Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 DV 7 Fréttir Kristján Möller alþingismaður segir jarðgöng sporna við landsbyggðarflótta: Flóttinn hefur kostað 30 til 60 milljarða - þjóðhagslega hagkvæmt að sporna við því Kristján Möller, alþingismaður og fyrrum forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, segir jarðgöng á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar skipta öllu máli fyrir framtíð byggðar á svæðinu. Hann segir að flóttinn af landsbyggðinni hafi kostað þjóðina 30 til 60 milljarða síðastliðin átta ár. „Fyrirhuguð jarðgöng stytta leið- ina til Ólafsfjarðar úr 233 í 15 kíló- metra átta til níu mánuði ársins. Til Akureyrar yrðu þá 76 km, það eru nú 130 km um Lágheiði en ann- ars tæpir 200 km. Leiðin um Lágheiði til Ólafs- fjarðar er lokuð allt að 240 daga á ári. Aðalfyrirtækin á þessum tveim stöðum hafa verið sameinuð, Þor- móður rammi - Sæberg. Ég spái því að þetta muni líka leiða til sameiningar Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkurbyggðar. Fimm til tíu árum þaðan i frá mun Eyjafjörður allur vera orðinn eitt sveitarfé- lag.“ - Menn benda á að Vestfjarðagöng hafi ekki dregið úr fólksfækkun. „Við gætum líka spurt okkur að því hvað hefði gerst ef göngin hefðu ekki komið. Þessi byggðarlög eru að tapa fólki vegna þess að það er vitlaust gef- ið í þjóðfélaginu. Alþingi Islendinga hefur sett lög sem takmarka aðgengi að Kristján Möller alþingismaður ,,Ég get því ekki hugsaö þá hugsun til enda fyrir byggöariög hér á Miö-Noröurlandi ef þessi jarögöng koma ekki tit. “ tveimur höfuðatvinnu- vegum landsbyggðarinn- ar, fiskveiðum og land- búnaði. Á sama tíma má allt blásast út á höfuð- borgarsvæðinu án nokk- urra takmarkana. Ég get því ekki hugsað þá hugsun til enda fyrir byggðarlög hér á Mið- Norðurlandi ef þessi jarð- göng koma ekki til. Ég tek þó skýrt fram að ég hef fullan skilning á sam- göngubótum á höfðuð- borgarsvæðinu og ég styð þær heils hugar.“ - Hvað með að slá af- skekktustu sveitarfélögin hreinlega af? „Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefur sagt að við það að fólk flytji frá landsbyggðinni sé áætlað að hver einstaklingur kosti sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu þrjár til sex milljónir króna. Und- anfarið hafa þetta verið tvö þúsund manns og kostnaðurinn er því sex til tólf milljarðar á ári. Ef við tök- um bara lægri töluna þá er hún hærri en þessi göng munu kosta. Það eru í kringum tíu þúsund manns sem hafa flutt suður þau átta ár sem Davíð Oddsson hefur verið forsætisráðherra (byggða- málaráðherra). Það þýðir 30 til 60 milljarða króna. Þetta eru tölur sem enginn hefur andmælt. Þetta er hrein og bein eignaupptaka. Frekari og meiri aðgerðir til að sporna við þessum byggðavanda eru því þjóðhagslega mjög hag- kvæmar," sagði Kristján Möller. -HKr. Við erum í okkar árlegu ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bilum. Við verðum á Austfjörðum um helgina. Nýttu tækifæríð. Komdu og prófaðu bila af bestu gerð. Land Rover Discovery Land Rover Defender Land Rover Freelander BMW Compact Renault Scénic Renault Laguna Renault Mégane Break Renault Mégane Classic Hyundai Starex Hyundai Accent Hyundai Sonata Austurland Laugardaginn 20. maí Egilsstöðum, Ásinn Bílasala, Lagarbraut 4, kl. 11-15 Seyðisfirði, við Herðubreið, kl. 16-18 Sunnudaginn 21. maí Reyðarfirði, Shell skálanum kl. 11-12 Eskifirði, Shell skálanum kl. 12:30-14:30 Neskaupsstað, Olís skálanum kl. 15-18 Allar nánari upplýsingar: Bilasalan Ásinn, Egilstöðum, sími 4712022 % <B> RENAULT HYUROni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.