Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Síða 14
Mér finnst best aö „Það er geðveik útrás að vera í hljómsveit og ég ráðlegg öllum að gera það,“ segir Villi sem er að springa af fjöri þessa dagana. „Þetta fer frá því að vera hæsti tindur nið- ur i skítadal þar sem ekkert er nema bras og vesen. En það er samt einhver fegurð í þessum skít.“ T.d. að hanga í bakherberginu á Gauknum og sötra sinn bjór? „Einmitt. Og hlusta á liðið nöldra: „Ætliði ekki að fara að byrja?“ Það er eitthvað fallegt við þetta. Það er eitthvað fallegt við brasið. Þetta er ekkert erfiðara en hvað annað. Þetta er bara vinna og vinna er bras. Það besta við tónlist- ina er auðvitað hvað þetta er ógeðs- lega gaman. Og ef ég á að vera senti- mental, þá er það skemmtilegasta við tónlistina að í henni eru engar reglur, engin lög. Maður gerir bara það sem manni sýnist og fokk itt.“ Allsber maður syngur um dauðann Ný plata, segiróu. Þetta er hálfgerð „konsept"plata hjáykkur, er ekki svo? „Jú, og pælingin er þessi: Þegar ég var lítill teiknaði ég mynd af þrem körlum og svo var sól í einu hom- inu. Ég teiknaði með kolum og því * varð sólin svört og hún varpaði skugga á karlana. Ég fór að hugsa um þessa mynd um daginn, fattaði hvað hún er sniðug og bjó mér i framhaldinu til þennan skugga- heim,“ svarar Villi. En nýja platan er samt barna- plata? „Já, hún er það, svona bamapönk. Eða vögguvísur fyrir litla krakka. Ég held að mín kynslóð muni syngja þessa plötu á fullu blasti fyrir böm- in sin. „Sofðu, sofðu, sofðu, sofðu, sofðu,“ þangað til krakkinn sofnar. Textamir era flestir þungir og stór- ir, nema nokkrir sem eru bara „Haltu kjafti, éttu skít“, því í Skuggalandinu hljóta menn náttúr- lega að spila fótbolta líka og drekka skuggabjór. Ég er mjög ánægður með plötuna. Hún er beitt og hún er stærri en fyrsta platan, breiðari. Lögin fara úr því að vera sjö mín- útna tölvulög yfir í að vera tveggja mínútna pönk. Við urðum miklu meira varir við þessa plötu. Hin gerðist, þessa bjuggum við til. Við lögðum mikla vinnu í riþma, við náðum Ijótu sándi á gítarinn og svo söng ég allsber." Ha? „Já, mér finnst best að syngja alls- ber og í handmíkrófón. Ég hef reynt að syngja venjulega, þama inn í kassanum, en þá er ég of stirður. Við tókum hljóðfæramíkrófón og límd- um svamp framan á hann með teipi og svo klæddi ég mig úr öllum fótun- um, slökkti ljósin og hljóp út um allt. Lá lika oft á maganum til að fá rétta þreytuhljóðið og hékk í loftinu í einu lagi. Ég gerði þetta líka á síðustu plötu, pissaði m.a.s. og sturtaði nið- ur í einu laginu. Það verður gaman að spila það fyrir barnabömin.“ 63 lélegir húsverðir Þú hefur ekki tekið það til þín þeg- ar Bubbi var að skamma poppara um daginn fyrir aö syngja ekki um neitt, að hafa ekkert að segja? „Nei. Ég vil meina að sumir þess- ara texta minna séu ansi pólitískir. Pólitískir, spólitískir. Þetta er alls ekki neitt innihaldslaust „É é, ég fer í partí, þar verður margt í, é é“. Textar eru vissulega stór hluti af heildinni og skipta mig persónulega miklu máli. „Lítill fugl“ er sennilega pólitískasti textinn. Það er mikið í honum en sennOega kemst það ekki til skila og það er bara allt í lagi. Platan er dimm, þ.e.a.s. textamir. „Þaö vantar James Dean eða Ronald Reagan, án þess aö ég sé beint aö bjóöast til aö taka það aö mér.