Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 14
14
Hagsýni
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000
I>v
Sumarbústaöir
Mjög mismunandi er hvernig frá-
gangi og allri gerö sumarbústaða er
háttaö.
Meira af sumarhúsum:
Misjafn frágang-
ur og gæði
Nokkuð hefur verið spurt vegna
umfjöllunar um sumarbústaði á
hagsýnisíðu í síðustu viku. Eins og
tekið var fram er ráðlegast hjá fólki
að skoða markaðinn vel áður en
fjárfesting er ákveðin. Þá er líka
vert að skoða verð og gæði sem
flestra seljenda.
Oft og tíðum er erfitt að bera sam-
an fermetraverð í sumarhúsum.
Ástæðan er sú að þar er iðulega um
mjög ólík hús að ræða. Hátt fer-
metraverð endurspeglar oft að
meira er lagt í viðkomandi hús en
ella. Einangrun er i sumum tiifell-
um miðuð við kröfur fullgildra
heilsárs-íbúðarhúsa sem skiptir
auðvitað töluverðu máli. í því sam-
bandi má nefna svoköfluö RC-hús
Reimars Charlessonar sem þar var
vitnað til. í gefnum verðhugmynd-
um var um að ræða fulleinangruð,
uppsett hús samkvæmt ströngustu
byggingarreglugerðum varðandi
íbúðarhús, sem svo má auðvitað fá
á ýmsum byggingarstigum.
Þá er annað atriði sem sumarbú-
staðakaupendum skal bent á en það
er hugtakið svefnloft. Mjög mismun-
andi er hversu lofthæð er mikil á
slíkum svefnloftum. Það getur verið
allt frá því að vera rétt skriðfært og
upp í það að vera íverupláss með
fuflri lofthæð. Allt hefur þetta auð-
vitað áhrif á verð. Sama má segja
um annan frágang, eins og það
hvort skápar og lagnir séu inni í
dæminu eða ekki. Frágangur á þaki
og þakklæðning er síðan enn eitt at-
riðið sem áhrif hefur á verð og
hugsanlega endingu líka.
Að bera saman verð og gæði
sumarbústaða má að sumu leyti
líkja við samanburð á bílum. Stærð-
in getur verið svipuð en gæði og
innihald gjörólíkt. Ódýr Lada sport
jeppi verður þannig trúlega seint
talinn jafn að gæðum og Suzuki Vit-
ara svo dæmi sé tekið þó verðið sé
mun hagstæðara. Eigi að síður mun
hagsýni halda áfram að rýna í sum-
arhúsamarkaðinn með nánari sam-
anburð í huga.
-HKr.
Fasteignamat
Verðmæti eigna er metið á tvenn-
an hátt, með fasteignamati og
brunabótamati. Brunabótamat á
samkvæmt lögum og reglum að
mæla verðmæti fasteigna og miöast
þá við líklegt söluverð eignarinnar
á frjálsum markaði.
Fasteignamat er hins vegar mun
lægra en söluverð eigna í dag. Fast-
eignamat er notað til grundvallar
þegar sveitarfélög leggja á fasteigna-
gjöld, eins og fasteignaskatt, vatns-
gjald, lóðaleigu o.fl. Þá notar ríkið
fasteignamatið til að ákveða eigna-
skatt, erfðafjárskatt o.fl. Þinglýsing-
argjöld eru einnig greidd af fast-
eignamati eins og það er við þing-
lýsingu kaupsamnings eöa afsals.
Hin seinni ár er fasteignamat einnig
notað sem viðmiðun við veðsetn-
ingu.
Svalagólf til vandræða:
Sparið með
reglulegu viðhaldi
- málning er ódýrasta lausnin til að loka yfirborðinu
Steypt svalagólf hafa valdið mörg-
um húseigandanum hugarangri og
viðhald þeirra vekja margar spum-
ingar. Margir þekkja vandann við
flagnaða málningu á svölum og
frostsprungur sem þá koma oft í
kjölfarið. Þá er ekki síður hvimleitt
að horfa upp undir svalagólf á
næstu hæö fyrir ofan þar sem máln-
ingin flagnar af á hverju ári.
í þessu sem og mörgu öðru er
reglulegt viðhald ódýrasta lausnin
til að halda fasteigninni í horfinu.
Þannig má spara sér tugi ef ekki
hundruð þúsunda með fyrirbyggj-
andi aðgerðum.
Ástæða þess að máln-
ing flagnar af neðan
á svölum er
venjulega sú
að yfirborð-
ið er orð-
ið
byggingafræðingur og hefur þvi víð-
tæka þekkingu á þessu sviði. Hann
segir að fólk skuli forðast alhæfing-
ar í þessum efnum og ýmsar aðferð-
ir komi til greina til að vatnsverja
steinsteypt yfirborð á svalagólfum.
„Ef við þessum vandamálum
væru alltaf einföld svör, þá hefðu
menn væntanlega enga atvinnu af
þessu heldur", segir Tryggvi.
