Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 DV 15 Hagsýni íslenskt sement: Bólusett gegn alkalískemmdum - íblöndun kísilryks hefur gefiö góða raun Sementsverksmiðja ríkisins var reist á Akranesi á árunum 1956-1958 og tók til starfa síðla árs 1958. Allur vélbúnaður verksmiðj- imnar var fenginn frá fyrirtækinu F. L. Smidth & Co A/S í Kaup- mannahöfn. Fyrirtækinu var breytt I hlutafélag árið 1993 og heit- ir nú Sementsverksmiðjan hf. Svokallaðar alkaliskemmdir í steyptum íbúðarhúsum komu nokkuð flatt upp á menn á áttunda áratugnum. Þó vitað væri um möguleikann á slíku var talið að ekki væru allir þættir til staðar í venjulegum húsmn til að fram- kalla þessar skemmdir. Líkur voru taldar meiri þar sem vatn lék um steypuna eins og í virkjunum. Or- sakanna var m.a. að leita I alkalí- virkum jarðvegsefnum sem notuð voru í steypugerð. Efnafræðingar sementsverksmiðjunnar voru snemma komnir á kaf í rannsókn- arvinnu vegna þessa og taldir framarlega i þeim fræðum á heimsvísu. Var m.a. haldin ráð- stefna hér á landi um málið 1975. Kísilryk tíl bjargar Bragi Ingólfsson efnafræðingur segir að árið 1979 hafi verið farið að blanda kísilryki í sement hjá verksmiðjunni sem eins konar bólusetningu gegn alkalískemmd- um. Rannsóknir hafi sýnt að sið- astliðin 20 ár hafi menn þannig nánast útilokað alkalí- skemmdir í stevpu hér á frá kísilmálmverksmiðjunni í Hvalfirði hefur verið notað í þess- um tilgangi allt frá því að sú verk- smiðja var gangsett. Skeljasandur og llparít Framleiðsla sements byggist á votaðferð en hráefnin eru skelja- sandur úr Faxaflóa og lfparít úr Hvalfirði. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar er um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sem- enti á ári. Þrjár sementstegundir eru framleiddar í verksmiðjunni, venjulegt Portlandsement, Portland-hraðsement og possolan- sement. í verksmiðjimni starfa um 75 manns við framleiðslustörf, við- hald og afgreiðslu en alls starfa um 90 manns við fyrirtækið. Sementsverksmiðjan er stór hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Speli hf. sem á Spöl ehf. sem bygg- ir og mun reka jarðgöngin undir Hvalfjörð. Sementsverksmiðjan er einnig hluthafi í fyrirtækjuniun Sandu- ímúr hf„ sem að hluta byggir starf- semi stna á þróunarvinnu verk- smiðjunnar, og Einingaverksmiðj- an hf. sem framleiðir steyptar byggingareiningar og burðarbita. Mikil framleiðsla Gunnar Sigurðsson framleiðslu- stjóri segir að framleiðsla og sala Sementsverksmiðjunnar hafi verið með mesta móti síðustu misserin og var maímánuður m.a. sá sölu- hæsti um áratugaskeið. Þá fóru 15.408 tonn af sementi í sölu á móti 13.128 tonnum í mai á síðasta ári. Heildarframleiðsla sements, sem fór í sölu 1999, var 130.802 tonn. Þrátt fyrir frjálsan innílutning á sementi er hann enn óverulegur í samanburði við innlenda fram- leiðslu. Helst hefur verið um að ræða innflutning á dönsku sem- enti. Þar hefur m.a. verið um að ræða innflutning á hvítu sementi til sémota en það hefur ekki verið framleitt hérlendis. -HKr. Steinsteypa Þrátt fyrir frjálsan innflutning á sementi er hann enn óverulegur í samanburði við innlenda framleiöslu. Húsasmiðjan: Mæla með flísalögn - og ýmis múrefni talin betri en málning Rísalögn er efst á vinsældalistanum Sérfræöingar Húsasmiðjunnar telja að flísar séu albesta lausnin á svalagólfin. Þó menn hafi notað ýmiss konar lakk um áraraðir á svalagólf hér á landi mæla ekki allir með slíku. Hjá Húsasmiðjunni mæltu menn t.d. helst með flísalögn eða múrefnum og má t.d. finna ítarlegar upplýsing- ar um slíkt á ágætri heimasíðu fyr- irtækisins á slóðinni husa- smidjan.is. Húsasmiðjumenn telja málningu á svalagólf ekki góðan kost, sérstaklega með okkar rysjótta veðurfar í huga. Ýmsir húsráðendur hafa um ára- bil lakkað sín svalagólf og sumir hafa haldið þeim við með ágætum árangri. Ef fólk vill mála gólfið hjá sér á nokkuð hefðbundinn hátt, þá mæla Húsasmiðjumenn með vatns- þynnanlegri tveggja þátta Sigural epoxy málningu. Hún hefur þótt gefa góöa raun og hefur m.a. verið notuð til að mála innan heita potta norður í landi. Verða á þessu efni er 1700 kr. lítrinn. Aquaflex er akrýl þéttiefni má einnig nota í svipuðum tilgangi. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni, en hleypir jafnframt raka í gegnum sig úr steypunni. Sem sagt efni sem andar. Þetta efni er hvítt að lit og ýmist rúllað eða penslað á steininn. Að sjálfsögðu er skilyrði að öll málning sé hreinsuð vandlega af gólfinu áður en þetta efni er sett á. Aquaflex er selt í dósum. Eitt kg kostar t.d. 750 krónur og tíu kg dós kostar 6590 krónur. Sérfræðingar Húsasmiðjunnar mæla ekki með þessu efni þar sem álag er mikið. Aquaflex er gljúpt efni, hvítt að lit og verulega skltsækið. Hætt er því við að svalagólfið verði hálf dapurt á að líta eftir svo sem eitt ár. Flísar bestar Þó í Húsasmiðjunni fáist þannig ágæt málningarefni, þá telja sér- fræðingar þar á bæ að flísar séu al- besta lausnin á svalagólfin. Frost- þolnar útiflísar eru tU í nokkru úr- vali og kostar fermetrinn frá 2000 tU 2500 krónur. TU viðbótar má gefa sér sem þumalputtareglu að lím og fúgusement kosti um það bU 500 krónur á hvern fermetra. -HKr. Byko í Kópavogi: Málning ágæt og ódýr lausn Epoxy og polyurethan málningar- efhi hafa reynst best á svalagólf, að mati sérfræðings í málningardeild Bykó. Hann taldi þetta líka ódýrustu lausnina. Ef svalagólfinu er vel við haldið og gert við minnstu skemmdir jafnóðum getm’ málning hæglega dugað i mörg ár. Þegar málning brotnar upp er ekki endUega nauðsynlegt að hreinsa aUa málningu af gólfinu. Vel getur dugað að hreinsa það sem laust er og mála þann Uöt að nýju. Verð á slíkri máln- ingu í Byko hleypur á verðinu 1700 til 2000 krónur lítrinn og dugar hann á hér um bU 10 fermetra. í fyrstu um- ferð beint á stein er ráðlegt að þynna málninguna með þar tU gerðum þynni Bæði Málnmg hf. og Harpa fram- leiða málningu sem mikið hefur verið notuð í þessu augnamiði og Slippfé- lagið og Ueiri aðUar bjóða einnig upp á slíkt. Hjá Byko er einnig til tveggja þátta epoxy vatnsþynnanlegt lakk. Starfs- maður málningardeildar sagði þó meiri reynslu af eldri efnum og þá gjarnan frá íslenskum framleiðendum og því myndi hann frekar mæla með þeim. Flísar varanlegri Byko býður eins og Ueiri upp á flís- ar sem hægt er að nota utanhúss og m.a. á svalagólf. Þar á bæ voru tU grá- ar Uísar á tUboðsverði á 1800 krónur. Annars er algengt verð á Uisum frá 2300 krónum og um og yfir 3000 krón- ur. Útlitið skiptir auðvitað miklu máli og dökkbrúnar Uísar á 4300 seldust t.d. upp á örfáum dögum. Límefni og fúga er einn þáttur í Uísalögninni. Um þrjú kíógrömm af lími þarf á hvern fermetra en fimm kg dós kostar 724. Fúgan er á svipuðu verði og miðað við fjögurra mUlí- metra fúgu þarf um 1 kg á fermetra. Sölufólk í gólfefnadeUd Byko segir langbest að fólk komi með mál af þeim Ueti sem um er að ræða. Þá sé auðveldara að gefa tæmandi verðtil- boð. -HKr. Allt er stööl- um háð Frá því um áramót 1992-1993 hefur Staðlaráð íslands starfað samkvæmt þeim lögum sem gUda um staðla hér á landi. AUt er nú háð stöðlmn og hætt við að Sólon blessaður ætti í erfiðleik- um með að fá Slunkaríki sitt sam- þykkt hjá nokkurri bygginganefnd. Staðlaráði er æUað að vera sam- starfsráð áhuga- og hagsmunaaðUa í gerð og notkun staðla hérlendis. STRÍ hefur það að leiðarljósi að auka vöxt og nýsköpun íslensks atvinnulífs, bæta starfsskilyrði þess, og auka vernd og öryggi neytenda. Staðlaráð er aðUi að evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC og aðildinni fylgir sú skuldbinding að gera aUa staðla sem frá samtökunum koma að íslenskum stöðlum. Ráðið gefur út Staðlatíðindi þar sem auglýst eru fnunvörp að íslensk- um stöðlum og þannig gefinn kostur á að gera við þau athugasemdir. í Staðlatíðindum er einnig auglýst gUd- istaka og niðurfeUing staðla. STRÍ gef- ur líka út Staðlaskrá á hverju ári. í henni er yfirlit yfir alla staðla sem gUda hér á landi. STRÍ gefur einnig út séríslenska staðla og hefur umsjón með gerð þeirra. Séríslenskir staðlar eru samdir þegar hagsmunaaðUar telja þörf á því vegna sérstakra að- stæðna hér á landi eða vegna þess að ekki eru tU evrópskir eða alþjóðlegir staðlar um tUtekið efni. í einstaka til- feUum eru staðlar þýddir á íslensku og hefur STRÍ þá umsjón með þeirri vinnu og sér um útgáfuna. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.