Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 12
I dag er Inga hamingjusamlega gift, tveggja barna móðir og stundar
djáknanám við guðfræðideild HÍ.
Nafn: Tinna Ivarsdóttir
Nafn: Þórhildur Sigurðardóttir
Aldur: 15 ára
Hæð: 173 cm
Hver er ég? Ég er villiköttur, svartur og brúnn.
Ef þú værir gæludýr hvaða gæludýr myndirðu
vilja vera? Pardus eða Ijón því þau eru villt,
kröftug og frjáls.
Hvar viltu búa í framtíðinnl? Ég vil búa á ítal-
íu. Ég hef farið þangaö áöur og þar er mjög
gott að vera. Góð menning, góður matur og
hiti.
Hvað gerirðu verst? Ég þoli ekki að þrífa og
geri það ekki vel því ég er svo óþolinmóð.
Nafn: Hildur Hálfdánardóttir.
Aldur: 15 ára.
Hæð: 168,5 cm.
Hvað er hræringur? ís meö kurli.
Hvað heldurðu að þú hafir veríð í fyrra lifi?
Selur, því ég syndi svo vel.
Uppáhaldsfyrirsæta? Helga Braga.
Hvaða land langar þig mest til að heim-
sækja? Spán til þess að sjá einhverja brúna
kroppa.
Aldur: 15 ára
Hæð: 170 cm
Hver ertu? Ég er nemi í Húsaskóla. Er í krabba-
merkinu og stefni á aö verða eitthvað mikið.
Hvaða land langar þig mest til þess að heim-
sækja? Mig langartil Afríku eða Indlands. Þetta
eru svo framandi lönd og menningin er mjög
framandi.
Uppáhaldsfyrirsæta? Claudia Schiffer
Hvað gerirðu verst? Ég er eins og asni í iþrótt-
um.
Nafn: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Aldur: 15 ára
Hæð: 172 cm
Hver ertu? Ég er nemandi í grunnskóla Grinda-
víkur. Með skólanum vinn ég í bakaríi en mig
langar til þess að verða fatahönnuður í fram-
tíðinni. Ég hef mjög gaman af því að syngja.
Hvar viltu búa í framtíðinni? Eftir að ég er búin
að búa nokkur ár í Reykjavík og Frakklandi þá
vil ég bara koma aftur heim til Grindavíkur.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað?
Kanina.
Hvað heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi?
Sveppur, því hárið mitt ber þess merki en ann-
ars þá trúi ég ekki á fyrra lif.
Inga i fylgd meö Eileen Ford
Algjört
kúltúrsjokk
að koma í keppnina úti
„Ég sendi nú sjálf inn mynd þeg-
ar ég heyrði að það var verið að
^ auglýsa eftir stelpum," segir Inga
Bryndís Jónsdóttir. Hún var sig-
urvegari í fyrstu Fordkeppninni
sem haldin var hér á landi árið
1982. Inga segir ástæðuna fyrir því
að hún tók þátt einfaldlega hafa
verið þá að hana hafi eins og svo
margar aðrar ungar stelpum
dreymt um að gerast fyrirsæta.
„Það var enginn sem benti mér á
að skrá mig. Þetta var algjörlega
mín hugmynd.“
Hörð keppni
Sem sigurvegari þurfti Inga að
leggja leið sína vestur um haf til
lands hamborgararassa og svína-
riíja til að taka þátt heimskeppni
Ford. „í þá daga hét hún Face of
the Eighties en ekki Supermodel
of the World eins og nú,“ segir
Inga. Reynsla sína af þeirri keppni
segir Inga ekki hafa veriö neitt sér-
lega skemmtilega. „Ég var svoddan
krakki og hafði aldrei áður komið
út í heim. Síðan var maður allt í
einu staddur i Bandaríkjunum og
varð bara fyrir algjöru kúltúr-
sjokki. Það var allt svo stórt og
mikið einhvem veginn." Annað
sem Inga segir hafa komið sér úr
jafnvægi var allt umstangið í
kringum keppnina. Allir þurftu að
H vinna í því að vekja athygli á sér
og keppnin var hörð en slíku átti
hún ekki að venjast hér á landi.
Hún segir samt aðalástæðuna
fyrir því hve illa þetta virkaði á
hana vera þá að hún hafi ekki ver-
ið neitt undirbúin fyrir þetta.
