Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 9
Eftir að hafa unnið Ford-fyrirsætukeppnina hér á landi í fyrra hélt Margrét Una Kjartansdóttir til Kína þar sem hun varð í þriðja sæti sem fulltrúi íslands í alþjóðlegu Ford-fyrirsætukeppninni. Hún samþykkti að gefa Heiðari Sumarliðasyni innsýn í líf fyrirsætunnar. ■J-J- verið að „Áður en ég fór til Kína vissi ég ekkert við hverju ég átti að búast, þannig að þetta var eins og að' koma í annan heim. Það er mikill agi þarna og allt mjög strangt. Við stelpurnar sem vorum í keppn- inni fengum hins vegar í raun ekki tækifæri til að kynnast kín- versku þjóðinni neitt af viti. Við vorum bara á okkar fimm stjömu hóteli á milli þess að við æfðum fyrir keppnina og heimsóttum þessa helstu ferðamannastaði eins og Torg hins himneska frið- ar, Forboðnu borgina og Kínam- úrinn,“ rifjar Margrét upp en hún er 16 ára fyrsta árs nemi í Menntaskólanum við Sund. Mar- grét segir það ganga ágætlega að sameina fyrirsætustörf og námið. „Fyrisætuverkefnin koma i töm- um. Stundum er ekkert að gera og svo er allt í einu nóg að gera. Ég stefni á að klára skólann en það sem gerist eftir það er hins vegar algerlega óráðið, ég tel þó nokkuð líklegt að ég geri eitthvað tengt náttúrufræði enda er ég á nátt- úrufræðibraut. Ég veit í raun ekk- ert hvar ég verð eftir 20 ár en ég vona hins vegar að ég verði kom- in með svona eitt, tvö börn þegar þar að kemur,“ segir Margrét áhyggjulaus. Kínverjar borða allt Margrét er yngst þriggia systk- ina og ólst hún upp í Bústaða- hverfmu í Reykjavík. „Eldri syst- ir mín er fyrirsæta og ég fylgdist svolitið með henni í þessu og fannst þetta ansi spennandi. Ég fór því á fyrirsætunámskeið hjá Eskimo Models og var eftir það komin á skrá hjá þeim. Það var svo hringt í mig og ég beð- in um að taka þátt í Fordkeppninni sem ég og samþykkti. Það að enda uppi sem sigurvegari var hins vegar það síðasta sem ég átti von á. Það kom mér enn meira á óvart að lenda í þriðja sæti í alþjóðlegu keppn- inni,“ segir Margrét sem einnig gengur undir nafninu Malla. Aiþjóðlega keppnin vakti gifur- lega athygli íjölmiðla í Kína og var sjónvarpað beint á einni stærstu sjónvarpsstöð landsins. „Þegar ég var að labba á ein- hverju torgi í Peking rak ég aug- un í blaðsölubás með fullt af dag- blöðum og innan um öll þessi kín- versku tákn sá ég að forsíða eins blaðsins var með mynd af mér. Þetta var mjög skrýtið. Mér þótti hins vegar leitt að geta ekki keypt blaðið þar sem ég var ekki með neirm pening." Margrét hafði mjög gaman af þessari lifsreynslu en var þó ekkert yfir sig hrifin af matnum sem var á boðstólum. „Þetta var ekkert líkt þeim kín- verska mat sem ég hef bragðað hér heima, hann var öllu lakari. Ég vissi i raun aldrei hvað ég var að borða þarna því þetta voru alltaf hlaðborð. Ég hefði þess vegna getað verið að borða hund eða eitthvað álíka," segir Margrét og bætir því við að hún hafi heyrt þama úti að Kínverjar borði allt sem flýgur nema flugvélar og allt sem gangi nema menn. Á leið til New York Margrét fékk í kjölfar keppn- innar þriggja ára samning við Ford-umboðsskrifstofuna. Síðast- liöið sumar fór hún til London og var þar í