Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Qupperneq 6
Með Dj. Muggs í South Central Ekki hefur sést mikið í skottið á Quarashi-mönnum á láglendi Reykjavíkurborgar upp á síðkastið. Eins og margir vita héldu þeir félag- ar utan fyrir nokkrum mánuðum til New York-borgar. Þar gruíluðu þeir í hljóðveri og gekk ágætlega, að sögn kunnugra. Nýlega barst til eyrna Fókuss að drengirnir hefðu í gegnum einn af aðdáendum sinum í Stóra eplinu kom- ist í sam- band við Soul Assass- in-gúrúinn dj Muggs. Muggs er heilinn á bak við 'æk hljómsveitir ‘W”' eins og Hou- fij, Se of Pain, F u n k - doobiest og Cypress Hill. Er óhætt að segja að sú síðastnefnda sé best af þ e s s u m þremur og einfaldlega í guðatölu í rappheimum. Þannig fór að Vestur- bæingarnir mættu galvaskir til L.A. og hittu þar sjálfan Muggs fyrir í hljóðveri. Hann hafði hlustað á plöt- ur þeirra og sagði þær vera góðan skít. í þrjá daga fór fram upptökulota þar sem Muggs bjó til eitt nýtt lag með Quarashi og fékk félaga sinn úr Cypress Hill, Sen Dog, til að bösta feitar rímur með. Muggs endurhljóð- blandaði síðan eitt lag eftir strákana þar sem hann söng m.a. viðlagið sjálf- ur við texta eftir þá. Það er ljóst að Quarashi er komið í feitar álnir í Vesturheimum. Heyrst hefur að senn líði að samningadrögum við stór út- gáfufyrirtæki en enn er ekkert á hreinu. Vesturbæingamir halda senn aftur utan til Englaborgarinnar þannig að ef einhver þarf að ná í þá er best að leita á götuhornum South Central þar sem þeir eru að drekka 40’s bjór og reykja jónur með Muggs og Sen Dog. Quarashi-menn dúkk- uðu upp með dj Muggs og héngu með honum í 3 daga hljóðveri. Systur á sömi Þau sterkustu bönd sem geta tengt tvær manneskjur eru úr blóði gerð. Sama þó þær séu staddar hvor sínum megin á jarðkringlunni fær ekkert því breytt. Þannig fer það oft að systkini eiga sömu áhugamál og leggja jafnvel sama ævistarf fyrir sig. Þumalputtareglan er þó sú að einstaklingarnir eru algerar andstæður hvað per- sónuleika varðar. En þegar málið snýr að hæfileikunum taka blóðböndin við. Fókus leitaði uppi þrjú systrapör sem öll eiga það sameiginlegt að starfa í sama geira. Ragna Sara og Eva María Jónsdætur: Tróðu sér inn í ísskáp Það eru tvö ár á milli Rögnu Söru og Evu Maríu Jóns- dætra sem eru fæddar og uppaldar ásamt yngri bróður í Hlíðunum í Reykjavík. Leiðir þeirra hafa legið þétt saman og nú vinna 'W þær báðar við sjón- varpsþáttagerð, Sara hjá Ríkis- sjónvarpinu en Eva Maria tekur sérstök verk- efni með fram barnauppeldi. Aöþiöséud í sama bransa, hefur það meó þaó aö gera aó þiö séuö syst- ur? „Já, ör- gglega. Við höfum einhvern v e g i n n alltaf hald- ist í hend- ur með f 1 e s t a hluti,“ segir Eva María telur upp að þær hafi báðar farið í jassball- ett, sömu sveitina, skúrað saman, borið saman út blöð, passað sömu bömin, búið báðar í Frakklandi og báðar verið aðstoðarstúlkur töfra- manns. „Við höfum samt farið ólíkar leið- ir að sjónvarpinu. Ég fór í mann- fræðinám, þaðan á fréttadeild Mogg- ans og síðan í Kastljósið á meðan Eva Maria fór i bókmenntafræðina, gerðist skrifta og fór þaðan í dag- skrárgerð á meðan ég fæst við frétt- ir,“ útskýrir Ragna Sara „Já, Sara þarf að leita sannleikans á meðan ég get látið eins og hann sé ekki til,“ bætir Eva María við. Voruö þiö og eruð sam- rýndar? „Bæði og. Það koma tímabil hjá öllum systkin- um þegar slett- ist upp á vin- skapinn," segir Ragna Sara og minnist þess að þegar Eva María var nýorðin gelgja þá var hún alls ekki tilbúin til þess að hafa hana i eftirdragi. í dag er vin- Þegar Ragna Sara (27 ára) og Eva María (29 ára) voru yngri þóttust þær oft vera sama manneskjan og notuöu t.d. Ijósakort og annaö saman. skapurinn hins vegar eins og best verður á kosið og ekki spUlir fyrir að Eva María er nýbúin