Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 DV Ástarljóð um lífið Linda Vilhjálmsdóttir segist ekki þola æðiö sem fylgir jólabókaflóðinu og sver að hún ætli aldrei að taka þátt í því aftur. Bókina Öll fallegu orðin, um þessar mundir kemur út hjá Máli og menningu, skrifaði hún í vetur, alveg frá hausti fram á vor. Hún var að skrifa meðan aðrir slógust. „í sjö mánuði gekk ég um með blokk og blýant í vasanum," segir Linda. „Hvar sem ég var skrifaði ég niður orð og setningar, jafnvel á hárgreiðslu- stofum og í verslunum. Þá var svo mikið í gangi í hausnum á mér að ég var vinnandi allan sól- arhringinn. Blokkin var líka á náttborðinu mínu meðan ég svaf.“ Fljótlega kemur í ljós að það er eiginlega hálfgerð vitleysa að taka viðtöl við ljóðskáld. Þeirra tjáningarform eru hin vel völdu orð, hinar fáu og meitluðu setningar. Bókin er líka mjög persónuleg og Linda segist bæði „Ástin er erfitt efni að fjalla um Þaö eru svo margar klisjur til og margt sem er aö foröast; pyttirnir eru alls staöar. Maöur þarf aö vera svo heiöarlegur, “ segir Linda Vilhjálmsdóttir skáid sem nýlega hefur gefiö út Ijóöabókina Öll fallegu oröin hjá Máli og menningu. eiga erfitt með að lesa hana og tala um hana. „Ég sagði við Halldór Guðmundsson þegar við ræddum um að gefa bókina út að ég vildi ekki fara í eitt einasta viðtal,“ segir Linda. „Ég sagði honum að um það sem í bókinni stæði mætti segja eins og i Allo, Allo þáttunum: „I will only say this once“. Sorgin - stig af stigi En ef þú ættir að segja einhverjum frá bókinni? Einhverjum sem gæti ekki lesið hana? „Ég segði þá: Þetta eru ástarljóð. Ástarljóð um ástina, sorgina og dauðann, en samt vil ég fyrst og fremst meina að þetta séu ástarljóð um lífið,“ segir Linda og snarþagnar. - Ást sem var, einhvern sem deyr og annan sem saknar. Satt að segja fyllist maður hræðilegri for- vitni. Ljóðin eru mjög persónuleg og mann langar að vita til hvers er hún að yrkja? Hver var þessi maður? Hvað gerðist eiginlega? Linda segist alveg gera sér grein fyrir því, en hún er samt sannfærð um að bókin sé miklu meira en bara forvitnileg og geti staðið ein og óstudd - án skýringa. Á endanum sé það það sem skiptir máii. Ljóðin í öll fallegu orðin eru samfelldur bálkur, en ekki nefnd hvert fyrir sig. Ekki einu sinni með rómverskum tölum. Linda segir að ljóðin séu birt I þeirri röð sem þau eru ort. „Þetta er sorg í tímalegri röð, stig af stigi. Ég held að allir þeir sem hafa gengið í gegnum sorg, geti fundið þau stig sem þeir eru á i bókinni. Og ég segi eins mikið í þessari bók og ég mögulega get sagt,“ segir Linda. „Á tveimur stöðum ætlaði ég að draga undan það sem mér þótti of persónulegt og vildi ekki segja frá, en ég hafði svo góða yfirlesara að þeir ráku sig samstundis I það. Það kom þá út eins og þú barafórst ún þess aö biója um hjálp fórst og ég frétti ekkert um þad í fjóra dumbungsdaga fórst án þess að kveöja mig án þess aö gefa nokkuö i skyn bara fórst og burtkallaöir með þér allt ráðrúmiö mitt og þú skildir mig eftir meö munninn fullan af mold skildir mig aleina eftir í felum meö skugganum þínum skildir mig eftir i likfylgd þar sem ég þekkti ekki neinn ég þekkti ekki sálu - ekki þig og vildi ekki þekkja sjálfa mig og eitthvað sem þeir skildu ekki; að eitthvað vant- aði til þess að ljóðið hefði tilætlaða merkingu. Auð- vitað lagaði ég það.