Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
I>V
Fréttir
íslensku Eurovision-þátttakendurnir sáttir og samgleðjast Dönum:
Móður Einars dreymdi
fyrir 12. sætinu
„Mömmu hafði dreymt fyrir því
að við myndum lenda í 12. sætinu.
Hún er frekar berdreymin og sjálfur
hafði ég þetta á tilfinningunni. Ég
sagði til að mynda við samferðafólk
mitt á leiðinni út til Stokkhólms að
við myndum lenda í 12. sætinu,"
sagði Éinar Ágúst Víðisson en spá
móður hans gekk svo sannarlega
upp því íslenska lagið „Teli Me“
lenti einmitt í 12. sæti í Evrópsku
söngvakeppninni sem haldin var í
Stokkhólmi á laugardagskvöldið.
Það voru hins vegar hinir dönsku
Olsen-bræður sem báru sigur úr
býtum í keppninni með lagið
„Wings of Love“. íslensku
Eurovision-þátttak-
endumir komu til
landsins seinni-
partinn í gær og
var hljóðið gott í
hópnum þó svo
flestir væru dauð-
þreyttir eftir
veisluhöld langt
fram eftir nóttu að
keppni lokinni.
„Sumir fengu
minni svefn en aðrir,“ sagði laga-
höfundurinn Örlygur Smári, glott-
andi, um ástand hópsins og bætti
við að flestir sæju rúmið sitt í hill-
ingum.
Telma
Ágústdóttir.
Einar Agúst
Víðisson.
Þar lágu Danir í því
Olsen-bræöur báru sigur úr býtum í keppninni. Dönum til hróss má segja aö
þeir gáfu íslendingum, einir þjóöa, 12 stig, sem dugöi fyrir 12. sæti.
Skrýtin úrslit
„Þetta var allt
mjög furðulegt. Þau
lög sem spáð hafði
verið miklum vin-
sældum lentu mjög
neðarlega í keppn-
inni. Rússland fékk
t.d enga athygli frá
blaðamönnum en
lenti svo i öðm sæt-
inu,“ sagði Telma
Ágústdóttir sem bjóst sjálf við þvi
að Holland myndi vinna keppnina.
„Þetta sannar bara einu sinni enn
að það er ekkert að marka þessar
spár. Danmörku hafði t.d verið spáð
18. sætinu," segir Einar Ágúst sem
gaf ekki mikið fyrir lögin frá Rúss-
landi og Lettlandi sem lentu í öðru
og þriðja sæti. Hann var hins vegar
ánægður meö að Danmörk skyldi
hafa unnið keppnina. „Olsen-bræð-
urnir eru mjög hressir náungar.
Þeir voru mjög rólegir fyrir keppn-
ina og voru ekkert að taka þátt í öll-
um fjölmiðlalátunum, enda lífs-
reyndir og jarðbundnir menn. Svo
bara mættu þeir á sviðið með þetta
lag sem var alveg eftir formúlunni
og komu, sáu og sigruðu,“ sagði
Einar sem fékk smáskífu með lag-
inu að gjöf frá þeim bræðrunum.
Telma og Örlygur Smári voru
einnig sátt við úrslitin. „Olsen-
bræðumir eru alveg toppnáungar
og þeir áttu virkilega skilið að
vinna keppnina, miklu frekar en
Selmu-eftirlikingin frá Rússlandi,"
sagði Örlygur.
Mikil ágengni aðdáenda
Að keppni lokinni á laugardags-
kvöldið tók við 2000 manna partí
fyrir þátttakendur keppninnar sem
stóð fram eftir nóttu. Telma og Ein-
ar Ágúst ætluðu þó aldrei að kom-
ast í partíið þar sem ágengni aðdá-
enda var svo mikil og þurftu þau að
gefa eiginhandaráritanir til hægri
og vinstri. „Úrslitin höfðu greini-
lega ekkert að segja hvað vinsældir
okkar varðaði," segir Einar sem
komst loks í partiið í öryggisfylgd.
„Veislan minnti mjög á veisluna í
biómyndinni „Basic Instinct" nema
hún var ekki eins gróf. Grúfí hljóm-
sveit spilaði fyrir dansi og boðið var
upp á mat og vín fram eftir nóttu.