Hann ráðleggur fólki ein-
dregið að leita til fag-
manna um val á að-
ferðum og efn-
Viðhald svalagólfa valda oft ómældum hugarangri
Það er oft ófagurt aö hafa fiagnaö svalagólf nágrannans yfir
höföi sér. Ástæöan er venjulega sú aö umhiröa og viöhald á
gólfinu eöa steyptu svatahandriði fyrir ofan er ábótavant.Ef
ekki er hugaö vel aö viöhaldi geta viögeröir oröiö æöi kostnaöarsamar
losna við raka í svalagólfinu er
nauðsynlegt að loka yfirborðinu.
Ódýrasta leiðin er að nota málningu
sem myndar slitsterka filmu á
svalagólfinu.
Ef málað svalagólf er farið að
flagna og skemmdir farnar að
myndast í steyptu yfirborðinu er
ráðlegt að hreinsa alla málningu,
t.d. með heitu háþrýstu vatni.
Þekkt er líka að nota málningar-
Flísalögn
Flísar þykja vera einn besti kosturinn sem völ er á þegar um svaiagóifer aö ræöa. Bæði er þá veriö aö tala um útlit
og endingu. Mikilvægt er þá aö rétt efni séu valin.
skemmt og
hleypir vatni og
raka í gegnum
steyptar sval-
imar. í flestum
tilfellum er
hægt að gera
við slíkt, en
stundum þarf
þó að gripa til
„ . róttækra ráð-
Srinahwaf’stafana og hrein-
murari og bygg- , , ... .*
ingafræöingur lega brjota mður
Ýmsar aöferöir svalirnar og
koma til greina til steypa að nýju.
aö vatnsverja Sjaldgæft er þó
steinsteypt yfir-
borð á svala-
gólfum.
er
að svalir eða
svalahandrið
brotni niður eins
og gerðist í
Garðabænum fyrir nokkru, en þar
var vandinn ekki helst efnin sjálf,
heldur handvömm við byggingu
hússins.
Tryggvi Jakobsson hjá TV Tækni-
þjónustu verktökum ehf., Skipholti
70 í Reykjavík, hefur mikla reynslu
af ráðgjöf og úttekt á húsum þar
sem steypan er orðin skemmd. Sjálf-
ur er hann menntaður múrari og
um til viðgerða á skemmdum svöl-
um. Seljendur slíkra efna svari yfir-
leitt líka fúslega spurningum i
þessa veru.
Reglulegt viöhald er best
Reglulegt eftirlit og viðhald með
steyptum húsum sem öðrum er
besta leiðin til að forðast vandræði
og stórfelldar skemmdir. Ekki bíða
eftir að skemmdir séu orðnar svo
miklar að til lýta sé á húsinu.
Tryggvi segir að þá sé venjulega svo
illa komið að það kalli á viðgeröir
með mun meiri kostnaði en ella.
Máining gefur góða raun.
Þegar um er að ræða ný svalagólf
er yfirleitt ráðlagt að bera sílan-efni
á steingólfið, einu sinni eða tvisvar.
Þetta efni gefur ákveðna vatnsvöm.
Síðan má mála yfir þetta með
epoxy- eða urethanmálningu. Þetta
hefur gefið einna besta raun hér á
landi. 1 öllu tali um að öndun máln-
ingarefna sé æskileg til aö hleypa
raka út, þá gildir slíkt áfls ekki
varðandi svalagólf. Ef menn vilja
uppleysir, en notkun hans er frekar
á undanhaldi. Svo má auðvitað
skrapa eða vélslípa. Þegar búið er
að hreinsa alla málningu af yfir-
borðinu er gert við skemmdirnar og
gólfið síðan filtað, sem kallað er,
með þéttimúr. Þegar hann er orðinn
vel þurr í gegn er borið sílan-efni á
flötinn einu sinni til tvisvar og sið-
an er málað yfir.
Háþrýstiþvottur
Tryggvi segir að háþrýstiþvottur
á svalagólfum og veggjum eigi ekki
að skapa vanda í sambandi við við-
gerðir og málun eftir á. Rakinn fari
vissulega ofan 1 steypuna, en ef
þetta er gert um hásumarið, þá á að
nást að þurrka steypuna áður en
málað er yfir. Vandi getur hins
vegar orðið ef verið er að
hreinsa málingu af með þess-
um hætti þegar komið er
fram á haust og búast má
við frostum. Reynslan
hefur kennt mönnum
að varasamt geti verið
að mála svalagólfin
við slíkar aðstæð-
ur.
Ef verið er að
endurmála
svalagólf, þar
sem ekki hefur
tekist að ná
allri gömlu
málningunni
af getur
skipt máli
hvernig
málning er
valin á svalagólfið. Tryggt verður að
vera að hún nái bindingu við þær
málningarörður sem eftir eru. Ef
hún loðir ekki við gömlu málning-
una eins og steininn, myndast loft-
bólur undir málningunni og yfir-
borðið brotnar þá upp. Raki á þá
greiða leið undir málninguna og
niður í steypt svalagólfið sem aftur
leiðir til frekari skemmda.
-HKr.
Skemmt svalagólf
Hér er málning farin aö flagna og frost byrjaö aö skemma steypuna. Mikil-
vægt er aö gera viö slíkar skemmdir strax.