“ Linda segir að hún hafi lesið hvert ljóð upphátt um leið og hún hafði skrifað það. Las það upp í sím- ann fyrir ljóðelska vinkonu sína. „Sum ljóð er ekki hægt að lesa upp, þvi að þau hljóma ekki. Þetta er fyrsta bókin mín sem ég veit fyrir víst að hægt er að lesa upphátt." Blaðamaður menningarsíðu er sammála því að ljóðin hljómi vel, enda nýbúinn að hlusta á Lindu lesa á ljóðakvöldi. Rann þar hægri augnlinsa burt í táraflaumi og sást ekki meir. Just to say I miss you baby - Það vekur athygli að í upphafi bókarinnar er tilvitnun í Bruce Springsteen: „Just to say I miss you baby...“ „Já, þetta hafa margir aðrir en Springsteen sagt áður,“ segir Linda og flissar. „En tilvitn- unin er þama vegna þess að ég velti því aldrei fyrir mér að ég væri að fara að yrkja ástarljóð. Ég settist bara niður og þau komu til mín. Þeg- ar ég var búin með helminginn sýndi ég Diddu vinkonu minni ljóðin og hún sagði strax: „Ofsa- lega ertu hugrökk að yrkja um ástina." Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ástin er erfitt efni að fjaila um. Það eru svo margar klisjur til og margt sem er að forðast, pyttimir em alls staðar, eins og „Just to say I miss you baby,“ og ámóta setningar sem allir hafa einhvern tíma sagt. Maður þarf að vera svo heiðarlegur." - Ertu óvön því að skrifa um ástina? „Ég hef skrifað ljóð sem ég hef sjálf litið á sem ástarljóð þó að ekki hafi þau verið með orðin „Ást- in min“ í sér. í dægurlagaþjóðfélaginu virðist þess vera þörf svo að ástarljóð séu túlkuð sem ástarljóð. Ég held að allir hafi ort um ástina, þó að aðferðin sé kannski sú að lýsa fjalli uppi á Möðrudalsöræf- um, eins og ég gerði í minni fýrstu bók. Það var líka einhver umræða fyrir nokkmm árum um að ljóðið væri dautt. Fram að þessu hef ég ekki blandað mér í hana en hef alltaf verið á því að ljóðformið sé mjög nýtilegt. Hefurðu til dæmis eitthvað betra form ef þú ætlar að tala um ástina?" Kaldhæönin brotin á bak aftur „Það hafa verið kaldhæðnir tímar hin síðari ár, sem ekki hafa hentað vel til ljóðagerðar," segir Linda. „Það er að vísu hægt að skrifa mjög flott ljóð sem um leið em kaldhæðin, en þá skortir á ein- lægnina. Ég held samt að það sé að breytast og fólk sé að yrkja af meiri einlægni en áður. Að það segi rneira." Linda viðurkennir þó að sjálf hafi hún oft brugð- ið fyrir sig kaldhæðninni. „Já, já. Mörg þannig ljóð hef ég ort, en í þriðju bókinni minni reyndi ég markvisst að brjóta kald- hæðnina á bak aftur. Ef maður er orðinn fær í henni verður hún svo sterkt afl í lífi manns. Það er svo gott að skýla sér á bak við hana. En ég held að við komumst ekki lengra í þessa átt sem við höfum verið að fara . Við erum í einhverju hámarki efnis- hyggju og því sem fólk hefúr verið að láta líf sitt snúast um undanfarin ár. Nýir tímar geta ekki boð- ið upp á neitt nema leit í aðra átt - sem hlýtur að vera inn á við,“ segir skáldið að lokum. Tónlist og náttúra við Mývatn „Sú hugmynd varð til í fyrra að halda tónlistar- hátíð við Mývatn og hafa hana kringum 17. júní þvi að sumarið kemur snemma við Mývatn. Þar er veð- ursælla og grænna en annars staðar á landinu," seg- ir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjóm- andi hátíðarinnar sem haldin er í annað sinn um helgina. Þessi hugmynd var síðan mótuð og gerð að veru- leika í