Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 8
* Kvik Brennu Njáls saga irkirk Rokk í Reykjavík ★★★★ Hringvegurinn ★★★ Kúrekar norðursins ★★★★ Skytturnar Börn náttúrunnar ★★★ Englar alheimsins ★★★★ tvífarar enn þá um íslendingar hafa ekki fengið s,:unciarfrið að undanförnu fyrir fréttum af ótrúlegri velc)en9ni samlanda sinna í hinum stóra heimi kvikmyndanr>a- Einn maður hefur borið uppi íslenska kvikmyrdamenningu í gegnum árin en virðist nú vera búinn að fá samkeppni. Höskuldur Daðason settist riður með Friðriki Þór Friðrikssyni og rakti úr honuri garnirnar um Björk, kviknnyndun íslendingasagn- anna, erótísku stuttmyndina og auðvitað j Ragnar. „Já, þetta er svona risaproject j sem er að fara i gang. Ég hefði nú j ekki talað um þetta nema út afj þessari sögu sem Hilmar Örn sagði. Hann hringdi nefnilega í j mig um klukkan fjögur á mánudag og I sagði að klukkan1 sex ætti eitthvað mikilvægt að gerast1 samkvæmt stjörnu- kortinu mínu. Hilmar veit að ég trúi ekki á stjömur og ég vissi ekki að neitt væri að gerast j klukkan sex sem: gæfi tilefni til þessa j þannig að ég tók þessu bara sem djóki. Hins vegar átti ég fund með j þessu fólki á mið- vikudagsmorgun um leið og ég var bú-1 inn að skella á Hilmar hringdi síminn og þá er það þetta fólk sem j segir að við verðum að hittast klukkan sex í I kvöld af þvi að fjárfest- amir frá Þýskalandi væru að fara burt. Þá I var þetta komið heim I og saman við Hilmar I og þess vegna sagði ég : frá þessu en venjulega kjaftar maður ekki frá svona fyrr en það er komið lengra. En þetta fólk hefur áhuga á þessu og ég býst við að það taki tvö til þrjú ár aö þróa þetta,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður. Á hvaöa sögu á svo að byrja? „Ég hef byrjað áður á Grettis sögu og það er svona draumaverkefni og svo er það náttúrlega Njála. En ef maður ætlaði að gera fjórar svona myndir væri það orðið ágætis ævi- starf. Það er nefnilega ekkert víst að Cherie Booth Blalr elglnkona. Valgerður Sverrisdóttlr ráðherra. Þrátt fyrir að Cherie Blair sé að jafna sig eftir bamsburð, 45 ára göm- ul, lítur hún þokkalega út. Það gerir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra líka. Hún er vísu fimmtug, kellingin, hélt upp á það með pening- unum okkar en borgaði þá aftur án vaxta. Og það sem meira er: Þessar stúlkukindur eiga sér tvífara. Þær em tvífarar hvor annarrar. En það sem við vitum ekki er hvort hún Valgerður er eins illa ættuð og Cherie, sem eitt sinn var Booth, en eins og allir vita var það einmitt einn Booth- aranna, forfaðir Cherie, sem drap Abe Lincoln. Aðrir í ætt Cherie eru fyllibyttur og ræningjar. Þetta er því ekki sem bestur tvífari fyrir hana Valgerði okkar sem er örugglega af heiðarlegri og óþjófóttri ætt. ég leikstýri þeim öllum en við forum að þróa þessi handrit strax.“ Hvaöa aöilar eru þetta? „Þetta er Hollywood-beisað fyrir- tæki, sjálfstæðir pródúserar sem vinna með því fyrirtæki og svo fjár- festar í Evrópu." Er þetta fólk sem þú hefur unniö meö áöur? „Já, þessi pródúser er að vinna hjá okkur núna.“ Gúrka í kjaftinum Nú er fólk eiginlega farið að bíða eftir erótísku stuttmyndinni. „Hún er svona i stoppi hjá mér. Við lentum upp á kant við framleiðendurna þannig að viö erum bara að skiptast á klippum. Ég er búinn að skila minni version af myndinni og þeir eru að skila sinni og ef ég samþykki hana ekki er ekki hægt að ljúka henni. Ég hugsa að þetta fari nú að enda, það er fáránlegt að láta þessa ágætu mynd liggja bara í einhverju rifrildi. Það var gaman að þessu í byrjun en það er leiðinlegt að það sé farið að rífast um þetta núna. Það gerist alltaf þegar þú ert að vinna fyrir fólk úti í bæ.