Þetta var alveg frábært." Aðspurð
hvort þau væru til í að endurtaka
leikinn svaraði Telma að hún væri
ekki alveg viss, þetta væri alla vega
meira en nóg í bili og var hún fegin
að vera komin heim til sonar síns.
Einar svaraði því hins vegar til að
líklega yrði hann húkt á þessu og
benti á að Eyvi, Eyjólfur Kristjáns-
son, hefði verið að fara út í fimmta
sinn fyrir íslands hönd í ár.
-snæ
Pólfarinn kominn til landsins:
Feginn að hafa slétt gólf undir fótum sér
„Þú trúir því ekki hvað ég er feg-
inn að hafa slétt gólf aftur undir fót-
um mér,“ sagði pólfarinn Haraldur
Öm Ólafsson við fóður sinn, Ólaf
Haraldsson, þegar hann hringdi í
hann frá Boston í gær. Haraldur
náði norðurpólnum á miðvikudag-
inn og var sóttur á pólinn aðfaranótt
laugardags. Þá tók við 9 klst. flug til
nyrsta bæjar Kanada, Resolute, og
eftir 6 tíma svefn var flogið til
Boston. Þaðan flaug svo Haraldur í
gærkvöld og lenti á Keflavíkurflug-
velli um sjöleytið i morgun.
Út að borða í Boston
í Boston tók Örvar, bróðir Har-
alds, á móti þeim Haraldi og unn-
ustu hans, Unu, en Örvar býr
skammt frá Boston. Þetta í annað
sinn sem örvar tekur á móti bróð-
ur sínum þegar hann kemur af
pólnum en þegar Haraldur kom frá
suðurpólnum var Örvar við nám í
Flórída og tók þá líka á móti hon-
um þegar hann millilenti í Banda-
ríkjunum. Örvar tók stefnuna
ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Ár-
dísi, beint á veitingastað i Boston
sem selur stórar og safaríkar steik-
ur og geta menn getið sér til um
það hvort Haraldur hafl ekki notið
þess að stinga tönnunum í alvöru-
kjöt.
KK spilar fyrír pólfarann
„Hann var mjög sæll og glaöur
yfir því að vera kominn til manna-
byggða og hafa aftur fast land undir
fótum sér,“ sagði Ólafur eftir símtal
sitt við Harald í gær og var greini-
lega farinn að hlakka til að hitta son
sinn aftur. Það sama er líklega hægt
aö segja um fleiri en klukkan 18 i
dag verður formleg móttaka á Ing-
ólfstorgi fyrir Harald. Þar mun
borgarstjóri Reykjavíkur taka á
móti pólfaranum, KK mun leika létt
lög fyrir hann og almenningur getur
komið og boðið Harald velkominn
heim. -snæ
Pólfarinn snæddi safaríkt kjöt á
veitingastað í Boston í gær ásamt
unnustu sinni, bróður og mágkonu.
Veðurstofustjóri.
Skoöanakönnun merkt sem
trúnaöarmái.
Skoðanakönnun:
Umdeildir veöur-
fræðingar
Tíu prósent landsmanna eru óá-
nægð með framsetningu og fram-
komu veðurfræðinga í Ríkissjónvarp-
inu. Engar athugasemdir eru hins
vegar gerðar við framgöngu veður-
spámanna Stöðvar 2. Þetta eru meðal
annars niðurstöður umfangsmikillar
skoðanakönnunar sem Veðurstofan
lét gera og merkt er sem trúnaðarmál
í höfuðstöðvum stofnunarinnar.
Einnig var spurt hvernig fólk afl-
aði sér upplýsinga mn veður og
svöruðu flestir því þannig að það
væri í gegnum sjónvarp. Um 75 pró-
sent aðspurðra voru ánægð með
framsetningu veðurfrétta á Stöð 2
en 66 prósent ánægð með veðurfrétt-
ir Ríkissjónvarpsins.
Niðurstöðumar eru nú til ná-
kvæmrar skoðunar á Veðurstofunni
þar sem menn hafa vissar áhyggjur
af þróun mála. -EIR
Aldís Birna
Róbertsdóttir.
Guðrún Erla
Jónsdóttir.
Myndavíxl
í Helgarblaði DV víxluðust mynd-
ir af tveimur stúlkum i keppninni
um titilinn ungfrú ísland. Myndir af
Guðrúnu Erlu Jónsdóttur og Aldísi
Birnu Róbertsdóttur víxluðust og er
beðist velvirðingar á því.
