Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Verkfall: Kolmunnaskip verða stöðvuð Sigurður Ingvarsson, forseti Al- þýðusambands Austfjarða og for- «,.-maður samninganefndar starfs- manna loðnuverksmiðja, segir við- tæka samstöðu ríkja meðal þeirra. Þeir njóti einnig samstöðu starfs- bræðra um allt land, Færeyjum og víðar ef á þurfi að halda. Sigurður segir að fundur hafi ver- ið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 11 í fyrramálið. Sigurður Freysson, formaður verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði, segir kolmunnaveiðiskip- ið Jón Kjartansson muni fá að landa þar í dag, en hann hóf veiðiferð sina áður en verkfallið byrjaði. „Aðrir sem hófu veiðiferð áður en verkfallið skall á, fá löndun. Það eru allar líkur til að þeir sem héldu til veiða eftir að verkfall hófst verði F*stoppaðir af.“ Sigurður reiknar með að kolmunnaveiðiskip verði því stöðv- uð hvar sem þau reyna löndun. Hann vonast til að samningar náist á fundinum hjá sáttasemjara á morgun. -HKr. Björk og Erla , í Helgarblaði í Helgarblaði DV á morgun er ít- arleg úttekt á leikferli Bjarkar Guð- mundsdóttur og reynt að varpa Ijósi á þjóðsagnapersónuna Lars von Tri- er, leikstjóra Dancer in the Dark ,sem nú gerir allt vitlaust í Cannes. Einnig er í Helgarblaði opinskátt viðtal við Erlu Bolladóttur sem krafist hefur endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmála nú þegar 20 ár eru liðin frá dómi Hæstaréttar í þessum umdeildustu sakamálum íslandssögunnar. DV fer i kínverska leikflmi með Gunnari Eyjólfssyni leikara og ræðir við Bubba Morthens um skáldið og drykkju- boltann Bellman. Einnig er fjallað um gráa markaðinn í hlutabréfavið- skiptum og hættur sem því fylgja að versla þar. Dómkirkjan fær nýjan kross Dómkirkjan í Reykjavík er að taka á sig nýja mynd þessa dagana og hefur fengiö nýjan og einkar fallegan kross. Krossinn skipar stóran sess í trú kristinna manna og því er sérstaklega gleöilegt hve vel krossinn fellur inn í endur- bætur kirkjunnar. Forsetakosningar í júní: Ástþór í for- setaframboð - vill að handhafar forsetavalds taki við í kosningabaráttunni „Ég legg ríka áherslu á að Ólafur Ragnar Grímsson feli handhöfum forsetavalds öll embættisverk sín á meðan á kosningabaráttunni stend- ur og mæti til leiks sem almennur frambjóðandi á jafnréttisgrund- velli. Þannig verður fyllsta jafn- ræðis gætt og engin hætta á að for- setaembættið verði notað sem kosningamaskína gegn mér,“ sagði Ástþór Magnússon í morgun en hann hefur ákveðið að efna tO blaðamannafundar innan sólar- hrings og tilkynna þar um framboð sitt til embættis forseta íslands í kosningum sem fram fara laugar- daginn 24. júni. Ástþór og stuðningsmenn hans höfðu i morgun skilað inn með- mælendalistum t öllum kjördæm- um landsins og telja sig nú klára í slaginn við Ólaf Ragnar Grímsson. Eins og fram hefur komið er markmið Ást- þórs Magnús- sonar með fram- boði sinu ekki það að fella Ólaf Ragnar úr for- setastóli, heldur skapa umræður um friðarmál og segist hann vera styrktur til framboðs af er- lendum félagasamtökum I ætt við Frambjóöandinn Engar auglýsingar. Frið 2000. „Þrátt fyrir vilyrði sem ég hef fyrir íjármögnun auglýsinga vegna framboðsins hef ég að svo stöddu ákveðið að kaupa engar auglýsing- ar. Ég vil ekki að fjölmiðlaumræð- an snúist um auglýsingakostnað frambjóðenda eins og gerðist í síð- ustu forsetakosningum. Ég vona að kosningabaráttan verði málefnaleg og að sitjandi forseti gæti alls vel- sæmis í baráttunni,“ sagði Ástþór í morgun. Forsetakosningamar í júní munu kosta tugi milljóna króna og óvíst er hvernig sjónvarpsstöðvar munu bregðast við framboði Ást- þórs með tilliti tii hefðbundinna umræðuþátta