Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Side 13
Pearl Jam er loksins komin með nýja plötu. En hún er ekki að miða inn á
vinsældirnar og segist bera virðingu fyrir hlustendunum sínum. Þetta er því ekki
innihaldslaust popp heldur gáfulegt rokk. Dr. Gunni tékkaði á kauðunum.
„Við vildum færa aödáendum okkar eitthvaö krefjandi," segir Eddie um lagiö. „Viö viröum hlustendur okkar og sjáifur vil
ég fá eitthvaö innihaldsríkt þegar ég kaupi plötu, les bók eöa fer í bíó.“
Sjötta hljóðversplata Pearl Jam
kom út í vikunni. „Binaural" heit-
ir hún og hefur verið að fá þessa
líka finu dóma. Platan er fjöl-
breytt og hljómsveitin er trú
sjálfri sér. Rólegheitarokk a la
Neil Young suilast saman við hrá
og pönkuð lög, þungarokk og
bítlapopp og eitt lagið er ekkert
annað en Eddie Vedder að raula
og spila á hawaii-gítar. Hljóm-
sveitin fer sínar eigin leiðir og er
drullusama um ímynd og mark-
aðsmál. Þeir ákváðu t.d. að fyrsta
smáskífulagið ætti að vera fimm
mínútna ballaðan „Nothing As it
Seems“ sem er alls ekki líklegasta
lagið til vinsælda.
„Við vildum færa aðdáendum
okkar eitthvað krefjandi," segir
Eddie um lagið. „Við virðum
hlustendur okkar og sjálfur vil ég
fá eitthvað innihaldsríkt þegar ég
kaupi plötu, les bók eða fer í bíó.“
Stærsti smeliurinn
var slys
Pearl Jam varð til 1 Seattle 1990
og er lífseigust af grugg-böndun-
um sem spruttu upp í borginni og
Pearl Jam varö til í Seattle 1990 og
er lífseigust af grugg-böndunum sem
spruttu upp í borginni og urðu vinsæl
í byrjun síöasta áratugar.
Stjörnukerfi Ifókus
★ ★ ★ ★ ★ Gargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun.
★ ★ ★ Góð afþreying. •? Skaðlegt.
★ ★Nothæft gegn leiðindum.^®'®'
plötudómar
urðu vinsæl í byrjun síðasta ára-
tugar. Bandið hlýtur að teljast
með þeim vinsælustu í Bandaríkj-
unum í dag því það hefur selt þar
22 milljónir eintaka af plötunum
sínum. Vinsælasta lagið þeirra er
gamalt popplag, „Last Kiss“, sem
þeir gáfu út á smáskífu aðdáenda-
klúbbsins síns fyrir jólin 1998.
Þetta átti bara að vera gott í skó
aðdáendanna en lagið fór eins og
eldur í sinu og að lokum var það
gefið út á almennum markaði.
Lagið hékk svo á vinsældalistum
um allan heim síðasta sumar og
náði 2. sætinu i Bandaríkjunum
sem er met fyrir Pearl Jam.
Allir semja
Bandið hóf upptökur á nýju
plötunni i september sl. í hljóð-
veri gítarleikarans Stones Goss-
ards í Seattle. Það hefur stundum
hrikt í stoðum bandsins því egó
þeirra félaganna hefur átt það til
að bólgna út en nýja platan var
gerð í sátt og samlyndi. Allir
meðlimirnir semja lög á plötunni,
m.a. trommarinn Matt Cameron
sem var áður í Soundgarden og
Eddie í fýling.
fór að spila með Pearl Jam 1998.
Innihald textanna er af ýmsum
toga.
