Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Fréttir I>V Yfirlæknar funda um framtíð Bergiðjunnar við Klepp: Starfsmenn fengu áfallahjálp - forstöðumaður bíður eftir peningum „Yfirlæknamir á Kleppi fund- uðu um málið eftir frétt DV um ástandið hér og ég vonast eftir lausn fyrir helgi,“ sagði Jóhannes Sigurðsson, forstöðumaður Berg- iðjunnar, sem er vemdaður vinnu- staður geðfatlaðra við Klepp. Þar hafa tugir starfsmanna verið send- ir heim vegna skorts á stjórnend- um og verkstjórum sem fást ekki til starfa vegna lélegra launa sem I boði em. „Vinnan er þessu fólki mikils virði og hafa sumir starfs- mannanna fengið áfallahjálp hjá félagsráðgjafa vegna vanlíðunar yfir atvinnumissinum. Vinnustað- ur þessa fólks er oft eini staðurinn sem það fer á og hittir aðra þannig að áfallið er mikið,“ sagði Jóhann- es sem auglýst hefur eftir verk- stjórum og fengið nokkrar um- sóknir. Umsóknimar eru hins veg- ar skilyrtar því að launin hækki um 20 þúsund krónur eða svo. „Ég get fengið fólk ef ég býð við- unandi laun. Þau þurfa að hækka úr 120 þúsund krónum í tæp 140 þúsund til þess að dæmið gangi upp. Á meðan þjást starfsmennim- ir heima,“ sagði Jóhannes Sigurðs- son for- stöðu- maður sem kennir niður- Fréttin sem hreyfði við yfirlæknunum Vinnan er geðfötluöum mikils virði. skurði í heil- brigðis- kerflnu hvernig komið er í atvinnu- málum geð- fatlaðra i Bergiðjunni. -EIR Enginn SMÁauglýsingaleikur aö hefjast: Vikuferð til Hollands - og fjöldi annarra vinninga í boöi DV og Bylgjan hafa nú farið af stað með nýjan leik sem kallast „Enginn SMÁ- auglýsingaleikur DV og Bylgjunn- ar“. Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur, ætlaður öllum sem hafa gaman af skemmtileg- um sögum úr daglega lífinu. Lesin er saga í __ morgunþætti Ivars Guðmunds- sonar á Bylgjunni, um skemmti- legan mann, Davíð Vilberg, vin- konu hans Bylgju, og ýmsar upp- ákomur í lífi þeirra. Á eftir lestri sögunnar er borin upp spurning dagsins. Svar hennar er að finna í smáauglýsingum DV. Smáaug- lýsinguna er auðvelt að finna þar sem hún er sér- staklega merkt merkjum beggja miðlanna. Allt sem þarf til að eiga möguleika á glæsilegum ferða- vinning í boði Samvinnuferða- Landsýnar, er að hlusta á Bylgj- una, leita að smá- auglýsingunni, og safna a.m.k. 7 réttum svörum af 10 mögulegum. Svör sendist til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt „Enginn SMÁauglýsingaleikur DV og Bylgjunnar". Dregið verður úr innsendum svörum þann 12. apríl nk. Einnig fá 10 heppnir hlustend- ur Bylgjunnar góða vinninga á degi hverjum, svo sem geisla- diska, bíómiða og málsverði. -HG Þóra Birgisdóttir, yfirmaöur smáauglýsinga DV Hún er glaðbeitt við vinnu sína, enda er skemmtilegt samstarf við Bylgjuna fram undan. Leitað að forsetaritara „Þetta er síðasta samtal okkar á meðan ég gegni þessu embætti því ég er að hverfa til nýrra starfa,“ sagði Róbert Trausti Ámason for- setaritari í gær þegar hann var inntur eftir framtíðarhlutverki Dorrit Moussaieff hjá embættinu. Samkvæmt heimildum DV eru áætlanir á teikniborði starfsmanna forsetans um hvernig Dorrit Moussaieff geti fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni í opinberum heimsókn- um þannig að vel fari. „Um það tjáir forsetaritari sig ekki.“ - Eru þá engar áætlanir á teikni- borðinu í þá veruna? „Um það tjáir forsetaritari sig ekíd.“ - Við hvaða starfi er forsetarit- ari að taka? „Um það tjáir forsetaritari sig ekki,“ sagði Róbert Trausti Árna- son en hann mun að öllum líkind- um verða forstjóri Keflavíkurverk- taka þegar hann yfirgefur embætti forsetans. Vegna þessa er hafin leit að nýjum forsetaritara sem oftar Róbert Trausti Árnason Hverfur til nýrra starfa. en ekki hefur verið sóttur inn á skrifstofur utanríkisráðuneytisins. -EIR Campylobactersýkingar: Svipuð tíðni og í fyrra Fimm campylobacter- sýkingar greindust í fólki í janúarmánuði síðastliðnum og ellefu í febrúar, að sögn Hjördísar Harðardóttur á sýkladeild Land- spítalans. Þá hafa um tíu