Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 x>v______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Er mosi í garðin um þínum? Þessa daga er að rifjast upp fyrir mörgum að mosinn í garðinum var orðinn nokkuð mikiO í fyrra og garð- eigendur skeggræða yfir girðingarnar um mismunandi aðferðir tO að eyða þessum ófógnuði. Ástæðan fyrir þvi að mosinn nær sér svona vel á strik í görðum hér- lendis er fyrst og fremst súr jarðvegur og mikiO raki. Aðrir þættir, svo sem skuggi og lítiO umgangur um grasið, hjálpa tO. Öflugasta leiðin tO að halda niðri mosa er reyna að draga úr súrum jarðvegi með því að hækka ph-gOdi hans en það má gera með því að bera í hann kalk eða skeljasand. Skelja- sandurinn er afar ódýr og þægOegur og þurrkar jarðveginn jafnframt því að hækka sýrustigið. Óhætt er að kaf- færa grasið í skeljasandinum án þess að skemma nokkuð fyrir en í leiðbein- ingum frá Áburðarverksmiðjunni er mælt með að borin séu 2 kg á fm. Harðaður skeljasandur fæst í 5 kg pokum i verslunum og kostar pokinn yfirleitt 2-300 kr. Einnig er hægt að kaupa hann í lausu og kostar tonnið þá ekki nema rúmar 1200 kr. en þá þarf að sækja hann í kerru (venjuleg jeppakerra tekur 5-600 kg). Skuggi og raki eru kjöraðstæður mosans, því er rétt að huga að því hvort grisja eigi tré til að sólin komist betur að blettinum ef skuggsælt er í garðinum. í sumum tilvikum getur rakinn verið svo mikiO að nauðsynlegt þykir að drena garðinn tO að þurrka gras- flötina. Það er mikO og dýr aðgerð og því sjálfsagt að leita annarra leiða áður en farið er út í það. Margir kannast við að mosinn blossar upp þegar bömin vaxa úr Ýmsir velta fyrir sér þeim möguleika að skarta íslenskum búningi 17. júní: Karlar geta enn fengið búning Margir hafá' vafalaust velt fyrir sér þeim möguleika að leigja is- lenskan búning fyrir þjóðhátíðar- daginn á aldamótaárinu. Þjóðdansafélag Reykjavíkur hef- ur um árabil leigt út islenska bún- inga. Að sögn Bents Petersens, for- manns félagsins, eru nánast aOir búningar í útleigu nú. Skautbún- ingar og kyrtlar eru leigðir sveitar- félögum ár hvert og skarta fjaU- konur landsins þeim búningum. Upphlutir eru einnig nánast aUir í úleigu, svo og bamabúningar. Að sögn Bents fer í vöxt ár frá ári að fólk noti þjóðbúninga. Algeng leiga á islenskum búningum er 5-7000 kr. en skautbúningar og kyrtlar eru á hærra verði. Flestar fataleigur bjóða hátíðar- Á íslenskum búningum Kona á upphlut og karl á hátíðarbún- ingi karla sóma sér vel við hátíða- höldin 17. júní. grasi og hætta að leika sér í garðin- um. Sumir munu hafa bmgðið á það ráð að bjóða börnum nágrennisins af- not af grasblettum í viðleitninni tU að berjast gegn mosanum en velta má þvi fyrir sér hvort mosi verði ekki vaxandi vandamál eftir því sem börn leika sér minna úti! Einnig má benda á þá skemmtilegu leið að bjóða vinum og fjölskyldu í garðveislu. Ef mosinn er orðinn mjög mikiU reyna margir að uppræta hann áður en þeir snúa sér að því að auka kalkið íslenskar blöðrur Undanfarin ár hafa verið seldar helíumblöðrur með myndum af er- lendum teiknimyndapersónum á þjóð- hátíðardegi Islendinga, þann 17. júni. Fyrirtækið Latibær hefur ákveðið að sporna við þessari þróun og em nú í fyrsta skipti komnar á markaðinn helíumblöðrur með myndum af alís- lenskum leikpersónum. Blöðrurnar prýða vinsælu persónurnar úr Lata- bæ sem öU íslensk börn þekkja. Lati- bær, með íþróttaáUmn fremstan í flokki, hvetur tU íþróttaiðkunar og heUbrigðra lífshátta og sá góði boð- skapur skilar sér til barnanna á skemmtUegan máta. Latabæjarblöðrurnar eru