Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2000, Blaðsíða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 r>v Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson .xÆMMM 90 ára Helga Ingibjörg Stefánsdóttir, Vífilsgötu 23, Reykjavík. Sæmundur Kristjánsson, Skjólvangi Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára____________________ Þórunn Jónsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 75 ára______________________ Alma A. Hermannsdóttir, Skúlagötu 62, Reykjavík. Ingibjörg Helgadóttir, Engjavegi 8, Selfossl. ísak Árnason, Hólavegi 12, Sauðárkróki. 70 ára______________________ Einar Guömundsson, Langagerði 98, Reykjavík. Elísabet Guörún Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 19, Hvolsvelli. Hjálmar Styrkársson, Safamýri 79, Reykjavík. Jónína Jóhannsdóttir, Tröllaborgum 25, Reykjavík. Kristín Gunnlaugsdóttir, Byggðavegi 138, Akureyri. 60 ára______________________ Páil Vilhjálmsson, Baugsvegi 3, Seyðisfiröi. Sigríöur Bryndís Helgadóttir, Fjarðargötu lOa, Þingeyri. Snæbjörn Óli Ágústsson, Bollatanga 12, Mosfellsbæ. 50 ára______________________ Ágústa Gunnarsdóttir, Rfutjörn 4, Selfossi. Erla Sighvatsdóttir, Breiðuvík 18, Reykjavík. Ingvi Vaclav Alfreðsson, Skálagerði 4, Akureyri. Óskar Herbert Þórmundsson, Grænási 2, Njarðvík. Sigrún Guömundsdóttir, Snorrabraut 63, Reykjavík. Tómas Ástvaldsson, Barmahlíð 3, Sauðárkróki. 40 ára _________________________ Aöalheiöur Sveinbjörnsdóttir, Vatnsholti la, Selfossi. Elínborg Magnúsdóttir, Bakkaseli 7, Reykjavík. Indiana Margrét Ásmundsdóttir, Einholti 4c, Akureyri. Kolbrún Eva Valtýsdóttir, Búhamri 66, Vestmannaeyjum. Kristín Viöarsdóttir, Jörfabakka 24, Reykjavík. Lína Hildur Jóhannsdóttir, Laufvangi 6, Hafnarfirði. Rafn Guömundur Sigurólason, Safamýri 77, Reykjavík. Sigrún Siguröardóttir, Safamýri 50, Reykjavík. Siguröur Ólafsson, Brúnavegi 12, Reykjavík. Stella Sverrisdóttir, Berghóli 2, Akureyri. Sveinn Birgir Hreinsson, Stórhóli 25, Húsavík. Særún Ingvadóttir, Borgarbraut 8, Selfossi. Smáauglýsingar Allt til ails ►I550 5000 Andlát Elísabet Gunnarsdóttir, Starengi 24, lést fimmtudaginn 11.5. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristján Jóhannes Einarsson húsasmíðameistari, áður til heimilis aö Skipasundi 60, Reykjavík, lést á heimili sínu á Hrafnistu í Hafnarfiröi, sunnudaginn 21.5. sl. Jónína Guörún Egilsdóttir, fyrrum húsfreyja að Rauðafelli í Bárðardal, til heimilis aö Lyngheiði 9, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suöurlands þann 19.5. immm Björk Guðmundsdóttir söngkona Björk Guðmundsdóttir söngkona, fékk Gullpálmann á kvikmynda- hátíöinni í Cannes sem besta leik- kona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Dancer in the Dark. Auk þess fékk myndin Gullpálmann sem besta kvikmynd hátíðarinnar. Starfsferill Björk fæddist í Reykjavík 21.11. 1965 og ólst þar upp. Hún stundaði barnaskólanám í ísaksskóla og Fossvogsskóla, stundaði síðan nám við Réttarholtsskóla, var síðan einn vetur í Fjölbrautaskóla Suðurlands og i MH. Fyrsta hljómplata Bjarkar, Björk, kom út 1976 er Björk var ellefu ára. Björk söng síöan opinberlega með ýmsum hljómsveitum frá þvi á ung- lingsárunum, m.a. Exodusi, Tappa tíkarrassi, Kaktusi, Kukli og Sykur- molunum. Hljómplötur hennar með þessum hljómsveitum eru Bitið fast í vitið og Miranda, með Tappa tíkarrassi, Söngull/pönk, Augað og Hollidays in Europe með Kuklinu, Live's Too Good, Here Today, To Morrow Next Week og Stick Around For Joy, með Sykurmolunum og Glingló með Tríói Guðmundar Ingólfssonar. Sólóplötur Bjarkar eru Debute, útg. 1993; Post, 1995, og Homogenic, 1997. Björk hefur verið sæmd íjölda verðlauna og viðurkenninga vegna tónlistar sinnar, tónlistarflutnings, útsetninga, myndbanda og dansa. Hún hefur m.a. hlotið Bresku tón- listarverðlaunin sem besta söng- kona ársins, oftar en einu sinni, og fyrir bestu plötu ársins og verið sæmd verðlaunum plötuútgefenda. Þá hefur komið út mikill fjöldi diska með öðrum lögum sem Björk hefur sungið. Auk þess hafa Sykur- molamir geflð út smáskífur, fjölda tólf tomma smáskifa og myndbanda. Þá hefur Björk sungið inn á hljóm- plötur ýmissa annarra tónlistar- manna, einkum Megasar. Hún var einn af stofnendum útgáfufyrirtæk- isins Smekkleysu, árið 1986. Björk hefur búið í London frá því í árslok 1992 þar sem hún stundar tónsmíðar og upptökur. Fjölskylda Sonur Bjarkar er Sindri Eldon Þórsson, f. 8.6. 