“ En hvernig tók elítan í Cannes í Engla alheimsins? „Mjög vel, myndin er seld á svona 20-25 svæði þannig að þú getur eiginlega ekki farið lengra með mynd án þess að þú hafir ensku í henni eins og í Cold Fever. Þá ertu kominn í aðeins stærra. Ég gerði mér ekki neinar grillur nema náttúr- lega um að fá óskarinn." Björk var auövitaö aöalmann- eskjan í Cannes, átti hún verölaunin skilin? „Ég sagði strax eftir þessa mynd að hún fengi óskariim og var nokkuð öruggur með þessi verðlaun. Óskar- inn er kannski erfiðari en hún er al- veg pottþétt með tilnefningu." H i t t aöalmáliö var ósœttiö frœga „Þegar fólk er að gefa sig allt í þetta, eins og Björk var að gera, fylg- ir því mikið álag og ef skoðanir leik- stjórans og leikaranna smella ekki alveg saman verða smávegis átök. Þetta stafar líka að mörgu leyti af því að hún er að vinna við nýjan miðil og er mjög ákveðin í öllu sem hún gerir. Það er Lars líka og bæði vilja þau hafa sitt að segja í þessu. En að gera eitthvað fjölmiðlafár úr þessu er eiginlega komið af því að Danmörk er mjög lítið land og menn eru ekk- ert vanir því að vinna með stjömu af þessu tagi. Mér finnst þetta bara vera óþarfaálag sem skapast af því að fjölmiðlarnir á íslandi og í Dan- mörku eru afskaplega litlir og hafa úr litlu að moða, það er alltaf gúrka í kjaftinum á þeim. Þá er farið að nota allt sem hægt er að finna frétt- næma fleti á og þegar farið er að vitna í Jyllands-póstinn á tslandi þá em íslenskir fjölmiðlar famir að seilast ansi langt. Maður hefði kannski frekar trúað því að þetta hefði gerst í Noregi en ég held að þetta sé nú allt gleymt og grafið núna.“ Logið upp á Ólaf Ragnar Fjölmiölar hafa veriö undirlagöir af fréttum af forsetanum að undan- förnu, er þetta rétt þróun? „Ég hlustaði nú til dæmis á Sunnudagskaffi í útvarpinu á sunnu- dag og ég var alveg hneykslaður á umíjölluninni. Þetta er náttúrlega lýðræðislegt land og fólk hefur leyfi til að segja sínar skoðanir en mér fannst þetta ganga of langt, sérstak- lega þegar það er logið upp á forset- ann. Hann átti að hafa verið í Cann- es samkvæmt Sverri Stormsker en ég varð náttúrlega ekkert var við hann þar. Svo sé ég mynd af hori- um úti í Grímsey þannig að mér finnst fjölmiðlar verða aðeins að vanda val sitt á viðmælendum. Ású- þór Magnússon er bara eins og hann er en þetta var of mikið. Mér finnst þessi umræða vera alveg út i hött því forsetinn er að gera mjög margt, eins og t.d. fyrir íslenska kvikmyndagerð úti í LA. Þessi ís>- lendingasagnahugmynd kemur eigin- lega beint út frá hans heimsókn, þar var byrjað að ræða þetta fyrst þó þessu hafi verið fylgt eftir í Canness. Þessi framleiðandi sem ég er að far a að vinna með að Islendingasögunur n var til dæmis í hádegisverði með Ólafi Ragnari. Hins vegar er þett a mjög litið samfélag þannig að það er ekkert skrýtið að fjölmiðlar elti foi’- setann. Þeir gerðu það til dæmis ekk:i nógu vel í LA og Ríkissjónvarpið va r t.d. ekki með fréttamann þar. Þa ö var margt mjög spaugilegt sem gerf >- ist þama sem hefði verið gaman að hafa á filmu.