Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 13
13 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000_________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Flokkur Schröd- ers hélt mikil- vægu héraði Jafnaðarmannaflokkur Ger- hards Schröders Þýskalands- kanslara hélt velli i mikilvægum kosningum í Norður-Rin-Vestfal- íu, stærsta fylki Þýskalands, í gær. Samkvæmt út- gönguspám fengu jafnaðar- menn rúmlega 42 prósent at- kvæðanna en kristilegir demókratar, sem eru í stjóm- arandstöðu, fengu rúmum fimm prósentustigum minna. Fylgi krata hefur ekki verið minna í fjörutíu ár. Angela Merkel, nýr leiðtogi kristilegra, fékk þar með staðfest að hennar bíður mikið starf að rétta hag flokksins í kjölfar fjár- málahneykslisins sem kennt er við Helmut Kohl. Jafnaðarmenn ætla að reyna að mynda meirihlutastjóm með græningjum. Olsen-bræðrum vel fagnað við heimkomuna Dönsku Olsen-bræðrunum var ákaft fagnað þegar þeir komu heim til Kaupmannahafnar í gær eftir frækilega sigurfór á söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í Stokkhólmi á laug- ardagskvöld. Rúmlega fimmtán þúsund ofsa- kátir Evróvisjón-aðdáendur tóku á móti bræðrunum í skemmti- garðinum Tívoli þegar ekið var með þá þangað í hvítri opinni limmúsinu. Fögnuður viðstaddra jókst um allan helming þegar bræðurnir stigu upp á svið og fluttu sigur- lagið frá Stokkhólmi, Fly on the Wings of Love, og þrjú önnur lög af nýjustu plötunni. „Móttökumar í Stokkhólmi vom hlýlegar en þetta var enn betra. Við þökkum ykkur af öllu hjarta," sögðu bræðumir á blöndu af ensku og dönsku. Að söngnum loknum héldu bræðurn- ir á vit fjölskyldna sinna. Tugir þúsunda komu saman í Washington í gær: Krefjast herts byssueftirlits Tugir þúsunda mótmælenda, sem tóku þátt í Miiljón mæðra göngunni í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, kröfðust þess í gær að þing landsins samþykkti skynsamleg lög um hert eftirlit með skotvopnum svo hægt væri að stemma stigu við sívaxandi ofbeldisverkum þar sem byssur koma við sögu. Mótmælend- urnir vom margir í bleikum og hvítum bolum með myndum af blómum í byssuhlaupum. Konur á öllum aldri voru í meiri- hluta þeirra sem komu saman í miðborg Washington en þar mátti einnig sjá karla og böm. Mótmæl- endur héldu á mótmælaspjöldum þar sem meöal annars stóð: Böm Byssum mótmælt í Washington Tugir þúsunda tóku þátt í Milljón mömmu göngunni fyrir hertu byssu- eftirliti í Washington í gær. eru ekki skotheld. Og kannski ekki síst þetta: Ég kýs. Einhverjir báru myndir af látn- um bömum sínum. Skipuleggjendur göngunnar segj- ast vona að mótmælin verði upphaf hreyfingar sem geri stjómmála- mönnum ljóst fyrir næstu kosning- ar hver hugur almennings til hert- ara eftirlits með byssueign er. „Við ætlum að taka ofan ofn- hanskana," segir skipuleggjandinn Donna Dees-Thomases gjaman. Stjórnmálamenn og annað frægt fólk var ijölmennt en flestir sem til máls tóku áttu um sárt að binda vegna byssuofbeldis, til dæmis mæður sem misstu höfðu böm sín. Stjórnarandstöðu kennt um morð á manni Milosevics Flokkur Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta kenndi stjómar- andstæðingum í gær um morðið á Bosko Perosevic, háttsettum manni innan stjómkerfis landsins, og var- aði við alvarlegum afleiðingum. Perosevic var skotinn til bana þegar hann skoðaði landbúnaðar- sýningu i borginni Novi Sad á laug- ardag. Morðinginn var öryggisvörð- ur á sýningunni. Einn leiðtoga stjórnarandstöð- unnar sagði að Perosevic hefði ver- ið hófsamur í skoðunum og reiðu- búinn að eiga samvinnu við and- stæðinga sína. Það kynni að hafa reitt harðlínumenn í flokki forset- ans til reiði. f gervl fórnarlamba kjarnorkuslyss Rúmlega eitt þúsund kjarnorkuandstæöingar, þar á meöal þessir menn sem hér ieika fórnarlömb kjarnorkuslyss, hvöttu nýkjörinn forseta Taívans til þess aö standa viö stefnuskrá flokks síns gegn kjarnorkuverum og koma í veg fyrir að fjóröa kjarnorkuveriö veröi byggt í landinu. Forsetinn tekur viö embætti 20. maí næstkomandi. Grand Cherokee, f. skr. 10/05 2000, vínrauður, geislaspilari, Allt rafdrifið. Grand Cherakee, f. skr. 20/01 2000, hvítur, geislaspilari, allt rafdrifið. Cadlllac Bdorado Nordstar 32 V, árg. 1996, ekinn 48 þús. mílur, perluhvítur, með öllum aukabúnaði. MMC 3000 GT, árg. 1895, ekinn 14þús. mílur, hvítur, sjálfsk. sóllúga, alfelgur. Dodge Stetth rt, árg. 1984, ekinn 84 þús. mílur, svartur, leður, álfelgur. Grand Cherokee, árg. 1996, ekinn 44 þús. mílur, vínrauður, allt rafdrifiö, infinity stereo. Dodge Viper RT/10, árg. 1994. ekinn 12 þús. mílur, gulur, 6 gíra, 400 hp. - UUUJ i i l i r n ) i Vi •, ogs°lu Grand Cherokee, árg. 1995, ekinn 35 þús. mílur, silfurlitaður. DILASALÍ R£yKJ k \ i I ft í\y VJVJ VJU i—' ncv ILIL^3‘LJ ^ \ rí\vi \'i{ i cto--------------------- Bíldshöfða 10. Sími 587 8888. www.bilasalarvk. Chevy Corvetta, árg. 1994, ekinn 45 þús. mílur, svartur, 6 gíra, 300 hp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.