Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 DV 7 Fréttir Miðaldra Króati í vanda: Haldið á Kleppi vegna húsnæðisskorts - stjórnsýslukæra lögð fram á Reykjavíkurborg „Ég tók manninn heim til min i nafni mannúðar enda var hann bú- inn að vera á Kleppi í rúmt ár vegna þess eins að hann var húsnæðis- laus,“ sagði Metúsalem Þórisson, ráðgjafi og húmanisti, um skjólstæð- ing sinn, Króatann Þór Magnús Kapor. Metúsalem hefur lagt fram stjómsýlukæra á hendur yfirvöldum í Reykjavíkurborg vegna vanefnda á skyldum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um félagsþjónustu. „Félags- þjónustan í Reykjavík hafði ekki önnur úrræði en þau að senda mann- inn í gamla Farsóttarhúsið þar sem 10 rónar eru í hverju herbergi," sagði Metúsalem. Geðhvarfasýki Þór Magnús Kapor hefur verið búsettur hér á landi í rúm 7 ár og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í sambúð með hollenskri konu á Vopnafirði þegar hann fór að kenna geðhvarfasýki og var lagður inn á Klepp. Eftir mánaðar sjúkrahúsdvöl var hann orðinn sæmilega hress og hófst þá húsnæðisleit sem lítin ár- angur bar. í bréfi sem Þór Magnús ritaði Félagsþjónustunni í Reykja- vik í síðasta mánuði segir meðal annars: Heimili á geðsjúkrahúsi „Eins og þér mun vera kunnugt um hef ég nú verið til heimilis á Kleppsspítala í um það bil eitt ár. Ekki er þessi búseta vegna heilsu- brests, heldur vegna þess að þrátt fyrir að hafa ítrekað komið óskum um úrlausn í húsnæðismálum á framfæri við starfsmenn og ráða- menn borgarinnar hef ég enga enn þá fengið. Það þarf varla að lýsa þvi Héraðsdómur Norðurlands eystra: Hækkun í hafí? DV, AKUREYRI:_______________________ Auglýsingafyrirtæki á Akureyri og tveir eigendur þess hafa verið dæmd- ir í Héraðsdómi Norðurlands eystra að kröfu dansks fyrirtækis, eftir kaup íslenska fyrirtækisins á áprentuðum límborðum frá því danska. Kaupin áttu sér stað snemma á síð- asta ári. Ekki var samið um verð fyr- ir fram, en þegar varan kom til lands- ins var tilgreint verð eitt þúsund krónur danskar eða rúmlega 9 þús- und krónur. Skömmu síðar barst svo annar reikningur frá danska fyrir- tækinu upp á 13.790 krónur sem kaupendumir töldu sér óviðkomandi. Síðar kom í ljós samkvæmt toll- skýrslu að varan var flutt inn sem verðmæti upp á 1000 danskar krónur. Dómurinn vitnaði í lög um lausa- fjárkaup þar sem segir m.a. að þar sem kaup eru gerð og ekkert fast- ákveðiö um hæð kaupverðsins beri kaupanda að greiða það sem seljandi heimti ef það teljist ekki ósanngjamt. Fór þvi svo að fyrirtækinu á Akur- eyri og einstaklingunum tveimur var gert að greiða danska fyrirtækinu kr. 13.790 danskar, eða nálægt 125 þús- und islenskar krónur auk dráttar- vaxta og 75 þúsund krónur í máls- kostnað. -gk DV-MYND S. Beltin bjarga Ökumaöur bílsins, ung kona, var lögö inn á sjúkrahús eftir veltuna. Að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi slapp konan ótrúlega vel, enda í bílbelti. Kona lögö inn á sjúkrahús eftir bílveltu: Bíllinn tókst á loft Ung kona var flutt á slysadeild eft- ir að hún missti stjóm á bíl sínum á Hafnarfjarðarveginum á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 9 í gærmorgun. Bifreiðin sem konan ók tókst á loft og fór nokkrar veltur út fyrir veginn. Þurfti að klippa bílinn til þess að ná konunni út. Hún var lögð inn á sjúkrahús með beinbrot eftir veltuna. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi slapp stúlkan vel miðað við aðstæður, enda var hún í bílbelti. -SMK ^___________________________ Króatlnn við Klepp Þór Magnús Kapor segist ekki þurfa aö lýsa því fyrir fólki hvernig sé að eiga heimili sitt á geösjúkrahúsi í svo langan tíma. fyrir fólki hvernig mér líður að neyðast til að eiga heimili á geð- sjúkrahúsi í svo langan tíma.“ 2ja ára biötími í svarbréfi, sem Þór Magnúsi Kapor barst frá Félagsþjónustunni í Reykjavík fyrir skemmstu, segir: „Því miður er framboð á leigu- húsnæði á vegum Félagsbústaða mun minna en eftirspum og sam- kvæmt núverandi biðlista má reikna með að biðtími eftir einstak- lings- eða 2ja herbergja íbúð sé a.m.k. 2 ár.“ Magnús Þór Kapor var útskrifað- ur af deild 15 á Kleppsspítala fyrir mánuði þegar Metúsalem Þórisson greip til sinna ráða og skaut skjóls- húsi yfir Króatann. Magnús Þór hraktist frá ættlandi sínu vegna styrjaldarátaka en hann er mennt- aður í viðgerðum og viðhaldi lista- verka. Hér á landi stundaði hann sjósókn þar til geðhvarfasýkin náði tökum á honum með fyrrgreindum afleiðingum. -EIR Réttsýnar ryksugur á rosalega fínu verði Vampyrino SX • Sogkraftur 1.300 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Þrír fylgihlutir Vampyrino 920 Sogkraftur 1.300 W Fimmfalt filterkerfi | Tveir fylgihlutir Á Vampyr 5020 • Ný, orkusparandi vél • Sogkraftur 1.300 W • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir CE-POWER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku • Sogkraftur 1.600 W • Lengjanlegt sogrör • Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir ' Það að ryksuga sé réttsýn veröur ekki útskýrt hér og kannski aldrei, en maður hefur það á tilfinningunni að það hljóti kannski að geta skipt máli Sími 530 2800 www.ormsson.is Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.