tilfelli greinst það sem af er þessum mánuði. Hjördís sagði að tíðni campylobactersýkinga virtist svipuð nú og í fyrra. í janúar á síðasta ári greindi sýkladeildin fimm campylobacter- sýkingar. í febrúar sama ári greindust óvenjumörg tilfelli eða tuttugu. Skýringin á þeim fjölda var sú að þar inni í var sjö manna hóp- ur sem hafði sýkst á veitingastað. í mars sl. ár greindust fimmtán til- felli. „Þetta er mjög svipað og í fyrra, að hópsýkingunni undanskilinni," sagði Hjördís við DV. -JSS Uppreisn í Vegas - mistókst Tilraun var gerð til uppreisnar á nektarstaðnum Vegas í kjölfar brott- rekstrar dyravarðar og barþjóns en uppreisnin mistókst: „Mennimir lágu í símanum og reyndu að fá allt starfsfólkið til að hætta en það gekk ekki upp. Við erum að losa okkur við diskóteksgemlingana og ætlum að fá til okkar fúllorðið fólk. Ætli meðalaldur starfsfólks eftir breyt- ingar hér sé ekki 38 ár og þannig vilj- um við hafa það,“ sagði Þór Ostensen, nýr eigandi nektarstaðarins Vegas, sem hann keypti fyrir skemmstu af dánarbúi Haralds Böðvarssonar Bragasonar, lögreglustjóra í Reykja- vík. „Það era engar berrassaðar stelpur á flótta hér á gangstéttinni fyrir utan en diskótekarinn hefur ekki látið sjá sig. Það er líka allt i lagi því ég er bú- inn að fá annan og betri,“ sagði Þór Ostensen i Vegas. -EIR VoíirSa í kvnld Rigning A 15-20 m/s og rigning eöa slydda sunnan- lands en dregur úr veðri síðdegis. í nótt og á morgun verður A 10-15 m/s og rigning eöa súld austanlands en þurrt að mestu vestan- lands og léttir víða til um vestanvert landiö. Hiti 1 til 6 stig sunnan- og vestanlands en í kringum frostmark norðaustan til. Sólnrgnnffur og njnvnrföH ■■bhmh REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.36 19.19 Sólarupprás á morgun 07.34 07.20 Síódegisflóö 16.57 21,30 Árdeglsflóö á morgun 05.13 09.46 §h|f«iiaf á veáuftáhnyni I- 1ftO. ---- /‘^'ViNBÁTT -10° VINDSTYRKUR N HHIÐSKÝRT metrum a eekúndu rKUSI *> : €> o LHTTSKÝJAO HÁLF SKÝJAÐ SKÝJAO ALSKÝJAÐ 'w* ' W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF RENNINGUR Þ0KA Mikil hálka Mikil hálka er víða á vegum landsins. Greiöfaert er syðst á landinu. Þungfært í Vopnafiröi og sums staðar á noröausturhorni landsins. Þá er ófærö á Steingrímsfjaröarheiöi og að hluta um Djúp. Hlýjast suðvestanlands Búist er viö austlægri átt meö 10 m/s suðvestanlands en 8-13 víöast annars staðar. Rigning eða slydda austanlands en víöa bjartviöri vestan til. Hiti veröur á bilinu 0-5 stig, hlýjast suðvestanlands. Sunntid Múnudn^nr Þriöjiid.Tfíiir Vindur: / 8—13 m/é-' Hitíl’tilS- ÁV Hæg suðlæg átt og þokusúld við suövestur- ströndina. Rigning eða súld með köfium suð- austanlands en bjart fyrir norðan. Hitl 1 til 5 stig. Víndur: \ 'O” O 10-15 m/V. J V J Hití2’til«’ Hægt vaxandi sunnanátt með hlýindum og rigningu eða súld vestanlands. Þurrt og bjart veður verður fyrir austan. Hiti 2 til 6 stig. Vindur. \ !<p" O 10-18 m/s J VO Hiti2’tii«’ W Vaxandl sunnanátt meö hlýindum og rlgnlngu eöa súld vestanlands. Þurrt og bjart veöur veröur fyrir austan. Hitl 2 tll 6 stlg. AKUREYRI skýjaö 2 BERGSTAÐIR skýjaö 4 BOLUNGARVÍK rigning 3 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. rigning 2 KEFLAVÍK rigning 2 RAUFARHÖFN alskýjaö 0 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI rigning 5 BERGEN léttskýjaö -3 HELSINKI léttskýjaö 0 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 1 ÓSLÓ léttskýjaö -4 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR snjóél 2 ALGARVE AMSTERDAM rigning 7 BARCELONA þokumóöa 8 BERLÍN skýjaö 1 CHICAGO þokumóöa 8 DUBLIN léttskýjaö 4 HALIFAX heiðskírt -2 FRANKFURT skýjaö 9 HAMBORG skýjaö 3 JAN MAYEN skýjaö -9 LONDON rigning 8 LÚXEMBORG skýjaö 7 MALLORCA þokuruöningur 8 MONTREAL léttskýjaö 6 NARSSARSSUAQ skafrenningur -3 NEWYORK heiöskírt 8 ORLANDO alskýjað 16 PARÍS alskýjað 10 VÍN alskýjaö 6 WASHINGTON þokumóöa 4 WINNIPEG þoka 9 ■ iwwmi ■: iHY.-wrflirvia; -* í i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.