Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000
I>V
Pútín brosir í
kosningaferð
um Moskvu
Vladlmít Pútín, starfandi for-
seti Rússlands, hafði æma ástæðu
til að brosa og gera að gamni sínu
þegar hann hitti kjósendur í höf-
uðborginni Moskvu í gær, í fylgd
með Júrí Lúzjkov borgarstjóra.
Ekkert virðist geta komið í veg
fyrir stórsigur hans í forsetakosn-
ingunum á sunnudag og góðar
fréttir af efnahagslífinu eru held-
ur ekki til að spilla fyrir.
Þegar ljósin slokknuðu óvænt
inni í jarðlestarstöð sem Pútín
skoðaði, sló gamli KGB-foringinn
öllu upp í glens og grín.
„Er þægilegt fyrir ykkur að
starfa í myrkri?" spurði hann
blaðamenn sem fylgdust með.
„Það er ekkert mál fyrir okkur.
Við erum vanir því að stunda
okkar vinnu í myrkrinu.“
Gjaldeyrisforði Rússa hefur
vaxið mjög síðustu vikur og gengi
hlutabréfa hefur hækkað þar sem
búist er við styrkri stjóm Pútíns.
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér seglr:
Bleikargróf 15, Reykjavík, þingl. eig.
Þorsteinn Sveinsson, gerðarbeiðendur Is-
loft blikk- og stálsmiðja ehf., SAB-profiel
B.V. og Sparisjóður Kópavogs, þriðjudag-
inn 28. mars 2000 kl. 13.30.
Espigerði 2, 7-8 herb. íbúð á 2. og 3. hæð
merkt G og bflastæði nr. 14, Reykjavflc,
þingl. eig. Hrund Hansdóttir og Öm Þór,
gerðarbeiðendur Landsbanki Islands hf.,
lögfræðideild og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 28. mars 2000 kl. 14.00.
Hamratún 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sig-
urjón Eyþór Einarsson, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Mosfellsbær, þriðju-
daginn 28. mars 2000 kl. 11.00.
Miðholt 5, 0102, l.h.f.m., Mosfellsbæ,
þingl. eig. ÍAV hf., gerðarbeiðandi fbúða-
lánasjóður, þriðjudaginn 28. mars 2000 kl.
11.30.____________________________
Miklabraut 70, 0301, 3 herb. og eldhús í
AU-enda rishæðar, 1 herb. í NV-enda og 1
herb. í SV- enda rishæðar, Reykjavík,
þingl. eig. Gistihúsasambandið í Reykja-
vík ehf., gerðarbeiðandi Miklabraut 70,
húsfélag, þriðjudaginn 28. mars 2000 kl.
15.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Jóhannes Páll harmar örlög gyðinga í helförinni:
Páfinn baðst
ekki afsökunar
Bandaríski gyðingaleiðtoginn
Marvin Hier gagnrýndi í gær Jó-
hannes Pál páfa fyrir að biðjast
ekki afsökunar á aðgerðaleysi
Páfagarðs þegar helfór gyðinga
stóð sem hæst í heimsstyrjöldinni
síðari.
Páfi lýsti í gær yfir hryggð róm-
versk kaþólsku kirkjunnar yfir
aldalöngu hatri kristinna manna í
garð gyðinga þegar hann heim-
sótti minnismerki um þá sex
milljón gyðinga sem létust í út-
rýmingarherferð nasista. Páfi
gekk þó ekki svo langt að biðjast
beint afsökunar á tómlæti kaþ-
ólsku kirkjunnar gagnvart því-
líkri mannvonsku, eins og margir
gyðingar höfðu þó farið fram á.
Margir viðstaddra, sumir hverj-
ir æskuvinir páfa af gyðingaætt-
um frá Póllandi, grétu við klukku-
stundarlanga athöfnina við Yad
Vashem-minnisvarðann um fóm-
arlömb hinstu lausnar Hitler.
„Sem biskup yfir Róm og eftir-
maður Péturs postula get ég full-
vissað gyðinga um að kaþólska
kirkjan harmar mjög hatrið,
Páfi við eldinn eilífa
Jóhannes Páll páfi kastar spreki á eldinn
eilífa viö minnismerki um fórnarlömb
helfarar gyöinga.
ofsóknirnar og kynþáttahatrið
sem kristnir menn hafa auðsýnt
gyðingum hvenær og hvar sem
er. Við skulum reisa saman nýja
framtíð þar sem kristnir hafa
ekki lengur andúð á gyðingum og
þar sem gyðingar hafa ekki leng-
ur andúð á kristnum," sagði páfi.
Sex gyðingar sem sluppu lif-
andi frá helförinni, einn fyrir
hverja milljón drepinna, og Jerzy
Kluger, æskuvinur páfans, tóku á
móti hans heilagleika. Páfi lagði
hönd sína á axlir konu sem slapp
lifandi úr hildarleiknum og tárin
streymdu niður kinnar hennar.
