Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 11 Utlönd DV Þriggja milljarða króna sátt í Færeyjabankamálinu: Banki keypti sér friö Stærsti banki Danmerkur, Den Danske Bank, keypti sér frið í Fær- eyjabankamálinu svokallaða í gær með því að fallast á að greiða danska ríkinu sem svarar þremur milijörðum íslenskra króna. Með samkomulaginu var komið í veg fyrir langvarandi réttarhöld. Greiðslan er þó langt frá þeim fimmtán milljörðum íslenskra króna sem dönsk stjómvöld höfðu farið fram á í skaðabætur. Mogens Lykketoft, fjármálaráðherra Dan- merkur, sagði í gær að stjórnvöld hefðu í raun aldrei gert ráð fyrir að ná fram svo háum skaðabótum. „Við mátum það svo, að bæði lagalega og pólitískt væri þetta nóg. Þetta er það besta fyrir skattgreið- endur,“ sagði Lykketoft. Peter Straarup, yfirbankastjóri Den Danske Bank, segir að með samkomulaginu sé bankinn ekki þar með að játa á sig einhverja ábyrgð á því hvernig fór fyrir Fær- eyjabanka. Straarup var helsti samningamaður Den Danske Bank þegar hann dró sig út úr dótturfyr- irtækinu Færeyjabanka i marsmán- uði 1993. Færeyska landstjórnin tók við hlutabréfunum. Síðar kom í ljós að staða bankans var mun verri en talið hafði verið og þurfti færeyska landstjómin að steypa sér í miklar skuldir til að bjarga bankakerfi landsins. „Við viðurkennum að við erum þreyttir. Ef málið ætti að fara fyrir öll stig í dómskerfinu tæki það fimm til sjö ár í viðbót. Fyrirtæki eins og okkar hefur ekki gott af því,“ sagði Straarup í gær. Milljarðarnir þrír sem danski bankinn féllst á að greiða kemur ná- kvæmlega heim og saman við þá upphæð sem sérstök rannsóknar- nefnd komst að niðurstöðu um að hann skuldaði færeysku landstjórn- inni. í þeirri rannsókn var Den Danske Bank gagnrýndur fyrir að hafa verið einum of slyngur þegar hann lét landstjómina fá hlutabréf sín í Færeyjabanka. Straarup vísar hins vegar á bug að samkomulagið frá í gær tengist rannsókninni á nokkurn hátt. Fulltrúar bankans og stjómvalda höfðu setið á leynilegum samninga- fundum í nokkra mánuði áður en sættir tókust. Efnahagsnefnd danska þingsins þarf að samþykkja samkomulagið en Einingarlistinn ætlar að krefjast umræðna um það. Engin fjölskyldumynd Margir leidtoga Evrópusambandsins neituöu aö vera meö á heföbundinni fjölskyldumynd vegna nærveru Wolfagns Schussels, forsætisráöherra Austurríkis. Myndataka var þó samþykkt meö semingi meö því skilyröi að myndin yrði kölluð hópmynd. Neituðu aö láta mynda sig meö forsætisráöherra Austurríkis Leiötogafundur Evrópusam- bandsins, sem haldinn er í Lissa- bon í Portúgal, þótti verða hálf hlægilegur í gær þegar margir leiðtoganna neituðu að láta mynda sig með Wolfgang Schús- sel, forsætisráðherra Austurrík- is. Bæði Jacques Chirac, forseti Frakklands, og forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, neituðu að vera með á hinni hefðbundnu „fjölskyldumynd" í tengslum við fundinn vegna Schússels. Það var þó að lokum tekin mynd af for- sætisráðherrum, utanríkisráð- herrum og forsetum Evrópusam- bandslandanna 15. Nefna varð þó myndina hópmynd. Það orð gátu flestir sætt sig við. Schússel reyndi á fundinum að milda afstöðu ESB í garð Austur- ríkis en án árangurs. ESB er hart í afstöðu sinni vegna stjómar- þátttöku Frelsisflokks Jörgs Haiders. Okkar landsfræga sprengivika hefst á morgun Opið laugardag 10-18 og sunnudag 12-18. Nike-skor AIR TUNED MAX st. 8-12. Áður 15.690. Nú 8.900 Gerry Micro íþróttagalli st. XS - XXL Áður 5.990 Nú 3.990 Reebok takkaskór Laguna st. 7-12 Áður 5.990 Nú 3.990 Reebok hlaupaskór Aztrek 99 st. 6,5-12,5. Áður 7.990. Nú 4.990 Speedo sundfatnaður 50% afsláttur Fila nærföt 40% afsl Mikið úrvai. Nike-skor AIR MAX herra st. 10-12,5 Áður 15.690 Nú 8.900 íþróttatöskur 3 litir Áður 2.490 Nú 995 Töfflur st. 36-46 Áður 1.490 Nú 750 Nike-skor AIR ONE EIGHTY st. 8-11 Áður 9.490 Nú 5.990 SPAR L - SPORT /TOPPMERKI /-. I ÁGMARKSVERÐI Reebok-skór Classic kven- og herra Áður 3.990 Nú 990 ▼ Nóatúni 17 Sími 511 4747 Reebok körfuboltaskór Cash DMX Lite st. 6,5-11,5 Áður 9.990 Nú 5.990 Nike-skór AIR MAX kvenn st. 8.5-10,5 Áður 15.690 Nú 8.900 st. "38-42 Áður 2.490 NÚ500 uxur Iþróttagalli m/2 buxum st. 4-14 Áður 4.990 Nú 3.490 Iþróttagalli m/2 buxum st. S-XXXL Áður 5.990 Nú 3.990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.