Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 23
35 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 DV Grace 52 ára Söngkonan og fyrirsætan N Grace Jones 1] fagnar afmæli sínu i dag en I gyöjan er oröin wjlr'. 52 ára. Grace áJjjfHai naut gríöar- legra vinsælda BPPLiiJ*T||jm á árum áöur en Kg||ð|||B||||| ekki hefur sést EEtaSSgiBMlMigif mikiö til hennar á undanfórnum misserum. Grace telst væntanlega til sístækkandi hóps „islandsvina" því hún hélt söngskemmtun í Sig- túni forðum daga. Gildlr fyrír laugardaginn 20. maí Vatnsberinn r?0. ian.-18. febr.l: , Fyrri hluti dagsins I ~ m kemur þér á óvart. Þú þarft að gllma við óvenjulegt vandamál. Þu verður þreyttur í kvöld og ætt- ir að taka það rólega. Fiskarnlr (19. febr.-20. marsl: Vertu þolinmóður þó laö þér finnist vinna annarra ganga of hægt. Það væri góð hugmýnd að hitta vini í kvöld. Hrúturlnn (21. mars-19. apríll: Reyndu að halda þig gr^^m^við áætlanir þínar og vera skipulagður. Þér bjóðast góð tækifæri í vinnuniu og er um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst. Nautlð (20. april-20. maíl: Fréttir sem þú færð eru ákaflega ánægju- legar fyrir þig og þína nánustu. Hætta er á smavægilegum deilum seinni hluta dagsins. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníi: Viðbrögð þín við því * sem þér er sagt eru mikilvæg. Ekki vera of gagnrýninn, það gæti valdið'misskilningi. Nautið (20. ai x* cr smavægileg hluta dagsh Tvíburarnlr 12 & Krabblnn (22. iúni-22. iúií): Dagurinn verður við- | burðaríkur og þú hef- ur meira en nóg að gera. Gættu þess að vera ekki of tortrygginn. Happa- tölm- þínar eru 1, 5 og 37. Llónið (23. iúlí- 22. áaúsh: Þú þarft að einbeita þér aö einkamálunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Kvöldið verður ánægjulegt. Mevian (23. áeúst-22. sent.t: Eitthvað sem þú vinn- ur að um þessar mund- ^^^fc.ir gæti valdið þér hug- ' r arangri. Taktu þér góð- an tima í að íhuga hvað gera skal. Þú færð bráðlega góðar fréttir. Vogin (23. sept.-23. okt.): S Ekki taka mark á fólki C'y sem er neikvætt og \ f svartsýnt. Dagurinn r f verður skemmtilegri en þú bjóst við, sérstaklega seinni hiuti hans. Sporðdrekl (24. okt.-2i, nóv.): í dag gætu ólíklegustu aðilar loksins náð sam- pkomulagi um mikil- __(væg málefhi og þannig auðveldað framkvæmdir á ákveðnu sviði. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): ■Þú átt skemmtilegar samræður við fólk og dagurinn einkennist af samstöðu milli sam- starfsaöila. Happatölur þínar eru 3, 24 og 36. Steingeltln (22. des.-19. ian.): Þú ert að velta ein- hverju alvarlega fýrir þér og það gæti dregið athygh þina ff á því sem þú ert að vinna að. Ef þig skortir einbeitingu ættir þú að hvíla þig. Tilvera Reynsla og þekking, vönduö og persónuleg þjónusta. Fékafeni S ♦ S. 553 1300 Krókur Karls Bretaprins á móti bragði mömmu: Heldur 2 veisl- ur fyrir Camillu Ivana dásamar skútuna sína Ivana Trump, sem eitt sinn vargift honum Donaldi trompara, er aö sjálf- sögöu í kvikmyndaborginni Cannes þessa dagana. Hún gistir ekki á hóteli eins og hinn lýöurinn heldur er í glæsiskútu sinni og alnöfnu, Ivönu, þar sem hún hélt hanastélsveislu fyrir fræga og fína fólkiö. sfx : i Karl Bretaprins ku vera bálreiður út í mömmu sína fyrir að bjóða ást- konu hans, Camiilu Parker Bowles, ekki í glæsiveislu sem konungsfjöl- skyldan ætlar að halda í Windsorkastala í næsta mánuði. Karl sá sér því ekki annað fært en að bjóða í eigin veislur, meira að segja tvær. Veislumar ætlar Karl að halda í sjálfri Buckinghamhöll, annars veg- ar samkomu þar sem fólk úr skemmtanaiðnaðinum verður áber- andi og hins vegar veglega kvöld- verðarveislu. Camilla