stjörnu- laga, litfagrar og stórglæsUegar í aUa staði. Vafalaust eiga þær eftir að verða mjög áberandi við skemmtana- hald þann 17. júní á aldamótaárinu. búning karla tU leigu. Að sögn nokkurra aðUa er ekki mikil breyt- ing á eftirspurn eftir þeim búning- um 1 ár en þeir eru aðaUega leigð- ir úr vegna brúðkaupa og út- skrifta, auk peysufatadaga skól- anna. Þar sem fleiri brúðkaup verða 17. júní í ár en vanalega eru heldur fleiri búningar í útleigu. Þó er áreiðanlega enn hægt að fá leigðan hátíðarbúning karla hjá flestum leigum. Algengt leiguverð er um 7000 kr. Á vegum HeimUisiðnaðarskól- ans, sem rekinn er af HeimUisiðn- aðarfélagi íslands, eru reglulega haldin námskeið þar sem kenndur er þjóðbúningasaumur. Að sögn Steinunnar Ásgeirsdóttir, skóla- stjórnanda HeimUisiðnaðarskól- ans, hafa á annað hundrað konur í Reykjavik sótt slík námskeið i vet- ur og á fimmta tug kvenna á lands- byggðinni. Allnokkrir munu því væntanlega taka áskorun Árbæjar- safns um að koma á safnið i þjóð- búningi um helgina. í jarðveginum. Þrjár leiðir virðast vera færar við að vinna á mosanum. I fyrsta lagi má bera á hann mosaeyði, í öðru lagi má rífa hann upp með svoköUuðum mosatætara og i þriðja lagi er hægt að leggjast á fjóra fætur og rífa hann upp með höndunum, ekki er þó mælt með síðastnefndu að- ferðinni nema i minni görðum. ÖU þessi vinna er þó unnin fyrir gýg ef jarðvegurinn er áfram súr. Þá kemur mosinn bara aftur. Því er ítrekað að skeljasandurinn er áreiðanlega ódýrasta og skUvirkasta leiðin tU að vinna á mosanum. -ss I útlöndum Þaö er alltaf nokkuð kostnaðarsamt að fara með fjölskylduna í feröalög en hægt er að draga úr kostnaði á ýmsum sviðum. Nokkur ferðaráð Ýmsar aðferðir er hægt að nota til að draga úr kostnaði á ferðalögum fjölskyldunnar erlendis. Flest börn hafa gaman af því að fara i útUegu og það getur verið afar notalegt og skemmtileg tilbreyting fyrir okkur íslendinga að fara í úti- legu þar sem loftslag er mUdara en hér. Þeir sem ekki eru gefnir fyrir tjaldbúskap eiga ýmsa kosti líka. Oft er hægt að finna ódýra gistingu gegnum Netið í heimagistingu, íbúðum og sumarhúsum sem reynd- ar eru þá oft leigðir út í viku í senn. Fyrir þá sem kjósa hótelgistingu er hægt að mæla með að nýta vel morgunverðarhlaðborðið sem oftast er innifalið í verði gistingarinnar. Með því að borða vel af því er hægt að komast af með að borða einungis kvöldmat á veitingahúsi, sérstak- lega ef dvalið er í hlýju loftslagi þar sem oftast dregur mjög úr matar- lyst. Ekki má gleyma að vökva lík- amann en mun ódýrara er að kaupa vatn og aðra svaladrykki i verslun- um en á veitingastöðum. Ef hungrið sverfur að má líka kaupa t.d. brauð og ost, ávöxt eða jógúrt í verslunum. Máltíð á bekk eða grasflöt getur verið fullteins þægileg og á veitingahúsi. Margir leigja sér bíl á ferðalögum erlendis. Óhætt er að mæla með lestum sem ódýrum, öruggum og þægilegum ferðamáta. Lestaferðir krefjast þess reyndar að menn setji sig inn i áætlanir og hagi ferðum sínum eftir þeim en það kemst fljótt upp í vana. Rétt er að benda fólki sem ætlar að ferðast með lestum á að kynna sér afsláttarmöguleika, t.d. fyrir fjölskyldur og hópa. Loks má minna á að nú þegar hægt er að fá flest sem hugurinn girnist hér á Islandi er óþarfi að gera allar ferðir erlendis að verslun- arferðum. -ss * WÐ • tilkl. 21.00 á fimmhidögum! MR ÍEH /iJRRIRR SLÍR UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200 Á Miklatúni Ekki er líklegt að mosi sé í grasi þar sem mikið er um að börn leika sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.