Vedder semur þá flesta og velt-
ir m.a. fyrir sér sjálfsvirðingu nú-
timamannsins í heimi þar sem
eftirlit með einstaklingunum
eykst sifellt. Gítarleikarinn Stone
pælir hins vegar m.a. í því hvað
rak strákana tvo í Columbine há-
skólanum til að drepa 12 sam-
nemendur sína. Ef einhverjum
finnst þetta þungar pælingar má
geta þess að meðlimir Pearl Jam
eru komnir vel yfir þrítugt og svo
er líka heill sægur af þunnildum
sem rokkar um píur og fyllirí.
Pearl Jam fylgir plötunni eftir
með massífum tónleikatúr um
cillan heim langt fram á næsta
vetur.
Dr. Gunnl
„Ný“ Kraftwerk-plata
„Expo 2000“ var fyrsta nýja
Kraftwerk lagið síðan 1991 og síð-
ar í mánuðinum er svo von á
fyrstu „nýju“ Kraftwerk plötunni í
10 ár. Hún heitir „A Short Introd-
uction to Kraftwerk" og á henni
eru demóútgáfur og nýjar útsetn-
ingar á lögum eins og „The Mod-
el“, „Autobahn" og „Trans-Europe
Express". Með plötunni fylgir 88
bls. bæklingur með brotum úr
sjaldgæfum viðtölum, myndum og
öðru skemmtilegu.
Gamlir jálkar og grað-
hestar
Fjöldi merkilegra platna er að
koma út. Á næstu dögum kemur
ný plata með Sonic Youth, „NYC
Ghosts & Flowers", þar sem gömlu
jálkarnir blanda saman aðgengi-
legum rokktöktum og þungri
steypu. Eins og spurst hefur út er
bandið á leiðinni hingað. Fleiri
gamlir - og jafnvel eldri - jálkar
verða með
nýjar plötur.
Motörhead
verða með
„We are
Motörhead"
þar sem
Lemmy og
félagar juð-
ast m.a. á
Sex Pistols-
laginu „God
Save the Queen“, golfleikarinn
Alice Cooper kemur sterkur inn
með „Brutal Planet" og fyrsta
stúdióplata Iron Maiden í átta ár
er á leiðinni og heitir „Brave New
World“. Það mætti halda að þessi
upptalning og sigur Olsen-bræðra
í Júró væri merki um minnkandi
æskudýrkun í poppinu en svo er
þó ekki. Af nýlegri graðhestum
með nýjar plötur má minnast á
rapparann Eminem með „The
Marshall Mathers LP“, gróðurhús-
arapparana í Jurassic 5 sem gefa
út „Quality Control" og
Kid Rock sem gefur út safn af
gömlu stöffi undir nafninu „The
History of Rock“.
★★★
Hljómsveitin: EllÍOtt Smith
piatan: Figure 8
Útgefandi: Dreamworks/Skífan
Lengd: 52 : 06 mín.
★ ★★
Hijómsveitin: Dead Prez
piatan: Lets Get Free
Útgefandi: Loud/Skífan
Lengd: 69 : 32 mín
★★★
Hljómsveitin: Speedy J
piatan: A Shockong
Hobby
Útgefandi: Novamute/Japis
Lengd: 56 : 08 mín.
hvaöf fyrir hvernf ^^fa^rVý'rfcPi^r' niöurstaöa
Fimmta sólóplata feimna rokktrú-
badorsins frá New York sem er flutt-
ur til L.A. Elliott gaf út fyrstu þrjár
plöturnar hjá litlu sjálfstæðu fyrir-
tæki en skrifaói undir hjá stóru
merki eftir að fá óskarsverölaun fyrir
lag sitt í myndinni Good Will Hunting.
Hann fylgir nú eftir hinni ágætu plötu
„X0“.
Dead Prez er ein bjartasta vonin í
bandarísku hip hoppi. Þeir eru mjög
pólitískir og er oft líkt við hljómsveit-
ir eins og Public Enemy. Þeir
stic.man og M-1 eru orðnir leiðir á
gangster rappi, dópúílingum og öðru
rugli. Þeir vilja alvóru breytingar.