að eignast sitt fyrsta barn sem fær Rögnu Söru til að koma oftar í heimsókn. Frá æsk- unni eiga þær systur margar skemmtilegar minningar og var ým- islegt brallað, ekki síst á kvöldin þeg- ar þær áttu að vera famar að sofa. „Ein af hræðilegustu minningun- um er þegar við vorum í feluleik og ætluðum að athuga hvort við gætum báðar falið okkur í ísskápnum í einu. Sem betur fer brotnaði neðsta hillan undan þunganum áður en okkur tókst að loka. Það vOdi okkur eiginlega til lífs,“ segir Eva Mar- ía en þær systur fóldu sig i hálf- an dag vegna hræðslu yfir því að verða skammaðar fyrir brotnu hilluna. „Ég er hlédrægari og feimn- ari en Eva María og væri til í að vera laus við feimni eins og Eva,“ segir Ragna Sara og gjó- ar augunum til Evu Maríu. „Ég myndi vilja vera ein- beitt og drífandi eins og Sara. Hún lokar sig af og linnir ekki látum fyrr en hún er búin að því sem hún ætlar sér. Ég er meiri flökthugi, geri hlutina í mörg- um áfóngum." „Það má segja að við séum mamma okkar og pabbi endurfædd," segir Ragna Sara. „Ég er algjör pabbi,“ segir Eva og hlær og Sara bætir við: „Já, og ég er algjör mamma.“ H e r ra Herbalife a 11 u Það er ekki oft sem minningar- greinar eru birtar í Fókus en ein- staka sinnum falla frá slíkir braut- ryðjendur og heiðursmenn að hjá því verður ekki komist. Þegar rætt er um stærstu afrek mannkyns eru nokkrir atburðir sem iðulega koma upp í hugann, eins og bygging píramídanna, geimferðir og annað þviumlíkt. Uppbygging alþjóðafyr- irtækisins Herbalife er eitt þessara atriða sem mannkyninu mun seint liða úr minni en sá harmleikur var kunngjörður í vikunni að stoftiandi fyrirtækisins og aðalvítamín- sprauta, Mark Hughes, hefði and- ast í svefni aðeins 44 aö aldri. Ástæður þessa ótímabæra dauðs- faUs hafa enn ekki fengist uppgefn- ar en öllum má ljóst vera að það tengist ekki vörum Herbalife sem hjálpað hafa milljónum manna um heim allan að kljást við offitu og greiða leið þeirra að bættri heilsu. Dó hann ekki úr Herba- life? Mark Hughes var eins og hver annar 18 ára Bandaríkjamaður á áttunda áratugnum þegar móðir hans lést með sviplegum hætti eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af megrunarpillum. Eftir að hafa komist yfir áfallið ákvað Mark að ekki þýddi að gleyma þessu, eitt- hvað þyrfti að gera. Og það gerði Mark og síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni gegn offitu og ólifn- aði, baráttu sem háð var í minn- ingu móður hans. Sumir myndu kannski segja að það væri kald- hæðni örlaganna að Mark skyldi sjálfur vera kallaður burt svo ung- ur, því vissulega hafa margir mein- fýsnir menn viljað meina að eig- in vörur hafi loks dregið Mark Hughes til dauða og hann hafi átt það skilið. Jarðarför á vefnum En þær hugmyndir eiga ekki við rök að styðjast eins og sann- aðist á ummælum Margrétar Hrafnsdóttur, konu Jóns Ótt- ars Ragnarssonar, en þau eru umfangsmiklir Herbalifesölu- menn. Margrét sagði Mark hafa haft slæman asma sem barn og fyrr á þessu ári fékk hann slæma lungnabólgu og virðist ljóst að það hefur dregið hann til dauða. Sagði Margrét Los Angeles vera í tárum en íslendingar hafa held- ur ekki verið þeir sömu alla vik- una. Það vill reyndar svo skemmtilega til að fyrsta síðan sem kemur upp þegar Herbalife er slegið inn á Alta Vista er Her- balifesíöa ísleifs Gíslasonar. ís- leifur virðist vera gott dæmi um syrgjandi íslending því hann hefur ekki enn haft fyrir því að tilkynna lesendum um andlát Mark Hughes. Áhugasamir syrgjendur Marks geta svo fylgst grannt með útför hans á morgun á Ekki hefur enn fengist staöfest hvernig Mark Hughes dó en þegar hann var átján missti hann móöur sína þegar hún át of mikiö af megrunarpillum. heimasíðunni www.herbalife.com. 6 f Ó k U S 26. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.