Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 8
Viðskipti____________________________________________ Umsjón: Viðskiptabladið Eru vaxtahækkanir farn- ar að skila árangri? - neysluverðsvísitalan hækkaði minna en búist var við milli mánaða Vísitala neysluverðs mældist 199,1 stig miðað við verðlag i byrjun júní og hækkaði þar með um 0,4% milli mánaða en markaðsaðilar höfðu spáð 0,5-0,6% hækkun. Fram kemur hjá Guðbjörgu önnu Guð- mundsdóttur, hjá Greiningu og út- gáfu FBA, aö hækkun á bensíni og hækkun húsnæðis eigi stærstan þátt í þeirri hækkun neysluverðs- vísitölunnar sem varð í síðasta mánuði. Vaxtahækkanir Seðlabankans skila sér að einhverju leyti í lægri verðbólgu og þá einkum í gegnum styrkingu krónunnar. Sterkt gengi krónunnar hefur unnið á móti hækkunum, og jafnvel leitt til lækk- unar, á verði innfluttra vara. Áhrifa vaxtahækkana á eftirspumarþrýst- ing gætir hins vegar ekki að sama marki þar sem virkni peningamála- stjómunar er fyrst og fremst í gegn- um breytingar á gengi krónunnar. Tólf mánaða breyting neyslu- verðsvísitölunnar í apríl nam 6,0%, en var í júní 5,5%. Það er því að draga úr verðbólgunni. FBA spáir því að sú þróun haldi áfram og að í lok árs verði tólf mánaða breytingin 4,3%. Mest munar þar um spá um minni hækkanir á bensíni og hús- næði. Esther Finnbogadóttir tók í sama streng og sagði að á meðan húsnæði hækkaði í verði í takt við undan- gengna mánuði ásamt hækkandi ol- íuverði, sem virðist enn fara hækk- andi, þá væri þess ekki að vænta að neysluverðsvísitalan færi lækkandi. Um einstaka áhrifavalda vísitöl- unnar má segja að bensín hækkaði um 3,5% (vísitöluáhrif 0,16%) og markaðsverð á húsnæði um 1,4% (0,14%). Verð á mat og drykkjar- vöru lækkaði um 0,9% (0,16%) og ræður þar mestu verðlækkun á ávöxtum um 5,3% (0,05%) og græn- meti um 4,3% (0,06%). Verðbólgan í rikjum EES frá apr- íl 1999 til apríl 2000, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverðs, var 1,7% að meðaltali. Á sama tímabili var verðbólgan 2,0% í helstu við- skiptalöndum íslendinga en 5,1% á íslandi. Sambærilegar verðbólgutöl- ur fyrir ísland eru 5,0% í maí og 4,7% i júní 2000. Lína.Net hf. setur upp fjarskipta- kerfi á Akureyri - dreifikerfi sett upp á Selfossi, í Hveragerði og Reykjanesbæ á næstunni F.v.: Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Ásbjörn E. Torfason, forstöðumaöur gagna- flutníngssviðs, og Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.Nets Á þriðjudaginn tók Lína.Net í notk- un nýtt fjarskiptakerfi á Akureyri. Hér er um að ræða örbylgjukerfi sem nær yfir allt Akureyrarsvæðið og getur Lína.Net því boðið allt að 2 Mbps-teng- ingar á öOu Akureyrarsvæðinu. Þess- Töluverða athygli vakti í síðustu viku stofnun nýs fjárfestingarfyrirtæk- is er hlaut nafnið Gilding - fjárfesting- arfélag. Athyglin er ekki sist komin til vegna þess hve öflugir og vel þekktir aðilar á fjármálamarkaönum standa að félaginu og hversu miklum fjár- hagslegum styrk félagið býr yfir strax frá fyrsta dagi, en stofnhlutafé er um 3,5 milljarðar króna. Frá þessu er sagt í forsíðuumfjöllun Viðskiptablaðsins í dag. Er sérstaklega fjallað um þennan mikla fjárhagslega styrk. Sagt er frá því að ekkert hafi enn verið látið uppi um hluthafahópinn annað en að breið- ar tengingar eru séstaklega hentugar fyrir fyrirtæki og þá einstaklinga sem vilja öflugar intemettengingar á hag- stæðu verði en einnig þá sem vilja efla sín fyrirtækjanet líkt og mörg fyrir- tæki hafa verið að gera hingað til á ur hópur fjárfesta standi að baki félag- inu. Nokkur nöfn hafi oftar verið nefnd til sögunnar en önnur og er þar sérstaklega nefnt Fjárfestingarfélagið Hof, Gunnar Björgvinsson