Rangur höfundur
I fréttaljósi um stöðu R-listans,
sem bar yfirskriftina Lík í lestinni,
var ranglega sagt að höfundur væri
Sigrún María Kristinsdóttir. Hið
rétta er að Reynir Traustason var
höfundur.
Veðrtö í kvöld
REYKJAVIK AKUREYRI
Sölariag í kvöld 22.39 22.41
Sólarupprás á morgun 04.09 03.33
Síðdegisfló& 16.58 21.31
Árdegisflóö á morgun 05.10 09.43
Skýjlngar á yeöurtáiunai]
J^VINDÁTT ioy-Hm yv
—"NvINDSTYRKUR VroneT HÐÐSKÍRT
í metrum á sökúndu i
y €> o
LÉTTSKÝJAÖ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
SKÝJAÐ
Súld við suðurströndina
Suðaustlæg átt um landiö sunnanvert en
hægari norðan til. Rigning einkum sunnan til en
súld við suðurströndina og þurrt að mestu
annars staðar. Hiti 6-16 stig. Hlýjast
norðaustan til.
Þokkalega hlýtt verður næstu daga þótt
einhverjir dropar detti úr lofti af og til.
Þetta er eiginlega bara hiö besta mál,
alla vega fyrir gróðurinn. Svo fær
slökkviliðiö líka fri frá sinubruna-
útköllum.
Þetta ætti þó ekki að gera nokkrum
manni mein því enginn er verri þótt
hann vökni örlítiö. Þá er bara að draga
fram regngalla og vaðstígvél.
RIGNING SKÚRIR
SIYDDA SNJOKOMA
ÉUAGANGUR
PRUMU
VEÐUR
SKAF-
RENNINGUR
Skúrir Og SÚId Norðaustlæg átt og súld eða rigning
noröan og austan tii en léttskýjað suövestanlands. Hiti 2 til 12 stig,
mildast sunnan og austan til.
Vindur:
10-15 ,„/»
Hiti O til 4°
o
Þaö veröur snjó eóa
slydduél og hltl 0 tll 4 stlg
noröantll en léttskýjaö og
hltl 4 til 9 stlg um landlö
sunnanvert.
Vindur:
O-IO m/m
Hiti 2° til 8°
Hæg breytlleg átt,
léttskýjaö og hltl 2 til 8
stig, hlýjast sunnantil.
Fostud
Vindur
0-10 „
S^SQI
Hiti 2° tit 8'
<4 4
Búlst er viö sunnanátt og
suövestan átt, vætusömu
en mlldu veöri.
Veðriö kl . lí
AKUREYRI skýjaö 15.6
BERGSSTAÐIR skýjað 16.3
BOLUNGARVÍK skýjaö 8.5
EGILSSTAÐIR 17.9
KIRKJUBÆJARKL. rigning 9.8
KEFLAVÍK súld 10.4
RAUFARHÖFN skýjaö 6.1
REYKJAVÍK rigning/súld 12
STÓRHÖFÐI rigning/súld 8.1
BERGEN heiöskírt 18.4
HELSINKI hálfskýjaö 14.2
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 21.9
ÓSLÖ heiöskírt 22.2
STOKKHÓLMUR 21.4
ÞÓRSHÖFN léttskýjað 10.8
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 17.5
ALGARVE léttskýjaö 22.6
AMSTERDAM skýjaö 26
BARCELONA hálfskýjað 21.2
BERLÍN heiöskírt 23.4
CHICAGO léttskýjaö 6.1
DUBUN rigning 14
HAUFAX þokumóöa 4.6
FRANKFURT heiöskírt 24.1
HAMBORG heiöskírt 24
JAN MAYEN skýjaö -0.6
LONDON skýjaö 23.8
LÚXEMBORG léttskýjaö 23.3
MALLORCA léttskýjað 24.8
MONTREAL heiöskírt 11.4
NARSSARSSUAQ skýjaö 0.2
NEW YORK hálfskýjaö 15.6
ORLANDO þokumóöa 23.3
PARÍS léttskýjaö 25.1
VÍN léttskýjaö 21.9
WASHINGTON skýjaö 16.7
WINNIPEG léttskýjaö -0.6