Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Fréttir DV Niðurstöður skoðanakannana DV 21-22/03 ‘00 9/l'99 21-22/03 '00 9/l'99 21-22/03 '00 9/l'99 21-22/03 '00 0- Kosnlngar 8/5 '99 SKOÐAHAKÖNNUN DV I ------------------►! 9/199 21-22/03 '00 Skoöanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Samfylkingin nær aftur upp í kjörfýlgi - tekur fylgi frá Sjálfstæðiflokki. VG bætir við sig. Framsókn tapar enn 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fylgi flokka - miöaö viö þá sem tóku afstööu - 4, Á 0,1 irni a.6 DV 28-29/12 '99 ® SKOÐANAKÖNNUN DV 20/10 '99 DV 13/09 '99 | | Kosningar <1 DV 26, mv>w Samfylkingin 25,6 1*,« Skipan þingsæta — samkvæmt atkvæöafjölda — pv 2i-22/03 '00 35 4. í? DV 28-29/12 '99 SKOBANAKÖNNUN DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 j DV 20/10 '99 DV 13/09 '99 | JKosnlngar M Samfylkingin W |2 3 U ,l; is 11U 10 11 12 6 Samfylkingin hefur rétt rækilega úr kútnum eftir fylgishrun í skoö- anakönnunum frá alþingiskosning- unum sl. vor, er komin nánast í kjörfylgi sitt. Fylgisaukning Sjálf- stæöisflokks i síðustu könnunum, þar sem flokkurinn var kominn í hreinan meirihluta, er horfin. Er flokkurinn kominn aftur niður i kjörfylgi. Framsókn heldur áfram aö dala en Vinstrihreyfingin - grænt framboð er á hægri en ör- uggri uppleið. Samanlagt tapa stjómarflokkamir en stjómarand- stöðunni vex ásmegin. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var 21. og 22. mars. Úrtakið var 1200 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgarsvæöis og landsbyggðar, sem og kynja. Hringt var í kjósendur og þeir spurðir: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þing- kosningar fæm fram núna? Óákveðnir og þeir sem vildu ekki svara reyndust 33,9% sem þýðir að 66,1% tók afstöðu í könnuninni. Er það svipað hlutfall og í síðustu könn- un DV sem gerð var um áramót. Þegar svör allra í könnuninni eru skoðuð fær Fram- sóknarflokkurinn stuðning 8,3% þátt- takenda, Sjálfstæð- isflokkur 26,8%, Frjálslyndi flokk- urinn 1,8%, Sam- fylkingin 16,9% og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð 12,2%. Húmanista styðja 0,1% en Anarkistar á íslandi og Kristlegt framboð fær ekkert fylgi. Óákveðnir reyndust 26% og 7,9% neituðu að svara. Ef einungis er litiö tfl þeirra sem afstöðu tóku skiptist stuðningur við flokkana sem nú hafa fulltrúa á þingi þannig: Framsóknarflokkur 12,5%, Sjálfstæðisflokkur 40,6%, Frjálslyndi flokkurinn 2,8%, Sam- fylkingin 25,6% og Vinstrihreyfing- in - grænt framboð 18,4%. Breyting frá kosningum og síðustu könnun- um DV sést á meðfylgjandi gröfum. Stjórnarflokkar í vörn Samanlagt fylgi rlkisstjórnarflokk- anna nú er 53,1%, samanborið við 59,1% í kosningunum. Þama munar mest um fylgishran Framsóknar sem hefur verið á stöðugri niðurleið. Fylgi stjómarflokkanna var 67,8% í skoð- anakönnun DV um síðustu áramót. Frá síðustu könnun DV hafa stjómar- flokkamir því misst fylgi sem nemur fylgi Framsóknar í þessari könnun. Þróun á fylgi flokkanna á þingi frá kosningunum má sjá á meðfylgjandi grafi. Þar sést greinilega fylgistap Framsóknar og Samfylkingar og fylg- isaukning Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna. Loks má geta þess að Frjáls- lyndir tapa rúm- lega fjórðungi þess fylgis sem þeir fengu í al- þingiskosningun- um. Skipting þing- sæta Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 26 þingmenn kjöma samkvæmt þessari skoðana- könnun, sama og í kosningunum. Framsókn fengi ekki nema 8 þing- menn, tapaði 4 frá kosningunum. Saman fengju stjómarflokkamir nú 34 þingmann samanborið við 38 í kosningum og 41 í síðustu skoðana- könnun DV. Samfylking fengi 16 menn, hefur nú 17. Vinstri-grænir fengju 12 þing- menn samkvæmt könnun DV, hafa nú 6 menn á þingi. Frjálslyndir fengju einn mann í stað tveggja. í raun þýðir það að Frjálslyndir detta út af þingi þar sem ekki er hægt að hafa einn þingmann. Næstur inn yrði þá þingmaður Samfýlkingar. Framsókn sterkari útl á landi Eins og fyrr era landsbyggðarkarlar í miklum meirihluta meðal stuðnings- manna Frjálslynda flokks Sverris Her- mannssonar. Framsóknarflokkurinn sækir mest af sínu fylgi út á land, eða 65%, og karlar em fleiri meðal ffam- sóknarmanna en konur. Sjáifstæðis- flokkurinn er sterkari á höfúðborgar- svæðinu en landsbyggðinni og karlar fleiri en konur i stuðningsliði hans. Enginn munur er á fylgissveit Sam- fylkingar meö tilliti til kynja og bú- setu. Sama er að segja um stuðnings- menn Vinstri-grænna. -hlh/hdm Gegn veröhækkunum Forsvarsmenn Baugs kynntu áform sín í gær. Baugur hjólar í verðbólguna Forsvarsmenn Baugs kynntu í gær átak sem nefnist „Viðnám gegn verðbólgu". Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri segir að fyrirtækið stefni að því að lækka matvöruverð i landinu enn frekar. „Til þess að þetta nái fram að ganga ætlum við að tvöfalda eigin innflutning, auka samstarf við er- lendar verslanakeðjur um innkaup, hagræða i rekstri og ná nýjum samn- ingum við framleiðendur," segir Jón Ásgeir. Tilefni fundarins voru ásak- anir forsætisráðherra um að Baugur hafl hækkað vömverð í landinu í skjóli fákeppni og vilja Baugsmenn leiðrétta það. „Áiagning Baugsversl- ana hefur ekki hækkað á síðasta ári þó verðið hafi hækkað. Skýringin er sú að innlendir tramleiðendur og stórir innflytjendur hafa hækkað verð til okkar um 200 milljónir á síð- asta ári. Við heitum því hins vegar að næstu tvö ár muni Baugur ekki hækka álagninguna í verslunum sín- um.“ -HG Stuttar fréttir Uppvís að ósannindum Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður segir að Georg Lárasson, forstjóri Útlendinga- eftirlitsins, hafi orð- ið uppvís að ósann- indum. Hún segir að hann sé ekki starfi sínu vaxinn og bætti við að hjá flest- um siðmenntuðum þjóðum myndi maður í hans stöðu segja af sér. Um- mælin koma í kjölfar fyrirspumar Ástu um kostnað við að fá útlendinga í heimsókn. RÚV greindi frá. Væri 4,5 krónum lægra Verð á bensínlítra væri 4.5 krónur hærra en það er í dag ef ekki hefði komið til lagabreytinga á Alþingi í október síðastliðnum. Ef miðað er við ársgrundvöll og bensínverð i dag hef- ur lagabreytingin kostað ríkissjóð 860 milljónir króna. Stöð 2 greindi frá. Lykilhótel lokuð Skrifstofur Lykilhótela hf. í Reykjavík voru innsiglaðar í gær- morgun vegna vanskila við hið opin- bera. Fyrirtækið rekur fimm hótel á íslandi, þar af þrjú yfir vetrartímann. Orkuveitur á markað Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, telur að íslensku orkuveitunum, sem era í eigu hins opinbera, eigi að breyta í hlutafélag svo þau gætu farið á alþjóðamarkað innan fárra ára. Hann segir að heild- areignir í orkugeiranum séu litlu minni en eignir í sjávarútvegi. RÚV greindi frá. Gullgeröarvél Ögmundur Jónas- son óttast að í kjölfar þess að Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði hlutafélag verði hún seld og þjóðin missi þá af „gullgerð- arvél“ fyrir þjóðarbú- ið, enda skaffi stöðin ríkissjóði 100 miiljónir á ári. Guðmundur slapp Hæstiréttur hefur snúið við niður- stöðu Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að sala Guðmundar Bjamason- ar, þáverandi landbúnaðarráðherra, á jörðunum Brúnir og Tjamir til Sím- ons Oddgeirssonar 1 Dalseli héifi ver- ið ólögleg. Hæstiréttur kemst að þess- ari niðurstöðu þótt fundið væri að sölunni í veigamiklum atriðum. Dag- ur greindi frá. 35 þýðingarverkefni Þýðingarsjóður samþykkti að veita samtals 9 milljónir króna tii 35 þýð- ingarverkefna á þessu ári en alls sóttu 28 aðilar um styrki til 76 þýðing- arverkefna. Hæsta styrkinn tfl ein- staks verkefnis, 450 þúsund krónur, fékk Fjölvaútgáfan vegna þýðingar á Doktor Faustus eftir Thomas Mann. Skilur ekki Pál Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, segist ekki skflja hvað valdi því að Páll Péturs- son félagsmálaráðherra fmni sig knú- inn tfl að vara við verkfalli á lands- byggðinni. 660 milUóna samningur Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri, skrifuðu í vikunni undir 660 milljóna króna þjón- ustusamning um framhald reynslu- verkefnis Akureyrarbæjar í þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu. Dagur greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.