„Þetta var allt svo nýtt hér heima
og óskipulagt sem slíkt. En ég var
í fylgd konu og hún reyndist mér
mjög vel.“ Inga tekur líka fram að
keppnin úti hafi verið mjög vel
skipulögð og vel séð um alla kepp-
endur.
Hleypir hún litlu í þetta?
Eftir aðalkeppnina vann Inga
við módelstörf í ein 3 til 4 ár. „Ég
vann í New York, Þýskalandi og
Frakklandi en þar sem ég var í
framhaldsskóla á þessum árum þá
var þetta nú bara meira svona
vinna með skólanum heldur en að-
alstarf. Ég gerði nokkur verkefni á
vetuma og var síðan yfir sumarið
í þessu líka.“ Aö lokum hætti hún
þar sem hún hreinlega hafði ekk-
ert gaman af því að sitja fyrir
framan myndavél.
Inga á dóttur sem er fjögurra ára
og aðspurð hvað hún myndi gera ef
sú litla ætlaði sér í fyrirsætustörf,
svaraði Inga að ef dóttirin væri
eitthvað lík henni þá myndi hún
gera það sem hún ætlaði sér, sama
hvað hver tautaði og raulaði.
Stílistar:
Hargrét og Dýrleif
Hár: Katrin og
Jonna á Kúltúru
Förðun: Nemar
i föröunarskóla
No name
Fókusmyndir: Teitur
Aldur: 16 ára
Hæð: 176 cm
Hver ertu? Ég er reyklaus nemandi í grunn-
skólanum á Akranesi. Bý með foreldrum og
systkinum á Akranesi.
Hvað heldurðu að þú hafir verlð í fyrra lifi? Ég
held ég hafi verið munkur því mamma mín var
það.
Hvar vlltu búa í framtiðlnni? Á Akranesi því
það hef ég gert alla mína ævi en ég hefði ekk-
ert á móti því að prófa að búa erlendis.
Ef þú værir gæludýr hvaða gæludýr myndirðu
vilja vera? Köttur því allir eru svo góðir við þá.
Nafn: Yrja Kristinsdóttir
Nafn: Margrét Óda Ingimarsdóttir
Aldur: 17 ára
Hæð: 174 cm
Hver er ég? Ég er nemi á nýmálabraut við
Menntaskólann við Hamrahlíð. Ég bý með fjöl-
skyldu minni á Seltjarnarnesinu en ég á þrjár
yngri systur. Ég er mikill Svíi í mér þar sem ég
bjó i Sviþjóð í 11 ár. Ég er ekki i sambandi.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað?
Kínverskt brauð
Hvað helduröu að þú hafir verið í fyrra lífi? Ég
held ég hafi verið köttur vegna þess að ég er
alltaf að klóra sjálfan mig og svo hef ég
svokölluð kattaraugu.
Hvaða land langar þig mest til þess aö helm-
sækja? Sviþjóð. Það er æðislegt land og ég
gæti vel hugsað mér að flytjast þangað eftir
menntaskólanámið.
Nafn: Telma Reynisdóttir
Aldur: 16 ára
Hæð: 172 cm
Hver ertu? Nemi i Seljaskóla, yngst af þremur
systkinum.
Hvaö þykir þér vænst um í lífinu? Rúmið mitt.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðaö?
Ég veit það ekki. Ég er ekki mikill
matgæðingur.
Hvenær verða skór það stórir að þeir hætta
að vera kvenlegir? Skór verða aldrei það
stórir aö þeir hætta að vera kvenlegir.
Nafn: Birna Markúsdóttir.
Nafn: Erla Tinna Stefánsdóttir.
Aldur: 16 ára.
Hæð: 176 cm.
Hver ertu? Ég er skrafgjarn Garðbæingur og
mikil íþróttamanneskja.
Hvað heldurðu að þú hafir veriö í fyrra lífi?
Lamb, því ég er með svo krullað hár.
Hvar viltu búa i framtíðinni? Á einhverjum
góöum stað þar sem mér líðurvel, sama hvort
það er erlendis eða ekki.
Hvaða iand langar þig mest til að heim-
sækja? Afríku til þess að sjá dýrin og hið villta
lif þar.
FYRlRSfETFIN £□□□
Sf ókus
12
f Ó k U S 14. april 2000