“ Var að hugsa um að flýja land Hvaö hefur helsti kvikmyndamógúdl landsins aö segja um bisnessinn í dag ? „Áður en ríkisstjómin gerði þenn- an fræga samning var komin mikiil deyfð í kvikmyndagerð á íslandi. É g var nú bara að hugsa um landflótta því það var fáránlegt að reka þetta fyrirtæki héma. Það var smám san í- an verið að draga úr manni vígtenr i- umar og maður hefði ekki lifað mör g ár í viðbót i því ástandi. En me ð þessiun nýja samningi tóku stjóm- völd loksins við sér og við það fengi u allir von og ég held að það eigi efti r að skila sér. Á sama tíma kemur sv o þessi digital-tækni og það verður auð- veldara að búa til ákveðna tegund I af myndum þannig að ef þú hefur 1 einhveija ástríðu til að búa til kvik- mynd þá geturðu gert hana og notað hana svo til að fjármagna stæmi verkefni. Nánast hver sem er getur komið sér upp búnaði til að gera lág- marksútsendingarhæft efni. Þetta er ekkert dýrt í dag og þess vegna held ég að það verði svolítil bomba þegar Nintendo-kynslóðin tekur við sér. Stuttmyndadagamir sanna einmitt hvað það er mikil gróska i þessu tjáningarformi." Nú er nafn þitt oft nefnt í sömu andrá og margra frœgustu leikstjóra í Evrópu, ertu orðinn frœgur? „Ja, ég á alltaf ákveðinn áhorf- endahóp úti í heimi. Ég bjó til lítinn markað með Bömum náttúrimnar og sá markaður hefur alltaf verið að stækka síðan. Síðasta mynd Lars von Triers tók til dæmis minna en Böm náttúmnnar í Japan og þó var sami dreifingaraðili með báðar myndirnar. Þetta fer mikið eftir svæðum og ég hef aldrei verið sterk- ur á enskumælandi svæðum, nema með Cold Fever. En i Þýskalandi á ég ágætismarkað og vaxandi á Norður- löndunum. Ég hef alla vega nógu stórt nafn til að myndimar fjármagn- ist af sjálfu sér en ef ég færi að vinna með stjömum myndi margt breytast. Ef þú hefur efhi á að kaupa þér stjömu sem passar í hlutverkið þá vinnurðu alltaf markaði. Ég hef svo sem engan áhuga á því, ég hugsa bara um að fjármagna myndimar mínar og koma þeim frá mér. Það er auðvelt að fjármagna mynd ef ég er leikstjóri að henni og það segir bara að ég hef markað. Frægð, ja ég get alla vega labbað á götu og svona.“ Viö erum ekkert aö fara aö sjá Le- onardo DiCaprio í kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson? „Nei, nei en það gætu orðið nöfn.“ heimasíöa vikunnar Björk f Fókus Björk er í umræðunni þessa vik- ima og hefur eiginlega verið út all- an mánuðinn. En nú eru flestir fjölmiðlar voðalega svekktir yfir því að ná ekki viðtali við hana. Þorsteinn Joð virtist til að mynda ekki vera ánægður á mánudag og sagði eitthvað á þá leið að þó Björk vildi ekki tala við þjóðina þá vildi þjóðin tala við hana. Síðan birti hann viðtal við lagermenn sem voru ógurlega ánægðir með hana Björk okkar en fannst hún samt vera leiðinleg. En það sem hinir for- vitnu vita ekki er að Björk er búin að úttala sig um þessa mynd sína í Fókus og segja frá öllu því sem sagt hefur verið frá í tengslum við frumsýningu hennar. Þetta var i fyrsta Fókustölublaði ársins og þar kom fram að hún ætlaði aldrei að gera þetta aftur og svo framveg- is. Hægt er að skoða gagnabanka Fókuss á Fókusvefnum á Vísir.is. Verði ykkur að góðu. Rödd guðs á vefnum Jón Atli Jónasson, Rödd guðs, er hættur á X-inu. Hann skildi Jón Mýrdal eftir hjá Þossa en hefur sjálfur haldið til á Skjá einum. Hann var alltaf að sprella i si- líkoninu hennar Önnu Rakelar í vetur, enda eru þau kærustup- ar. En nú hefur Jón Atli aftur eignast rödd. I næstu viku verður opnaður vefurinn www.alltaf.is og þar ræður Jóninn ríkjum. Þetta er veftímarit um allt sem er i gangi og þeir sem þekkja til búast við miklu af kauða. Kíktu á alltaf.is. ESB sendir seðla Þau tíðindi heyrast nú frá Evr- ópusambandinu að þónokkrir ís- lendingar hafi tekið nokkrar mill- m- þaðan í síðustu viku. Um er að ræða styrk sem Media-áætlun sambandsins mikla í Brussel veit- ir verkum á frumstigi. Þetta er svokallaður undirbúningsstyrkur og sagan segir að upphæðimar hlaupi á milljónum. Fókus hefur fengið staðfest- ingu á að í það minnsta tveir styrkir hafi lent hjá af- komendum Ingólfs