“ Það deyja allir í þeim. Dauðinn hef- ur verið tabú til þessa en ég vildi taka á honum. Kannski verður næsta plata bara „jafnaðu kjörin auminginn þinn eða ég drep þig með gítarnum", eða eitthvað, því það er vissulega ekki allt í himncdagi í þjóð- félaginu. Það er alveg á hreinu að hér er fullt af liði sem á skítnóg af peningum, fyrst einhverjir geta rott- að sig saman og keypt banka og er- lent fótboltalið. Hins vegar verður ekki litið hjá því að það er fullt af fólki sem á varla í sig og á, og það er það ömurlegasta í öllu þessu góð- æristali. Við erum að setja met í far- símaeign og bílaeign, en af hverju er ekki hægt að slaka aðeins á og reyna að jafna hlutfóllin aðeins. Það eru svo fáir sem búa héma og landið hef- ur allt að bera til að geta orðið algjör perla. Kannski er ég svona bamaleg- ur, en ég get ekki ímyndað mér að þetta sé of flókiö til að það gangi upp. Það búa héma jafnmargir og búa kannski í einni blokk í stórum löndum. Þar er kannski einn hús- vörður sem sér um blokkina en hér erum við með 63 húsverði á þingi sem viröast ekki alveg vera að höndla djobbið enda nota þeir megn- ið af tímunum sínum í að rífast um smáatriði. Skamma hvorn annan fyrir að gleyma að skúra smáblett í gær.“ Sökker fyrir söngleikjum Eins og alþjóð veit koma 200.000 naglbitar frá Akureyri. Strákamir fluttu í bæinn sl. haust - „styttra í plöggið" er helsti kosturinn að mati Villa. Hann er í heimspeki og bróðir hans, bassaleikarinn Kári er í Há- skólanum líka. Axel trommari hækkar og lækkar í Brodda Broddasyni á Gufunni. Hljómsveit- in er ævafom eins og kemur í ljós þegar Villi riíjar upp ferilinn. „Við bræðumir byrjuðum báðir á blokkflautu, en Kári var miklu betri en ég og fékk snemma tréflautu. Hann var svo góður að hann fékk einhveija alt-flautu en ég var alltaf með plastið svo ég hætti bara. Hann var að meika það á alt-flautunni en ég fékk hljómborð i afmælisgjöf þeg- ar við bjuggum út í Skotlandi. Þá var ég tíu ára og ég spilaði á hljómborð- ið eins og skepna. Svo fluttum við aftur til íslands, á Laugar þar sem ég var í hljómsveit. En þaðan fluttum við til Akureyrar og hittum fljótlega Axel sem var í einhverri hljómsveit í Gagganum. Ég ákvað að læra á gít- ar af því mér fannst það flott og Kári fór að spila á bassa og við þrír byrj- uðum að spila saman ‘93. Við hétum fyrst Gleðitríóið Ásar, en það fattaði enginn að það ætti að vera hallæris- legt spaug svo við breyttum nafninu í Askur Yggdrasils og gáfum út spólu undir því nafni. Við unnum ein- hverja tónlistarkeppni á Akureyri með „Lóa Lóa“ með Megasi og „Come Together“ með Bítlunum og fórum svo í Músiktilraunir ‘95 þar sem við lentum í 3. sæti. Þá vorum við búnir að breyta nafninu í 200.000 naglbítar, en höfðum líka heitið Alias Bob á tímabili." Hvaða tónlist voruði að hlusta á á þessum mótunarárum? „Pabbi átti ótrúlega mikið af plöt- um sem maður hlustaði á og ég hlusta eiginlega á alla tónlist nema kannski Britney Spears og þannig. Maður á það kannski bara eftir. Ég man að við tókum góðan tima í að hlusta á amerísk bönd eins og Breeders og Sonic Youth og ég er líka algjör sökker fyrir söngleikjum. Það er aldrei að vita nema maður geri söngleik upp úr skuggaprins- hugmyndinni og fái leikara til að labba um í hringi syngjandi. Þaö er eitthvað ótrúlega flott við söngleiki, fullt af litlum bútum sem eru ekki endilega lög og gaman þegar ólíkar raddir syngja saman. Núna er ég bú- inn að fara hring og er aftur að hlusta t.d. á „Vesalingana" og „Phantom of the Opera“.