flugvéla- miðlari, Guðmundur Kristjánsson út- gerðarmaður og Þorsteinn Vilhelms- son Samheijafrændi, auk þess sem gera megi ráð fyrir að starfsmenn fé- lagsins í upphafi séu allir hluthafar og ef til vill einnig fjölskyldur þeirra. Á blaðamannafundi þar sem stofnun fé- lagsins var kynnt kom fram að Eim- skipafélagið er ekki í hópi hluthafa. Viðskiptablaðið vitnar enn frem- höfuöborgarsvæðinu. Lína.Net vinnur að því að setja upp sambærileg kerfi á Selfossi, í Hveragerði og Reykjanesbæ. ur í heimildir sínar sem kveða á um að enn sé unnið að öflun hlutaíjár og stefnt sé að því að fá til liðs við félagið mjög breiðan og öflugan hluthafahóp sem styrkt geti Gild- ingu til stórra verka í framtíðinni. Er þá verið aö ræða um viöbót viö það stofnhlutafé sem þegar hefur verið tilgreint, það er að segja 50 milljónir evra, og má jafnvel búast við að hlutafé Gildingar verði alls á bilinu 70-80 milljónir evra, eða um 5 milljarðar króna, segir í Við- skiptablaðinu. Með þessari Qölgun dreifikerfa nær þjónusta Línu.Nets til mun stærri hóps landsmanna en áður. Lína.Net hf. hóf starfsemi sina á sfð- asta ári og hefur byggt upp ljósleið- arakerfl á höfuð- borgarsvæðinu sem myndar burðar- kerfl fjarskiptakerf- is Línu.Nets. Fram- kvæmdir við lagn- ingu netsins ganga mjög vel og er stefht að því að ljósleið- aranetið nái yfir allt höfuðborgarsvæð- ið í lok ársins. Lína.Net hefúr einnig komið sér upp öflugu örbylgjukerfi á höfúðborgarsvæðinu, tengingu um Cantat-sæstrenginn og er að vinna að verkefrmm með fyrirtækjunum Siem- ens og Ascom um prófanir á tenging- um um rafdreifikerfið. Lína.Net býður fyrirtækjum og stofnunum upp á sér- sniðnar fjarskiptalausnir. Hluthafa- hópur Línu.Nets samanstendur m.a. af Orkuveitu Reykjavíkur, Íslandssíma, Skýrr, starfsfólki OR og nú Tah hf. Skýrr og Íslandssími, hluthafar Línu.Nets, eru einnig söluaðilar að fjarskiptatengingum Línu.Nets og gild- ir það sömuleiðis um Akureyrasvæðið. Fyrstu fyrirtækin sem tengjast ör- bylgjukerfi Línu.Nets á Akureyri eru Byko og Domino’s pizza. Tengingar þeirra eru formlega teknar í notkun við athöfn í verslun Byko á Akureyri í dag. Siguröur J. Sigurðsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar, opnar kerfið að viðstöddum Þóri Sigurbjömssyni, forstöðumanni upplýsingamála hjá Byko, Sigurði Þorsteinssyni, verslun- arstjóra Domino’s pizzu á Akureyri , Mikill fjárhagslegur styrkur frá fyrsta degi Bréf Sjóvár-Almennra komin á VÞÍ Hlutabréf stærsta tryggingafé- lags landsins, Sjóvár-Álmennra, voru skráð á Aðallista Verðbréfa- þings Islands í gær, eins og sagt var frá hér í DV. Er félagið þegar orðið fjórða stærsta félag þingsins og mun skráningin hafa verið stærsta einstaka nýskráningin hingað til, að þvi er fram hefur komið hjá Sjóvá-Almennum. Má telja nær öruggt að félagið komi inn í Úrvalsvísitölu Aðallista á næsta ári. Upphafsgengi félagsins var 44, en bréfin hækkuðu svo um 2,3% í einum viðskiptum og var gengið 45 í lok dags. Hluthafar Sjóvár-Almennra eru alls 865 talsins. Tíu stærstu hlut- hafamir eiga samtals 40,98% hluta- fjár í félaginu og fimmtán stærstu eiga 50,58%. Stærsti hluthafi er Burðarás hf. sem á 10,6% hlut. I skráningarlýsingunni er bent á aö ýmsir hluthafar séu tengdir þótt ekki sé vitað til þess að samkomu- lag sé milli hluthafa fyrirtækisins' 15 stærstu hluthafar Sjóvár-Almennra Eignarhlutur Burðarás hf. 10,60% Helga Ingimundardóttir 5,57% Benedikt Sveinsson 4,41% Einar Sveinsson 3,93% Hjalti Geir Kristjánsson 3,05% Guöný O. Halldórsdóttir 2,98% Skeljungur hf.2,90% Kristín H. Halldórsdóttir 2,79% Ingimundur Sveinsson 2,56% Guörún Sveinsdóttir 2,18% Lífeyrissj.r verslunarmanna 2,11% Erna ehf. 1,99% Bjöm Hallgrímsson