samvinnu við heimamenn, Hótel Reynihlíð og aðra sem að ferðaþjónustu við Mývatn koma. Ákveðið var í byrjun að taka forskot á aðalferða- mannatímann og hrinda af stað tónlistarátaki. „Það sem vakti fyrir mér var að hafa Mývatnshá- tíðina dálítið öðruvísi en aðrar tónlistarhátíðir og sýna þar með nýjar hliðar á klassískri tónlist," seg- ir Margrét. „í sveitinni er hefð fyrir hátíðardagskrá 17. júní með kaffisamsæti og öllu tilheyrandi og því var ákveðið að leika viðeigandi tónlist með, eða svo- kallaða kaffimúsík sem samsett er úr öllu mögu- legu, svo sem franskri kaffihúsatónlist, lögum Sig- fúsar Halldórssonar og ýmsum spuna. Tónlistar- fólkinu þótti þetta mjög skemmtilegt og léku menn þama á alla sína strengi." Hið sama verður uppi á teningnum þetta árið og leikinn „Mozart og íslenskt í bland", eins og Margrét orðar það. Sungið í Dimmuborgum Margrét segist líka vera stolt yfir þvi að kynna bamatónleikana sem góður rómur var gerður að í fyrra og verða nú lokapunkturinn á hátíðardag- skránni. Vegna kristnitökuafinælisins og 250 ára dánarárs J.S. Bachs ætla listamennimir einnig að standa fyrir helgistund í „Kirkjunni" í Dimmuborg- um. Kirkja þessi er, eins og flestir vita, eins konar hellir sem aldrei er kqllaður annað en Kirkjan Listamennirnir sem fram koma á Tónlistarhátíö- inni viö Mývatn um helgina: Klarinettuleikararnir Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Siguröur I. Snorrason, Nora Korn- blueh sellólelkari, Soffía Árnadóttir myndlistar- maöur og Margrét Bóasdóttir, söngkona og list- rænn stjórnandi. Á myndina vantar Jón Stefáns- son, organista og kórstjóra. vegna lögunar sinnar. Enginn veit til þess að þar hafi áður verið haft um hönd formlegt helgihald. „Sóknarpresturinn verður með helgistund og við spilum á þrjú klarinett og syngjum," segir Margrét. „Það hefur verið sagt með réttu að þrjú klarinett hljómi eins og orgel og þess vegna fékk ég hið frá- bæra klarinettutríó Chalumeaux til þess að vera að- almennina á þessari hátíð. Með þeim syng ég hvað sem er.“ Sungin fjárlög Á ári söngsins byrjuðu frændsystkinin Margrét og Jón Stefánsson organisti á því að halda „Nám- skeið í fjárlögunum". Nafn námskeiðanna skýrir Margrét með því að bókin íslenskt söngvasafn, sem kom út rétt eftir aldamót, skartar mynd úr skáld- sögunni Pilti og stúlku þar sem Sigga og Indriði sitja yfir ánum. Bókin var í almennu tali kölluð fiárlögin og úr henni eru lögin sungin. „Við höfum farið víða um land og haldið saman námskeið þar sem öll gömlu lögin eru sungin i röddum, s.s. Hvað er svo glatt, í birkilaut hvíldi ég bakkanum á og fleiri. Við sungum Mývatnshátiðina út með þessu í fyrra og þá tóku þátt í henni 120 manns, alveg frá 10 ára aldri upp í áttrætt. Fólk hafði óskaplega gaman af þessu," segir Margrét. „Þama er fólk í senn neytendur og þiggjendur að tónlist. Hátíðinni hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg þar sem myndlistarsýning er einnig haldin í tengslum við hana. Það er Soffia Ámadóttir mynd- listarmaður sem sýnir i kirkjunni á staðnum, ann- ars vegar keramikkrossa í jarðlitum og hins vegar veggskildi og skálar með speki Hávamála. En þar með er ekki allt upptalið. „Einnig verðum við með þá nýbreytni að bjóða upp á gönguferðir á undan tónleikunum. Landvörð- ur gengur með áhugasömum um svæðið og fræðir þá