Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 20
24
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
Tilvera DV
Cameron með
græna fingur
Cameron Diaz og kærastinn
hennar, Jared Leto, eru bæði með
græna fingur og keyptu á dögun-
um garðverkfæri, áburð og plönt-
ur. Cameron hefur verið með
Jared í rúmt ár og er hæstánægð
með hann. Hún segir hann ekki
vera í neinum vandræðum með líf-
ið og sjálfan sig eða hvemig fólki
þyki hann vera. Hún þurfi ekki að
hafa áhyggjur af því hvort hann sé
dapur eða í slæmu skapi.
Ekki búin að
ákveða daginn
Michael Douglas sagði í vikunni
að hann og unnusta hans,
Catherine Zeta-Jones, væru enn
ekki búin að ákveða brúðkaups-
daginn. Þau væru heldur ekki bú-
in að ákveða hvar hjónavígslan
verður. Douglas kvaðst þó viss um
að þau myndu ganga í það heijaga
á þessu ári. Catherine, sem er 25
árum yngri en Michael, er komin
fimm mánuði á leið.
Eastwood tekur
völdin
Clint Eastwood veit hvemig
hann vill hafa hlutina. Hann var
♦ óánægður með markaössetningu
á nýju myndinni sinni, Space
Cowboys, og ákvað því að sjá um
starfið sjálfur. Clint sakar Wam-
ers-kvikmyndafyrirtækið um að
hafa klúðrað markaðssetningu á
myndinni True Crime. Það hafi
verið mistök að láta fyrirtækið
ráða öllu. Clint ætlar ekki að láta
v endurtaka mistökin.
Snjóvarnargarður fyrir 250 milljónir
ofan við miðbæ Neskaupstaðar:
Snjóléttur
vetur flýtir
framkvæmd
DV. NESKAUPSTAÐ:____________________
Gríðarlegt mannvirki er að rísa
ofan við miðbæ Neskaupstaðar - þver-
garður til varnar snjóflóðum. Guð-
mundur Sigfússon, bæjarverkfræðing-
ur í Neskaupstað, segir að garðurinn
muni veita mikið öryggi enda hafa
vamargarðar þegar sannað gildi sitt,
á Fiateyri i tvígang og á Siglufirði.
Vamargarðurinn í Neskaupstað er
sérstakur að því leyti að hann liggur
þvert á flóðstefhu, hann er vamar-
garður en ekki leiðigarður sem leiöir
snjóflóðið á aðrar slóðir. Kostnaður
verður um 250 milljónir króna og
verkinu á að ljúka í lok september.
Vinna við þvergarðinn sem rís
12-14 metra upp úr landslaginu hófst
Fegurð í fjallinu
Villa Dan - Vilborg Daníelsdóttir er falleg, skynsöm og vingiarnleg ung stúlka
frá Akureyri. Hún stjórnar einni gröfunni sem umbyltir jarðveginum
ofan við kaupstaöinn.
Dínamítmaðurinn
Halldór Óskarsson frá Ólafsfirði er sprengimeistari í fjallinu. Hann handfjatlar
sprengiefnið af miktu öryggi og kunnáttu. Hér er hann meö sprengihnallinn,
tilbúinn að sprengja.
á síðasta sumri og hafa starfsmenn
Arnarfells á Akureyri unnið sleitu-
laust við verkið. Snjólétt hefur verið í
Neskaupstaö í vetur - allt þar til síð-
ustu dagana að snjó kyngir niður.
Auk varnargarðsins verður komið
fyrir snjósöfnunargirðingum eins og
þekktar em í Ölpunum. Þær eru fram-
leiddar í Frakklandi og hafa reynst
vel víða um lönd, meðal annars hér á
landi.
