Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 Viðskipti I>V Umsjón: Viðskiptablaðíð Þjóðhagsstofnun gagnrýnir hagstjórnina - hvetur til enn meira aðhalds en verið hefur Þjóðhagsstofnun gagnrýnir hag- stjórn á íslandi undanfarin ár nokkuð harkalega í Þjóðarbúskapnum sem nýkominn er út. Stofhunin segir að það sé augljóst að of mikiil slaki hafi einkennt hagstjóm undanfarin miss- eri en bendir sérstaklega á að slakn- Stefnt aö hallalausum rekstri Stefht er að hallalausum rekstri Plastprents hf. á þessu ári. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Braga Guð- mundssonar fram- kvæmdastjóra á aðal- fundi félagsins í fyrrdag, en í fyrra var 83 milljóna króna tap af rekstri Plast- prents. „Viðamikill niðurskurður hófst únT mitt síðasta ár og verður haldið áfram að lækka kostnað og lagfæra vinnuferla, án þess þó að dregið verði úr þjónustu við viðskiptavini," sagði Sigurður Bragi á fúndinum. Hagnaður 40,8 milljónir Sparisjóður Mýrasýslu skilaði 204,7 milljóna króna hagnaði fyrir skatta og framlag í afskriftareikning árið 1999. Hagnaður eftir skatta var 40,8 milljón- ir króna árið 1999 miðað við 10,3 miUj- ónir króna árið 1998. Aukningin á milli ára er því 295,5%. Eigið fé Spari- sjóðsins nam í árslok 1999 685,5 millj- ónum króna. Eiginfjárhlutfall spari- sjóðsins samkvæmt CAD-reglum var 12,9% í árslok 1999. Innlánsaukning ársins var 13,2% en í lok árs 1999 voru heildarinnlán 2.595 milljónir króna. Útlánsaukning var 12,1% og námu útlán 3.962 milljónum króna í árslok 1999. Niðurstaða efn- hagsreiknings nam 5.141 miljón króna og stækkaði hann um 12,7% á milli ára. að hafi á aðhaldinu þegar leið á árið 1998. Það leiddi til þess að einka- neysla jókst mjög mikið á því ári. Á sama tíma var fjárfestingin einnig mikil og fyrir vikið jukust þjóðarút- gjöldin meira á einu ári en þau hafa gert frá skattlausa árinu 1987, eða um 12,5%. Á hinn bóginn jókst lands- framleiðslan aðeins um 5% Þetta misvægi í þróun framboðs og eftirspurnar birtist í sívaxandi við- skiptahalla. Þjóðhagsstofnun segir að þótt verulega hafi hægt á vexti þjóð- arúgjalda á síðasta ári hafi það ekki nægt til að draga úr hallanum og stemma stigu við verðbólgu. Stofnun- in segir að það hafi verið of seint hjá Seðlabankanum að byrja að andæfa gegn verðbólgu haustið 1998. Sagt er að aðhaldsstig peningastefnunnar hafi ekki aukist í samræmi við vaxta- hækkanir þar sem verðbólga færðist í aukana. Þjóðhagsstofnun segir það ijóst að ágætur afgangur á ríkissjóði á síðasta ári hafi ekki verið vegna aðhalds heldur frekar vegna hins títtnefnda góðæris. Þótt hagstjómaryfirvöld hafi að nokkru leyti halað inn hluta af slak- anum með núverandi aðhaldsaðgerð- um sínum segir Þjóðhagsstofnun það alls óvíst að nóg hafi verið gert til að Þjóðhagsstofnun: Afram er hvatt til frekara aöhalds og samkvæmt því sem Þjóöhagsstofnun segir hafa stjórnvöld ekki staðið sig nógu vel í hagstjórninni. hemja eftirspurn. Líklegt er að eftir- spumin í hagkerfinu komi til með að aukast eins mikið á þessu ári og í fyrra og því býst stofnunin við að áfram verði mikil spenna í efnahags- lífmu. Til