ömmu Sig-
mundar Sigfússonar, læknis á Ak-
ureyri.
Jóna var dóttir Guðlaugs, báta- og
húsasmiðs í Keflavík Eyjólfssonar,
b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi,
Eiríkssonar, bróður, samfeðra, Ár-
nýjar, ömmu Sigurbjamar Einars-
sonar biskups, fóður Karls biskups.
Árný var einnig amma Aðalheiðar
Merkir Islendingar
Jón Vídalln biskup, fæddist 21. mars 1666,
en lést 30.ágúst 1720. Hann var sonur
Þorkels Amgrimssonar, prests í Görðum
á Álftanesi, og k.h., Margrétar Þorsteins-
dóttur, prests í Holti undir Eyjafjöllum
Jónssonar.
Jón lærði hjá Árna Þorvarðarsyni, á
Þingvöllum, Páli Ámundasyni á Kol-
freyjustað, var í Skálholtsskóla
1679-82, lauk heimspeki- og guðfræði-
prófl við Kaupmannnnahafnarháskóla
og lærði hebresku hjá frænda sinum,
Páli Bjömssyni i Selárdal.
Eftir háskólanám gekk Jón í danska
sjóherinn í tvö ár en var keyptur út af
Heidemann landfógeta. Við heimkomuna
varö Jón m.a. aðstoðarmaður Þórðar Þorláks-
Jón biskup Vídalín
sonar Skáholtsbiskups. Jón var Skálholts-
biskup frá 1698 og til dauðadags.
Jón var skarpur námsmaður, i hópi
lærðustu klerka, mikill kennimaður og
afburðar ræðuskörungur. Þá var hann
talinn besta latínuskáld síns tíma. Hús-
lestrarbók Jóns, Vídalínspostilla, var
feikilega mikið lesin á löngu tímabili
en hún er nánast eina íslenska guð-
fræðiritið í lausu máli sem öðlast hef-
tm varanlegt bókmenntagildi.
Jón var stjómsamur og ör i skapi en
þótti mildur við smælingja. Hann átti í
útistöðum viö aðra valhafa, s.s. Odd Sig-
urðsson lögmann. Um hann hafa spunnist
ýmsar þjóðsögur, einkum vegna her-
mennsku hans og ofsafenginnar skapbræði.
Bjamfreðsdóttur alþm. og
Magnúsar Bjarnfreðssonar, fyrrv,
fréttamanns. Móðir Eyjólfs var Guð-
rún Ásgrimsdóttir, b. á Oddum í
Meðallandi Árnasonar, b. í Botnum
Eiríkssonar, bróður Sverris, langafa
Jóhannesar Kjarvals.
Móðir Jónu var Málhildur Þor-
kelsdóttir, b. á Harðangri á Vatns-
leysuströnd Jónssonar, b. á
Strympu á Rangárvöllum Þorkels-
sonar. Móðir Málhildar var Guðrún,
systir Guðríðar, langömmu Oddnýj-
ar, móður Jónatans Þórmundssonar
prófessors. Guðrún var dóttir Egils,
hreppstjóra á Þórustöðum á Vatns-
leysuströnd, bróður Þorleifs Repp
málfræðings. Egill var sonur Guð-
mundar, pr. á Kálfatjöm, bróður
Þorvalds, langafa Finnboga, fóður
Vigdísar forseta. Guðmundur var
sonur Böövars, pr. í Holtaþingum
Högnasonar prestafóður og pr. á
Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðs-
sonar, afa Tómasar Sæmundssonar
Fjölnismanns. Móðir Guðmundar
var Gyðríður Þorvaldsdóttir, að
Múla í Álftafirði Ófeigssonar. Móðir
Egils var Rósa Egilsdóttir, pr. að Út-
skálum Eldjámssonar.
Útför Lilju Gísladóttur, Kumbaravogi, áð-
urtil heimilis á Bræðraborgarstíg 24a,
Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjud. 21.3. kl. 10.30.
Margrét Theodórsdóttir, Nestúni 4,
Hvammstanga, veröurjarðsungin frá
Hvammstangakirkju þriöjud. 21.3.kl. 14.
Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, Sigga í
Bót, Lindasíðu 4, Akureyri, sem lést
þriðjudaginn 14.3., verður jarösungin frá
Glerárkirkju þriðjud. 21.3. kl. 14.
Guöbjörg Sigríöur Petersen, Bauký,
Sogavegi 72, verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju þriðjud. 21.3. kl. 13.30.
Margrét P. Einarsdóttir, Hrafnistu, áöur
Kambsvegi 31, veröur jarðsungin frá Ás-
kirkju þriðjud. 21.3. kl. 13.30.
Sveinn Guömundsson, Hátúni lOb,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjud. 21.3. kl. 15.