en sjálfur er fram- bjóðandinn ekki áhyggjufullur: „Ég luma á leynivopni hvað þetta varðar en grip ekki til þess fyrr en í fidla hnefana." - Ætlar þú að kaupa sjónvarps- stöð til að koma fram í? „Nei, en það eru aðrar leiðir,“ sagði Ástþór Magnússon forseta- frambjóðandi. -EIR Örar lækkanir á gengi hlutabréfa: Hlutabréf verðminni en um áramótin - taugatitringur meðal skuldsettra fjárfesta Mikil lækkun á gengi hlutabréfa undanfarnar vikur hefur nú gert það að verkum að Úrvalsvístala Verðbréfaþings íslands er nú 3,1% lægri en hún var um síðustu ára- mót. í fyrradag lækkaði Úrvals- visitalan um 2,25% og í gær um 3,0% og þar með var meðalgengi hlutabréfanna, sem í vísitölunni eru, komið undir það gengi sem fékkst fyrir bréfin um áramót. Lækkanimar hafa verið mjög skarpar á undanfömum vikum og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 16,6% frá 1. apríl sl. Svo virðist sem vaxandi taugatitrings gæti meðal margra fjárfesta en fram hefur komið að margir hafa fjár- magnað' hlutabréfakaup sín með lánsfé og em því fremur úthalds- litlir ef teygist úr niðursveiflum á markaðnum. Mestu lækkanimar frá 1. apríl hafa verið á gengi banka, tölvufyr- irtækja og samgöngufyrirtækja, á bilinu 14,4% til 19,9%. -GAR Húsbréf falla: Dæmi um milljón króna tap Vaxandi ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur leitt til mikilla affalla að undan- fórnu til tjóns fyrir handhafa bréf- anna. í gær voru aíföll af 40 ára bréf- um komin i allt að 19% og 14% af 25 ára bréfum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir affóll á húsbréfum valda áhyggjum og menn muni nú setjast niður i dag og leita leiða varð- andi viðbrögð. í fréttum Búnaðar- banka em rakin dæmi um seljanda 8 milljóna íbúðar sem fær um 1,1 milljón króna minna fyrir bréfln en fyrir flórum mánuðum. Páll Pétursson. Óvænt „Þetta kemur nokkuð óvænt, því alit síðastliðið ár vora aldrei affóll og jafnvel yfirverð. f april sl. var farið að bera á afíollum og þau komin upp í 7-10%. Síðan taka þau þetta stökk núna í maí. Mönnum ber þó ekki sam- an um hvað afíollin era mikil. Þetta er væntanlega afleiðing af því að Seðlabankinn hefur verið að spenna upp vextina, en vextirnir á fasteigna- bréfunum hafa staðið óbreyttir. Þá hafa lífeyrirsjóðirnir frekar viljað flárfesta í útlöndum. Þeir kaupa minna af húsbréfum en þeir gerðu. Það er auðvitað ekki gott að hækka vextina á fasteignabréfunum og ekki beint æskilegt fyrir húskaupendur. Það er þó eins og menn gleymi því að húsbréfin eru verulega góðir pappír- ar. Húsbréfin eru ríkistryggð, en ekki fiárfesting í einhverjum óljósum draumum eins og sumt af þeim hluta- bréfum sem era á markaðnum." - Hvaða aðgerða er hægt að grípa til? „Það er ekki nein lausn á þessu sem blasir beint við. Við ætlum hins vegar að fara yfir málin og kanna í framhaldinu hvort hægt er að hafa einhver áhrif á markaðinn. Við getum ekki sagt lífeyrisjóðunum fyrir verk- um, en það er kannski hægt að freista þeirra eitthvaö." -HKr. Dýrbítar Hafnfirðingar sáu tvo lausa hunda drepa kött í gær. Talið er að þeir séu hinir sömu og réðust á lamb í Setbergshverfi á mánudag og sködduðu það svo illa að nauðsyn- legt var að aflífa það. Að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði eru hund- amir skráðir heimilishundar frá sama heimili. Lögreglan mun senda málið áfram til heilbrigðisyfirvalda, sem munu taka ákvörðun um það hvað gert verður við hundana. -SMK SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFER.Ð AÐ PINNI WPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI hhhhhhhbhhhí SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA oppurirw á tsnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.