verður í báðum veislum prinsins. Breska blaðið Sunday Mir- ror segir að með því vilji Karl gera móður sinni, drottningunni, og öðr- um konunglegum Ijóst að hann sé staðráðinn i að fá sína nánustu til að viðurkenna tilvist Camillu. Kunnugir telja að Ellsabet drottn- Reiöur krónprins Karl Bretaprins mun vera reiöur út í mömmu fyrir aö bjóöa ástkonu hans ekki í fína veislu kóngafótksins. ing muni bregðast reið viö uppá- tæki sonarins og að hún óttist að veirslumar hans muni skyggja á veisluna í Windsorkastala. í drottningarveislunni á að halda upp á merkisafmæli fjölda manna úr konungsfjölskyldunni, 18 ára af- mæli Vilhjálms prins, aldarafmæli drottningarmóður, fimmtugsafmæli Önnu prinsessu, fertugsafmæli Ját- varðar prins og sjötugsafmæli Mar- grétar prinsessu, drottningarsystur. „Karl er öskureiður yfir því að Camillu skuli ekki boðið í veisluna í Windsorkastala," segir heimildai’- maður Sunday Mirror innan hirðar- innar bresku. Meðal gesta í kvöldverðarboði prinsins verða ríkir Ameríkanar, vinir Camillu, svo og tískuliðið Donatella Versace og Valentino, að ógleymdum grískum milla sem lán- aði Karli skútuna sína í fyrra. Lög úr mynd á nýju plötunni Geri Hamwell, fyrrum kryddpía, ætlar að hafa tvö til þrjú lög úr væntanlegri kvikmynd sem hún leikur í á nýju plötunni sinni. Geri var að vinna við aðra sólóplötu sína þegar hún las handritið aö kvik- myndinni Therapy og um þessar mundir vinnur hún aö mynd og plötu á sama tíma. í myndinni leik- ur Geri konu sem fellur fyrir sál- fræðingnum sínum, eins og alsiða er víst í bíómyndum. Fær ekki aö kjósa Kvikmyndaleikkonan Sophia Loren hefur veriö tekin út af kjörskrá heima á Ítalíu fyrir þjóöaratkvæöa- greiöslu um helgina. Sophia Loren út af kjörskránni ítalska kvikmyndaleikkonan Sophia Loren hefur verið fjarlægð af kjörskrám í heimalandi sínu fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðslu sem hald- in verður þar um helgina. í hreins- r~ ununum voru allir látnir og fjarver- andi látnir fjúka. Frænka Sophiu, hægriöfgaþing- konan Alessandra Mussolini, er ekki hress með þetta óréttlæti eins og hún kallar aðgerðir stjórnvalda. Kvikmyndaleikkonan hefur lengi búið fjarri heimalandinu og hún á til dæmis heimili í Sviss, Frakk- landi og Kalifomíu. 'v-- Courtney gegn byssukúltúr Söngkonan Courtney Love heldur því fram að hægt hefði verið að koma í veg fyrir sjálfsmorð eigin- manns hennar, rokkarans Kurts Cobains, ef strangari lög gegn byssueign hefðu verið í gildi í Bandaríkjunum. Kurt skaut sig með haglabyssu fyrir nokkrum árum. Af þessum sökum tók Courtney þátt í Milljón mömmu göngunni gegn byssukúltúmum í Ameríku í Washington um liðna helgi. „Francesca dóttir mín fær aldrei að leiða pabba sinn í skólann," seg- ir Courtney og ætti það aö duga sem rök gegn villimennskunni. Jeppar og torfæruhiol Miðvikudaginn 31. maí mun sérblað um jeppa og torfæruhjól fylgja DV Meðal efnis: Fjallað verður um þær breytingar sem oft eru gerðar á jeppum og spjallað við mennina sem það gera. Við reynsluökum:Toyota Land Cruiser 70 á 38“ og Toyota Land Cruiser 90 á 38“Nissan Terrano II á 38“ og samanburður á Nissan Terrano II á 33“Land Rover Discovery á 35“Land Rover Defender á 38“Husaberg 501-torfæruhjól og KTM 640 Adventure-torfæruhjól. Umsjón efnis: Njáll Gunnlaugsson, sími 550 5723, netfang njall@ff.is Jóhann A. Kristjánsson, sími 568 9864, netfang jak@ismennt.is Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang srm@ff.is Ösp Kristjánsdóttir, sími 550 5728, netfang osp@ff.is Athugið að síðasti pöntunardagur auglýsinga er á hádegi föstudaginn 26. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.