marks um þetta spáir stofn- unin því að viðskiptahallinn verði enn meiri á þessu ári en því síðasta sem þó var afar mikill. Áfram er bú- ist við þenslu á vinnu- og eignamark- aði. Þegar á heildina er litið býst Þjóðhagsstofnun við að þensla í þjóð- arbúskapnum verði enn meiri en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Af þessum sökum er brýnt að fylgj- ast náið með framvindunni næstu mánuðina og grípa fastar í taumana en áður hefur verið gert. Með þessum orðum sínum virðist Þjóðhagsstofnun vera senda hagstjórnaryfirvöldum tóninn og hvetja þau til enn frekara aðhalds. Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs 46 milljónir Sparisjóður Kópavogs skilaði 46,1 milljónar króna hagnaði eftir skatta árið 1999. Hagnaður var 27,5 milljónb: króna árið 1998 og jókst hagnaðurinn þvi um 67,6%. Hagnaður fyrir skatta var 62,2 milljónir árið 1999 en var 29,5 milljónir króna árið áður. Akureyrarbær á áætlun - veitufyrirtaekin skila ágætum hagnaði Tekjur Akureyrarbæjar námu 845 milljónum króna á síðasta ári skv. ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 1999 sem var lagður fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Skatttekjur nema 2.360 m.kr. og tekjur málaflokka og rekstr- artekjur veitna nema 2.728 m.kr. Rekstrarútgjöld nema samtals 4.244 m.kr. Fjárfesting- ar námu samtals 1.051 miiljón króna á síðasta ári. Þessar tölur eru í stærstum dráttum _í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. "Hagnaður veitufyrirtækja var þó veru- lega meiri en ráð var fyrir gert og skil- aði Hita- og Vatnsveita 86 milljóna króna hagnaði og Rafveita Akureyrar 24 milljóna króna hagnaði. Seld voru hlutabréf bæjarins í ÚA fyrir 1.161 milljón króna, að frádregnum fjár- magnstekjuskatti, og nam söluhagnað- ur af hlutabréfunum 877 milljónum króna. Skatttekjur bæjarsjóðs voru um 1% hærri en áætlað var. Almenn rekstrar- gjöld bæjarsjóðs voru 3% umfram áætlun, en að teknu tilliti til hækkun- ar áfallinna lifeyrisskuldbindinga fóru rekstrargjöldin 8% fram úr áætlun. Þessi hækkun er nú í fyrsta skipti gjaldfærð i rekstrarreikning Akureyr- arbæjar. Lífeyrisskuldbindingar voru í fyrsta skipti teknar inn í efiiahags- reikning i ársreikningi 1998. Hækkun- in á miili ára nemur ríflega 100 miUj- ónum króna og var ekki gert ráð fyrir henni í áætlun. Heildarlaunagreiöslur voru 2.387 miiljónir króna og ársverk voru um 1.310. Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu 297,3 milljónum króna en voru 228,5 milljónir árið á undan og jukust þvi um 30,1%. Aðrar rekstrartekjur voru 168,7 milljónir króna og aukast um 15,7% og er þar mest aukning í tekjum af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum eða 67,1 milljón króna. Önnur rekstrargjöld námu 308,2 milljónum króna og hækka þau um 32,6% og má rekja skýringuna á auknum kostnaði að mestu leyti til flutninga sparisjóðsins í nýjar höfuð- stöðvar að Hlíðasmára 19. Framlag í afskriftareikning útlána nam 95,5 milljónum króna og er afskrifta- reikningurinn 3,1% af útlánum og veittum ábyrgðum. Eiginfjárhlutfall sparisjóðsins samkvæmt svokölluð- um CAD-reglum