Jóhannes Páll mun í dag pré-
dika yfir allt að eitt hundrað þús-
und pílagrímum frá þeim stað
þar sem talið er að Kristur hafi
flutt fjallræðu sína og lýsti því yf-
ir að sælir væru friðflytjendur.
Messan í dag verður sú fiölmenn-
asta sem páfi syngur í vikulangri
pílagrimsferð sinni til Landsins
helga. Frá ræðupallinum mun
hann sjá yfir Galíleuvatn sem
Kristur gekk á.
1!' t ■...»
i(j^» . “4 ■pv jmM mmmi, . • . * 5;
Í Í IbÆBm :ý;;
Leifar fórnarlambs voöaverka rannsökuö
Hópur indónesískra meinafræöinga rannsakar líkamsleifar manns sem taliö er aö skæruliöar aðskilnaöarsinna í hér-
aöinu Aceh hafi myrt og fannst i fjöldagröf í þorpinu Puuk. Lögreglan segir aö tvö lík hafi þegar fundist en búist er viö
aö fjörutíu lík til viöbótar sé aö finna þar. Aceh-héraö er á noröurodda Súmötru og íbúar þar eru múslímar.
Neitar störfum fyrir MI6
Nelson Mandela,
fyrrverandi forseti
S-Afríku, vísar því
harðlega á bug að
hann hafi starfað
fyrir bresku leyni-
þjónustuna MI6. I
bók bresks háskóla-
kennara um MI6,
sem brátt kemur út, er því haldið
fram að Mandela hafi starfað fyrir
leyniþjónustuna og heimsótt aðal-
stöðvar hennar í London.
Klámpólitíkus rekinn
Sænski stjómmálamaðurinn Gör-
an Eurenius var í gær rekinn úr
Vinstriflokknum vegna leiks í klám-
myndum.
Sökk í Atlantshafi
Kanadískar björgunarþyrlur
höfðu snemma i morgun bjargað 12
manns af flutningaskipi sem sökk
undan strönd Nova Scotia í gær.
Skipið, sem er skráð í Panama, var
á leið frá Spáni til New York með
salt.
Clinton skoðaði tígrisdýr
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, tók sér í gær hlé frá stjóm-
málaumræðu á Indlandi og fór upp
í sveit. Skoðaði forsetinn tígrisdýr
og fræddist um átök til aðstoðar
sveitakonum. Forsetann langaði á
bak fils en var ráðlagt frá því.
Landbúnaðarviðræður
Viðræður Heimsviðskiptastofn-
unarinnar um frjáls viðskipti með
landbúnaðarafurðir hófust í gær.
Stjómarerindrekar telja að viðræð-
urnir geti varað í nokkur ár.
í framboð gegn Trimbie
Presturinn Martin Smyth, sem
er andvígur friðarsamkomulagsins
á N-frlandi og fyrrverandi formað-
ur Óraníureglunnar, ákvað í gær
að bjóða sig fram gegn David
Trimble, formanni flokks sam-
bandssinna, á miðstjómarfundi um
helgina. Smyth segir Trimble láta
of mikið undan i deilunni um af-
vopnun IRA.
Með heilaskaða
------------ Ómskoðun, sem
framkvæmd var í
þessari viku á heila
m ... j Augustos Pin-
ochets, fyrrverandi
einræðisherra
Chile, sýnir að
hann er með
heilaskaða. Er þetta
haft eftir heimildarmanni nánum
fiölskyldu Pinochets. Samkvæmt
lögum í Chile slyppi Pinochet ekki
við réttarhöld af heilsufarsástæðum.
Hann kæmist þó hjá réttarhöldum
væri hann úrskurðaður geðveikur
eða elliær.
Pakki af
ryksugupokum
'í fylgir með í kaupbæti
Vamperino SX
1.300 W
Rmmfalt filterkerfi
Tveir fylgihlutir
Ð U R N I R
B R Æ
UMBOÐSMENN
Lágmúla
DVKSUGUR A TIILBOÐI
Pakki af
ryksugupokum
8 fylgir með í kaupbæti
f Vamperino 920 • 1.300 W
Lengjanlegt sogrör
Fimmfalt filterkerfi
Þrfr fylgihlutir
Pakki af
ryksugupokum
fylgir með í kaupbæti
Vampyr 5020
Ný, orkusparandi vél
Sogkraftur 1.300 W
Rmmfalt filterkerfi
Tveir fylgihlutir
Pakki af
ryksugupokum
. . fylgir með i kaupbæti
éfjf CE-P0WER • Ný, kraftmikil
ryksuga í sportlegri tösku
Sogkraftur 1.600 W» Lengjanlegt sogrör
Rmmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir
StíSw-
• Sími 530 2800
www.ormsson.is
Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgnmsson, Gmndarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðin Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, ísafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík,
Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vik. Reykjanes:
Ljósbogin Keflavik. Rafborg, Grindavík.