1986, nemi. Bróðir Bjarkar, sammæðra, er Amar Sævarsson, f. 2.7. 1970, starfar hjá Björk, búsettur í London. Systkini Bjarkar, samfeðra, eru Inga Hrönn, f. 31.1. 1971, söngnemi og húsmóðir í Reykjavík; Halla, f. 16.5.1972, nemi í Reykjavík; Gunnar Örn, f. 20.9. 1977, háskólanemi í Reykjavík; Kristinn, f. 29.3. 1990, nemi. Fóstursystir Bjarkar er Elísa Ósk Viðarsdóttir, f. 8.11. 1985, nemi. Foreldrar Bjarkar em Guðmund- ur Gunnarsson, f. 29.10. 1945, for- maður Rafiðnaðarsambands íslands og Félags íslenskra rafvirkja, og Hildur Hauksdóttir, f. 7.10. 1946, hómópati á Sólheimum í Grímsnesi. Stjúpfaðir Bjarkar er Sævar Ámason, verslunarmaður og tón- listarmaður. Ætt Guðmundur er sonur Gunnars, rafvirkjameistara og kaupmanns í Reykjavík, bróður Sophusar, föður Friðriks, forstjóra Landsvirkjunar, og Guðmundar sýslumanns. Gunn- ar er sonur Guðmundar, b. á Auð- unnarstööum, Jóhannessonar, b. á Auðunnarstöðum, Guðmundssonar. Móðir Jóhannesar var Dýrunn Þór- arinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sigurðsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg, systir Bjöms í Grímstungu, afa Bjöms Pálssonar, fyrrv. alþm., á Löngumýri, og Níræö Unnur Frímannsdóttir fyrrv. húsfreyja í Heiðarbæ Unnur Frímannsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Heiðarbæ í Þingvalla- sveit, Lindargötu 66, Reykjavík, er niræð í dag. Starfsferill Unnur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Fyrir giftingu vann hún á sjúkrahúsum á Akureyri, Kristnes- hæli og síðar á Vífilsstaðahælinu. Unnur var húsfreyja í Heiðarbæ í Þingvallasveit í fjörutíu og þrjú ár. Unnur starfaði í kvenfélagi Þing- vallahrepps í áratugi, er enn í kven- félaginu og heiðursfélagi þess. Fjölskylda Unnur giftist 17.6. 1939 Einari Sveinbjörnssyni, f. 10.9. 1917, d. 14.11. 1974, bónda að Heiöarbæ. Hann var sonur Sveinbjöms Einars- sonar og Sigrúnar Jóhannesdóttur, bænda að Heiðarbæ. Böm Unnar og Einars eru Anna María Einarsdóttir fulltrúi, búsett í Kópavogi, en eigimaður hennar er Kjartan Gunn- arsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; Ásta Sigrún Einarsdóttir, bóndi á Grímsstöðum í Kjós, en eiginmaður hennar er Heiðar Grímsson bóndi þar, og eiga þau fjögur böm og fimm barnabörn; Sveinbjörn Frí- mann Einarsson, bóndi að Heiðar- bæ í Þingvallasveit, en eiginkona hans er Ingibjörg Jóna Steindórs- dóttir og eiga þau fjögur böm. Systkini Unnar eru öll látin. Þau voru Anna Frimannsdóttir; Ingunn Thorlacius; Frímann Frímannsson. Foreldrar Unnar voru Frímann Frímannsson, f. 3.10. 1871, d. 8.3. 1920, kaupmaður á Akureyri, og Anna María ísleifsdóttir, f. 12.7. 1881, d. 26.12. 1954, húsmóðir. Unnur tekur á móti gestum á heimli sonar síns og tengdadóttur, að Heiðarbæ eftir kl. 18.00 í dag. Bjork Guömundsdóttir. Björk er án efa víöfrægust allra íslendinga. Hún hefur náö lengra á alþjóölegum vettvangi en nokkur annar íslenskur listamaöur, fyrr og síöar. langafa Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Móðir Gunnars var Kristín Gunnarsdóttir, b. í Valdar- ási í Víðidal, Kristóferssonar. Móðir Guðmundar Gunnarssonar er Hallfríður Guðmundsdóttir, bif- vélavirkja í Reykjavik, bróður Vil- borgar, ömmu Þorgerðar Ingólfs- dóttur söngstjóra. Guðmundur var sonur Jóns, b. á Hlemmiskeiði, Árnasonar. Móðir Hallfríðar var Rósa Bachmann, systir Hallgríms, föður Helgu Bachmann leikkonu. Rósa var dóttir Jóns Bachmanm b. í Steinsholti, bróður Borgþórs, foður leikkvennanna, Önnu, Þóru og Em- elíu Borg. Jón var sonur Jósefs, b. í Skipanesi Magnússonar og Hall- dóru Guðlaugsdóttur. Móðir