ehf. 1,99% Lynghagi ehf. 1,99% Ragnhildur Þórarinsdóttir 1,53% varðandi meðferð atkvæða. Systk- inin Benedikt, Einar, Ingimundur og Guðrún Sveinsböm eiga, ásamt móður sinni, Helgu Ingimund- ardóttur, samtals 18,65% hlut í félag- inu. Systumar Guðný O. og Krist- ín H. Halldórsdæt- ur eiga samtals 5,76% hlut. Guðný og börn hennar, Guörún og Halldór Teitsbörn, eiga samtals 6,01% hlut. Kristin og börn hennar, Ragnhildur, Gutt- ormur B., og Mar- grét H. Þórarins- böm, eiga samtals 6,24% hlut að því er fram kemur í skráningarlýs- ingunni. Uppi hafa verið vangaveltur um hvaðan hlutabréf handa væntan- legum nýjum kaupendum eiga að koma þar sem félagið hefur ekki á stefnuskránni að gefa út viðbótar- hlutafé. Félagiö getur selt þau hlutabréf sem það á fyrir í sjálfu sér, en ólíklegt verður aö teljast að aðrir vilji selja hlutabréf sín í ljósi hækkana og vænlegra væntanlegra arðgreiðslna. Sjóvá-Almenn- ar hafa enn ekki viljað gefa upp hversu mikið af bréf- um stendur til boða né hvaðan þau munu koma. í eftirfarandi töflum má sjá upp- lýsingar um stærstu hluthafa tryggingafélagsins annars vegar og hins vegar helstu eignarhluti þess í öðrum félögum á íslenska mark- aðnum. Helstu eignarhlutir Sjóvár-Almennra í öörum fyrirtækjum Eignarhlutur Hf. Eimskipafélag Islands 12,50% SR-mjöl hf. Olíufélagiö hf. 11,20% 10,40% Nýherji hf. Útgerðarfél. Akureyringa hf Flugleiöir hf. 10,00% 6,40% 6,10% Grandi hf. 5,70% Íslandsbanki-FBA hf. 5,60% Skeljungur hf. 5,40% FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 E>V HEILDARVIÐSKIPTI 1.673 m.kr. Hlutabréf 89 m.kr. Ríkisvíxlar 499 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Húsasmiöjan 26 m.kr. © Össur 7 m.kr. © Eimskipafélagiö 6 m.kr. MESTA HÆKKUN © Jarðboranir 3,94% © Skýrr 3,89% © Búnaöarbankinn 3,88% MESTA LÆKKUN © Kögun 4,44% © Delta 4,17% © Marel 3,06% ÚRVALSVÍSITALAN 1.503stig - Breyting O 0,62% Mesta verö- bréfasvindl sögunnar afhjúpað Bandarísk löggæsluyfirvöld til- kynntu seint í gær að þeim hefði tekist að afhjúpa mesta verðbréfa- svindl í sögu landsins. Samkvæmt fyrstu fréttum var um mjög vel skipulagt svindl að ræða og náðust alls um 50 milljónir dollara. Yfir- völd hafa birt 120 einstaklingum ákærur vegna málsins og eru þar í hópi meöal annarra verðbréfamiðl- arar, fjárfestingarráðgjafar og stjómendur fyrirtækja. Svindlið er sagt hafa náð til hlutabréfa hjá 19 skráðum félögum og til sölu á óskráðum bréfum hjá 16 félögum. MESTl) VIÐSKIPTI síbastllbna 30 daga © Össur 340.985 © Íslandsbanki-FBA 209.683 © Húsasmiöjan 184.853 © Baugur 173.559 o Eimskip 154.287 slbastUbnaSOdaea © Samvinnuf. Landsýn © Nýherji © Tæknival © Stálsmiðjan © Frumherji 17% 13% 11% 9% 8% -rrrWTmnTi síbastllönaSOdaea © Fiskm. Breiöafj. hf. -26 % © Loðnuvinnslan hf. -20% ©SÍF -14% © Eimskip -13% © Vinnslustööin -12% JjÁWEJÍMlI!:! EfflDOWJONES 10687,95 O 0,62% 1 • Inikkei 16338,70 O 1,90% SÖs&p 1470,54 O 0,07% Hjj NASDAO 3797,41 O 1,39% SSftse 6549,50 O 0,20% ^DAX 7376,17 O 0,34% ricAC40 6610,74 O 0,04% rnjnrni 15.6.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BaPollar 75,920 76,300 Sfcjpund 114,000 114,580 1*1 Kan. dollar 51,590 51,910 Í2ÍDönsk kr. 9,7070 9,7600 bt;j Norsk kr 8,8060 8,8550 ES Sœnsk kr. 8,8070 8,8560 HHfI. mark 12,1799 12,2531 1 Fra. franki 11,0401 11,1064 B SÍBelg. franki 1,7952 1,8060 3 Sviss. franki 46,3100 46,5600 QhoII. gyllini 32,8620 33,0595 ^Þýsktmaik 37,0269 37,2494 líra 0,03740 0,03763 OQAust. sch. 5,2628 5,2945 ') jPort. escudo 0,3612 0,3634 Ispá. peseti 0,4352 0,4379 1 * |Jap- yon 0,71380 0,71810 jírskt pund 91,952 92,504 SDR 101,0300 101,6400 Hecu 72,4183 72,8535

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.