var 12,0% í árslok 1999, en þarf að lágmarki að vera 8,0%. Eigið fé Sparisjóðs Kópavogs jókst úr 276,3 miUjónum króna í lok árs 1998 í 654,6 milljónir árið 1999. Eins og fram kom I fréttum í desem- ber síðastliðnum samþykkti fundur Eigið fé Sparisjóös Kópavogs Jókst úr 276,3 milljónum króna í lok árs 1998 í 654,6 milljónir áriö 1999. stofnfjáraðila stofnfjárútboð sem tókst ffamar vonum og var söluverð stofnfjár i útboðinu um 185 milljónir króna að nafnverði. Arðsemi eigin fjár var 15,3% árið 1999 en var 15,1% árið áður. Bergur-Huginn stefnir aö skrán- ingu á hlutabréfamarkað Eigendur Bergs-Hugins hf. stefna að skráningu félagsins á hlutabréfa- markað innan fárra missera. Frá þessu er greint í Morgunfréttum F&M í gær. Þar segir að félagið hafi undanfarið fjárfest í litlum útgerð- arfélögum og þannig aukið við kvóta sinn sem nú nemur um 5.000 þorskígildistonnum. íslandsbanki - F&M hefur unnið með félaginu að þessum verkefnum og mun taka þátt í að byggja félagið upp, í samræmi við markmið félags- ins, í öflugt og arðbært útgerðarfé- lag og áhugaverðan fjárfestingar- kost á hlutabréfamarkaði. risrv w'já 1 Blaðbera vantar Blaðberar óskast í Reykjavík í Njarðvík, Reykjanesbæ. Kópavogi bæöi í afleysingar og Hafnarfirði og föst hverfi. Upplýsingar í síma 800 7080. Upplýsingar í síma 421 3466. Ossur 861.506 FBA | Marel Opin kerfi íslandsbanki 715.337 695.651 634.219 533.792 siiastliöna 30 daga ; Qlsl. hugb.sjoðurinrinn ! QÖssur : QSkýrr hf. ! ^Nýherji I QMarel 118% 51% 49 % 42% 32% HEILDARVIÐSKIPTI 1303 m.kr.. - Hlutabréf 280% - Bankavíxlar 415% MEST VIÐSKIPTI j>íslandsbanki 38,9 m.kr. Össur 34,3 m.kr. 0 FBA 27,8 m.kr. MESTA HÆKKUN QPharmaco 6,25% QOIÍufélagiö 4,35% QÞróunarfélag Islands 3,96% MESTA LÆKKUN QTangi 9,38% QSölum. hraöfrystihúsanna 6,38% QSæplast 3,23% URVALSVÍSITALAN 1.784 stig - Breyting Q 0,72% Vextir hækka Stýrivextir seðlabanka, bæði i Evrópu og Ameríku, hafa verið hækkaðir að undafömu og í morg- un var talið líklegt að Seðlabanki Noregs myndi hækka sina vexti. Þessar vaxtahækkanir hafa tals- verð áhrif hér á landi því gengi krónunnar getur veikst. Það er hins vegar markmið Seðlabanka íslands að halda gengi krónunnar sterku til að stuðla að minnkandi verðbólgu. Sérfræðingar hérlendis telja þó að einhver tími muni líða áður en til vaxtaákvörðunar kem- ur hér á landi. ^ ■ ii,i ir'-~liTrinilTrlil,ini ; *»asuibna 30 daga QOpin kerfi -69 % QStálsmiðjan -54% QFIugleiðir -20 % QSamvinnuf. Landsýn -18% QRskiðjus. Húsavíkur -17 % Sterk staöa Opinna kerfa Gengi Opinna kerfa hefur hækkað gríðarlega undanfarið og afkoma fé- lagsins er góð. Athugull lesandi benti á að hér í dálkinum stæði að bréfm hefðu lækkað. I þessum tölum er ekki gert ráð fyrir arðgreiðslu og útgáfu jöfnunarhlutabréfa og það skýrir hvers vegna hér stendur að bréfin hafi lækkað. Hið rétta er að síðustu 30 daga hefur gengi bréfanna hækkað um nærri 50%. itmAvrcmTiTiiywHiTiTri]! OWJONES 11021,51 IKKEI 19704,60 ©1,42% Q 0,15% 1520,73 Q 1,34% 4946.78 Ql,69% 6594,60 Q 0,23% 7694.78 Q 1,33% 6268,31 Q 0,17%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.