Þorvaldur Konráðsson hefur stjóm-
að verkinu fyrir Arnarfell. Hann seg-
ir að verkið hafi gengið prýðilega og
veturinn eystra verið hagstæður. „Ég
get ekki sagt að þetta hafl verið erfitt,
við höfum unnið upp á hvem einasta
dag, það er helst undanfarið sem tíð
hefur verið nokkuð rysjótt. Verkið
potast áfram og við skilum á réttum
tíma næsta haust,“ sagði Þorvaidur.
Snjóeftirlitsmaður fylgist með snjó-
söfnun í fjallinu en hún hefur verið
lítil þennan veturinn. -RN
DV-MYNDIR REYNIR NEIL.
Búa til öryggi
Fimm eða sex gröfur af þessu tagi
hafa verið að vinna í hlíðinni fyrir
ofan Neskaupstað síðan í fyrrasum-
ar auk fjölmargra annarra stórvirkra
tækja sem umbylta fjallinu í þágu ör-
yggis þæjarþúa í Neskaupstað.
Jagger getur ekki vænst fyrirgefningar Jerry:
Sjö mánaða sam-
band við Luciönu
Mick Jagger á ekki von á góðu frá
Jerry Hall. Vonir hans um fyrirgefn-
ingu syndanna frá fyrrum eiginkonu
sinni kunna að vera að engu orðnar
eftir nýjustu uppljóstranir brasilísku
fyrirsætunnar Luciönu Morad, bams-
móður Jaggers. Þau gömnuðu sér
ekki bara eina næturstund, heldur
gott betur.
„Ég þoli ekki þegar allir segja að
þetta hafi bara verið einnar nætur
gaman. Það er ekki satt. Ég átti í
löngu ástarsambandi við hann,“ segir
Luciana í viðtali við breska blaðið Ex-
press.
„Ég hitti hann í mars 1998 og ég átti
barnið í maí 1999. Það þýðir að ég átti
í ástarsambandi við hann í að
minnsta kosti sjö mánuði."
Ekki er meira en ein vika liðin síö-
an dómstóll í New York úrskuröaði að
Jagger skyldi greiða Luciönu sjö
hundmð þúsund króna meðlag á mán-
uði til að hún geti séö syninum sóma-
Luclana Morad kjaftar frá
Brasilísk barnsmóðir Micks Jaggers
kemur kauða í meira klandur.
samlega farborða. Annars játaði Jag-
ger á sig krógann á síðasta ári, eftir
að DNA-próf sýndu að hann væri fað-
irinn.
Hjónaband Jaggers og Jerry Hall
var ógilt í fyrra. Fyrirsætan Jerry
hafði þá sótt um skilnað frá bónda
sínum vegna ástarævintýrsins með
Luciönu. Mun það hafa verið komið
sem fyllti mælinn.
Rokkarinn aldni, Jagger, er jú
orðinn 56 ára og hefur ekki verið
við eina fjölina felldur i kvennamál-
um í gegn um tíðina. Hann átti sex
böm áður en Luciönusonur fæddist,
þar af fjögur með Jerry. Svo er
hann orðinn tvöfaldur afi.
Heimildir herma að Jagger hringi
allt að fjórum sinnum á dag í
eiginkonuna fyrrverandi og sé langt
kominn í að drekkja henni í
blómum og alis lags gjöfum. Já,
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Leo gegn jarð-
efnaeldsneyti
Hjartaknúsarinn Leonardo
DiCaprio hefur óbeint slegist í lið
með okkur íslendingum og draum-
um okkar um að verða framleiðend-
ur hreinnar og náttúruvænnar orku
á kaggana okkar. Leikarinn er
nefnilega farinn að mæla gegn notk-
un jarðefnaeldsneytis eins og olíu
en með umhverfisvænni efnum.
Kannski eins gott því Leo hefur
mátt þola mikla gagnrýni umhverf-
isvemdarsinna fyrir meint spjöll
sem unnin voru á náttúru í Taílandi
við tökur kvikmyndarjnnar Strand-
arinnar sem nú er verið að sýna.