Þessi plata er þeirra
stefnuyfirlýsing.
Melódíurnar drjúpa eins og smjör af
þessari plötu. Það eru mikil Bítlaá-
hrif (.Rubber Soul“ og þar fram eftir
götunum), sumt minnir jafnvel á
Simon & Garfunkel og yfir öllu liggur
sterkur 70’s-fIIIngur. Þeir sem fíla
Belle & Sebastian, Big Star og Elvis
Costello ættu einnig að tékka á
Elliott.
Fyrir utan augljósan markhóp (svarta
Amerikana) þá er þetta þlata fyrir
alla þá sem kunna að meta kraftmik-
ið og innihaldsríkt hiþ hop. Chicago-
rapparinn Common er á meöal aðdá-
enda Dead Prez.
Elliott er mikill Bítlamaður og er I
McCartney-deildinni. Hann söng
Bítlalagið „Because" sem var loka-
lagið í American Beauty og tók sumt
af nýju plötunni upp í Abbey Road.
Þessi hægláti maður verður næstum
því æstur þegar hann segir frá því aö
hann notaði sama píanó og notað
var I „Penny Lane".
„Peningareru rót hins illa“ segja þeir
Dead Prez félagar. Þeir brenna seðla
á tónleikum. Þetta er auðvitað I al-
gjörri andstöðu við boðskaþ Puff
„It's all about the Benjamins"
Daddy. Dead Prez eru virkir í allskon-
ar samfélagsstarfsemi og eru að
vinna að opnun félagsmiöstöðvar.
Þessi sextán laga plata hefði þolað
niðurskurð. Tónlistin er of keimlík til
aö halda athygli hlustandans í 50
mínútur. Hljóðvinnslan er á tíðum full
áferðarmjúk og væmin en þegar best
tekst upp er gaman að Elliott. Þá
sýnir hann snilli í Ijúfu poppdeildinni.
Textasmiður er hann einnig góður.
Notaleg plata en blóðlítil. dr. gunni
Þessi plata er hressandi innlegg í
tónlistarflóru ársins 2000. Tónlistin
er oft flott og það er einhver sann-
færingarkraftur I þessu sem hrifur
mann með sér. Tónlistarlega eru þeir
kannski ekki að finna upp hjólið, en
það er samt margt vel gert.
trausti júlíusson
Hollenski tónlistarmaðurinn, Jochen
Paap, hefur gefið út efni undir nafn-
inu, Speedy J„ undanfarin ár. Tón-
listin hans er einhverskonar sam-
bland af teknó og industrial-tónlist.
Hann hefur stundum gert tiltölulega
poþpaða hluti, en hér er hann í ex-
perimental hugleiðingum.
Þetta er instrúmental-plata. Dramat-
ískir hljóðskúlptúrar, bjögun og læti.
Þetta er tónlist sem maöur sér frekar
fýrir sér á einhveiju framsæknu kvöldi
í Gula húsinu við Lindargötu, heldur
en á kaffihúsi eða klúbbi. Hún er um
margt skyldari noise-hðndlurum eins
og Einsturzende Neubauten, heldur
en teknó-tónlist samtlmans.
Speedy J. hefur gefiö út heilan hell-
ing undanfarin ár. Hann var lengi á
merki Richie Hawtin, Plus8 og svo á
hann töluvert af efni útfgefnu hjá
Warp. Platan hans frá 1997 „Public
Energy No. 1“ þykir hans merkasta
verk til þessa.
Þetta er ágæt plata. Speedy J býr til
raf-pönk sem á köflum nær að verða
mjög tilþrifamikið. Þetta er þlata sem
maður spilar þegar maður vill láta
trufla sig. Þetta er oft myndræn tón-
list. Platan er eins og feröalag um
ímyndað og á köflum stórbrotið
landslag. Sérstakt og spennandi.
traustl júlíusson
19. maí 2000
f ó k u s
13