um náttúruna. Enda er Mývatn tilvalinn staöur til þess að tengja saman náttúm og menningu; menn ganga sér til heilsubótar og fá svo andlegt fóð- ur á eftir,‘í segir.Margrét Bóasdóttir- að lokum. ^______________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Óð fluga Nú nýlega var endur- útgefin hjá Vöku-Helga- felli bamaljóðabókin Óðfluga eftir Þórarin Eldjárn, með mynd- skreytingum Sigrúnar Eldjárn. Bókin kom fyrst út árið 1991 og hef- ur verið ófáanleg um nokkurra ára skeið. Hún segir frá mönnum og málefnum á skondinn hátt, atburðum úr öllum áttum sem eru laustengdir með óðflugunni flögrandi um síðumar. Ljóðin eru kímin, rímið skýrt og myndimar hressilegar, einmitt það sem þarf til þess að bömin fái áhuga og festi sér kvæðin í minni. Við- fangsefnin eru sem fyrr segir margvísleg og landnámsmenn fá þar jafnvel sitt pláss, eins og í ljóðinu Ingó: Onífjöru Ingólfur er í skapifúlu, fram og afturflœkist þar en finnur enga súlu. Hann finnur gamlan gúmmískó og grœnar netdkúlur, en ekki sírnr öndvegis- og afbragðsgóðu súlur. Hann kemur auga á ótal hús, meö uppþvottavél og síma: HANN ER1RÉTTRI REYKJAVtK Á RÖNGUM KOMUTÍMA. Hann gengur upp á grænan hól og gerist fyllibytta, og er þar síöan alla tíö ■ algjör myndastytta. Stórskemmtilegt fuglaspil Hjá Æskunni hefur verið gefið út íslenska fuglaspilið, sem samið er af Óskari J. Sand- holt. Um er að ræða skemmtilegt og fræð- andi spil, einkum og sér í lagi fyrir þá sem „hvorki þekkja haus né sporð á einföld- ustu fuglum“ eins og ákveðin söguper- sóna í íslensku skáldverki. íslendingar eru samt í eðli sínu fróðleiksfúsir og láta sig náttúru landsins nokkru varöa og hef- ur því spilið allnokkurt uppeldislegt gildi, bæði fyrir börn og fullorðna. Spilið er hægt að nota sem bingó. Með- fylgjandi eru spjöld sem hver þátttakandi fær i hendur en síðan sér stjórnandi um að draga minni spjöld, hvert og eitt með ljósmynd af íslenskum fugli. Þátttakandi sem hefur fuglinn á spjaldinu sínu hróp- ar þá upp nafn fuglsins og markmiðið er vitaskuld að fylla sitt spjald og kalla bingó. Litlu spjöldin má einnig nota í hefðbundið minnisspil, þar sem tveir eins bunkar eru meðfylgjandi. Þá vinnur sá sem safnar flestum samstæðum. Rúsínan í pylsuendanum er hið svo- kallaða hljóðabingó, en geisladiskur með fuglahljóðum er með í pakkanum og geta leikendur spreytt sig á því að þekkja hvaða fugl á hvaöa hljóð og ná þannig að knýja fram sigur. Jóhann Óli Hilmarsson er höfundur ljósmyndanna. Gamansamt tugg Hugverkaútgáfan hef- ur gefið út bókina Geimtugg eftir Jóhann Helgason - þann hinn sama og getið hefur sér gott orð sem dægurlaga- höfundur. Segir í frétta- tilkynningu að verkið hafi að geyma ljóð og örsögur sem séu ort í súrrealiskum og gráglettnum anda. Verk- inu sé einkum ætlað að létta lund lesand- ans og henti því vel til upplestrar í gleð- skap. Tilvitnun í Viktor E. Frankl er að finna á bókarkápu, en hann hélt því fram aö viðleitnin til að þroska kimnigáfuna og sjá hlutina í gamansömu ljósi væri bragð sem væri hluti af listinni að lifa. Kímnigáfan í bókinni Geimtugg er þó ákaflega lítt þroskuð - svo ekki sé fastar að orði kveðið: Siggi ló hoppar uppá bílpalli og hlœr af þeirri einföldu ástœðu aö hann er fifl og hefur alltaf veriö. j; t > n i.. ;. , .,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.