Am- arsonar. R a g n a r Bragason, leikstjóri og hand- r itshöf- undur Fiaskó, fékk fúlgu til að undirbúa verkefni ásamt Marteini Sigurðssyni og svo era einhverjar sögur í gangi um að Snorri Þórisson hjá Pegasus (gerði Agnesi á sínum tíma) hafi fengið eitthvað en það hefur ekki fengist staðferst. Spútnik flytur Verslunin Spútnik flytur þann 1. júni af Hverfisgötunni á Lauga- veg 51 sem er húsnæðið við hlið- ina á Body Shop. Þetta húsnæði er á þremur hæðum þannig að versl- unin stækkar töluvert sem ætti að gleðja alla flóamarkaðsfíkla. Við vonum að verðið á fotunum hækki ekki í samræmi við dýrara hús- næði og vonum innilega að búðin haldi áfram að vera verslun með sál. http://www.theonion.com Veraldarvefurinn er einn af þessum stöðum sem eru upp- fullir af bulli og vitleysu. Gott ef hann er ekki stærsta saman- safnið sem hægt er að finna. Á þessum nýjustu og hraðskreið- ustu tímum keppast allir við að segja manni fréttir af hinu og þessu um leið og það gerist. Því miður flokkast margar fréttir af virtum vefum undir bullið og vitleysuna sem og margir minni, misheppnaðir vefir. Þegar hvarflar að manni að gefa vefinn algerlega upp á bát- inn er málið að kíkja á theon- ion.com og muna að hlæja að allri vitleysunni i stað þess að láta hana fara í taugamar á sér. The Imagined Rampage - Daadraumar fjölaamorðingja Laukurinn er settur upp sem venjuleg fréttasíða. Það er kom- ið nokkuð staðlað form á þær sökum fjöldaframleiðslu. Eini munurinn á honum og hinum venjulegu síðum er sá að allt sem fer inn á laukinn er argasta kjaftæði. Til að mynda er fyrsta fréttin sem blasir við þér um fjöldamorö sem voru framin í matvömbúð í Oregon í Bandarikjimum. Þegar litið er nánar á fréttina sést að hún er um dagdrauma starfsmanns í matvörubúðinni. Þannig fylltist mælirinn einn daginn þegar gamli leiðinlegi kallinn borgaði með poka fullum af mynt, feiti, ógeðs- legi strákurinn bað um hjálp við örbylgjuofninn og gelgjumar vildu The Victims: O PayvWith-PrmunOuy Cfcct Coííc Buyinij Bitthcs ® Oell-Bell-ftlejlrsg fit-Ass Ílrvóivldual-Stlclis-Of-Margiiirve Lsdy llndcrage BrerOude © 8en & Jewy's f llp-flops Guy © CorCroftRcading OirtbaB © ft*by Sm*cklng Guy © Mrlp-Mf Work-Thr MicrowiwMjn © That C.imaro fuckcr Who Alwjiys Porks Across TBfee Sí»c« Þannig ærist afgreiðslumaðurinn í dagdraumi sínum í anda leðurfrakkadrengjanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum í fyrra og slátrar öllum inni í búðinni. fá horkók. Þannig ærist afgreiðslu- maðurinn í dagdraumi sínum í anda leðurfrakkadrengjanna tveggja sem frömdu fjöldamorð í gagnfræðiskóla i Bandaríkjunum i fyrra og slátrar öllum inni í búð- inni. Grafíksérfræðingar theon- ion.com hafa útbúið graf eins og Time gerði á sínum tíma sem lýsir verknaðinum skilmerkilega. Þessi frétt er mjög lýsandi fyrir vefinn sem leyfir fréttamönnum sínum að fara hamforum í því að gera grín að nútímasamfélagi. Önnur frétt á vefnum fjallar um unglinginn Josh Eigert. Hann lýsir því ítarlega fyrir okkur þegar hann fékk að prófa Playstation 2-leikinn Tekken Tag hjá kunningja sínum og óánægjunni yfir því að hann skyldi ekki leyfa honum að prófa Onimusha: The Demon Warrior. I stuttu máli sagt, eintómt bull. Á vefnum er einnig að finna teikni- myndasögur og ágætisritstjómarp- istla. Vertu meðvitaður um samfé- lagið og lærðu að hlæja að því á www.theonion.com. \v m SSSfÁ pV Qia FÁÐU ADONIS BOL I KAUPBÆTI! ii i n t l u n n i S í m I 5 8 8 M 8 ADOniCy YGRSLUN MGÐ FFGÐUBÓTRRGFNI 8 ♦ iumiu.ailtiiil5.i5 f Ó k U S 26. maí 2000 26. maí 2000 f ÓkUS F 8 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.