einn mánuð í prufum og myndatökum. Hún sneri þangað aftur í haust og starfaði við tísku- vikuna. „Það er mikill munur á þvi að vera fyrirsæta á Islandi og í útlöndum. Úti ertu allan daginn í prufum að reyna að koma þér á framfæri en það er mjög lítið um prufur á íslandi, þú ert á skrá og svo er hringt í þig ef þú hefur fengið einhver verkefni." Margrét fór í fylgd m ó ð u r sinnar í b æ ð i r skiptin út til London en stefhir á að fara til New York til að vinna í sumar og þá án móður sinnar. „Ég er ekkert smeyk við að fara ein þama út, þrátt fyrir allt það sem maður hefur heyrt og séð í sjónvarpinu þegar þessi Macln- tyre Undercover-þáttur frá BBC var sýndur, enda kom Ford-fyrir- sætuskrifstofan ekkert nálægt þessu máli. Það em engir gamlir perrakarlar hjá Ford þar sem hún er meira og minna rekin af kon- um,“ segir Margrét og segist treysta fólkinu hjá Ford algerlega og er ekkert að stressa sig á þvl að vera að fara ein út í hinn stóra heim. „Ef það kemur upp eitt- hvert mál þá fer ég bara heim,“ segir Margrét og lætur sér fátt flnnast um áhyggjur utanaðkom- andi af hinum þyrnum stráða heimi fyrirsætubransans. Mar- grét bætir þvi við að nú sé komið 16 ára aldurstakmark fyrir kepp- endur í Ford-keppninni og er hún mjög hlynnt því að setja takmörk- in við þann aldur. Hógværðin uppmáluð Margrét er frekar fhaldssöm og er ekkert að reyna að feta út fyrir troðnar slóðir. „Ég tolli yfirleitt nokkuð vel í tískunni en ég er ekk- ert að reyna að vera neitt tískuskapandi þar sem ég er frem- ur feimin og hóg- vær og er lítið fyr- ir það að láta mikið á mér bera,“ segir Mar- grét sem eyðir frl- tíma sínum með vinum sínum og kærasta. Hann heitir Birgir, er jafn gamall henni og er einnig í MS. „ M é r f / /< I fggŒ’g f l flnnst gaman að horfa á góðar bíó- myndir og hlusta á tónlist." Mar- grét vill þó ekki nefna neina sér- staka tórdistarstefnu sem hún að- hyllist fremur en aðra en hún seg- ist þó hlusta mest á X-ið og Radíó. Hún hefur einnig áhuga á ljós- myndun og fór eitt sinn á nám- skeið í sliku og það helsta sem stóð upp úr var að hún eyðilagði filmuna sem hún átti að vinna með. Margrét se'gir að frami hennar í fyrirsætubransanum hafi ekki breytt henni sem per- sónu á nokkurn hátt. „Það hefur kannski aukið aðeins sjálfstraust- ið að hafa komist svona langt í þessari keppni en ég byggi sjáifs- mynd mina ekkert á þessu, þó þetta sé ágætisuppbót. Þetta gefur manni samt mjög mikið og er þroskandi, svo fær maður einnig tækifæri á að ferðast til landa sem maður mundi annars aldrei koma til. Ég lít ekkert á þetta sem einhverja viðurkenningu á því að vera falleg," segir Margrét hóg- værðin uppmáluð eins og vana- lega. R fftWl ■ - Él K. í, *. I W » T « ffájít- f V • ?- I Lj',. Wm / 4jr m « . X „Ég er ekkert smeyk við að fara ein þarna út, þrátt fyrir allt það sem maður hefur heyrt og séð í sjónvarpinu þegar þessi Maclntyre Undercover-þáttur frá BBC var sýndur, enda kom Ford- fyrirsætuskrifstofan ekkert nálægt þessu máli. Það eru engir gamlir perrakarlar hjá Ford þar sem hún er meira og minna rekin af konum.“ 14.april 2000 f ó k u s 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.