“ Sveittir karlar Fáir lifa á rokki og Villi hefur m.a. kynnst undirstöðuatvinnugreininni. „Já, ég var á sjó. Fór í Smuguna í sex vikur. Það var í fyrsta skipti sem ég kynntist fiski öðruvísi en við eld- húsborðið hjá mömmu. Svo fór ég á rækju í Flæmska hattinum - það var hrein geðveiki. Þetta var langur túr, við veiddum ekki neitt, það var 20 stiga hiti og vangefin þoka, maður sá bókstaflega ekki handa sinna skil. Svo var komið við í Kanada og þar eyddi ég þessu litla sem ég vann mér inn í geisladiska - keypti eina 40-50 diska." Hvernig var stemningin á sjónum? „Góð, sérstaklega í Smugunni. Ég tók kassagítar með og við bjuggum til trommusett úr pottum. Þetta er þægilegur heimur og margir skemmtilegir karlar. íslenski flotinn á hrós skilið. Sjómennirnir okkar eru íslensku kúrekarnir. Þeir eru á stálhestunum sínum út á sjó, syngja sinn blús og hringja í stelpuna sína sem er í landi. Þetta eru einu kúrek- amir sem við eigum. Ég held að menn hafi ekki verið mikið í því að reka nautgripastóð yfir Sprengisand." Og nú ert þú á kúrekaskeiðinu þínu. „Rétt. Ég ákvað að vera kúreki í sumar. Það er alveg nóg af pípandi strákum í bláum jakkafotum með gul bindi og smekk fyrir rauðvínum. Það vantar að íslenskir karlmenn taki sér tak, lemji í borðið og hugsi sinn gang, en fari ekki bara að skæla ef eitthvað blæs á móti. Lífið er bara eins og það er og það er alltof mikið af mjúkum mönnum. Það vantar James Dean eða Ronald Reagan, án þess að ég sé beint að bjóðast til að taka það að mér. Ég er bara að segja að íslenskir karlmenn eru í til- vistarkreppu. Þessar femínistatugg- ur eru að ríða okkur að fullu. Banna klám og banna hitt og banna þetta. Karlmenn eru í bobba. Sú umræða hefur staðið lengi og hefur þótt fynd- in, en hún hættir bráðlega að vera fyndin. Ástandið núna minnir mig á ástandið í stríðinu þegar Kaninn kom og dansaði við stelpumar. Það voru verstu ár í sögu íslenskra karl- manna. Þeir áttu ekki tyggjó - þekktu ekki muninn á rauðvíns- árgöngum - voru bara þeir sjálfir, dálítið sveittir með vasahníf, slógust, drukku brennivín, kunnu ekki að segja, „Hey baby“ og fóru alveg í skítinn fyrir það. Þetta voru auðvit- að þursar og búrar, en þannig er bara íslenski karlmaðurinn. Kanar samtímans eru einhverjir sem eru „Svo klæddi ég mig úr öllum fötunum, slökkti Ijósin og hljóp út um allt. Lá líka oft á maganum til aö fá rétta þreytu- hljóöiö og hékk í loftinu í einu lagi.“ að ákveða hvað er hipp og kúl og ein- hver öfl sem ákveða hvað er rétt og rangt án þess að það séu lög til um það, t.d. pípandi femínistar sem fetta fingur út í það þó sveittir karlar vilji horfa á berar konur. Karlmenn eiga að fá að vera eins og þeir eru, með sínum göllum. Þeir mega vera órak- aðir og það má vera svitalykt af þeim. Þeir mega horfa á berar konur ef þeir vilja og konur auðvitað eins á bera karla. Auðvitað eru svo flestir sammála um - og það þarf varla að nefna það - að mesti aumingjaskap- ur sem til er er að svívirða konur og böm. Þannig ræfla á að senda beint til Siberíu.“ Amen. Þannig aó þú ert þá bara ferskur 22 ára kúreki í hljómsveit með nýja plötu... „Já, og kærustu. Stelpu, maður. Svo langar mig að fá mér mótorhjól í sumar en mamma er að reyna að fá mig ofan af því. Annars komst ég að einu skemmtilegu um daginn: Búmm, ég er orðinn fullorðinn. Það er enginn sem getur bannað mér neitt lengur. Ég ákvað að í sumar ætla ég bara að borða sjeik og alltaf að fara í spilakassa ef ég á pening. Og svo hefur mig alltaf langað í mót- orhjól og ætla að gera allt sem ég get til að ná mér í eitt. Það er bara svo ógeðslega dýrt.“ Hvaó meó skellinöóru? „Nei, það má ekki. Ég ætla að fá mér stóran gamlan hippa og verö kannski með kúrekahattinn. Sæki stelpuna og við keyrum upp í fjall, leggjum hjólinu í grasinu, leggjumst við hliðina á hjólinu og horfum á sól- ina setjast. Ég tek upp gítarinn og syng „Æ lof jú - honkí tonk“, og svo keyrir maður heim.“ f ó k u s 19. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.