Rósu Donald Hanes tölvunarfræðingur Donald Hanes tölvunar- fræðingur, Auðbrekku 2, Kópavogi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Don fæddist í niinois í Bandaríkjunum og ólst þar upp. Hann var nefnd- ur eftir afa sínum sem dó í japönskum fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni eftir að hafa verið stríðsfangi þeirra í nokkur ár. Don valdi sér starfa við tölvu- iðnaðinn. Hann hóf nám í High School, lauk því námi, stundaði síöan nám við Southem fllinois University og lauk þaðan prófum. Hann hefur starfað að tölvumálum í þrjátíu ár. Fjölskylda Don hitti Connie Jean Hanes áriö 1978. Þau giftust 18.8. 1990. var Hallfríður ljósmóðir Einarsdótt- ir, útvegsb. í Nýjabæ á Akranesi, Einarssonar. Hildur er dóttir Guðjóns, starfs- manns í Straumsvik, Tómassonar, og Guðrúnar, hálfsystur Páls Heið- ars Jónssonar dagskrárgerðar- manns. Guðrún var dóttir Jóns, skrifstofumanns í Reykjavík, bróð- ur Sigurlaugar, móður Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu. Jón er sonur Páls, b. á Höfðabrekku i Mýr- dal, Ólafssonar, alþm. á Höfða- brekku og umboðsmanns konungs- jarða, Pálssonar. Móðir Guðrúnar var Helga Helgadóttir frá Flateyri, var gift Ásmundi Björnssyni í Reykjavík. Don er stjúpfaðir Mich- ael Dowd og kjörfaðir eina bamsins síns, Zenith Elaine. Don og Connie komu til íslands 1995 með Zenith Elaine eftir að hafa staðið í forræðismáli við kynmóður hennar. Zenith var sótt hingað til lands af bandarískum embættismönnum og komið í umsjá kynmóður sinnar. Don hyggst búa hér á landi áfram og vonast til að Zenith muni sjálf hafa samband við hann er fram líða stundir. Donald á tvo yngri bræður sem báðir starfa í Bandaríkjunum. Þeir eru Jack, sem stundar lögmanns- störf; Michael, sem hefur stundað kennslustörf. Foreldrar Donalds: Charles Hanes og Susan Henderson Hanes. Merkir íslendingar Jón Hermannsson lögreglustjóri fæddist 23. maí 1873 að Velli í Hvolhreppi á Rangárvöllum, sonur Hermanniusar Eli- asar Johnsson sýslumanns, og Ingunnar Halldórsdóttur húsfreyju. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1893 og embættisprófl í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1899. Jón varð aðstoðarmaður í íslenska ráðuneytinu í Kaupmannahöfn 1899, varð skrifstofustjóri á II. skrifstofu Stjómarráðs íslands í Reykjavík við heimastjómina 1904 og var skipaöur lög- reglustjórinn í Reykjavík 1918. Jón var fyrsti lögreghistjórinn í Reykja- vík og gegndi því embætti til ársloka 1928 er Hermann Jónasson, síöar forsætisráðherra, var lögreglustjóri, en Jón tók þá við nýstofn- uðu tollstjóraembætti. Jón stóð oft í stórræðum með sitt fá- menna lið en þekktasta stórmálið sem hann stóð frammi fyrir var Drengsmál- ið svo nefnda, er Ólafur Friðriksson, neitaði að láta af hendi rússneskan dreng sem hafði smitandi augnsjúk- dóm og koma átti úr landi. Þótti Jón sýna stillingu og myndugleika í því erfiða máli. Jón bjó á þessum árum við Lækjargötu þar sem Iðnaðarbankinn kom siðar. Var íbúð hans uppi en lög- reglustöðin á jarðhæðinni. Lögreglustöð- in flutti svo í Amarhvol nýbyggðan 1930. Jón var tengdafaðir Auðar Auðuns, borg- arstjóra og ráöherra. Hann lést 1960. Jón Hermannsson msmmmm Útför Þórgeröar Jónsdóttur, Melhaga 9, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 8.5., ferfram frá Neskirkju þriöjudaginn 23.5. kl. 13.30. Guðmundur Brynjólfsson, Fellsmúla 11, Reykjavík, sem andaöist 15.5., veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövlkudaginn 24.5. kl. 13.30. Útför Hönnu Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Garöhúsum á Akranesi, síöasttil heimilis í Hjallaseli 45, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 24.5. kl. 13.30. Huxley Ólafsson, fyrrum forstjöri, Tjarnargötu 35, Keflavík, veröur jarösettur frá Ytri-Njarövíkurkirkju þriöjud. 23.5. kl. 13.30. María Ástmarsdóttir, Einarsnesi 38, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjud. 23.5. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.